Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999
íþróttir________________________________ i>v
Næstsíöasta umferö úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik:
Keflavík meistari
- Haukar og ÍA berjast um 8. sætið - fallbaráttan æsispennandi
Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, með deildameistarabikarinn sem þeir fengu í gær. DV-mynd Hilmar Þór
ÚRVALSDEILDIN
Keflavík 21 19 2 2037-1719 38
Njarðvík 21 17 4 1916-1587 34
Grindavík 21 14 7 1879-1729 28
KR 21 14 7 1791-1700 28
KFÍ 21 14 7 1776-1729 28
Tindastóll 21 11 10 1783-1754 22
Snæfeil 21 10 11 1632-1715 20
Haukar 21 8 13 1642-1766 16
ÍA 21 8 13 1631-1720 16
Þór A. 21 4 17 1598-1875 8
Skallagr. 21 4 17 1642-1814 8
Valur 21 3 18 1629-1848 6
/ lokaumferdinni á fimmtudaginn
mætast þessi lið:
Skallagrímur-lA
KR-Valur
Þór A.-Tindastóll
KFÍ-Grindavík
Njarðvik-Haukar
Snæfell-Keflavik
Keflavík (74) 138
Þór (53) 94
7-4, 15-13, 20-19, 30-20, 38-28, 49-39,
59-43, 66-49, (74-53), 82-59, 97-62, 104-73,
113-79, 121-84, 131-90, 138-94
Stig Keflavlkur: Damon Johnson
33, Hjörtur Harðarson 28, Guðjón
Skúlason 24, Falur Haröarson 24,
Gunnar Einarsson 12, Sæmundur
Oddsson 9, Jón Norðdal 2, Halldór
Karlsson 2, Birgir Birgirsson 2.
Stig Þórs: Brian Reese 34, Konráð
Óskarsson 15, Magnús Helgason 10,
Davíð Guðlaugsson 8, Sigurður
Sigurðsson 8, Hafsteinn Lúðvíksson
6, Óöinn Helgason 6, Einar
Aðalsteinsson 4, Guðmundur
Oddsson 2.
Vfti: Keflavík 25/29 Þór 14/22
3ja stiga: Keflavik 24/51 Þór 6/18
Fráköst: Keflavík 27 Þór 39
Áhorfendur: Um 100
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og
Eggert Aðalsteinsson.
Maður leiksins: Ómögulegt að
taka einhvem einn út og fær
liðsheild Keflavíkur heiðurinn.
Valur (35) 77
Skallagr. (33)73
0-5, 6-7, 6-11, 8-17, 14-24, 17-28, 24-28,
24-30, 26-33, (35-33), 38-33, 38-40,
40-44, 47-45, 47-49, 51-51, 58-51, 58-57,
67-61, 70-63, 72-71, 74-71, 74-73, 77-73.
Stig Vals: Kenneth Richards 35,
Kjartan Orri Sigurðsson 9, Guðmund-
ur Björnsson 8, Hjörtur Þór Hjartar-
son 8, Hinrik Gunarsson 6, Ólafur Jó-
hannsson 6, Ragnar Steinsson 3,
Bergur Emilsson 2.
Stig Skallagrfms: Eric Franson
28, Kristinn Friðriksson 17, Tómas
Holton 12, Sigmar Egilsson 9, Hlynur
Bæringsson 8.
Sóknarfráköst: Valur 10, Skalla-
grímur 4.
Varnarfráköst: Valur 25, Skalla-
grímur 23.
Vítanýting: Valur 12/18, Skalla-
grímur 24/29.
3ja stiga körfur: Valur 7/17,
Skallagrímur 2/15.
Dómarar: Einar Einarsson og
Kiústján Möller. Slakir.
Áhorfendur: Um 150 og sköpuðu
góða stemningu.
Maður leiksins: Kenneth Ric-
hards Val.
Haukar (45) 74
Snæfell (40)81
0-2, 7-7, 17-11, 22-17, 31-22, 34-28,
39-37, (45-40), 49-49, 55-55, 64-63,
68-67, 74-74, 74-81.
Stig Hauka: Roy Hairstone 29,
Bragi Magnússon 21, Róbert Leifsson
8, Ingvar Guðjónsson 7, Leifur Þór
Leifsson 5.
