Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Side 21
J. tveir fuglar, Freyr og Stefán, aö breyta um stíl, koma saman tveir og slá upp Dylankvöldl í heimkynnum sínum. Þeir veröa semsé í dylönskum gír og fá eflaust margan eftirlegu- hippann að raula með sér gamla slagara. Ef Dylan höföar ekki til fjöldans má spila kotru (backamon) því meistaramöt Grand Rokks hefst kl, 18, Skráning á staðnum eða í síma 5515522. Alltaf það sama á Glaum- bar - uppi- stand og popp með Bítlunum. Þessum einu sönnu. Leynlflelagið er kóvergrúppa par excellence. Hún tekur Masslve Attack, Maddonu, Nlnu Slmone og Air á þann hátt að halda mætti að listamennirnir sjálfir væru mættir. Leynifjelag- ið er á Gauk á Stöng. Léttir sprettir kæta á Kringlukránnl einu og sönnu. Viðar Jóns er hrókur alls fagnaðar ! Leikstofunni. Kaffi Reykjavík. Blátt áfram leikur fyrir dansi. Þetta er þó ekki yfirlýst samkoma hjá Sjálf- stæðisflokkinum þó að nafn hljómsveitarinnar gefi í skyn aö hér sé um kosningaband að ræða. Þaö ætti allavega að vera óhætt fyrir rauðliða aö láta sjá sig á balli með grúppu sem heitir Blátt áfram. Eftir rimlarokk Rúnar Þórs bíður Fógetlnn upp á djass frá kvartett Þorstelns Elrikssonar. Joshua Ell er gestum á Café Óperu að góðu kunnur. Pilturinn er óhræddur við svörtu og hvítu takkana á atvinnutæki sínu og töfrar fram múdd! akkorði. Síróp er enn að spila fyrir álana og holta- kjúklingana i Álafoss föt bezt. D jass t^Þéttpökkuö Múladjassvika er að hefjast á Sólon. Krlstjana Stefánsdóttlr ríöur á vaðiö með „djass fyrir fólkið í landinu". Með henni troða upp Slgurður Flosason á altósax, Agnar Már Magnússon á planó og Ólafur Stolzenwald á kontrabassa. Efnisskrá mjúk en krefjandi. ©Klassík |/Það veröa tónleikar í Salnum í Kópavogi klukkan 20.30. Helgi Hrafn Jónsson þreytir seinni hluta einleikaraprófs síns frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Fram koma ásamt Helga þeír Kristlnn Örn Krlstlnnsson píanó- leikari, og básúnuenglarnir Oddur BJörnsson, Elnar Jónsson og David Bobroff. Áfram Helgi! Sönghópurinn Hljómeykl heldur tónleika i Há- sölum í Tónllstarskóla Hafnarfjarðar klukkan 5.Á efnisskránni eru kórperlur frá ýmsum tím- um tónlistarsögunnar. Hljómeyki hefur starfað frá 1974 og komið viðs vegar fram, meðal annars sungið á sumartónleikum í Skálholts- kirkju á hveiju sumri frá árinu 1986. í kórnum eru starfandi 19 söngvarar. Stjórnandi kórsins er Bernharður Wllklnson. Á tónleikunum mun Eyjólfur Eyjólfsson spila á flautu. Aðgangseyr- ir á tónleikana er 1000 kr. 500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur. Frítt fyrir börn. Kór Menntaskólans vlð Hamrahlíð efnir til tónleika i safnaðarheimill Landakirkju í Vest- mannaeyjum klukkan 17. Þorgerður Ingólfs- dóttlr stjórnar. 