Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 22. FEBRUAR 1999 Vala flugi Olafur skoraði I 12 Bls. 24 „Hrækti hreinlega upp í mig" DV Belgíu: Vala Flosadóttir náði sínum langbesta árangri á tíma- bilinu í gær þegar hún stökk 4,40 metra í stangarstökki á alþjóðlegu innanhússmóti í Lievin í Frakklandi. Vala, sem hafði best náð 4,26 í vetur, varð önnur á mót- inu, en Zsuzsa Szabo frá Ungverjalandi sigraði, stökk 4,40 metra. Þriðja varð síðan Elmarie Gerryts frá Suður-Afr- íku sem stökk 4,30 metra. Mótið var það þriðja af fjórum 1 Ricoh-mótaröðinni en Vala varð í 5. sæti á öðru mótinu, sem fram fór í Gent í Belgíu á föstudag, með 4,10 metra. Szabo sigraði einnig þá, stökk 4,30 metra, og Anzhela Balakhonova varð önnur með 4,20. Hún slasaðist hins vegar þegar hún lenti út af dýnunni og var ekki með í Frakklandi í gær. Lokamótið í röðinni verður í Stokkhólmi á fimmtudag. Szabo þarf aðeins 5. sætið þar til að tryggja sér sigur í heildarkeppninni í stangar- stökkinu. Balakhonova er sú eina sem get- ur náð henni, er með 9,5 stig en Szabo 18,5. Þær Vala og Gerryts eru síðan i 3.-4. sæti með 8 stig og síðan kemur Nicole Humbert frá Þýskalandi með 7 stig. Heildarsigurvegarinn fær 1,4 milljónir króna í sigurlaun. Annað sætið 'gefur 700 þúsund og þriðja sætið 350 þúsund krónur. -VS Arnar Þór Viðarsson var í sviðsljósinu með liði sínu Lokeren, sem vann Westerlo, 3-0, í átta liða úrslitum belglsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Undir lok fyrri hálfleiks hrækti Toni Brogno, leikmaður Westerlo, í andlitið á Arnari. Að- stoðardómari sá atvikið og Brogno fékk að llta rauða spjaldið. „HJutirnir höfðu ekki gengið upp hjá hon- um og ég sendi honum koss út í loftið. Hann missti srjórn á skápi sínu og hrækti hreinlega upp í mig," sagði Arnar um at- vikið. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var á meðal áhorfenda í Lokeren og sá Arnar spila ágætlega á miðjunni. Hann var sívinnandi og bjargaði einu sinni á marklínu. „Það var mjög athyglisvert að i fylgjast með Arnari, hann er að jk gera mjög góða hluti með Lokeren," sagði Guðjón við DV. -KB Miglena Apostolova, búlgarski leikmaöurinn hjá ÍS, lyftir bikarnum eftlr sigur Stúdína á ^ Vfkingi og fyrirlið- inn, Ingibjörg Gunnarsdóttir, fylgist ánægð með. DV-mynd ÞÖK Brons Örn Arnarson, sundmaðurinn knái úr Hafnarfiði og íþróttamaður ársins, heldur áfram að gera góða hluti í sundlauginni. Örn keppti á heimsbikarmóti í París um helgina og vann til bronsverðalauna í 100 metra baksundi. Örn kom í mark á 54,32 sekúndum, en Frakkinn Franck Esposito sigraði á 53,63 sek- úndum. Örn hugðist svo keppa í 200 metra bak- sundinu í gær, en vegna eymsla í öxl hætti hann við frekari þátttöku. Lára Hrund Bjargardóttir komst i úrslit í 100 metra fjórsundi. Þar hafnaði hún í 7. sæti á 1:05,86 mínútu. Elín Sigurðardóttir úr SH náði sínum næst besta tíma í 50 metra skriðsundi, 26,30, en það dugði ekki í úrslitin því hún hafnaði í 9. sæti í undanrásunum. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir lenti einnig í 9. sæti í undanrásunum í 50 metra baksundi, á tímanum 30,14 sekúndum. Kolbrún setti svo nýtt stúlknamet í gær í 100 metra fjórsundi. Tími hennar var 1:05,61 mínúta sem dugði henni í 10. sætið í undanrásunum. -GH Helga með til- boð frá Sola Helga Torfadóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sem leikur með norska B-deildarliðinu Bryne, hefur fengið tilboð frá A-deildar- liðinu Sola um að leika með því á kom- andi leiktíð. Helga fékk fréttir af tilboðinu frá blaða manni DV í Króatíu á laugardag. Hún brást þegar við og hringdi í þjálfara sinn hjá Bryne, Einar Guðmundsson, sem stað- festi tíðindin. „Ég ræddi um þetta mál við Einar og get svo sem ekkert um það sagt fyrr en ég fæ tilboðið í hendur. Ég hitti forráðamenn Sola um næstu helgi og þá mun betta væntanlega skýr- ast," sagði Helga Torfadóttir í við- tali við DV. Aðalmarkvördur Sola er fjórði markvörður norska landsliðsins og því má gera ráð fyrir því að Sola sé að leita sér að varamarkverði með því að leita til Helgu Torfadóttur. Sola er í sjöunda sæti af tólf lið um í norsku A-deildinni. Halla María Helgadóttir lék með liðinu fyrir tveimur árum, en þá féll það úr deildinni og kom síð an aftur upp fyrir þetta tímabil. -ih/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.