Stig Snæfells: Rob Wilson 25,
A.Spyrobolus 21, Bárður Eyþórsson 7,
Mark Ramos 6, Baldur Þorleifsson 4,
Jón Þór Eyþórsson 3.
Fráköst: Haukar 25, Snæfell 14.
3ja stiga körfur: Haukar 10/28,
Snæfell 4/12.
Dómarar: Rúnar Gíslason og
Sigmundur Herbertsson, ágætir,
Áhorfendur: Um 100, flestir úr
Hólminum.
Maður leiksins: Rob Wilson,
Snæfelli.
Haukar jöfnuöu félagsmet með því
að tapa fjórða heimaleiknum í röð.
Þetta met er frá árinu 1989-90. Þetta
var 5. tap Hauka í síðustu 6 leikjum.
Keflvíkingar fóru létt með að
tryggja sér deildarmeistaratitilinn í
gærkvöld þegar þeir burstuðu Þórs-
ara frá Akureyri, 138-94.
Hittni Keflavíkur var með ólík-
indum í þessum leik og var manni
brugðið þegar skot geigaði sem var
mjög sjaldan. Alls urðu 3ja stiga
körfurnar 24 talsins sem segir
margt um hittni leikmanna Kefla-
víkur. Einnig er gaman að sjá liðið
spila vel sem eina heild þar sem
óeigingirnin ræður ríkjum og menn
þekkja hver annan mjög vel. Damon
Johnson, Hjörtur Harðarson, Guð-
jón Skúlason og Falur Harðarson
áttu allir frábæran leik og skoruðu
þeir fjórir 109 stig. Aðrir spiluðu
einnig mjög vel og eru þeir Sæ-
mundur Oddsson og Jón Norðdal
mikið efni. Þórsliðið hefur á að
skipa mjög efnilegum strákum sem
eru til alls líklegir í framtíðinni.
Besti maður Þórs var Brian Reese
sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst
ásamt því að mata félaga sína með
skemmtilegum sendingum.
Snæfell í úrslit í fyrsta skipti
Snæfell átti góðan endasprett í
Hafnarfirði þar sem liðið lagði
Hauka, 74-81, og gufltryggði þar
með sæti sitt i úrslitakeppninni í
fyrsta skipti. Leikurinn var jafn og
tvísýnn allan tímann en Hólmarar
skoruðu 7 síðustu stigin og tryggðu
sér sigurinn. Haukunum hefur
gengið ifla á heimavelli og ósigur-
inn í gær var sá fimmti í röð. Hauk-
ar og Akranes berjast um 8. og síð-
asta sætið í úrslitakeppninni. Hauk-
ar sækja Njarðvík heim í lokaum-
ferðinni en Skagamenn fara í Borg-
ames og mæta Skallagrími.
Fallbaráttan galopnaðist
Valsmenn eru ekki búnir að gefa
upp alla von um áframhaldandi veru
í úrvalsdeild og eftir 77-73 sigur á
Skaflagrími á Hlíðarenda í gærdag
eru möguleikamir ekki lengur svo
fjarlægir. Valsmenn, sem hefðu faflið
með tapi, byrjuðu leikinn á hælunum
en frábær endasprettur í fyrri háifleik
færði þeim frumkvæðið sem síðan
skilaði þeim sigri í leiknum. Eftir 10
mínútur í seinni hálfleik vaknaði
Kenneth Richards sem vann öðrum
leikmönnum fremur þennan leik fyr-
ir Val. Richards skoraði 24 af 35 stig-
um sínum í seinni háifleik og skoraði
enn fremur 31 af síðustu 53 stigum
Vals í leiknum. Richards hitti í 14 af
21 skoti sínu, tók 9 fráköst og stal 4
boltum.
Tómas Holton var drjúgur hjá
Skallagrími í seinni hálfleik, Krist-
inn Friðriksson skilaði sínu og hinn
ungi Hlynur Bæringsson barðist vel
en einhæfur sóknarleikur felldi
Skallagrím því aðeins byrjunarliðs-
Akranes (38) 68
KFÍ (29) 74
10-12, 19-22, 28-22, 36-27, (38-29)
48-37, 50-47, 62-62, 66-70, 68-74.