80 nemendur Menntaskólans skipa kórinn en hann hefur lengi þótt í fremstu röð, hreinn, nákvæmur og sérlega dínamískur. Á dagskránni eru ýmis verk sem mörg hver eru sérstaklega samin fyrir kórinn. •Sveitin Trúbadorinn með írska yfirbragðið, KK, leikur og syngur fyrir fólk með frönsk gen í Löngubúð á Djúpavogi. Fiölþjóðlegur viðburður þannig séð. Samkór Vopnafjarðar flytur dagskrá sina á Brelðumýri i Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu klukkan 15. Le i khús íslenskl dansflokkurinn dansar þrjá dansa á stóra sviði Borgarlelkhússins í kvöld, kl. 20. Fyrst Diving eftir Rul Horta, þá Flat Space Moving eftir sama og loks Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. Simi 568 8000. Abel Snorko býr einn, eftir Erlc Emmanuel Schmitt hinn franska, verður flutt á litla sviöi Þjóðlelkhússins kl. 20. Sími 5511200. Brúðuhelmill Henriks Ibsens verður á stóra sviöi Þjóðlelkhússins kl. 20. Stefán Baldurs- son leikhússtjóri leikstýrir en Elva Ósk Ólafs- dóttlr brillerar sem Nóra - og fékk Menningar- verðlaun DV að launum. Meðal annarra leik- ara eru Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman og Pálml Gestsson. Sími 551 1200. Maður í mlslltum sokk- um eftir Arnmund Back- man er á Smiðaverk- stæöi ÞJóðleikhússlns kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Frlð- riksdóttur, Bessa Bjarnasynl og Guðrúnu Þ. Stephensen. Sim- inn er 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tíma í framtíðinni. Lelkfélag Mosfellsbæjar sýnir Jarðarför Ommu Sylvíu í Þverholti kl. 20.30. Þetta kassastykki, sem gengið hefur nokkur ár „off- Broadway" í New York, er hér í meðförum áhugasamra Mosfellinga. Síminn er 566 7788. Fyrir börnin Á stóra sviöi Þjóðlelkhússlns verður Bróðir mlnn Ljónshjarta eftir Astrld Llndgren leikinn kl. 14. Ævintýri fyrir bðrn, endurupplifun fyrir fullorðna. Sími 5511200. Barnaleikurinn Dimmallmm eftir sögu Muggs verður sýndur aö nýju eftir nokkurt hlé í Iðnó kl. 16 í dag. Hugljúf og falleg saga um unga stúlku og svan. Sími 530 3030. Barnasöngieikurinn „Hattur og Fattur, nú er ég hlssa“ eftir Ólaf Hauk Simonarson verður sýndur í Loftkastalanum kl. 14. Þeir sem hafa minni til muna sjálfsagt eftir þessum félögum úr Stundinni okkar frá því fyrir áratug eða tveim. Þeir eru mjög Ólafshaukískir, glettnir trúðar og þjóöfélagslega sinnaöir - ekki ósvip- aðir og Olga Guðrún þegar hún syngur efni frá Ólafi. Guðmundur Ingl Þorvaldsson og Fellx Bergsson eru Hattur og Fattur. Sími 552 3000. Borgarlelkhúsið: Pétur Pan er á stóra sviðinu kl. 14 og skemmtir þar ungum sem öldnum. Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri, eins og vondra manna er siður. Indíánar, haf- meyjar, krókódíll, draumar og ævintýri. Sími 568 8000. Snuðra og Tuðra eftir Iðunnl Stelnsdóttur verða í Mögulelkhúslnu við Hlemm, kl. 14. Sími 562 5060. Trúðaskóllnn í flutningi Halalelkhópsins fer fram i Sjálfsbjargarhúslnu viö Hátún 12 klukkan 15. Barnasöngleikurinn Ávaxtakarfan eftir Krist- laugu Maríu Slgurðardóttur í samkomuhúslnu á Akureyri, kl. 12, 15.30 og 18. Kennsluleik- ur um einelti. Ávextir eru meðal annarra Andr- ea Gytfadóttir, Hlnrlk Ólafsson og Margrét Kr. Pétursdóttlr. Simi 551 1475. •Opnanir klukkan 12.15 verður opnuð sýning í anddyri Hallgrimskirkju á sex málverkum eftir Björgu Þorstelnsdóttur myndlistarmann. Myndirnar eru fiestar unnar á þessu ári og eru gerðar með akryllitum á striga. Einnig verða fjórar vatnslitamyndir eftir Björgu til sýnis í safnaðar- sal kirkjunnar. Sýningin er opin daglega frá 10- 18 og stendur út