Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 8
ÍY. 28 MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 íþróttir Eddie Irvine, Ralf Schumacher og Hans H. Frentzen á verðlaunapalli. Á innfelldu myndinni hér neðst er heims- meistarinn Mika Hakkinen og á efri myndunum fagnar Irvine sigri sínum. Reuter Óvænt úrslit Fyrsta Formúla 1 keppni ársins kom öllum verulega á óvart. Eftir að McLaren hafði leitt keppnina framan af, eftir margar bilanir, útafakstra og viðkomu öryggisbíls í tvígang sigraði Eddie Irvine á Ferr- ari loks verðskuldað eftir öruggan akstur á Melboume-kappaksturs- brautinni í Ástralíu. Á hæla hans komu svo Þjóðverjarnir Hanz H. Frentzen og Ralf Schumacher sem voru í fyrstu keppni sinni í nýjum liðum Jordans og WUliams. Heimsmeistaralið síðasta árs, McLaren Mercedes Benz, varð að sjá á eftir báðum bílum sínum inn í skúr eftir bilanir og Michael Schumacher lenti í sífellum vand- ræðum og kom svo síðastur í mark. Aðeins 8 af 22 sem hófu keppni luku henni. Fimm fyrstu ökumenn eru annaðhvort núverandi eða fyrr- verandi ökumenn Jordan-liðsins og er Eddie Jordan að vonum ánægður með menn sína. Eftir frábæra framistöðu í tíma- tökum á laugardag og eftir að hafa náð fjórða rásstað fyrir Stewart Ford varð Rubens Barrichello að láta sér lynda að ræsa af viðgerðar- svæði eftir bruna á rásmarki. Einnig lenti félagi hans, Johnny Herbert, í sömu vandræðum og varð því að stöðva fyrstu ræsing- una. Fleiri voru 1 vandræðum. Michael Schumacher gat ekki sett Ferrari-bílinn sinn í fyrsta gír vegna bilana í stýrishjóli og varð því að ræsa aftastur í seinni ræsing- unni. Bílar McLaren, sem voru í fremstu rásröð, geystust af stað eft- ir seinni ræsingu og minntu hraði og yfirburðir þeirra á glæsilegan sigur þeirra á sömu braut í fyrra. Verðskuldaóur sigur En áhyggjur Adrians Neweys um áreiðanleika nýja bílsins voru greinilega ekki ástæðulausar því báðir bílamir urðu að hætta vegna vélarbilana. Mörg lið voru reyndar ekki alveg tilbúin með nýju bílana sína og lentu Sauber, Prost, BAR og Minardi öll í bilunum. Vendipunkt- ur keppninnar var eftir að öryggis- bíllinn fór út af í fyrra skiptið. Hákkinen, sem þá var í forystu, missti afl af McLaren-bíl sínum og Eddie Irvine komst ffam úr með Frentzen og Ralf á hælunum. Eddie tók eina viðgerðarhléið sitt á 34. hring hélt forystunni allan tímann eftir það og kom í mark 1 sek. á undan næsta manni og vann svo löngu verðskuldaðan sigur fyrir Ferrari eftir þriggja ára stuðning hans við Schumacher. Ótrúlegt og frábært „Það er bæði órúlegt og frábært að sigra fyrir Ferrari," sagði Irvine eft- ir keppnina. „I byrjun var ég svolít- ið hræddur um að það yrði röð ræs- inga (eins og í Japan). En ég var klár á því að ég hefði tekið rétta ákvörðun þegar ég valdi mýkri hjólbarðana og eftir viðgerðarhléið sagði ég við við sjálfan mig að nú myndi ég sigra þar sem ég fann ekki fyrir þrýstingi frá Heinz Harald,“ sagði Irwin. Eftir þessa keppni er augljóst að McLaren og Ferrari koma til með að leiða keppnina í ár þó hraði McLarens sé mun meiri. En ákvörð- un Ferrari um að leggja meiri áherslu á áreiðanleika frekar en hraða borgaði sig í þetta skipti, allavega fyrir Eddie. En árangur Stewarts Fords kemur sérstaklega á óvart og verða þeir greinilega í bar- áttu við Jordan og Williams um stigin á eftir Ferrari og McLaren. - Hvað sögðu þeir: Michael Schumacher: „Ég verð að óska Eddie til hamingju - eins og hinum í Ferrari-liðinu. Ég er mjög ánæður að hann