Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Síða 1
F i a. ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍE 1999 - KR meistari eftir 12 ára Bls. 20-21 Lottó: 2 13 23 28 31 B: 11 Enski boltinn: lxx 22x 221 1x21 Þvagsprengjur í Nígeríu Ungir óeirðarseggir á leikjum á heimsmeistaramóti knattspymu- manna 20 ára og yngri í Nígeríu hafa tekið upp á þeim ljóta ósið að kasta pokum fullum af þvagi á sak- lausa áhorfendur. Þetta hefur að vonum mælst illa fyrir og hefur fólki verið ráðlagt að mæta með regnhlífar á leikina til að verjast jessum ófógnuði. Pjetur Sig- urðsson er í hópi aðstoð- ardómara á mótinu í Ní- geríu en ekki hafa borist fregnir af því að hann eða kollegar hans hafi orðiö fyrir þvagsprengjum. Þeir gætu þó legið vel við höggi vegna nálægðar sinnar við áhorfendastúkumar. -VS Lárus Orri til Coventry? - Stoke vill fá 80 milljónir fyrir hann Lárus Orri Sigurðsson, landsliðsmað- ur i knattspymu, var um helgina orðað- ur við sölu frá Stoke til A-deiIdarliðs- ins Coventry í sumar í enskum fjölmiðlum og einnig var sagt að Ruud Gullit, framkvæmda- stjóri Newcastle, hefði líka augastað á varnarjaxl- inum. Lárus Orri hefur lýst því yfir að hann hafi hug á að fara ffá Stoke í sum- ar og hann neitaði fyrir skömmu að endurnýja samning sinn við félagið. Litlu munaði að hann færi til B-deild- arliðsins Barnsley í siðasta mánuði en ekkert varð af því áður en markaðnum í Englandi var lokað út tímabilið. Sagt er að Stoke muni fara fram á um það bil 80 milljónir króna fyrir Láms Orra sem hefúr spilað með félaginu í fimm ár og leikið með því nálægt 200 deildaleiki. Stoke á litla möguleika á að endurheimta sæti sitt í B-deildinni þó fé- lagið sé reyndar enn með í baráttunni tun að komast í úrslitakeppni um þriðja sætið. Lárus Orri skoraði jöfnunarmark íslands gegn Úkra- ínu í Evrópuleiknum í Kiev síðasta miðvikudag og það hefur örugglega ekki skemmt fyrir möguleikum hans á að komast til félags í efstu deildunum í Englandi. -VS Guðbjörg Norðfjörð og Hanna Kjartans- dóttir iyfta Islands- bikarnum fyrir KR. DV-mynd ÞÖK Fowler enn í vandræðum Robbie Fowler kom sér í vandræði eina ferðina enn þegar Liverpool vann Everton, 3-2, í ensku A-deildinni í knattspymu á laugardaginn. Fowler skoraði tvö marka Liverpool og fagnaði þvi fyrra með því að þykjast „sniffa" af endalín- unni fyrir ffarnan stuðningsmenn Ev- erton sem hafa margoft núið honum eiturlyfja- neyslu um nasir. Víst er að aganefhd deild- arinnar þykir þetta ekki fyndið og hann á von á ákæru þaðan. Fowler hefúr verið harðlega gagnrýndur fyr- ir framkomu sína í enskum fjölmiöl- um og má búast við refsingu fyrir at- hæfið. Ljóst þykir að hann fái sekt frá Liverpool. Gerhard Houllier ffam- kvæmdastjóri varði gerðir Fowlers til að byrja með en skipti um skoðun eftir að hafa séð upptöku af atvik- inu. Fowler sendi frá sér yfírlýs- ingu á sunnudag þar sem hann harmaði atvikið og baðst af- sökunar á því. -VS Mikilvægt mark Eyjólfs Eyjólfur Sverrisson tryggði Herthu Berlín mikilvægan útisigur á Borussia Mönchengladbach, 2-4, í A-deild þýsku knattspyrnunnar á páskadagskvöld. Hertha lenti 2-1 undir í síðari hálf- leiknum en náði að snúa blaðinu við og Eyjólfur innsiglaði sigurinn með skallamarki 13 mínútum fyrir leikslok. Berliner Morgenpost fjailaði mjög lof- samlega um Eyjólf um helgina, sagði ffá ferli hans og hve stóran þátt hann ætti í velgengni Herthu Berlín í vet- ur. Nú gangi honum allt í haginn, bæði með félagsliði sinu og landsliðinu. Hann sé hinn yfir- vegaði leiðtogi leik- mannahóps Herthu, öruggur í erfíðum stöð- um og skori mikilvæg mörk þegar með þurfi. Júrgen Röber, þjálfari Herthu, seg- ir að Eyjólfur sé leikmaður sem ávallt gefi 100 prósent af sér og hlífi sér hvergi. Sagt er ffá ffábærum árangri lands- liðins að undanfómu og þætti Eyjólfs þar og hann segir stoltur við blaðið að landsliðið sé búið að slá fyrri met með því að vera taplaust í níu leikjum í röð. Nánar um þýsku knattspyrnuna um helgina á bls. 22. komið upp Ólafúr Gottskálksson og félag- ar í Hibemian tryggðu sér á laugardag sæti í skosku A- deildinni í knattspyrnu eftir eins árs fjar- vera og um leið meistara- titil B-deildarinnar. Ólafur hélt marki sínu hreinu einu sinni sem oftar í 0-2 sigri á Hamilton, varði oft mjög vel og lagði upp fyrra mark liðsins með löngu út- sparki. Hibemian er með 17 stiga forystu í B-deildinni þegar fimm umferðum er ólokið. -VS 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.