maí. Björg stundaöi myndlist- arnám i Reykjavik, Stuttgart og Paris. Hún hef- ur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Síðustu einkasýningar Bjargar voru i Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og í Gallerí íslandi í Osló 1998. Bandarískui listamaðurinn Jim Butler opnar sýningu i Ganglnum, Rekagranda 8 klukkan fimm. Hann sýnir þar málverk og vatnslita- myndir sem hann málar í realsíkum stíl. Efni- viðurinn er þó nokkuð sérstakur, t.d. málar hann uppblásinn sebrahest sem loftið er að leka úr. Sýningin stendur fram eftir sumri. • Síðustu forvöð Sýningu Kristjáns Jóns Guðnasonar „Tónar", sem staðið hefur yfir i Stöðlakotl, lýkur i dag klukkan 18. •Fundir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum kynnir starf- semi sína í Ráðhúsinu klukkan 15. Bíó Ópera Tsjajkovskíjs „Évgeníj Onegin" er á dagskrá MÍR klukkan þrjú. Hún er byggð á samnefndu verki Púshklns og er frá sjötta ára- tugnum. Sýning myndarinnar er hluti af hátíð Mírverja í tilefni 200 ára afmælis skáldsins, en hátíðin stendur út maímánuö. iSport Knattspyrna. Sex leikir í deildabikar karla: Kl. 11 Aftureldlng-ÍR á Leiknisvelli. Kl. 13 FH- Lelftur á Ásvöllum, FJölnir-Hvöt i Kópavogi og Skallagrimur-NJarðvík á Leiknisvelli. Kl. 15 Fylkir-ÍA á Ásvöllum og kl. 17 Keflavík-Valur á Ásvöllum. Handknattlelkur. Fyrsti úrslitaleikur kjúkling- anna í Aftureldlngu og ellismellanna í FH um íslandsmeistaratitil karla fer fram í Mosfells- bæ og hefst kl. 20.30. Þrjá sigra þarf til að verða íslandsmeistari. Pílukast. Islandsmótinu lýkurí Laugardalshöll- inni og keppni dagsins hefst kl. 13. Plltalandslið íslands, skipað leikmðnnum 21- árs og yngri í handknattleik, mætir A-landsliði Sádi-Arabíu. Leikið er í Kaplakrlka i Hafnar- firði kl. 17. Körfuknattlelkur. Þriðja viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í úrslitunum um íslandsmelst- aratitll karla fer fram í Keflavík kl. 20. Njarð- vík vann fyrsta leikinn og leikur númer tvö var í gærkvöld. Hafi Njarðvík sigrað þar, verður lið- iö meistari með því að vinna þennan leik. Að öðrum kosti þarf einn til tvo leiki í viðbót til að útkljá einvígi nágrannanna í Reykjanesbæ. Badminton. Úrslitakeppnin á vormóti TBR hefst i TBR-húsunum kl. 13. Einn leikur er í deildablkar kvenna i fótbolta ÍBV-Þór/KA á Ásvöllum kl. 11. Mánudagu?^ 19. apríl Popp V Matgæðingarnir og hljóðkokkarnir sem standa fýrir Tllraunaeldhúsunum á Kaffl Thomsen hræra í pottunum í annað sinn i kvöld. íslenskl hljóðmúrinn sem er byggöur af Jóhanni Jóhannssynl úr Lhooq og Óskarl Guð- Jónssynl kemur fram og Bibbi Curver og Helgl Svavars úr Funkmaster 2000 taka til hendinni saman. Yfirsnúður kvöldsins er meistari Jól Ág. sem tekur með plötur úr 12 tónum. • Krár • Eðvarð Lárusson er án efa sérstakasti og frumlegasti gítarleikari þjóðarinnar. Hann spinnur gullfallegar Ijóðrænar línur fyrirhafnar- laust og togar meðleikara sína stöðugt út á lífshættulegar bjargbrúnir. Eðvarö er fæddur og uppalinn á Akranesi og hóf feril sinn með popphljómsveitinni Tíbrá þar í bæ. Seinna gekk hann til liðs við Kombóið en sú hijóm- sveit gaf út eina plötu þar sem þrætt var ein- stigi milli