Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 íþróttir Aðfaranótt laugardags Philadelphia-New York . . . 67-78 Iverson 29, Hughes 10, Snow 7 - Houston 25, Thomas 14, Johnson 12. Toronto-Milwaukee.........90-82 Christie 20, Carter 13, K. Willis 12 - D. Curry 17, Brandon 14, Ailen 10. Washmgton-Chicago ........93-91 Cheaney 17, Howard 16, T.Murray 13 - Barry 22, Kukoc 18, Harper 15. Atlanta-Orlando...........94-99 Smith 28, Ellis 18, Blaylock 16 - And- erson 22, Armstrong 15, Austin 14. Phoenix-Detroit .........93-101 Robinson 26, Kidd 24, McCloud 11 - Stackhouse 23, HUl 21, Dale 16. Minnesota-Vancouver ... 115-96 Marbury 23, Smith 21, MitcheU 19 - Rahim 21, Mack 19, Parks 12. Portland-Boston..........106-86 Grant 21, Rider 16, Stoudamire 14 - Pierce 22, Battie 16, Walker 15. Golden State-Dallas.......84-79 Starks 16, Jamison 12, Spencer 11 - Finely 19, Trent 18, Nash 14. Sacramento-Charlotte .... 106-95 J. WiUiams 25, Funderburke 16, Max- weU 16 - Reid 21, Wesley 21, Phills 16. LA Lakers-San Antonio . . 106-94 Shaq 28, Bryant 21, Harper 18 - Duncan 26, EUiott 20, Elie 12. Aðfaranótt sunnudags Miami-Houston ............81-71 Brown 24, Hardaway 17, Weather- spoon 10 - Harrington 17, Olajuwon 16, Pippen 10. Utah-Seattle.............110-80 Malone 28, RusseU 15, Homacek 15 - Hawkins 14, Baker 13, WiUiams 11. Philadelphia-Atlanta......69-76 Iverson 26, Ratcliff 10, Hughes 10 - Smith 14, Blaylock 13, Long 13. Cleveland-New Jersey .... 89-84 Kemp 24, Anderson 19, Knight 12 - Van Hom 21, Kittles 19, CasseU 18. Milwaukee-Indiana .......80-82 Robinson 31, D. Curry 9, GiUiam 8 - MiUer 20, D. Davis 10, MuUin 9. Portland-Golden State .... 90-84 Rider 27, Grant 18, WaUace 12 - Caffey 20, Starks 13, Cummins 12. LA Clippers-Dallas......90-105 Piatkowski 16, Martin 13, Rogers 13 - Finley 31, Trent 27, CebaUos 14. Úrslit í gærkvöld New York-Chicago..........79-63 Houston 26, Thomas 17, Ewing 10 - Barry 19, Kukoc 16, Harper 9. San Antonio-Detroit......85-64 Duncan 17, Elie 16, EUiot 14 - HiU 16, Stackhouse 10, WiUiams 9. Washington-Boston ........86-75 Richmond 25, Strickland 20, Howard 16 - Pierce 24, Mercer 17, Walker 8. Toronto-Vancouver .......102-87 Carter 27, WiUis 17, Christie 16 - Rahim 23, Mack 13, Reeves 13. Orlando-Houston .........109-83 Anderson 19, Armstrong 19, Hard- away 16 - Olajuwon 21, Pippen 19. Minnesota-Sacramento . . . 102-90 Smith 30, Marbury 23, K.Gamett 22 - Webber 20, Wahad 14, Barry 11. Staðan - sigrar/töp: Austurdeild: Orlando 8/2, Miami 6/3, Atlanta 6/3, Indiana 6/3, New York 6/3, Cleveland 5/3, MUwaukee 5/3, Washington 4/4, PhUadelphia 4/5, Detroit 4/6, Toronto 3/5, Boston 3/5, New Jersey 2/6, Charlotte 1/7, Chicago 1/8. Vesturdeild: Utah 8/1, Minnesota 7/2, Portland 6/2, Seattle 6/2, LA Lakers 6/3, Hous- ton 6/4, Sacramento 5/4, Phoenix 5/4, San Antonio 5/5, Golden State 4/6, Vancouver 3/6, Dallas 2/8, Denver 1/8, LA Clippers 0/7. Dennis Rodman mætti á leik LA Lakers gegn San Antonio um helgina og ræddi síðan við eiganda Lakers, Jerry Buss. Hann sagðist síðan ætla aö taka sér tveggja sólarhringa frest tU að ákveða hvort hann færi tU Lakers eða Miami og tilkynnir væntanlega ákvörðunina á blaða- mannafundi í dag. Utah hefndi fyrir 15 stiga tapið i Seattle síðasta þriðjudagskvöld með helmingi stærri sigri. Karl Malone var í aðalhlutverki og skoraði 28 stig, og fór yfir 28.000 stigin samtals i NBA-deÚdinni frá upphafi. -GH/VS DV Naumt tap