Stig ÍA: Kurk Lee 39, Alexander
Erminlinski 10, Dagur Þórisson 9,
Trausti Jónsson 5, Jón Ó. Jónsson 3,
Páhni Þórisson 2.
Stig KFLJames Cason 21, Ray
Carter 20, Ólafur Ormsson 14, Mark
Quashie 12, Baldur I. Jónasson 5,
Hrafn Kristjánsson 2.
Þriggja stiga körfur: ÍA 11/25
KFÍ 5/20.
Vítanýting: ÍAll/11, KFí 17/25
Fráköst: IA 38 KFl 38.
Dómarar: Leifur Garðarsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson góöir.
Áhorfendur: 100.
Maður leiksins: Kurk Lee ÍA.
KFÍ vann sinn sjötta útisigur í
röð og 7. sigurinn í síðustu 8 leikjum.
Þetta var fyrsti sigur KFÍ á IA á
Akranesi i úrvalsdeildinni.
menn liðsins skoruðu í leiknum.
Úrslit leiksins þýða að nái Vals-
menn Þór eða Skallagrími að stig-
um halda þeir sæti sínu. Tfl þess
þurfa Valsmenn að vinna KR í
Hagaskóla. Skallagrímur fellur ef
öll þrjú verða jöfn en Þór fellur ef
Valur og Þór verða jöfn og neðst.
Vonir Skagamanna dofnuðu
Vonir Skagamanna um að komast
í úrslitakeppnina dofnuðu mjög í
gærkvöld þegar að þeir töpuðu fyrir
ísfirðingum á Akranesi, 74-68, í
jöfnum og skemmtilegum leik. Nú
verða þeir að leggja Borgnesinga á
flmmtudag til að tryggja sér sæti í
úrslitunum og Haukar að tapa.
Heimamenn höfðu 9 stiga forskot í
hálfleik og var það fyrst og fremst
góður varnarleikur þeirra sem það
byggðist á. í seinni háfleik söxuðu
ísfirðingar smátt og smátt á forskot
Skagamanna og tryggðu sér sigur-
inn á lokamínútu leiksins. Kurk Lee
var langbestur í liði Skagamanna,
alveg óstöðvandi í þriggja stiga
skotum sínum. Hjá ísfirðingum bar
mest á þeim Cason, Ólafi Ormssyni
og Carter. ísfirðingar eru með gott lið
Grindavík (37) 73
Njarðvík (36)79
9-8, 16-12, 26-20, 33-34, (37-36)
43-51, 51-63, 66-67, 71-74, 73-79.
Stig Grindavíkur: Warren
Peebles, 23, Bergur Hinriksson 12,
Páil Axel Vilbergsson 12, Pétur Guð-
mundsson 10, Herbert Árnarson 10,
Unndór Sigurðsson 6.
Stig Njarðvíkur: Brenton
Birmingham 18, Teitur Örlygsson 17,
Friðrik Stefánsson 16, Hermann
Hauksson 14, Friðrik Ragnarsson 9,
Páll Kristinsson 3, Ragnar Ragnars-
son 2.
Fráköst: Grindavík 27, Njarðvík
40.
3ja stiga körfur: Grindavík 9/29,
Njarövík 4/21.
Vítanýting: Grindavík 9/15,
Njarðvík 10/16.
Dómarar: Kristinn Albertsson,
Einar Þór Skarphéðinsson.
Áhorfendur: Um 500.
Maður ieiksins: Friðrik Stefáns-
son, Njarðvik.
og það verður ekki auðvelt að leggja
þá að velli.
Góður sigur Stólanna
Stólarnir unnu góðan sigur á KR-
ingum á Sauðárkróki, 93-84. Heima-
menn byrjuðu mjög vel. Þeir léku
sterka sterka pressuvörn og unnu
marga bolta af KR-ingum sem voru
mjög ráðleysislegir í fyrri hálfleik.
Þeir hressust þó nokkuð þegar á
hálfleikinn leið og náðu að laga
stöðuna fyrir leikhlé. KR-ingar söx-
uðu hægt og bítandi á forskot Stól-
anna í síöari hálfleik en eftir mik-
inn darraðadans á lokamínútunum
náðu leikmenn Tindastóls að halda
haus. Amar Kárason og John
Woods léku mjög vel hjá heima-
mönnum og Valur var sterkur en
hjá KR var Keith Vasell langbestur.