látlauss popps og myrks djass- spuna. Hann hefur í seinni tíö tekið þátt i ýms- um verkefnum, m.a. var hann í hinni rómuðu grúppu Óskars Guðjónssonar Delerað, en hún togaði og teygði standarda Jóns Múla Árna- sonar á alla kanta. Eðvarð verður á Gauknum i kvöld ásamt Andreu Gylfadóttur og verður spennó að sjá hvernig hann inspirerar þessa frábæru söngkonu. Meistaramót Skákfélags Grand Rokk í atskák hefst kl. 20. Tefldar verða níu umferðir skv. Monrad-kerfinu. Þrjár umferöir í kvöld. Aðeins fyrir félagsmenn en hægt skrá sig í mótið (og/eöa félagið) á staðnum eða i síma 5515522. Kaffi Reykjavík. Róman- tíkin verður í algleymingi. Eyjólfur Kristjánsson mætir á svæðið og syng- ur sig inn i hjörtu við- staddra. Hugljúf og góð stemmning sem eflaust veröur í anda Paul Simon. Hvað er rómantik? Bíólógiskt ferli eða tilgerðarleg félagsleg hegð- un ættuð úr evrópskum bókmenntum síðustu aldar? Joshua Ell reynir að svara þessu á Café Óperu i kvöld, að því tilskildu að þið spyrjið hann. D jass Áfram heldur djassinn að duna á Múlanum. Marllyn Mead er mætt með flautuna sína til að flytja okkur verk úr kokkabókum píanistans Thelonlusar Monks. Monk þessi þótti hafa klossaðann og sjarmerandi stil og bítnikkinn Vernharður Linnet hefur kallaö hann meistara lífshættunnar í djassi. Menn eru enn i dag að herma eftir Monk og reyna að vera jafn lífs- hættulegir. Maður tengir nú ekki flautuleik við slíkt hættuspil en Marilyn hefur í það minnsta hlotið glæsta dóma bæöi vestan hafs og aust- an. Hefst klukkan hálftíu. •Klassík Háskólakórlnn heldur tónleika í Salnum í Tón- llstarhúsi Kópavogs kl. 20.30. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval íslenzkra sönglaga sem flutt veröa af Háskólakórnum, karlakórnum Sllfrl Egils, kvennakórnum Streng Hallgerðar og Vox academiae. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson. Verð aðgöngumiða er 1000 kr. nema fyrir stúdenta sem minna (þrátt fyrir ný- lega hækkun námslána) eöa 700 kr. •Sveitin Hótel Bláfell á Breiödalsvík fær meiri bissniss með hverju árinu, enda aliir svaka ánægöir meö dvölina þar. KK gistir hinsvegar í húsbiln- um fyrir utan þegar hann er búinn að spila þarna inni. Giggið hjá honum hefst klukkan 20.30. •Kabarett Listaklúbbur Lelkhúskjallarans stendur fyrir dagskrá í tengslum viö sýningu Þjóðleikhúss- ins á Sjálfstæöu fólkl. Sýndir veröa kaflar úr verkinu og i kjölfariö ræða aðstandendur um það. Húsið opnar kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30 •Fundir Róbert J. Magnus, Raunvísindastofnun heldur annan fyrirlestur sinn af nokkrum á málstofu í stærðfræði, sem nefnast Vlrkjaíðöl, Banach- algebrur og margfeldnl. Fólk úr máladeildinni ætti að mæta og átta sig á að Nigtmare on Elmstreet var ekkert svo hrollvekjandi. Mál- stofan fer fram í stofu 258 í VR-II, kl. 15.25. (Undarleg tímasetning. Afhverju 25 minútur yfir þrjú? Afhverju ekki hálf fiögur? Róbert mun eflaust útskýra þetta á fyrirlestrinum.) Breska sendlráblð stendur fyrir hádegisverð- arfundi undir yfirskriftinni Breskur lífstíll í Sal A á annari hæö Hótel Sögu. Á fundinum mun Anne Rltchle kynningarstjór breska iðnaðar- og viöskiptaráðsins