gegn Lyngby íslands- og bikarmeistaramir í knattspymu, ÍBV, töpuöu naumlega fyrir danska A-deild- arliöinu Lyngby, 3-2, i síðasta leik sínum í æfmgaferðinni til Flórída á föstudagskvöldið. Steingrímur Jóhannesson og Kjartan Antonsson komu Eyja- mönnum tvívegis yfir í leiknum. Rodrigo Esteban frá Argent- ínu lék sinn annan leik með Eyjamönnum en þeir hafa ekki tekið ákvörðun um hvort honum verði boðinn samningur. -VS Arni tryggði Ros- enborg sigur Norska liðið Rosenborg bar sigur úr býtum á knattspymumóti sem lauk á La Manga á Spáni um helgina. Rosenborg lék til úrslita gegn Sta- bæk og eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2. Leikurinn var ekki framlengdur vegna myrkurs og í staðinn var gripiö til vítaspymukeppni þar sem Rosenborg hafði betur. Leikmenn Rosenborgar nýttu allar sínar 5 spymur en Ámi Gautur Arason varði eina spymu frá Stabæk. Ámi Gautur lék síðari hálfleikinn fyrir Rosenborg en Helgi Sigurðsson lék all- an tímann fyrir Stabæk. í leiknum um 3. sætið sigraði Brann lið AIK, 2-0. Bjarki Gunnlaugs- son lék fyrri hálfleikinn fyrir Brann, en Stefán Þórðarson lék ekki með. -GH Guðmundur ósigraður Víkingurinn Guðmundur E. Stephensen vann enn eitt borð- tennismótið um helgina er hann bar sigur úr býtum á Coca Cola mótinu. Guðmundur hafði betur gegn félaga sínum úr Víkingi, Markúsi Árnasyni, í úrslitaleik, 21-12 og 21-14. Guðmundur, sem vann til tveggja gullverðlauna á móti í Danmörku um síðustu helgi, er enn ósigraður á þessu keppnis- tímabili. -GH Jón Arnar Magnússon varð annar í 60 metra grindahlaupi f Malmö í gær og keppti samtals í fimm greinum á danska meistaramótinu. Jón Arnar öflugur - keppti í 5 greinum í Malmö Jón Amar Magnússon úr Tinda- stóli tók þátt í flmm greinum á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina. Lengst náði hann í 60 metra grindahlaupi, þar sem hann varð annar á 8,08 sek- úndum og var skammt frá sínum besta árangri sem er 7,99 sekúndur. Jón Amar náði ennfremur besta árangri sínum á þessu ári í tveimur greinum. Hann stökk 5,10 metra í stangarstökki, sem er jafnt hans besta árangri frá upphafi innan- húss, og þá hljóp hann 60 metra á 6,94 sekúndum. Að auki kastaði Jón Arnar 15,59 metra í kúluvarpi og stökk 7,04 metra í langstökki, en þar hætti hann keppni eftir tvö stökk. Jón Amar hefur dvalið við æfing- ar í Malmö að undanfomu og verð- ur þar til miðvikudags. Að sögn Gísla Sigurðssonar, þjálfara Jóns, var mótið um helgina mjög góð æf- ing fyrir heimsmeistaramótið inn- anhúss sem fram fer i Japan 4.-7. mars. Þórey Edda Elísdóttir úr FH tók þátt í stangarstökki en náði sér ekki á strik. Hún fór aðeins yfir 3,80 metra, en í síðustu viku náði hún sínum besta árangri og fór yfir 4,21 metra. Þórey er á förum til Grikk- lands þar sem hún keppir á alþjóð- legu móti á miðvikudaginn. Smári Guðmundsson úr FH keppti i tveimur greinum og náði sínum besta árangri innanhúss í báðum. Hann hljóp 400 metra á 53,50 sekúndum og 800 metra á 1:59,02 mínútu. Ólafur Traustason úr FH bætti sig í 60 metra hlaupi og hljóp á 7,26 sekúndum. -vs Hiddink rekinn frá Real Madrid? Spænskir fjölmiölar fullyrða að Hollendingurinn Guus Hiddink verði lát- inn taka poka sinn sem þjálfari Evrópumeistara Real Madrid áður en marg- ir daga líða. Meistaramir biðu lægri hlut fyrir Atletico Bilbao á heimavelli sínum um helgina og eftir leikinn varð allt vitlaust hjá stuðningsmönnum félagsins sem heimtuðu Hiddink burt. Fabio Capello, fyrrum