Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 íþróttir DV m ENGLAND ■J*----------------------- Bikarinn, 6. umferð: Arsenal-Derby...............1-0 1-0 Kanu (89.) Barnsley-Tottenham .... frestað Manchester Utd-Chelsea .... 0-0 Newcastle-Everton...........4-1 1- 0 Ketsbaia (21.), 1-1 Unsworth (57.), 2- 1 Georgiadis (62.), 3-1 Ketsbaia (73.), 4-1 Shearer (81.) A-deild: Coventry-Charlton...........2-1 0-1 Robinson (55.), 1-1 Whelan (67.), 2-1 Soltvedt (85.) Southampton-West Ham .... 1-0 1-0 Kachloul (10.) Wimbledon-Leicester . . O-l 0-1 Guppy (6.) Manch. Utd 28 16 9 3 63-29 57 Chelsea 27 14 11 2 41-22 53 Arsenal 27 13 11 3 35-13 50 Leeds 27 12 9 6 41-26 45 Aston Villa 27 12 8 7 38-31 44 Wimbiedon 28 10 10 8 32-38 40 West Ham 28 11 7 10 31-39 40 Liverpool 27 11 6 10 50-34 39 Derby 27 9 11 7 26-25 38 Tottenham 27 8 12 7 33-32 36 Sheff. Wed. 27 10 5 12 35-27 35 Newcastle 27 9 8 10 35-36 35 Middlesbro 27 7 12 8 34-39 33 Leicester 27 8 9 10 27-36 33 Coventry 28 8 6 14 30-39 30 Everton 27 6 10 11 20-29 28 Charlton 28 6 9 13 32-39 27 Blackbum 27 6 8 13 27-38 26 Southarnpt. 28 7 5 16 27-53 26 Nott. For. 27 3 8 16 22-54 17 B-deild: Birmingham-Portsmouth........4-1 Bury-Crystal Palace..........0-0 Crewe-Grimsby............frestaö Huddersfleld-Stockport ......3-0 Ipswich-Tranmere.............1-0 Port Vale-Bradford ......frestað QPR-Wolves ..................0-1 Sheffield United-Watford.....3-0 Swindon-Bolton...............3-3 WBA-Oxford ..................2-0 Sunderland 35 22 10 3 68-22 76 Ipswich 35 20 7 8 48-22 67 Bradford 34 19 7 8 59-34 64 Birmingh. 35 17 10 8 53-30 61 Bolton 34 16 12 6 62-43 60 WBA 36 15 8 13 61-54 53 Watford 35 14 11 10 51-49 53 Huddersf. 35 14 10 11 51-54 52 Wolves 34 14 10 10 47-35 52 Sheff. Utd 34 13 11 10 54-51 50 Grimsby 32 14 7 11 34-34 49 Norwich 34 12 12 10 4fr43 48 Tranmere 35 10 15 10 4M7 45 Cr. Palace 35 10 12 13 45-55 42 Stockport 35 9 13 13 40-45 40 Barnsley 34 9 13 12 39-40 40 Portsmouth 35 9 11 15 47-56 38 Swindon 34 9 10 15 48-59 37 QPR 35 9 10 16 3fr45 37 Oxford 35 8 9 18 34-57 33 Bury 34 7 11 16 28-50 32 Port Vale 33 9 4 20 33-60 31 Bristol C. 33 5 13 15 42-61 28 Crewe 33 6 8 19 38-66 26 Arsenal-Man.Utd/Chelsea í gær var dregið til undanúrslita i bikamum. Arsenal mætir sigurvegar- anum í leik Chelsea og Manchester United og Newcastle mætir Totten- ham eða Bamsley. Enska knattspyrnan: Ketsbaia - var óstöðvandi í glæsilegum bikarsigri Newcastle Georgíumaðurinn sköllótti hjá Newcastle, Temur Ketsbaia, hefur oft verið gagnrýndur fyrir misjafna frammistöðu sína með liðinu. En í gær var hann svo sannarlega hetjan á St. James Park. Newcastle vann þá glæsi- legan sigur á Everton, 4-1, í átta liða úrslitum bikarkeppninnar og Kets- baia var óstöðvandi, skor- aöi tvö mörk og lagði upp hin tvö fyrir Alan Shearer og George Georgiadis. Tvö rauð en ekkert mark Manchester United náði ekki að knýja fram sigur á Chelsea í stórleik bikarsins í gær og mátti sætta sig við 0-0 jafntefli á Old Trafford þrátt fyrir mikinn sóknarþunga. Roberto Di Matteo hjá Chelsea var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks en United tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. í lokin var síðan Paul Scholes hjá United einnig rekinn af velli. United átti fjölmörg færi, Gary Neville komst næst því að skora þegar hann átti skalla í stöng. „í svona leikjum verða menn að skora og