Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Qupperneq 6
GSM
viötaliö
Ágúst Jakobsson er án efa víðförlasti kvikmyndatökumaður okkar íslendinga.
Hann hefur unnið með ótrúlegustu stjörnum úti í hinum víða heimi við gerð músíkmynd-
banda eða heimildarmynda og auk þess hefur hann verið upptökumaður á ólíklegustu ■
verkefnum. Hann er að vísu kominn heim og gerði Popp í Reykjavík í sumar og í
síðustu viku var hann að Ijúka við að taka upp kvikmyndina Fíaskó í leikstjórn Ragnars
Bragasonar. Fókus tók púlsinn á Gústa og kíkti aðeins á ferilskrá kauða.
r ^
"
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Camilla Parker Bowles.
Sumir blómstra í menntaskóla og sfðan aldrei meir. Aðrir eiga sitt blóma-
skeið enn fyrr - drottna yflr tólf ára bekknum og leggja alla þá í einelti sem
ekki sýna þeim tilhlýðilega virðingu. Og enn aðrir blómstra seint á ævinni,
skjótast upp á toppinn þegar ungt og efnilegt fólk er hætt að vera ungt og efni-
legt og orðið miðaldra og þreytt. Þannig var það meö Camillu Parker Bowles.
Hún beið þolinmóð í skugga Díönu. Hún vissi að þeim famast ekki vel sem tek-
ur of mikið of snemma út af Gleöibankanum. Og hún hafði rétt fyrir sér. Nú er
Camilla sú sem breska þjóðin elskar og hugsar hlýtt til. Þórhildur Þorleifsdóttir
beið lika síns tíma. Hún vissi að ungir spútnikkar - eins og Viðar Eggertsson -
springa á limminu. Og þegar það gerðist rann upp tími Þórhildar. Og eins og
hjá Camillu er það tími þegar allir eru komnir á þann aldur að æskufegurð er
einskis virði - aðeins gömul minning sem enginn vill rifja upp.
Sigmar
Guðmundsson
fréttamaður í
Sjónvarpinu
Sigmar: Já (stuna).
Fókus: Varstu sofandi?
S.: Já.
F.: Nú. Þetta er Fókus.
S.: Blessaður.
F.: Segirðu ekki allt gott?
S.: Jú, jú. Þetta er bara frekar ókristi-
legur tími.
F.: Ertu uppi í rúmi.
S.: Já. Ég ligg uppi í rúmi. Maður sefur
yflrleitt í rúmi.
F.: Áttu ekkert að vera í vinnunni?
S.: Ég mæti ekkert fyrr en i hádeginu.
Er á ellefufréttavakt.
F.: Já. En hvað með ...
S.: Ekki ertu að taka þetta upp?
F.: Jú. Reyndar.
S.: Alltaf í vinnunni?
F.: Já. En þetta er ekkert háalvarlegt við-
tal eða neitt svoleiðis. Bara smátilraun.
S.: Þarf ég þá ekki segja neitt gáfulegt?
F.: Nei, nei. Bara tveir vinir að spjalla.
S.: Má ég þegja?
F.: Nei. Ég er að tala við þig.
S.: Já (geispar).
F.: Ferðu upp í vinnu á eftir?
S.: Já.
F.: Hvað gerirðu? Tekur púlsinn á heim-
inum og ferð svo og flnnur fréttir?
S.: Já. Ég tek púlsinn á heiminum.
Hringi í Madeline Albright og svona.
Athuga hvort hún hafi verið að
sprengja eitthvað í nótt.
F.: En hvað á að gera um helgina?
S.: Ég veit það ekki. Get ekki ákveðið það
fyrr en ég er í það minnsta vaknaður.
F.: Jæja.
S.: En ætli ég slappi ekki af. En þú?
F.: Bara vinna. Heyrðu, Inga Lind biður
aö heilsa þér.
S.: Já. Sömuleiðis.
F.: Hlustarðu enn þá á X-ið?
S.: Já. Ég geri það þegar ég er í bflnum.
F.: Saknarðu strákanna?
S.: Ég veit það nú ekki. Ætli þeir sakni
mín ekki aðallega. Saknar þú þcirra?
F.: Nei. Ég vann ekkert lengi þarna.
S.: Heyrðu? Eigum við ekki að fara að
hætta þessu?
F.: Jú.
S.: Þá fer ég aftur að sofa.
F.: Já.
S.: Heyrumst
(sónn).
Fyrst ég
þoldi
hálfl ár
JUfl ilöS
hlyti ég
þola vi
jneí)
jíi>!jj2JJjj
„Ég flutti út til LA ‘87 og byrjaði í
Colombia Collage ‘88,“ segir Ágúst
Jakobsson kvikmyndatökumaður og
leikstjóri aðspurður um hvar þetta
hefði allt saman byrjað.
