Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 22
Lifid eftir •Klassík Háskólatónleikar verða I Norræna húslnu kl. 12.30. Þar leikur dr. Unnur Fadíla Vilhelms- dðttir, píanóleikari, verk eftir Ludwlg van ft Beethoven (1770-1827) og Sergel Rachman- inov (1873-1943). Verkin sem hún leikur eru sónata opus 31 nr. 3 eftir Beetftoven og Etu- de-Tableaux opus 39 nr. 2 eftir Rachmaninov. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Verð aðgöngu- miða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteina. •Sveitin Fáskrúðsfjöröur breytist í Fjölskrúðsfjörð þeg- ar KK heldur innreið sina í dag. Húsbílnum verður parkerað fyrir utan Hótel BJarg og svo verður grúvað frá hálf-níu,allt þar til þakið fýk- ur af húsinu. ðLeikhús Spunaverkið Hnetan * verður sýnt í lönó kl. 20.30. Spuninn spinnst að mestu úti í geimnum og fjallar um leit fimm íslendinga að plánet- unni Hnetunni sem er byggileg mönnum. Árið er 2099 um þorð í geimflaug og áhorfend- ur ráða því nokkuð hvert hún fer og í hverju áhöfnin lendir. Leik- stjóri er hinn sænski Martin Geljer sem hefur staðið fyrir öllum þessum spuna sem heltekið hefur íslenska leikara undanfarin misseri. Leikarar eru Gunnar Helgason og Hansson, Ingrid Jónsdóttlr, Friörik Friðrlksson og Llnda Ásgelrsdóttir. Þjóðleikhúsið. SJálfstartt fólk, fyrri hlutl: Bjartur - Landnámsmaður íslands verður sýndur kl. 20. Efnið þarf ekki eða kynna - eða * hvað? Ingvar E. Slgurðsson er Bjartur og Mar- grét Vllhjálmsdóttir er Rósa. Meðal annarra leikara eru Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Herdis Þorvaldsdóttlr, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg KJeld og Þór H. Tulini- us. Leikstjóri er KJartan sjálfur Ragnarsson og samdi hann leikgerðina ásamt eiginkonu sinni. Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman er á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- Ins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur. Enn eitt gangstykkiö með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Frlðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni og Guðrúnu Þ. Stephensen. Sim- inn er 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða * á sýningu einhvem tíma í frarmtíðinni. Sex í svelt er vi n sæ lasta stykki Borgar- lelkhússins þetta árið. 77. sýning er á stóra sviðinu í kvöld, kl. 20. Leikarar: Edda BJörgvlnsdöttir, BJörn Ingl Hllmarsson, Ellert A. Inglmundar- son, Gisll Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórs- dóttlr og Halldóra Gelrharðsdðttlr. Sími 568 8000. Leikfélag Akureyrar sýnir kl. 20 Systur í synd- Innl eftir þær Iðunnl og Kristínu Steinsdætur. Verkið þyggja þær á þjóðlegum fróðleik frá Jóni Helgasyni ritstjóra, frásögn af atþurðum sem gerðust í Reykjavík veturinn 1874 til 1875. Meðal leikara eru Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Ákadóttlr, Helga Vala Heigadóttir, *¦ Anlo Freyja Járvelá, Guðmundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Aðalstelnn Bergdal. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttlr frambjóðandi. •Kabarett Primadonnudótlð á Broadway hefur fengið einróma lof gesta. Sóldögg leikur á eftir. •Fundir Hánnes H. Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði flytur erindi á málstofu hag- fræðiskorar og sagnfræðiskorar sem hann nefnir BJörn Ólafsson og genglsmál. Málstof- an fer fram i stofu 422 í Árnagarði kl. 16.15. A fremsta þekk mun sitja hópur ungra drengja - svokallaðir „drengir Hannesar". Nlgel Watson, þekktur þreskur leikari og leik- stjóri, heldur fyrirlestur á vegum Félags ís- lenskra Háskólakvenna. Yfirskriftin er Shakespeare í nútímanum. Nigel er Islending- um að góðu kunnur en hann bjó hér um miðj- an áttunda áratuginn og starfaði við íslensk leikhús. Hann hefur unnið við nokkrar Shakespeare-sýningar og starfað sem fræði- maður á sviði tónlistar þjóðarbrota. Hann var einn af stofnendum leikhússins Theatr Talies- in Wales en þetta leikhús fékk m.a. Unesco verðlaun. Nigel vinnur núna við East-End óper- una Leyla & Mejnun. Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101 klukkan tuttugu. •Sport ísland og Sádl-Arabía mætast öðru sinni í A- landsleik karla í handknattleik. Leikið verður kl. 18 en leikstaður var óviss þegar þetta var skrifað. Knattspyrna. FJórir leikir í deildabikar karla sem hefjast allir kl. 19. FJölnir-Fylklr á Fjölnis- velli, Lelknir R.-Stjarnan á Leiknisvelli, ÍR-FH á ÍR-velli og KR-Léttir á KR-velli. Handknattlelkur. Fyrsti úrslitaleikurinn um ís- landsmeistaratitil kvenna fer fram kl. 20.30. Sigurvegarinn í einvígi Stjörnunnar og Vals mætir sigurvegaranum í einvígi Fram og FH. Leikið er á heimavelli þess úrslitaliðanna sem varð ofarí 1. deildinni. Fimmtudagííf 22. aprill •Klúbbar Óskar Guð- jónsson saxisti og DJ Margelr grúva saman á Jp Rex. Samruni tegundanna eins og þegar múldýr verður til. Munurinn er þó sá að múlasnar eru ófrjóir en Improve Groove löðrar af sköpunarkrafti. BJörn Thoroddsen er sjálfsstæður Islendingur og þorðar skyndifæði. Milli mála spilar hann djass og létta smelli á gitar og gerir út trió. Agli Ólafssynl finnst Toyota bílarnir bestir. Þessir góðkunningjar auglýsingaáhorfenda koma fram á Vegamótum í kvöld og að vanda er ókeypls inn. • Krár Meistaramót Grand Rokk í atskák lýkur I dag. Síðustu 3 umferðirnar verða tefldar frá kl. 14. Um sexleitið hefst Pönklð '99 og stendurfram á nótt. Fræbbblamlr, Vigspá, Saktmóðígur og fleiri garpar pönka inn sumarið og éta bjúgur og gamla hermannaklossa. Joshua Ell er karl í krapinu og kann að skemmta fólki. Kaffl Ópera var svo væn að flytja hann inn fyrir okkur. Gaukur á Stöng er með Land&Syni aftur. Böll Æ æ. Nú er Hallbjörn far- inn aftur norður, en Anna V. og Hilmar S. standa svosem fyrir sínu. Þau fagna sumri með gestum á Næturgalanum. "¦' Þ j a s:s; Djasskvöldið f kvöld er helgað helmstónllst og alþjóðlegum spuna. Félagarnir Blrgir Braga- son hassaleikari, Steingrímur Guðmundsson slagverksmaður munu spinna af kappi með fulltingi Ástvalds Traustasonar píanómanns og Symons Kuran fiðils. Tímasetningin er sem fyrr hálftíu og Múllnn á Sólon er vettvangurinn. •Sveitin Sólbrekka í Mjóafiroi er flott ballhús og þar Fátt er sumarlegra en gott pönk. Þetta vita aðstandendur „Pönksins '99", pönkhátíðar sem haldin verður á Grand rokk á sumardaginn fyrsta. Gleðin byrj- ar kl. 18 og stendur fram á nótt. Síðan 1996 hafa strákarnir í hljómsveitinni Örkuml haldið ár- lega pönkhátíð en að sögn Edda, sem sér um þetta pönk, er þetta ekki „Pönk '99", heldur „Pönkið '99": „Já, Örkuml gat ekki verið með vegna annríkis en hún held- ur sína pönkhátíð seinna á ár- inu," segir hann. Eddi leikur í sveitinni Sorof- renia en meðlimir í því bandi eru einnig í Mut sem leikur „dark got- hic" í anda Type 0 negative, Nick Cave og Pink Floyd. Sveitarmeð- limir voru áður í Dauðum þörm- um og fleiri dansiballasveitum. „Með Sorofreniu erum við bara að flippa pönkað," segir hann. Aðrir stórsnillingar á Pönkinu '99 eru sveitirnar Vígspá (hard- kor pönk/metall), Betrefi („þeir voru á Músíktilraunum en hafa pönkað upp"), ellismellirnir í Saktmóðígi, Jerkomaniacs („strákar sem voru áður 1 Boot- legs og Stunu") og svo hinir einu sönnu Fræbbblar. - Og svo hin sígilda fjölmiöla- spurning: Lifir pönkiö? „Það mun alltaf gera það og þessir tónleikar eru okkar aðferð til að halda lífi í því. Það er líklegt að fleiri bönd bætist við enda nóg að gerast í pönkinu hérna. Ég á t.d. von á að Bisund bætist við og Mínus eiga líka heima þarna en eru uppteknir við annað. Þetta verður pönksumar - þú getur hengt þig upp á það!" stillir KK upp í dag. Klukkan átta hefst svo átt- undu tónleikarnir í tónleikaröðinni „Vorboðinn hrjúfi". Ekki missa