Scholes hefði getað gert fjögur í dag. Chelsea slapp og nú verðum við að bretta upp ermam- ar á þeirra velli,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, var ánægður með varnarleik og baráttuþrek sinna manna. „Okkur tókst þetta þó við væmm með fjóra í banni,“ sagði Vialli. Vorum heppnir, sagði Wenger Nwanku Kanu kom bik- armeisturum Arsenal til bjargar á síðustu mínút- unni gegn Derby þegar hann skoraði sigurmarkið með góðu skoti eftir hom- spyrnu, 1-0. „Leikmenn Derbys vora frískari í fyrri hálfleik og við urð- um að vera þolin- móðir. Við náðum undirtökunum smám saman og ég held að við höf- um verðskuldað sigurinn því við áttum 21 markskot. En við voram heppnir að okkur skyldi takast að skora í lokin,“ sagði Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal. -VS Eiður bjargaði Bolton Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á laug- ardag fyrsta mark sitt fyrir aðallið Bolton í ensku knatt- spymunni. Hann kom inn á sem vara- maður gegn Swindon á 56. minútu og jafnaði metin, 3-3, þegar 13 mínútur voru eftir, með skalla af stuttu færi eftir fyrir- gjöf. Þetta var annar deildaleik- ur Eiðs með Bolton i vetur en hann hefur skorað tals- vert fyrir varalið fé- lagsins. ' - Eiður var eini íslendingurinn í leikmannahópi Bolton gegn Swindon. Guðni Bergsson er byrj- aður að æfa á ný eftir langvarandi meiðsl en var ekki tekinn inn í hópinn og Birk- ir Kristinsson var þar ekki heldur. -VS ENGLAND Seigla hja Coventry Gordon Strachan var að vonum - skoraði tvívegis maimi færri kátur eftir sigur Coventrys. Coventry sýndi gamalkunna seiglu á laugardaginn þegar liðið vann fallslaginn við Charlton, 2-1, í ensku A- deildinni í knattspymu. Staða Coventrys var slæm í síðari hálfleiknum þeg- ar Charlton komst yfir og John Aloisi hjá Coventry var rekinn af velli tveimur minútum síðar. En tíu leikmenn Coventrys skoruðu tvívegis og Gordon Strachan, ffamkvæmdastjóri liðsins, sagðist varla eiga orð til að lýsa baráttuvilja og karakter manna sinna. Coventry er eina enska félagið sem aldrei hefur fallið úr efstu deild en þar hefur liðið leikið samfleytt síð- an 1967 og margoft bjargað sér frá falli á ótrúlegan hátt. Southampton galopnaði fallbaráttuna enn frekar með 1-0 sigri á West Ham. Marokkómaðurinn Hassan Kachloul skoraði fimmta mark sitt fyrir Dýrlingana með skoti af 25 metra færi. Hann hafði þó heppnina með sér því Rio Ferdinand breytti stefnu boltans þannig að hann fór í bláhomið. Leicester forðaði sér af mesta hættusvæðinu með góðum útisigri á Wimbledon, 0-1. Amar Gunnlaugsson sat á varamannabekk Leicesters all- an timann. Steve Guppy skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti af 20 metra færi, efst í markhornið. Þetta var fyrsti sigur Leicesters á þessu ári og kemur á réttum tíma fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Tottenham eftir tvær vikur. -VS Stefano Eranio hjá Derby og Fredrik Ljungberg hjá Arsenal í bikarbaráttu á iaugardag. Reuter Bland í poka Alexandra Meissnitzer frá Austur- ríki tryggði sér á laugardaginn sigm1 í heildarstigakeppni heimsbikarsins á skiðum þegar hún varð fjórða i risasvigi i St. Moritz í Sviss. Michaela Dorfmeist- er frá Austurríki vann mótið. Andreas Schifferer sigraði í bruni karla í Kvitfjell í Noregi á laugardag. Lasse Kjus frá Noregi varð annar og Stefan Eberharter frá Austurriki þriðji. Austurríkismenn unnu þrefaldan sigur