skuli hafa unnið sína fyrstu keppni. Hann á það virki- lega skilið eftir margra ára erfiða og mjög góða vinnu." „ífyrstu rœsingu gat ég ekki sett i fyrsta gir vegna bilunar í stýrishjóli og i keppninni olli bilunin því svo að annað slagið fór gírkassinn í frígir, sérstaklega í beygjum, sem hjálpaöi ekki mikið,“ sagði Schumacher. H. Frentzen: „Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og allir i nýja liðinu minu, Jordan. Þetta voru frábær úr- slit. Éddie var virkilega fljótur og ég reyndi að halda í viö hann en það var of erfítt að sigra hann í dag. Hann ók frábærlega." Ralf Schumacher: „Ef litið er á fostudags- og laugardags-æfingatím- anna þá er er ég mjög ánægður með að hafa komist á verðlaunapalli i minni fyrstu keppni fyrir Williams." R. Barrichello: „Auðvitað er ég ánægður að vinna mér inn tvö stig en ég er einnig mjög óhress því mér fannst ég vera i stöðu til að sigra í keppninni. BiUinn virkaði frábærlega og ég á von á þvi að þetta verði gott ár.“ Jean Todt: „Þetta var undarleg keppni. Umfram allt er ég þó mjög ánægöur fyrir hönd Eddies. Hann átti frábæra keppni og gerði það besta úr aðstæðunum til að ná sínum fyrsta sigri. En í annan stað er ég óánægður með óheppni Michaels." Úrslitin: I. Eddie Irvine, Ferrari, 57 hringir 2. H. Frentzen, Jordan Mugen, +1,0 sek. 3. R. Schumacher, Wiiliams, +7,0 4. G. Fisichella, Benetton, +33,4 5. R. Barrichello, Stewart, +54,6 6. De la Rosa, Arrows, +84,3 -ÓSG Nítjándi heimasigur KR - Grindvíkingar náöu fjórða úrslitasætinu meö stórsigri á Njarðvík Eftir leiki helgarinnar er það orð- ið ljóst að KR-Grindavík og ÍS-Keflavík mætast í úrslitakeppni kvenna í körfubolta sem hefst 20. mars, þrátt fyrir að enn sé einni umferð ólokið. ÍS vann öruggan sigur, 78-60, á ÍR i Seljaskóla á fóstudag. ÍS leiddi all- an timann og hafði 43-27 yfir í hálf- leik. Samvinna gestanna var með bindæmum góð og sem dæmi um það átti liðið 33 stoðsendingar, þar af 20 í fyrri hálfleik. María B. Leifs- dóttir átti flestar, 11, en Alda Leif Jónsdóttir sendi 7 og Hafdis Helga- dóttir 5. Auk þess skoraði Hafdís 13 stig, tók 10 fráköst og stal 7 boltum. Stig ÍR: Hildur Sigurðardóttir 20, Gréta María Grétarsdóttir 15, Jófríður Ralldórsdóttir 9, Guörún Sigurðardóttir 6, Þórunn Bjamadóttir 6, Sóley Sigur- þórsdóttir 4. Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 13, Lovísa Guðmundsdóttir 12, Kristjana Magnús- dóttir 12, Liliya Sushko 12, Alda Leif Jóns- dóttir 9, María B. Leifsdóttir 8, Signý Her- mannsdóttir, Hallbera Gunnarsdóttir 6. Heimaleikjamet Topplið KR fékk að svitna annan leikinn í röð og hafa mikið fyrir 57-51 sigri á Keflavík á laugardag. Keflavíkurstúlkur gáfust aldrei upp og héldu sér inni í leiknum allt til loka en liðið lék án lykilleikmanns síns, Kristinar Blöndal, sem þurfti að fara á sjúkrahús með innvortis blæðingar eftir leik á dögunum. Hún er þó á batavegi. Bima Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Hún hitti í 8 af 12 skotum og skoraði 19 stig. Hjá KR gerði Limor Mizrachi 19 stig, tók 10 fráköst og sendi 8 stoðsendingar en hitti þó aðeins úr 7 af 23 skotum. Annars var KR-liðið í vandræðum annan leikinn í röð, hitti aðeins úr 21 af 66 skotum og tapaði 20 boltum. Þetta var 19. heimasigur liðsins í röð sem er nýtt félagsmet. Liðið er enn ósigrað en er þó farið að gefa færi á sér nú þeg- ar úrslitakeppnin nálgast. Stig KR: Limor Mizrachi 19, Guðbjörg Norðfjörð 12, Hanna Kjartansdóttir 9, Helga Þorvaldsdóttir 8, Kristín