Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Page 2
22 MANUDAGUR 1. MARS 1999 íþróttir Riðlakeppni Evrópumóts landsliða í körfuknattleik: - snjallir Litháar unnu mjög stóran sigur á íslendingum, 48-94 íslenska landsliðið í körfuknattleik átti við of- urefli að etja í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í Laugardalshöllinni á laug- ardaginn. Lokarimma liðsins var gegn Litháum sem í dag eiga að skipa einu sterkasta landsliði í heimi og urðu lyktir leiksins, 48-94. íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn þessu fimasterka liði og spuming var aðeins hversu stór sigur gestanna yrði. Þetta er lægsta skor íslensks A-landsliðs i einum leik í keppninni. Hún var eng- in smásmíð lítháíska vömin en því fengu leik- menn íslenska svo sannarlega að kynnast. Það var styrkur fyrir íslenska liðið að fá Teit Örlygsson til baka úr meiðslum en hann sýndi að hann er leikmaður á alþjóöamælikvarða en samt lék hann ekki eins og hann getur best. Herbert Arnarson sýndi það í þessum leik, sem og öðrum, að hann og Teitur eru okkar bestu körfubolta- menn. Þeir hafa líka kynnst körfubolta í sterkum deildum í Evrópu. Guðmundur Bragason stendur ávallt vel fyrir sínu og gefst aldrei. íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn mjög illa og komst raunar aldrei i gang. Fyrstu stigin í hálf- leiknum skoraði liðið ekki fym en rúmar sex mín- útur vom liðnar af hálfleiknum. Litháar voru einnig seinir í gang en þeir hrukku í gírinn síðar og unnu 46 stiga sigur. Sjáifstraust leikmanna íslenska liðsins var gjör- samlega hrunið í þessum leik. Það er kannski ekkert skrýtiö að svo gerist þegar liðið leikur í sömu vikunni gegn tveimur þjóðum í fremstu röð körfuboltans, tapar stórt og sér aldrei til sólar. Þegar riðlakeppnin er að baki og litið er um öxl hlýtur þátttaka í keppni þeirra bestu að skilja einhverjar jákvæðar hliðar eftir. Þrátt fyrir stór töp, sem áttu ekki að koma á óvart, verður reynslan sem leikmönnum áskotnaðist aldrei tekin af þeim og hlýtur hún að koma að góðum notum í næstu keppni. Fram hjá hinu verður ekki litið að til að standast bestu liðum snúning þarf íslenskur körfubolti á mun stærri leikmönnum að halda. Þeir eru bara ekki til núna og á meðan er j treyst á skytturnar. Þær sáust ekki gegn Lit- háum og þar á litið sjálfstraust þar á- byggilega stærstan þátt. -JKS „Sjalfstraust leikmanna hrundi gjörsamlega “ - sagöi Jón Kr. Gíslason, landsliösþjálfari „Viö vissum að þessir leikir gegn Bosn- íu og Litháum yrði erfiðir. Við höfðum trú á því sem við vorum að gera en í þessum leik gegn Litháum var sjálfstraust leik- manna gjörsamlega hrunið. Menn höfðu alls ekki trú á því sem þeir voru að gera,“ sagöi Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, í samtali við DV eftir ósigurinn gegn Litháen. „Það var aðeins einn maður í sókninni sem reyndi hluti og gerði það sem hann er vanur að gera. Aðrir leikmenn misstu al- veg trúna á sjálfum sér.Við munum í framhaldinu skoða hvað við höfum lært og hvar við getum bætt leik okkar. Þessi keppni hefur verið mikil reynsla fyrir leikmenn og hún mun eflaust nýtast þeim yngri sem eiga eftir að leika með landsliðinu í næstu keppni. Þetta er aðeins eitt skref fram á við. Við munum vega og meta frammistöðu leikmanna í keppninni og hafa það til hliðsjónar þegar liðið verður valið fyrir forkeppnina i vor,“ sagði Jón Kr. Gisla- son landsliðsþjálfari við DV. -JKS Island (29) 48 Litháen (49) 94 0-2, 4-4, 4-15, 9-25, 12-31, 17-31, 20-34, 22M3, 27-44 (29—49). 