í risasvigi i Kvitfjell í gær. Hermann Maier kom fyrstur í mark og tryggði sér þar með heimsbikar- inn í risasvigi, Stephan Eberharter varð annar og Andreas Schifferer þriðji. Lasse Kjus hafnaöi í 6. sæti og Kjetil Andre Aamodt í 8. sæti. Keppnin um heimsbikarinn í saman- lögðum greinum er geysihörð í karla- flokki. Kjetil Andre Aamodt er i efsta sæti með 1267 stig, Lasse Kjus er annar meö 1259 stig og Hermann Maier þriöji með 1242 stig. -VS/GH í kvöld, kl. 20.30, leika Fjölnir - ÍR á gervigrasinu í Laugardal. í kvöld, kl. 18.30, leika Fram - Fylkir á Leiknisvelli. I kvöld, kl. 20.00, leika R. - Léttir. Knattspyrnuráð Reykjavíkur Larus Orri a forum? Enskir fjölmiðlar sögðu frá því um helgina að svo kynni að fara að Lárus Orri Sigurðsson yrði fljótlega seldur frá enska knattspymufélag- inu Stoke. Félagið hefur keypt þrjá nýja varnar- menn á skömmum tíma og þar með er staða hans í liðinu sögð í mikilli hættu. Enn fremur var sagt að líklega myndi Lárus Orri aðeins kosta um 30 milljónir króna og hann hefði fallið mikið í verði síðan hann var orðaður við lið í A-deildinni sem voru sögð tilbúin til að greiða yfir 100 milljónir fyrir hann. Láms Orri lék að vanda allan leikinn með Stoke á laugardaginn þegar liðið vann góðan úti- sigur á Blackpool, 0-1. Þetta var fyrsti sigur Stokes í 11 leikjum og liðið lyfti sér þar með upp í 7. sæti C-deildarinnar. -VS Jóhann B. Guómunds- . son fékk leyfi af per- * sónulegum ástæðum hjá Watford sem steinlá gegn Sheff- ield United, 3-0, i B-deildinni. Jóhann skoraði hins vegar fyrir varaliðið sem vann Bamet, 2-0, fyrir helgina. Bjarnólfur Lárusson lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Walsall sigr- aði Luton, 1-0, í C-deildinni á laugar- dag. Walsall er i 3. sæti með 64 stig en fyrir ofan eru íúilham með 72 og Preston með 66 stig. Þorvaldur Örlygsson lék siðari hálf- leikinn með Oldham sem tapaði, 2-3, fyrir Bournemouth í C-deildinni. Þetta var fyrsti leikur Þorvalds í langan tima en hann var frá vegna meiðsla. Oldham er i 20. sæti deildar- innar með 33 stig. Hermann Hreióarsson átti helgarfrí þar sem leik Brentford við Darling- ton var frestað vegna slæmra vallar- skilyrða. Marco Branca hefur verið sagt upp samningi sinum hjá Middlesbrough þar sem þrálát hnémeiðsl virðast hafa bundið enda á feril hans. Branca er að velta fyrir sér að kæra félagið fyrir riftunina. Vinny Jones, harðjaxlinn sem iengst lék með Wimbledon en síðast með QPR, tilkynnti um helgina að hann væri hættur i knattspyrnunni. Hann stefnir nú á frekari frama sem kvik- myndaleikari. Leikmenn Derbys mótmæltu sigur- marki Nwankwu Kanu fyrir Arsenal og töldu hann rangstæðan. Jim Smith, framkvæmdastjóri Derbys, sagði hins vegar strax eftir leikinn að svo hefði ekki verið. Deon Burton hefði setið eftir þegar vörn Derbys hljóp út og Kanu því verið réttstæö- ur. Smith bætti því hins vegar við glottandi að gamla viðurnefnið „Heppna-Arsenal" væri enn í fullu gildi. Jim Smith hafði svo sannarlega von- ast eftir því að komast með Derby alla leið í úrslitin. Á 38 ára ferli hef- ur honum ekki tekist að stýra liði í bikarúrslitaleik á Wembley. Cheisea og Manchester United mæt- ast aftur á Stamford Bridge, heima- velli Chelsea, á miðvikudag. Dwight Yorke og Andy Cole voru óvænt varamenn hjá Manchester United í gær og léku aöeins siðustu 10 mínútumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.