Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 31 DV__________________________________ Heimsbikarkeppnin í sundi í Glasgow um helgina: Tvö á palli - Örn vann silfur og Lára Hrund brons og þrjú íslandsmet voru sett Örn Arnarson sýndi mátt sinn og megin í Glasgow. Óhvíldur náði hann mjög góðum árangri og silfurverðlaunum í 200 metra baksundi. Eitt silfur og eitt brons var upp- skera íslenska sundfólksins á heimsbikarmótinu i 25 metra laug í Glasgow um helgina. Að auki voru sett þrjú íslandsmet. Örn Arnarson setti íslandsmet í 100 metra fjórsundi, synti á 56,58 sekúndum I undanrásum, og lenti í 4. sæti í úrslitasundi á 56,87 sekúnd- um. í 200 metra baksundi varð Öm i þriðja sæti í undanrásum en í úr- slitasundinu kom hann annar í mark á 1:56,77 mínútum. Sigurveg- ari varð Þjóðverjinn Stev Thelöke en hann synti á 1:56,65 mínútum. Þessir tveir sundmenn höfðu nokkra yfirburði í sundinu því í þriðja sæti kom Pólverjinn Mariusz Siembida á 2:00,94 mínútum. Þess má geta að Thelöke sigraði einnig í 100 metra baksundinu á 53,48 sekúndum og sýndi þar nokkra yfirburði. Lára Hrund í mikilli framför Lára Hrund Bjargardóttir setti ís- landsmet í 100 metra fjórsundi í gær þegar hún synti á 1:04,54 mínútum. Hún lenti í þriðja sætinu og er þetta langbesti árangur Láru Hrundar á erlendum vettvangi. í 200 metra fjórsundi lenti hún í 9. sæti Á 2:21,32 mín og í 17. sæti í 200 metra skriðsundi á 2:05,70 mín. Elín Sigurðardóttir varð í 17. sæti í 100 metra flugsundi á 1:05,30 mín. og í 50 metra skriðsundi á 26,63 mín. í gær náði Elín síðan mjög góðum tima í 50 metra flugsundi, synti þar á 28,30 sekúndum. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð í 10. sæti í 200 metra baksundi á 2:18,43, mín, 11. sæti í 50 metra baksundi á 30,30 sek og í 13. sæti í 50 metra skriðsundi á 26,98 sek. Halladóra Þorgeirsdóttir var 18. í 100 metra bringusundi á 1:15,16 mín og í 30. sæti í 50 metra skriðsundi á 28.90 sek. Frábær árangur Árangur íslensku sundmannanna undirstrikar enn og aftur þá fram- for sem þeir eru í og verður gaman að fylgjast með þessum hópi á næstu misserum. Ástundun og þrot- lausar æfmgar eru rækilegar famar að skila árangri. Örn syndir á góðum tímum en hafa verður í huga að hann hvíldist ekkert fyrir mótið í Glasgow. Þetta sýnir í hve góðu formi hann er í dag. Heimbikarmót í París um næstu helgi Allur hópurinn sem keppti í Glas- gow heldur þaðan í dag áleiðis til Parísar en þar verður haldið heims- bikarmót um næstu helgi. Þar verður æft í þessari viku fyrir mót- ið og hvíld verður því engin. Margt af besta sundfólki í heimin- um tók þátt í mótinu og mun það aflt halda til Parísar eins og Islend- ingamir. Af öðrum helstu úrslitum á mót- inu má nefna að Susan O’Neill frá Ástralíu sigraði í 200 merra flugsundi á 2:98,82 mínútum. James Hickman frá Bretlandi sigraði í 200 metra fjórsundi á 1:58,56. Kínverska stúlkan Hua Chen sigraði með yfir- burðum í 800 metra skriðsundi, synti á 2:23,89 mínútum. Claudio Poll varð önnur, tæplega þremur sekúndum á eftir Chen. Ástralska stúlkan Samantha Riley fékk litla sem enga keppni í 200 metra bringusundinu en náði samt þokkalegum tíma, synti á 2:23,89 mínútum. -JKS Esztergal úr leik - mikið áfall fyrir Hauka og landsliðið Judith Rán Esztergat. Judith Rán Esztergal, landsliðskona úr Haukum, meiddist á æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld og var flutt á sjúkrahús. Hún sleit hásin og gekkst undir aðgerð strax í gærkvöld. Esztergal var á æfingu með íslenska landsliðinu sem býr sig af krafti undir leikina gegn Króatíu sem verða ytra um næstu helgi en þeir eru liður í forkeppni fyrir heimsmeistaramótið. Meiðslin eru mikið áfall fyrir landsliðið og þá ekki síður fyrir Haukaliðið því úrslitakeppnin blasir við en Esztergal er leikstjómandi liðsins og einn af lykilmönnum þess. Það á ekki af landsliðinu að ganga hvað varöar meiðsli. Herdís Sigurbergsdóttir