kynna það sem er að ger- ast í breskri tiskuhönnun, iðnhönnun og ar- kitektúr, bæöi innan og utanhúss. Á eftir erfyr- irspurnartimi og loks hádegisverður. Fundur- inn hefst klukkan 11 og máltíðin verður borin fram klukkan hálfeitt. Lifid eftir vmnu •Sport Handknattlelkur. ísland mætir Sádi-Arabiu i A- landslelk karla og veröur spilað i Austurbergi kl. 20. íslenska liöið verður eingöngu skipað leikmönnum úr liðum hér heima, öðrum en Aftureldingu og FH. Handknattlelkur. Annar úrslitaleikur FH og Aftureldlngar um íslandsmeistaratitil karla i handknattleik fer fram í Kaplakrika í Hafnar- firði og hefst kl. 20.30. Knattspyrna. Valur og Stjarnan leika í deilda- bikar kvenna á Ásvöllum kl. 20.30. 21. apríli • Kr ár Undlrtónar verða með Stefnumót #8 á Gauk á Stöng. Þeir standa vel að þessu og bjóða þeim sem ekki geta mætt að hlusta á það sem fram fer á www.cocacola.is. Kvöldið I kvöld er helgaö drum&bass. Meistaramót Grand Rokk i atskák, 4-6 um- ferð, kl. 20. Kaffl Reykjavík. Rómantíkin verður áfram i al- gleymingi, annaö kvöldiö í röð. Eyjólfur Krist- Jánsson mætir aftur á svæöið og syngur sig inn I hjörtu viðstaddra. Hugljúf og góð stemmning I anda Paul Simon. Joshua Ell nærir sálirgesta Kaffl Óperu í kvöld sem endranær. Ætli staðurinn borgi honum samkvæmt FÍH taxta? D jass Öðlingar djassins safnast saman á Múlanum i kvöld og leika af fingrum fram. Við pianóið situr Ómar Axelsson, Hans Jensson blæs í siefbeyglu, Gunnar Pálsson er bassaleikari og Stelnl Krúpa á trommur. Tveir fiottustu frontar íslandssögunnar, þeir Frlðrlk Theodórsson og Skapti Ólafsson þenja raddbönd, básúnur og jafnvel trumbur með. Jabbahabbadúbbidijei! •Sveitin Stöðvarljörður er næsti viðkomustaður vor- boðans hrjúfa KK. Hann verður með skemmt- un í grunnskólanum á staðnum klukkan átta í kvðld. •Kabarett í tilefni af aldarafmæli franska tónskáldsins Francls Poulenc hefur hópur íslenskra lista- manna sett saman dagskrá, helgaða Pouienc, og verður hún flutt í Kafflleikhúslnu kl. 20. [ dagskránni er meira gert úr textum Ijóðanna en á venjulegum tónleikum. Þetta er því pró- gramm sem fellur einhvers staðar mitt á milli tónleika og leiksýningar. Hvað um það, dag- skráin hefur verið kölluð Franskt kvöld og þar verða flutt fimm verka Poulenc. Þau eru þau samin á bilinu 1919 til 1940. í fyrstu eru Ijóö- in flutt af Sævari Slgurgeirssynl leikara en síð- an tekur Þórunn Guðmundsdóttlr söngkona viö þeim og flytur ásamt hljóðfæraleikurum. Hljóðfæraleikarar sem fram koma eru Hallfríð- ur Ólafsdóttir flautuleikari, Eydís Franzdóttlr óbóleikari, Ármann Helgason klarinettleikari, Kristín MJöll Jakobsdóttlr fagottleikari, Elnar St. Jónsson, sem leikur bæði á trompet og konett, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari, Bryndís Pálsdóttlr fiöluleikari, Gréta Guðna- dóttlr fiðluleikari, Herdís Jónsdóttlr víóluleik- ari, Bryndís Björgvlnsdóttir sellóleikari, Há- varður Tryggvason kontrabassi, Steef van Osterhout á slagverk og Krlstlnn Örn Krlstlns- son píanóleikari. Leikstjóri er Þorgelr Tryggva- son en Þórunn Jónsdóttlr sér um búninga- hönnun og er allt útlit sýningarinnar í anda Moulin Rouge, Rauðu