Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Qupperneq 4
Verður O
nafnið þitt
á Expo ‘00 ■
kynnt landiækni að hann ætli ekki að
vera í gagnagrunninum hans Kára.
Full
sæmd
í því
„Ég hef ekkert hugleitt það,“ seg-
ir Sigmundur Guðbjamason, for-
maður Mannverndar, og bætir því
við að hann hafi farið á heimssýn-
ingu og sjái í fljótu bragði ekkert
athugavert við þetta. „Ef þetta eru
bara nöfn íslendinga þá er mér full
sæmd af þvl að vera á meðal
þeirra."
En þú ert samt búinn að draga
þig út úr gagnagrunninum?
„Já. Ég hef tilkynnt landlækni að
ég viiji ekki vera í þessum gagna-
gmnni en ég sé ekki hvernig það
kemur þessu við.“
Hvað segirðu annars í fréttum af
þessum nýju samtökum, Mann-
vemd, um persónuvemd og rann-
sóknarfrelsi?
„Þau vora stofnuð í haust og
starfið gengur ágætlega. Það er gott
fólk að vinna innan þeirra en það
er á brattann að sækja. En þetta
eru virk samtök og ekkert meira
um það að segja,“ segir Sigmundur
Guðbjamason og bætir þeirri
spurningu við hvort við eigum ekki
að segja þetta gott. Með þeim orð-
um leyfum við Sigmundi að halda
baráttunni áfram.
Eins og lesendum DV er eflaust kunnugt hefur
verið ákveðið að láta Kára Stefánsson skaffa
nöfn allra íslendinga til að hengja upp á World
Expo '00 í Hannover, Þýskalandi. Enn hafa
ekki fengist neinar upplýsingar um hver réttur
þeirra sem kæra sig ekki um að hanga uppi á
Expo ‘00 er. Það er kannski öllum sama um
hvort nafnið þeirra hangi þarna en eflaust eru
til einhverjir Islendingar sem skammast sín
fyrir það og kæra sig ekki um aö hanga uppi á
ýturvaxinni heimilissýningu í Þýskalandi.
Eftirlitsmyndavélar í
miðbænum eru stað-
reynd. Við höfum
fylgst með borgar-
stjóranum opna þær
með pomp og prakt
og lögreglumenn hafa
útskýrt fyrir fólki
hvernig þær virka.
Þær eiga að fylgjast
með fylliríinu og glæp-
unum í miðbænum,
vera auga lögreglunn-
ar og alltaf á upptöku
- eins konar Robocop
sem getur súmað og
stækkað myndir eins
og besta kvikmynda-
upptökuvél. Fókus fór
á stjá og athugaði
hvernig það er að lifa
undir eftirliti lögregl-
unnar í Reykjavík.
Þaö e
iuei)
„Vélin sér inn um svalahurðina
hjá mér,“ segir Róbert G. Róberts-
son, en hann býr á móti eftirlits-
myndavélinni sem hangir utan á
Hótel Borg. „Ég er á fjórðu hæðinni
þannig að hún horfir upp til mín og
ég get ímyndað mér að einhverjir i
húsinu hafi þaö verra en ég.“
Róbert er einn þeirra sem segist
ekki vera hlynntur stóra bróður sem
slíkum en hann reynir að horfa já-
kvætt á þessar vélar og vonar að lög-
reglumennirnir misnoti ekki aðstöðu
sína.
„Ég get fullyrt að daginn sem vél-
amar voru settar upp þá gjörbreytt-
ist ástandið í miðborginni. Rúðubrot
minnkuðu og lætin þögnuðu og
subbuskapurinn minnkaði til
muna,“ segir Róbert og bætir því við
að auðvitað sé verið að ráðast inn á
heimili hans og að einhverju leyti
skerða réttindi hans á einkalífi.
Helduröu aö vélarnar séu komnar
til aö vera?