sleit einnig hásin í leikjunum gegn Rússum á dögunum og leikur af þeim sökum ekki meiri handbolta á þessu tímabili. Landsiiðið heldur utan á miðvikudag Theódór Guðfinnssyni verður vandi á höndum að fylla í það skarð sem Esztergal skilur eftir sig. Landsliðið heldur utan til Króatíu á miðvikudaginn kemur. -JKS/ih Spænska knattspyrnan: Börsungar tryggðu stöðu sína verulega - eftir góðan sigur á Real Madrid Barcelona hefur gott tak á erkifjendum sínum í spænsku knattspyrnunni en 15 ár í röð hefur Barcelona ekki tapað fyrir Real Madrid á Camp Nou. í gær mættust þessi lið og fór Barcelona með sigur af hólmi, 3-0, og tryggði stöðu sína enn frek- ar á toppnum. Luis Enrique Martinez gaf Barcelona óskabyrjun með skalla eftir frábæran að- draganda. Real Madrid varð fyrir áfalli þegar Roberto Carlos var vikið af leikvelli á 20. mínútu. Luis Enrique bætti við sínu öðm marki á 35. mínútu. Real Madrid gafst aldrei upp þrátt fyrir aö vera einum færri en Brasilíumaðurinn Rivaldo gull- tryggði síðan sigur Barcelona með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Uppgangurinn hjá Barcelona hefur ver- ið einstakur á síðustu vikum en framan af átti liðið í miklum vandræðum og var um tíma í áttunda sæti. Staða Louis Van Gall, þjálfara liðsins, hékk á bláþræði, í dag er hann orðinn mjög vinsæll í Barcelona. Real Mallorca, sem er fimm stigum á eftir Barcelona, sigraði Real Sociedad með marki frá Leonardo Biagini úr víta- spymu. Louis Van Gaal gengur allt í haginn með Barcelona þessa dagana eftir mótlæti framan af vetri. Reuter íþróttir [Tf' ÍTAtÍA Bari-Vicenza ................0-0 Cagliari-Lazio ..............0-0 Empoli-Salernitana...........2-3 1-0 Cerbone (30.), 1-1 Vaio (32.), 1-2 Vaio (67.), 1-3 Vaio (82.), 2-2 Bonomi (90.) AC Milan-Venezia.............2-1 1-0 Guglielminpietro (39.), 2-0 Ganz (53.), 2-1 Tuta (70.) Perugia-Inter................2-1 1- 0 Kaviedes (18.), 2-0 Rapaijc (70.), 2- 1 Djorkaeff (90.) Piacenza-Juventus............0-2 0-1 Mirkovic (45.), 0-2 Birindelli (90.) Roma-Sampdoria...............3-1 1-0 Junior (11.), 1-1 Lassissi (16.), 2-1 Sergio (85.), 3-1 Sergio (88) Udinese-Fiorentina , 1-0 1-0 Sosa (70.) Parma-Bologna . 1-1 Lazio 21 12 6 3 43-21 42 Fiorentina 21 13 3 5 37-19 42 Parma 21 10 8 3 34-25 41 AC Milan 21 11 7 3 33-24 40 Inter 21 10 4 7 43-29 34 Udinese 21 9 6 6 27-28 33 £• BEIGÍA Aalst-Genk ...................1-2 Lommel-St. Truiden ...........0-1 Gent-Kortrijk ................3-1 Standard-Charleroi ...........2-0 Lierse-Moeskroen .............1-2 Ostend-Beveren................1-1 Harelbeke-Club Briigge .......0-2 Genk 23 15 5 3 51-26 50 Briigge 23 15 4 4 42-22 49 Moeskroen 23 12 7 4 52-35 43 Gent 23 11 7 5 40-38 40 Aalst komst yfir gegn Genk en Branko Strupar skoraði bæði mörk Genk sem nægðu til sigurs. SPÁNN Mallorca-Sociedad . .. Atletico-Espanyol . .. Deportivo-Salamanca . Valladolid-Celta Vigo Barcelona-Real Madrid Bilbao-Extremadura . . Real Betis-Santander . Zaragoza-Alaves ...... Tenerffe-Oviedo....... Vfflareal-Valencia . . . Barcelona 22 13 4 5 48-25 43 Mallorca 22 11 5 6 22-14 38 Celta 22 10 7 5 44-27 37 Valencia 21 11 4 6 32-21 37 R. Madrid 22 11 4 7 44-35 37 Deportivo 22 10 7 5 31-23 37 Bilbao 22 10 4 8 29-29 34 Atletico 22 10 4 8 29-29 34 Grikkland: Útisigur hjá Arnari og félögum AEK lagði nágranna sína í Apollon, 6-1, í grísku knatt- spyrnunni í gærkvöld. Amar Grétarsson og samheij- um hefur vegnað vel upp á síðkastið og er AEK í þriðja sæti með 40 stig. í efsta sæti með 44 stig er Olympiakos en liðiö sigraði Pen- elefsiniako, 0-2. Panathinaikos, sem hefur 40 stig, á leik til góða í kvöld. Ofi í sjötta sæti Lið Einars Þórs Daníelssonar, Ofi frá Krít, sigraði Iraklis, 3-0, á heimavelli og er í 7. sæti. Kristó- fer Sigurgeirsson, sem leikur með Aris, leikur í kvöld. -JKS 1-0 1-2 1-0 2-1 3-0 0-0 1-1 1-1 0-2 1-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.