þjálfari AC Milan og Real Madrid, var mættur til Madridar í gær og það ýtir enn frekar undir þær sögusagnir að Hiddink verði rekinn og Capello ráðinn í hans stað. -GH Gummi ræðir við Dormagen Guðmundur Guðmundsson, þjálfari 1. deildarliðs Fram í handknattleik, hélt til Þýskalands um helgina og mun í dag hefja viðræður við forráðamenn þýska B-deildarliðsins Bayer Dormagen, sem hafa gert Guð- mundi tilboö um að þjálfa liðið á næsta keppnistíma- bili. „Það ætti að koma í ljós síðar í vikunni hvort ég taki við liðinu," sagði Guðmundur í spjalli við DV í gærkvöldi. -GH Jafntefli hjá St.Otmar StOtmar, lið Júlíusar Jónassonar, er með tveggja stiga forystu í úrslitakeppni svissnesku A-deildar- innar í handknattleik. St.Otmar gerði jafntefli á útvelli gegn Suhr í gær, 25-25, á meðan meistaramir í Winterthur töpuðu fyrir Kadetten, 24-23. Amicitia Zúrich, lið Gunnars Andréssonar, tapaði fyrir Endingen á heimavelli, 19-23, og er neðst þeirra 8 liða sem leika til úrslita, með 2 stig. St.Otmar er með 15 stig í efsta sæti, Winterthur og Suhr hafa 13 stig og Kadetten 10.-GH Ársþing KSÍ: Tveir nýir í stjórn - talsverðar breytingar á reglum um samninga Tvær breytingar urðu á stjórn Knattspyrnusambands íslands á ársþingi þess um helgina. Björn Friðþjófsson og Eggert Steingríms- son voru kjörnir í stað þeirra Stef- áns Gunnlaugssonar og Elíasar Her- geirssonar, sem gáfu ekki kost á sér. Eggert tekur við af Elíasi sem gjald- keri sambandsins. Á þinginu voru gerðar talsverðar breytingar á reglum um samninga leikmanna. Heimilað var að gera fjögurra ára samninga í efstu deild karla og tveggja ára sambandssamn- inga í 2. og 3. deild karla og í kvennadeildum. Þá verður heimilt að gera lánssamninga, allt frá ein- um mánuði til eins árs, og leikmenn mega skipta um félag tvívegis eftir að þeir hafa leikið á tímabilinu, í stað einu sinni áður. Meistarakeppni innanhúss? Þá var stjórn KSÍ heimilað að fella meistarakeppnina niður. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra KSÍ, er þó rætt um að spila hana innanhúss í febrúar, og horft til þess að knattspymuhöll á að vera risin í Reykjanesbæ á þess- um tíma að ári. Þá má nefna að leikið verður til þrautar í bikarúrslitaleikjum, en ekki háður nýr leikur ef jafnt er eft- ir framlengingu eins og hingað til. Ennfremur voru gerðar umfangs- miklar breytingar á lögum KSÍ á þann veg að nú þarf ekki samþykkt ársþings til að breyta reglugerðum um keppni í öðrum flokkum en meistaraflokkum karla og kvenna. -VS Walsall vill semja við Sigurð Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnumaður úr ÍA, hefur fengið tilboð frá enska félaginu Walsall, en þar hefur hann verið til reynslu undanfamar vikur. Walsall hefur boðið Sigurði samning til vorsins 2000 og vUl fá hann strax, þannig að hann leiki út þetta tímabil og síðan það næsta. Enska félagið á eftir að ræða málið við Skagamenn. Walsall hefm- komið mjög á óvart i ensku C-deildinni í vetur og er þar í öðru sæti. Möguleik- ar liðsins á að komast upp eru mjög góðir. Með Walsall leikur Eyjamaðurinn Bjarnólfur Lárus- son en hann heáir verið í lykil- hlutverki á miðjunni hjá liðinu í vetur. Sigurður Ragnar er 25 ára sóknarmaður og varð marka- hæsti leikmaður Skagamanna í úrvalsdeildinni í fyrra, á sínu fyrsta tímabili með þeim. Hann skoraði 7 mörk í 13 leikjum en missti af síðustu fimm umferð- um íslandsmótsins vegna náms í Bandaríkjunum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.