„Um leið og ég kom út byrjaði ég
að vinna hjá Sigurjóni Sighvats-
syni í Propaganda Films. Vann þar
alla skólagönguna sem endaði með
IVtA-prófi hjá American Film Institu-
te ‘92. Mestan tímann var ég bara
svona polli að hjálpa til. En fljótlega
byrjaði ég að skjóta músíkmyndbönd
fyrir litla og óþekkta leikstjóra þarna
úti og það vatt síðan upp á síg. Að
vísu hitti þannig á að fyrsta videoið
mitt var með Guns N’ Roses,“ segir
Gústi.
Hann átti síðan eftir að vinna mik-
ið með Guns N’ Roses í gegn um árin.
Það var á hápunkti ferils þeirra. Þeg-
ar Appitite For Destruction hafði
selst í 12 milljónum eintaka, bara í
Bandaríkjunum, og allt var í þvílíku
rokki hjá þeim. Auk þess hefur Gústi
unnið með ótrúlegasta fólkið að mjög
merkilegum verkefnum. Listin er
ótæmandi en hann hefur gert heim-
ildarmyndir um TLC, Sikurmolana
og svo hefur hann unnið með mönn-
um á borð við F. Gary Gray (leik-
stýrði m.a. Set It Of og Negotiator),
Scott Calvert (leikstýrði m.a.
Basketball Diaries), Dom & Nick
(leikstjórar músikmyndbanda með
Oasis, Supergrass og Chemical
Brothers) og Janusz Kaminski (fékk
óskarinn fyrir kvikmyndatöku á Sav-
ing Privat Ryan og Schindlers List).
En er samkeppnin ekki mikil þarna
úti?
„Jú. Það er geðveik samkeppni.
Það eina sem kemur þér áfram er
annað hvort að þekkja einhvern eða
að vera óeðlilega heppinn. Ég var
heppinn og mér var reddað um
vinnu og í gegnum hana kynntist ég
fólki sem var að vinna góða hluti.
Dæmi um heppni er til dæmis þegar
ég gerði myndbandið við Smells Like
Teen Spirit með Nirvana. Þá vissi
enginn hvaða hljómsveit þetta var en
nokkrum vikum seinna var hún orð-
in að stórveldi.“
Nú varstu aö vinna hjá ótrúlegum
stæróum þarna úti, eru ekki brjálaóir
peningar í þessu?
„Þetta getur verið vel borgað ef
maður er í góðum verkum. En það er
hægt að flokka þetta eftir vissum
flokkum fyrir kvikmyndatökumenn
og leikstjóra. Myndböndin borga vel,
auglýsingarnar betur og kvikmynd-
imar mest.“
Á ekki heima hér
„Ég var að vinna í mjög mörgum
verkefnum þarna úti. Var líka
aukatökumaður á nokkrum
sjónvarpsþáttum og sjón-
varpsmyndum. Movie of the
Week og fleira slíkt. Það
getur verið ágætt að
vinna við slíka heila-
lausa vinnu. Maður
sest bara við mynda-
vélina og myndar
eitthvað," segir
Gústi og bætir því
við að auðvitað sé
skemmtilegast að
vinna þegar mað-
ur ræður mestu.
Það er mjög krefj-
andi og skapandi
að taka upp heila
bíómynd og þurfa
að vera með hvert
einasta smáatriði
á hreinu.
En af hverju
komstu heim?
„Það eru margar
ástæður fyrir því. Að-
allega var það bara af
því að ég og konan mín,
Andrea Brabin, ákváð-
um að taka okkur pásu.
En þó ég hafi komið heim
fyrir ári er ég búinn að vera
sýnd.
bönd og fleira slíkt.“
Ætlaróu út aftur?
„Örugglega. Ég á ekkert heima hér
þó ég hafi fæðst hérna. En ég veit
ekkert hvenær ég fer út. Konan rek-
ur fyrirtæki hér heima og kannski á
maður bara eftir að vinna úti um all-
an heim þó maður búi hér, ég veit
það ekki.“
Hér heima hefuröu aóallega verið í
aö taka upp auglýsingar, myndbönd
fyrir erlendar hljómsveitir og fleira
slíkt en auk þess gerðirðu Popp í
Reykjavík. Ertu ánœgóur meö þá
mynd?
„Já. Ég er mjög ánægður með
hana. Þetta var skemmtilegt verkefni
en ég er kannski ekkert sérlega
ánægður með aðsóknina. Enda held
ég að fólk muni hvort eð er
ekki fatta þessa mynd
Rusty Cage meö Johnny Cash
og Tom Petty - abaltökumaður.
„Þetta er eitthvert stúdíóvídeó. Það er
örugglega búið að gera fimmtíu svona vídeó.
Tveir menn að spila og syngja í stúdíói, allt
svart-hvítt og bara þetta
klassíska. En þeir voru ótrú-
lega skemmtilegir. Sérstak-
lega Johnny Cash. Hann er
ekta kúreki og lætur hattinn
aldrei frá sér og klæðist
bara svörtum fötum. Er líka
mjög almennilegur náungi.
fyrr en eftir frnim ár,“ segir Gústi.
