Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Óvæntur sigur Irvine Bls. 28 - Brann þarf að grynnka á skuldunum Norska knattspyrnufélagið Brann er tilbúið til að selja Stefán Þ. Þórðarson til að grynnka á miklum skuldum sínum. Samkvæmt frétt í Berg- ensavisen um helgina hefur Brann þegar boðið Kongsvinger að kaupa sóknarmanninn frá Akra- nesi. Talið er að Brann vilji fá 7-8 milljónir ís- lenskra króna fyrir Stefán. Litlu munaði að Stefán Jfæri til Kongsvinger í fyrrasumar þegar hann fór frá Öster i Svíþjóð en nið- urstaðan varð sú að Brann keypti hann. „Já, Brann er með of marga leik- menn og við erum að skoða hvort við ráðum við að kaupa Stefán. Við höfum vissulega mikinn áhuga á að fá hann,“ segir Per Brogeland, þjálfari Kongsvinger, við blaðið. Stefán er stríðsmaður Umboðsmaður Stefáns, Simonsen að nafni, kannast við málið en segir alls ekki víst að skjól- stæðingur sinn fari frá Brann um leið og kaup- andi finnist. „Stefán er með 3ja ára samning við Brann og félagið getur ekki selt hann án hans samþykkis. Ég er sannfærður um að hann vill frekar vera kyrr, og það er á hreinu að Brann myndi tapa miklu á því að selja hann. Stefán er stríðsmaður sem veður eld og brennistein fyrir Brann og fórn- ar öllu til að vinna sér fast sæti í liðinu," segir Simonsen. Stefán spilaði aðeins einn leik með Brann eftir að hann var keyptur á miðju sumri í fyrra. í vet- ur er hann hins vegar markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu og skoraði 4 mörk i jafnmörgum leikjum á alþjóðlega mótinu á Spáni á dögunum. „Við seljum Stefán ef við fáum rétt verð fyrir hann en það verður enginn seldur sem vill ekki fara,“ segir Kjell Tennfjord, þjálfari Brann, við Bergensavisen. -VS Stefán - á förum? Birkir - kyrr. Ivar fýrir Sigurö Sigurður Jónsson, landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu, leikur ekki með gegn Lúxemborg ytra á miðvikudag. Sigurður meiddist á mjöðm á æfingu síðasta þriðjudag og gat ekki leikið með Dundee United gegn Clydebank í skoska bik- arnum á miðvikudag og laug- ardag. Guðjón Þórðar- son hefur valið ívar Ingimarsson úr ÍBV i hópinn í stað Sigurðar og það verður því einn fulltrúi íslensks liðs í leiknum í Lúxemborg. ívar hefur spilað einn A-landsleik. -VS fKBTf Jón Arnar Magnússon svífur yfir 2,02 metra í hástökki í sjöþrautarkeppninni í Japan um helgina. Mynd Reuter kyrr hjá Bolton Enska B-deildarliðið Bolton hefur boðið Birki Kristinssyni landsliðsmarkverði að framlengja samn- ing sinn við liðið út tímabilið. Birkir gerði fjögurra mánaða samning við Bolton í vetur og rennur sá samningur út um miðjan þennan mánuð. „Ég reikna fastlega með því að taka þessu boði. Það er erfitt að hafna þessu, þó svo að ég hafi stefnt á að koma heim um mánaðamótin mars-apríl. Ef við fórum alla leið þá klárast tímabilið ekki fyrr en í lok maí en að öðrum kosti lýkur því í byrjun maí. Ég veit ekki hvað tekur við þegar tímabilinu lýkur. Annaðhvort kem ég þá heim og spila á íslandi eða þá að mér verður boðinn nýr samningur við Bolton. Ég hef verið í viðræðum við ÍBV og þá hafa fleiri lið heima rætt við mig,“ sagði Birkir Kristinsson í samtali við DV í gær. Birkir hefur leikið með varaliðinu og hefur staðið sig vel og það er ástæðan fyrir því að for- ráðamenn Bolton vilja halda