„Já. Ég vona að þær séu komnar
til að vera. Þetta er hlutur sem við
þekkjum ekki og eigum eftir að venj-
ast en ég kippi mér ekki upp við
þetta og geng um stofuna á nærbux-
unum ef mér sýnist. Enda hef ég ekki
séð þá beina vélinni að íbúðinni
minni þrátt fyrir að þeir geti það.
Það er einmitt neikvæða hliðin á
þessu. Að einhver perri geti fylgst
með manni en ég verð bara að
treysta því að það séu ábyrgir menn
sem sitji yfir þessu niðri á Lögreglu-
stöð.“
Það em að sjálfsögðu margar hlið-
ar á þessu eftirlitsmyndavélakerfi.
Löggan er hrifln af þessu, borgar-
stjóri enn hrifnari en hvers eiga ein-
staklingar, sem búa í miðbænum, að
gjalda? Það er enn verið að
setja upp myndavélar á nýj-
um stöðum í bænum og í
þessum mánuði er ráðgert að
koma upp einni á Bókhlöðu-
stíg. Þar býr Þorgeir Þorgeir-
son í íbúð númer 6b. Honum
líst engan veginn á þær fram-
kvæmdir og telur að um lög-
leysu sé að ræða.
„Mér er ekki kunnugt um lög
varðandi þessar vélar. Þetta er á
mörkum persónunjósna og ætti
ekki að líðast í siðuðu samfélagi."
Aðspurður um hvort hann hygð-
ist leita réttar síns hvað þetta mál
varðar segir Þorgeir að ef lögreglan
fari að líta eftir því hverjir heim-
sæki sig fari hann að kanna það.
Aðrir þeir sem vildu tjá sig um
málið voru aftur á móti mishrifnir af
því að búa í námunda við eftirlits-
myndavél sem gat njósnað um þá á
degi jafnt sem nóttu. Einn þeirra var
Þráinn Gunnlaugsson, íbúi í Aðal-
stræti, en eftirlitsmyndavélin sem
hangir á gamla Morgunblaðshúsinu
sér inn um stofugluggann hjá hon-
um.
„Það er hægt að leiða hugann hjá
þessu,“ segir Þráinn, „en þetta er
náttúrlega brot á friðhelgi heimilis-
ins. Stóri bróðir er kominn á glugg-
ann hjá mér.“
Þér líst sem sagt ekki vel á þessar
„Nei. Þetta er líka bara partur af
stærra dæmi og svo eru þessir lög-
reglumenn algerlega eftirlitslausir.
Ég held að þetta sé ekki sniðugt og
alls ekki hollt fyrir þjóðfélagið," seg-
ir Þráinn og bendir einnig á að þeir
sem eigi að hafa eftirlit með lögregl-
unni standi sig ekki. Þá á hann við
fjölmiðlana og vill benda á að
rannsóknarblaðamennska á ís-
landi sé frekar slöpp og sinni ekki
eftirlitsskyldu fiölmiðlanna.
Helduröu að vélarnar séu
komnar til aö vera?
„Ég vona ekki. En við höfum
örugglega hópa í þjóðfélaginu
sem eru hlynntir þessu. Ég er
annars eindregið á móti þess-
um myndavélum og sú afsök-
un að fólk sé á fylliríi i mið-
bænum réttlætir ekki tilvist
þeirra. En lögreglan vill
fylgjast með fólki og koma \
veg fyrir að það fremji
glæpinn. Þar er forsjár-
hyggjan að verki og rétturinn
er bara þeirra megin, jafnvel þótt það
sé brotið á mér,“ segir Þráinn og
ekki er laust við að hann sé frekar
þungur á brún yfir að þurfa að hugsa
sig tvisvar um áður en hann dregur
gardínurnar frá stofuglugganum á
sínu eigin heimili.
• 1 Morgunblaðshusið
• 2 Hótel Borg
• 3 Austurstræti 3
• 4 Hafnarstræti 2
• 5 Lækjargata 1
• 6 Tollhúsið
• 7 Hafnarhúsið
• 8 Bókhlöðustígur
• (er verið að setja hana upp)
4
f Ó k U S 16. apríl 1999