En hann var einnig að koma úr
tökum á kvikmyndinni Fíaskó á dög-
unum. Sú mynd er eflaust yngsta
myndin sem frumsýnd verður á
þessu ári. Leikstjórinn hefur ekki
leikstýrt bíómynd áður og er yngsti
leikstjórinn sem er í þessu braski hér
heima og tökumaðurinn, Gústi, er
sömuleiðis ekki einn af þessum sem
vanalega eru í smóking við frumsýn-
ingu á íslenskum kvikmyndum. Og
meira að segja framleiðendurnir eru
að framleiða sína fyrstu mynd og það
veit því enginn við hverju má búast i
september þegar Fíaskó verður frum-
-MT
Myndbandið
Wanted Dead
or Llve með
Snoop Doggy
Dog og Tupac
Shakur - að-
altökumaður.
„Þetta var lag úr myndinni Grid-
lock'd," útskýrir Gústi. „Þegar við
gerðum þetta myndband var að visu
búið að myrða Tupac og Snoop gerði
myndbandið bara sjálfur en við vörp-
uðum Tupac bara upp á vegg með
myndvarpa. Þetta var svoldið væmið
náttúrlega en Snoop var samt flottur
meö alla Doberman-hundana sína og
Rolls Royce-inn og fullt af negrum og
stelpum í kringum sig.“
Hln ýmsu myndbönd með Nlrvana
ásamt nokkrum tónlelkaferðum - aðal-
tökumaður. „Það var alltaf skrýtið að
vinna meö Nirvana. Þeir voru alltaf uppdóp-
aðir og aldrei hægt að ræða neitt við þá.
Svo ég segi eina góða sögu þá hringdi David
Geffen einu sinni i mig og bað mig um að
gera sér greiöa. Hann sagði að fyrst ég hefði
þolaö tvö og hálft ár með Axi þá hlyti ég að
þola eina viku með Kurt Kobain. Kurt var þá i
Seattle og vildi ekki vinna með neinum leik-
stjóra heidur leikstýra öllu sjálfur og var mjög
erfiður. Þetta hefur ver-
ið svona viku eða tíu
dögum áður en hann
drap sig - þessi saga
hefur ekki góðan endi.
En ég samþykkti að
taka upp video með
honum og nokkrum
dögum áður en ég
átti að fara til
Seattle þá heyrði
Tónleikaferð meb Guns N'
Roses - allur helmurlnn,
tvlsvar - leikstjóri og aöal-
tökumaður „Ég var mjög mikið
með þeim. Túraöi stanslaust I
tvö og hálft ár. Fór um allan
heim, tvisvar, og þetta var
mikið „Rock N' Roll“ og eigin-
lega er hægt að margfalda það með tíu. Þeir voru líka
alltaf aö reyna að toppa allt sem gert hafði verið og þá
sérstaklega það sem Rolling Stones höfðu gert. Ég varð
vitni af þessu öllu þvl ég var að gera heimildarmynd um þá
og þeirra lífstíl. En þaö skemmtilegasta sem ég gerði
þarna var að einu sinni þegar Guns N' Roses voru í sánd-
tjékki á Wemblay þá leyfði trommuleikarinn mér að taka
trommusóló. Það var rosalegt. Ég var að vísu púaöur niður
en þetta var hámarkið á trommuleikaraferlinum mínum,"
segir Ágúst en hann trommaði í S/H draumi áður en hann
fór út til LA.
að vinna erlendis og svo á ég
fyrirtæki úti í LA ásamt
nokkrum Japönum. Það fyrirtæki
sérhæfir sig í upptökum fyrir Jap-
ana. Þar eru gerð stór músikmynd-
Tónlelkaferð með Beck - San Franclsco, Portland, Seattle og Vancouver - aðal-
tökumaður „Beck er snillingur. Hann er líka búinn að gera tíu, fimmtán stuttmynd-
ir sjálfur og þegar við gerðum þessa tónleika þá bað hann okkur alltaf að koma
með sér til aö gera stuttumyndir á milli tónleika. Frábær náungi í alla staði og
ótrúlegar pælingar hjá honum. Hann var alltaf að fá einhverjar fáránlegar hug-
myndir og lét okkur taka upp í hvert skipti sem viö stoppuöum einhvers-
staðar. Við vorum annars með sex kamerur þarna og ég man einu sinni
að þá lét hann okkur taka sig upp þegar hann þóttist drepast í ein-
hverjum smábæ. Svo á næstu tónleikum lagðist hann einu sinni á
sviðiö og þóttist lifna við. Hann ætlaði að klippa það saman og
var alltaf með einhverjar svona hugmyndir sem maöur fékk
aldrei neinn botn í.“
6
f Ó k U S 16. apríl 1999