Jónsdótt- ir 5, Linda Stefánsdóttir 2, Elísa Vilbergs- dóttir 2. Stig Keflavlkur: Bima Valgarðsdóttir 19, Tonya Sampson 14, Anna M. Sveins- dóttir 8 (11 fráköst, 3 varin skot), Bjamey Anneldsdóttir 4, Lóa B. Gestsdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 3 (5 stoðsending- ar). Grindavík í úrslitakeppnina Grindavík tryggði sér sæti í úr- slitakeppninni með 101-45 sigri á Njarðvík í Njarðvík. Yconda Hill skoraði 36 stig, tók 14 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 6 boltum í öðr- um leik sínum fyrir liðið. Grinda- vikurliðið hafði tapað 4 leikjum í röð fyrir komu hennar en hefur nú unnið báða með hana innanborðs. Stig Njarðvíkur: Eva Stefánsdóttir 17 (6 varin skot), Berglind Kristjánsdóttir 7, Hafdís Ásgeirsdóttir 7, Pálína Gunnars- dóttir 6, Helga Guðmundsdóttir 4, Amdís Sigurðardóttir 2, Sigríður Ingadóttir 2. Stig Grindavlkur: Yconda Hill 36, Sandra Guðlaugsdóttir 24, Stefanía Ás- mundsdóttir 14, Sólveig Gunnlaugsdóttir 10, Rósa Ragnarsdóttir 6 (6 boltum náð), Svanhildur Káradóttir 4, Sólný Páisdóttir 4, Þuríður Gisladóttir 2, Sigríður Ólafs- dóttir 1. -ÓÓJ I>V BLAK 1. deild kvenna Víkingur-Þróttur N............3-1 Þróttur R.-KA ................3-1 Þróttur R.-KA.................3-2 Víkingur-Þróttur N............3-1 Vikingur Lokastaðan: 16 13 3 43-15 43 ÍS 16 11 5 35-20 35 Þróttur N. 16 9 7 34-28 34 KA 16 5 11 23-37 21 Þróttur R. 16 2 14 10-45 10 Vikingur tryggði sér deildarmeist- aratitilinn og leikur við KA í undan- úrslitum. ÍS mætir Þrótti úr Nes- kaupstað. 1. deild karla Stjarnan-Þróttur N........ Þróttur R.-KA............. Þróttur R.-KA............. Stjaman-Þróttur N......... Lokastaðan: Þróttur R. 16 14 2 45-14 45 ÍS 16 11 5 40-21 40 Stjaman 16 7 9 27-38 27 KA 16 4 12 23-39 23 Þróttur N. 16 4 12 1341 18 Þróttur R. tryggði sér deildarmeist- aratitilinn með sigri í fyrri leiknum við KA. Þróttarar mæta KA 1 undan- úrslitunum og ÍSleikur við Stjörn- una en Þróttur úr Neskaupstað situr eftir. ^ 1. DEILD KVENNA KR . 19 19 0 1378-893 38 ÍS 19 14 5 1154-955 28 Keflavík 19 11 8 1138-1028 22 Grindavík 19 6 13 992-1120 12 Njarðvlk 19 4 15 946-1372 8 ÍR 19 3 16 987-1227 6 í undanúrslitum deildarinnar mæt- ast KR og Grindavík annars vegar og hins vegar ÍS og Keflavík. 1. DEILD KARLA Staíholtstungur-Breiðablik . . . 92-85 Hamar-Þór Þ..................84-78 Höttur-Selfoss ......(90-90) 98-103 Fylkir-Stjarnan .............68-85 Lokastaðan Þór Þ. 18 16 2 1610-1357 32 ÍR 18 13 5 1555-1334 26 Stjaman 18 13 5 1540-1353 26 Hamar 18 12 6 1507-1346 24 ÍS 18 12 6 1390-1336 24 Breiðablik 18 11 7 1532-1362 22 Stafholtst. 18 6 12 1310-1517 12 Selfoss 18 4 14 1414-1602 8 Fylkir 18 2 16 1340-1572 4 Höttur 18 1 17 1174-1593 2 Fylkir féll í 2. deild samkvæmt ákvörðun KKÍ. Hamar úr Hveragerði komst í und- anúrslitin með góðum sigri á Þór frá Þorlákshöfn. Breiðablik missti af úrslitasætinu með því að tapa fyrir Stafholtstungum í Borgarnesi. í und- anúrslitum leikur Þór Þ. við Hamar og ÍR við Stjömuna. %2. DEILD KARLA Víkingur-Völsungur...........42-21 Fjölnir-Fylkir...............24-27 Hörður-Víkingur .............11-21 Breiðablik-Völsungur.........34-22 Ögri-Völsungur ..............28-37 Þór A. 16 13 2 1 434-304 28 Víkingur 16 12 3 1 463-300 27 Fylkir 16 12 3 1 458-314 27 Breiðablik 16 9 1 6 413-364 19 Fjölnir 18 6 2 10 424-419 14 Völsungur 17 4 1 12 367-485 9 Hörður 18 4 1 13 337-475 9 Ögri 17 0 1 16 291-526 1 3-0 3-0 3-2 3-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.