Barátta í Grindavík
„Þetta var barningur í fyrri hálf-
leik, það er langt síðan liðin léku
saman, en þau tóku góða rimmu fyr-
ir jólin. Við fórum yfir nokkur at-
riði í hléi, náðum að bæta varnar-
leikinn, sem síðan gaf okkur auð-
veldar körfur. Þar skildi á milli lið-
Tindastóll (48) 93
KR (34) 84
9-5, 21-14, 27-14, 37-14, 39-20, 42-25,
(48-34), 59-39, 70-53, 75-62, 79-68,
87-75, 90-80, 93-84.
Stig Tindastóls: John Woods 30,
Amar Kárason 26, Vaiur Ingimund-
arson 14, Sverrir Þ. Sverrisson 9, ísak
Einarsson 6, Svavar Birgisson 4,
Cecare Piccini 3, Ómar Sigmarsson 2.
Stig KR: Keith Vassel 36, Jesper
Vinter Sörensen 18, Eggert Garðars-
son 10, Eiríkur Önundarson 6, Marel
Guðlaugsson 6, Lijah Perkins 1.
Fráköst: Tindastóll 25. KR 31.
3ja stiga körfur: Tindastóil 2/9,
KR 10/23.
Vítanýting: KR 22/33, KR 20/24.
Dómarar: Jón Bender og Jón Eö-
valdsson, góðir.
Áhorfendur: 250.
Maður leiksins: Amar Kárason,
Tindastóli.
Þetta var þriðji tapleikur KR í
síðustu fjórum leikjum og annar
tapleikur liðsins á Króknum.
anna í síðari hálfleik. Grindvíking-
ar eru með hörkugott lið og það fara
fá lið með stigin héðan,“ sagði Frið-
rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarð-
vikinga, eftir sigurleik sinna manna
í Grindavík í gær. Fyrri hálfleikur
var mjög jafn og Grindavík leiddi í
hléi, 37-36. Njarðvíkingar náðu síð-
an góðum undirtökum (49-63) með
10 stigum í röð, en Grindavík svar-
aði um hæl með 11 stigum! Þegar
rúmar tvær mín. voru eftir var stað-
an 66-67, en gestirnir voru sterkari
í lokin og tryggðu sér sigurinn,
73-79. Lið UMFG hefur oft leikið
betur, sérstaklega í sókninni, helst
er að geta Bergs Hinrikssonar sem
var með 12 stig í hléi. Hjá UMFN
var Friðrik Stefánsson sterkur i frá-
köstunum og nokkuð drjúgur í
sókninni. Bæði þessi lið hafa góða
burði til að standa sig vel í
úrslitakeppninni, sem körfuáhuga-
fólk bíður nú spennt eftir.
-BG/ih/ÓÓ J/DVÓ/AG/bb/GH
KFI (53) 105
Valur (39) 86
0-3, 10-6, 25-23, 44-25, 51-31, (53-39),
59-50, 68-59, 78-61, 87-67, 96-75,
105-86.
Stig KFÍ: James Cason 30, Ólafur
Ormsson 21, Ray Carter 20, Mark Qu-
ashie 10, Pétrn- Sigurðsson 9, Baldur
I. Jónasson 9, Hrafn Kristjánsson 3,
Tómas Hermannsson 3.
Stig Vals: Kenneth Richards 39,
Bergur Emilsson 18, Hinrik Gunnars-
son 7, Hjörtur Þ. Hjartarson 6, Kjart-
an Sigurðsson 6, Guðmundur Bjöms-
son 4, Ólafur Jóhannsson 4, Ragnar
Steinsson 2.
Fráköst: KFÍ: 36, Valur 29.
3ja stiga körfur: KFÍ 8/14, Valur
5/27.
Vitanýting: KFÍ 25/30, Valur
17/25.
Dómarar: Rúnar Gislason og Jón
H. Eövaldsson, sæmilegir.
Áhorfendur: Um 350.
Maður leiksins: Ólafur Orms-
son, KFÍ.
Ólafur Ormsson iék að nýju með KFÍ
eftir meiðsli í lokaleik 20. umferðar á
fóstudagskvöldið. Hann var frábær i
leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik
þegar hann skoraði 14 stig.
-AGA