32-60, 37-63, 42-68, 42-79, 42-84, 45-86, 48-94. Stig íslands: Herbert Amarson 17, Teitur Örlygsson 10, Guðmundur Bragason 7, Hermann Hauksson 5, Hjörtur Harðarson 5, Páll Axel Vilbergsson 3, Friðrik Stefánsson 1. Stig Litháens: Virginijus Praskevicius 15, Mindaugas Zukauskas 14, Kestutis Sestokas 14, Ramunas Siskauskas 10, Andrius Giedratitis 9, Thomas Pacesas 8, Donatas Slanina 8, Sarunas Jasikevicius 7, Rytis Vaisvila 5, Thomas Masiulis 4. Fráköst: ísland 25 (10 í sókn - 15 í vöm), Litháen 33 ( 3 - 30) Vítahittni: ísland 5/2 (40%), Litháen 42/35 (83%) 3ja stiga körfur: ísland 28/8 (29%), Litháen 12/5 (42%) Dómarar: Williams Jones, Wales, og Martin Hehir, írlandi. Dæmdu vel enda leikurinn auðdæmdur. Áhorfendur: Um 300 manns greiddu aðgangseyri. Maöur leiksins: Mindaugas Zukaauskas, þar fer leikmaður á heimsmælikvarða. as á Á Fjórir bestu og þjálfarinn heima Fjórir bestu leikmenn litháenska landsliðs- ins léku ekki með gegn íslenska liðinu í Laugardalshöllinni um helgina. Þá var aðalþjálfari liðsins fjarri góðu gamni en besta lið Litháens var að leika í Evr- ópukeppni félagsliða um helgina. Landsliðinu boðið á mót í maí íslenska landsliðinu í körfuknattleik hefur verið boð- ið á mót í maí. Liðið mun ann- aðhvort keppa í byrjun mai á móti i Lúxemborg eða á ír- landi um miðjan sama mánuð. Það ræðst af því hvort þessar þjóðir verða með okkur í riðlakeppninni. Jón Kr. Gíslason landsdliðs- þjálfari sagði nauðsyn- legt að komast á mót fyrir forkeppni Evr- ópumótsins sem haldið verður í Noregi í vor. -JKS ísland í töium Herbert Arnarson skoraði 17 stig gegn Litháen og þar með 136 stig samtals í keppninni. Herbert gerði því 15,1 stig að meðaltali og varð stigahæsti leikmaður ís- lenska liðsins. Teitur Örlygsson var með 13,8 stig að meðaltali og Guð- mundur Bragason skoraði næstflest stig, 125, en var með 12,5 stig að meðaltali. Teitur Örlygsson nýtti vitin sin best af strákunum í mót- inu, eða 92,3%. Teitur hitti 12 af 13 vitum sínum, Falur Harðarsson nýtti þau 90,9% (10 af 11) og Helgi Jónas Guðfinnsson 87,9% (29 af 33). Teitur átti einnig flest- ar stoðsendingar af is- lensku strákunum (25) og stal flestum boltum (20) en Guðmundur Bragason tók flest fráköst (59) og braut oftast af sér eða 33 Friðrik Stefánsson stóö Guðmundi ekki langt að baki með 30 villur þrátt fyrir að hafa aöeins leikið 158 min- útur, 183 færri en fyrirliðinn. Guðjón Skúlason nýtti skot- in sin best, varð eini íslenski leikmaðurinn sem nýtti helming skota sinna, eða 17 af 34. Guðjón nýtti 47,8% þriggja stiga skota eða 11 af 23 sem var besta í liðinu. liðið gerði 98 þriggja körfur i þessum 10 leikjum 269 skotum (36,4%), Teitur Ör- gerði þær flestar, eða 24, Herbert Amarson geröi 24 og Harðarson 14. Skúlason gerði 11 stiga körfur í 6 leikjum á minútum og það liðu því 7,7 mínútur milli þrista hjá honum, Samsvarandi tölur voru 10,6 ‘minútur hjá Herberti og 11,3 mín- útur hjá Teiti. íslensku strákarnir réðu illa við stóra andstæðinga og í leikj- unum þremur hér heima í vet- ur nýttu Eistar (67%), Bosniu- menn (71%) og Litháar (60%) skotin sin 65,9% og enn fremur tók islenska liðið í þessum leikjum aðeins 41% frákasta. -ÓÓJ Herbert Arnarson var langbesti leikmaður íslenska liðsins gegn Litháen um helgina og sá eini sem eitthvað lét að sér kveða. Hér skorar hann glæsilega körfu en Herbert skoraði 17 stig í leiknum og var stigahæstur íslendinga í leiknum og einnig í allri keppninni með 136 stig í 9 leikjum. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.