honum. Finninn Jussi Jaaskilainen hefur staðið á milli stanganna hjá aðalliðinu í vetur. Finninn átti dapran dag þegar Bolton og Swindon gerðu 3-3 jafntefli á laugardaginn og 1-2 mörk sem Swindon skoraði skrifuðust á reikn- ing hans. En fær Birkir þá bara ekki tækifæri í næsta leik aðalliðsins? „Bolton á að spila á þriðjudaginn gegn Barnsley en ég er hins vegar að fara í lands- leik gegn Lúxemborg á morgun (i dag). Svo þetta hittist svona frekar leiðinlega á en maður veit aldrei hvenær tæki- færið kemur,“ sagði Birkir. -GH Lottó: 12 14 24 30 35 B: 4 Tnski boltinn: 22 111 2x1 122x ekki Glæsi- mark hjá Þóröi Þórður Guðjónsson átti besta leik sinn á tímabilinu með Genk þegar liðið sigraði Charleroi, 2-1, í belgísku A-deildinni - í knattspyrnu um helg- ina. Þórður skoraði siðara mark Genk með lagleg- um hætti. Hann fékk stungusendingu inn fyr- ir vöm Charleroi og skoraði með góðu skoti yfir markvörðinn. Áður hafði Þórður lagt upp fyrra mark Genk sem Oulare skoraði. „Þórður er með óþrjótandi kraft og út- hald,“ sagði belgíska úrvarpið í lýsingu sinni um leikinn og bætti við að auðséð væri að Þórður væri kominn í sitt gamla góða form. Arnar Þór Viðarsson átti góðan leik í stöðu varnartengiliðs hjá Lokeren sem gerði 1-1 jafntefli gegn Ekeren en Lokeren lék manni færri síðasta hálftímann. Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson lék með varaliði Gent sem tapaði fyrir Beveren. Jóhannes stóð sig þokkalega en hann hefur verið við æfingar hjá Gent síð- ustu daga. Bræðurnir skoruðu allir Bjarni Guðjónsson skoraði 2 mörk og Jó- hannes Guðjónsson eitt fyrir varalið Genk sem vann Charleroi, 4-3. Bræðurnir þrír hjá Genk skoruðu því allir um helgina. Sjá úrslit í belgísku knattspyrnunni á bls. 27. -KB/GH/VS HM í frjálsum bls. 23 Tertnes í undanúrslit Fanney Rúnarsdóttir og stöllur hennar í norska hand- knattleiksliðinu Tertnes eru komnar í undanúr- slit EHF-bikars kvenna í handknattleik eftir góð úrslit í Rússlandi á laug- ardaginn. Þær töpuðu þar fyrir Volgograd, 27-24, en það dugði því Tertnes hafði unnið heimaleikinn, 27-22. Volgograd virtist hafa leikinn í hendi sér, var 27-21 yfir rétt fyrir leikslok en Kjersti Grini skoraði þrjú síðustu mörk Tertnes og gerði alls 10 mörk í leiknum. -VS Nýtt tilboð frá Sola - í Hrafnhildi og Helgu Norska A-deildarliðið Sola gerði íslensku landsliðskonun- um Hrafnhildi Skúladóttur og Helgu Torfadóttur, leikmönnum Bryne, nýtt tilboð í gær. Þær höfnuðu tilboði frá Sola og Bryne fyrir helgina en forráða- menn Sola höfðu samhand aftur í gær og munu þær hitta þá í dag. „Við höfnuðum tilboðunum frá Sola og Bryne nú um helgina. Bryne okkur mjög gott tilboð og svo gerðist dag í dag (í gær) að Sola hafði samband aftur og hækkaði fyrra tilboð sitt. Ef við náum ekki saman komum við heim og ljúk- um okkar námi og þá er líkleg- ast við við fórum til FH,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, i sam- tali við DV í gærkvöldi. Hrafnhildur. Helga. Endurkoma þeirra Hrafnhild- ar, sem áður lék með FH, og Helgu, sem lék með Víkingi áður en hún fór utan, i íslensk- an handknattleik yrði mikil lyftistöng fyrir FH sem er með eitt yngsta og efnilegasta liðið í kvennahandboltanum í dag. -ih Stefán seldur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.