Myllunnar. Þórunn Guð- mundsdóttlr þýðir texta Ijóöanna á íslensku. Gestakokkur Kaffileikhússins er hinn franski Matthías Jóhannsson - Matti - og mun hann galdra fram þriggja rétta máltíö (fiskisúpu, nautapottrétt og sorbet). Allt kostar þetta kr. 3.200 og innifalið í þvi er skemmtun og þriggja rétta kvöldverður. •Fundir Helgi Þorláksson sagnfræðingur flytur fýrir- lestur á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Is- lands sem nefnist Galdrar og félagssaga. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu kl. 12.05. •Sport • Krár Gaukurinn ætlar að kveðja veturinn með Landi & Sonum. Þaö ætti þvi að vera gamaldags gott fjör á þessarir elstu krá Reykjavikur fram eftir nóttu. Ekki gleyma skrúðgöngunni á morg- un! 0 Gelrfuglarnlr kveðja veturinn með góðu fylliríi á Grand Rokk. Sín blæs út veturinn á Kringlukránnl. Hljómsveitin Poppers verður á Dubllners. Þetta eru þau Elísabet Hólm, Gunnlaugur Ágústsson, Matthías Ólafsson, Þorbergur Skagfjörð og Þorfinnur Andreassen. Joshua Ell leikur og syngur á Óperu. Flæ mí tú ðe mún! Kaffl Reykja- vík. Bitlaband- ið Sixties leik- ur öll gömlu góöu lögin. Um að gera að skella sér með mömmu og pabba eða ömmu og afa. Þeir eru að vísu með ^ nýjan söngvara en hann er alveg jafn góður og sá gamli þó hann sé ekki alveg jafn sætur. Irski pöbbinn Dubliner lætur Popper dusta út veturinn. | Böll Úr þvi aö ball Rússlbanana í Kafflleikhúsinu á síðasta síðasta vetrardag tókst svo glimrandi vel ætla þessir gáfulegu gæðingar að endur- taka leikinn i von um að þessi böll verði árviss atburður. Eftirvæntingin mun þá ylja fólki i mestu frosthörkum vetrarins. Ballið byrjar kl. 23. Þaö þýöir ekki að byrja fyrr. Okkar spá er að salurinn verði fullur af fólki úr bókmennta- fræðinni, heilbrigöisstéttunum og öðrum kimum opinbera geirans. Nokkuð verður um vinkonur sem dansa saman - ekki lessur heldur fráskyldar konur sem ætla sér að skemmta sér einhleypar jafnvel þótt enginn kall vilji hjálpa þeim við þaö. Kailarnir verða síðan í alvarlegri þönkum á barnum sannfærð- ir um að vera gáfulegir jafnvel þótt enginn kona vilji hlusti á þá. Undir lokin rennur síðan allt saman í alsherjar eftirballspartí í fýrstu geislum sólar á sumardaginn fyrsta. Þetta verður að kallast stórviðburður! Kúrek- inn Hallbjörn mættur í bæinn til að troða upp meö Ónnu Vilhjálms og Hilmari Sverris. Gar- anteruð veisla fýrir eyrun. „Sól sól skín á mig" syngja strákarnir í Sól- dögg eflaust í kvöld á Broadway. Þeir bjóöa semsagt sumriö velkomiö, kveðja vetur og segja að stelpur I mínípllsum séu sérstaklega velkomnar. D j a s s * Matthías Hemstock er næmur og melódískur trommari í fremstu röð. Hann verður ásamt bandi á Múlanum í kvöld, þar sem teknir verða ýmsir standardar sem Miles Davls hljóðritaði á árunum 1949-53. Með honum verða Slgurður Flosason og Jóel Pálsson á saxa, Tómas R. mundar bassann og Kjartan Valdlmarsson situr við „hljóðfærið". Stendur þú fyrir einhverju? Sentlu upplýsingar i e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020 Mercurial 12.990 NIKEBUÐIN Laugavegi 6 16. apríl 1999 f Ókus 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.