af þessu Mjófirðingar og nærsveitarfólk! •Leikhús Borgarleikhúsið sýnir í kvöld farsa eftir eina fyndna Nðþelshafann undanfarna áratugi, Dario Fo. Þetta er gamall kunningi íslenskra leikhúsgesta - Stjórnleysingi ferst af slysför- um. Borgarleikhúsið hefur sótt Hllmar Jóns- son leikstjóra til Hafnarfjarðar til að setja þetta upp og með honum fylgir lunginn úr sam- starfsfólki hans frá Hermóði og Háðvöru. Til dæmis Finnur Arnar leikmyndasmiður, Ari Matthlasson leikari og Margrét Örnólfsdóttir, sem þýr til tónlist. Eggert Þorlelfsson leikur hlutverk löggunar, það sama og Arnar Jónsson lék síðast. Aðrir leikarar eru Björn Ingi Hilm- arsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir og Gísll Rúnar Jónsson, sem undanfar- in ár hefur leikið í hverju metsölustykkinu á fætur öðru. Maður í mislit- ¦» um sokkum cftir Arnmund Backman er á Smíðaverk- stæði ÞJóðlelk- hússins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Frlðriksdóttur, Bessa BJarnasynl og Guðrúnu Þ. Stephensen. Sím- inn er 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tima I framtiðinni. Þjóðleikhúslð. Sjálfstætt fólk, seinni hluti: Ásta Sóllilja - Lífsblómlð, veröur sýnt ki. 20. Efnið þarf ekki eða kynna - eða hvað? Steln- unn Ólína Þorstelnsdóttir er Asta Sóllilja og Arnar Jónsson er Bjartur. Aðrir leikarar eru þeir sömu ogí Bjarti, þeir eru hins vegar í öðr- um hlutverkum. Leikstjóri er KJartan sjálfur Ragnarsson og samdi hann leikgerðina ásamt eiginkonu sinni. Fyrir börnin Dagskrá Sumardagsins fyrsta í Reykjavík verður að þessu sinni í höndum félagsmið- stöðvanna. Hver um sig mun standa fyrír öfl- ugu húllumhæi allan daginn. Hestar teymdir undir börnum, skátaþrautir, fjöltefli, andlits- málun, spákonur, pulsuvagnar, þreakdans, gasblöðrur, kandíflos, hoppukastalar, ávaxtakarfan og átta litlar skrúðgöngur víðs- vegar um borgina. Sjá nánar auglýsingar. Barnaleikurinn Dimmalimm eftir sögu Muggs verður sýndur í Iðnó kl. 16 í dag. Hugljúf og falleg saga um unga stúlku og svan. Sími 530 3030. Borgarleikhúslð: Pétur Pan er á stóra sviðinu kl. 14 og skemmtir þar ung- um sem öldnum. Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri, eins og vondra manna er siður. Indiánar, hafmeyjar, krókódill, draumar og æv- intýri. Sími 568 8000. •Sport Handknattlelkur. Handboltamenn fagna sumri með þriðja úrslitaleik Aftureldlngar og FH um íslandmeistaratitil karla. Hann fer fram í Mos- fellsþæ oghefst kl. 20.30. Hafi annað liðanna unnið tvo fyrstu leikina, getur það tryggt sér is- landsmeistaratitilinn í þessum leik. Á undan leiknum, eða klukkan 17, verður leikur í Mos- fellsþæ þar sem unglingalandsliðið, skipað leikmönnum 18 ára ogyngri, mætir A-landsliði Sádi-Arabiu. Það er fimmti og síðasti leikur Sá- danna í íslandsförinni. Knattspyrna. Þrettán leikir i deildabikar karla en þetta eru lokaleikir riðlakeppninnar. Valur og Magni leika á Ásvöllum kl. 12 en allir aðrir leikir eru spilaðir á heimavelli þess liðs sem á undan er nefnt. Kl. 14 leika Sel- foss-Afturelding, KS-Leift- ur, Haukar-Þróttur R., Víð- " ir-Fram, KA-Völsungur, Breiðaþlik-Reynir S., Tindastóll-Hvöt, Grindavik-Njarðvík, Keflavík- HK og Sindri-KVA. Kl. 16 leika síðan Víkingur R.-ÍA og Þór A.-Dalvík. Knattspyma. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast í deildabikar kvenna á Ásvöllum kl. 16. S-K-l-F-A-N Góða skemmtun hverjir voru hvar meira -a wwwvisiris í A Astró var mikil gleði á föstudagskvöldið þeg- ar Fínn Miðill stóð fyrir teiti. Þar sást meðal annars i útvarpskonurnar Röggu og Andreu, Bruce Law forstjóra, Valgelr Vilhjálms sölu- stjóra, Bússa markaðsstjóra og vin þeirra lan O'Mally, sem er sjónvarps- og útvarpsstjarna frá New York og talinn einn eftirsóttasti pipar- sveinn þeirrar ágætu borgar. FM957 llðlð var auðvitað þarna eins og það lagði sig: Haraldur Daðl, Samúel BJarkl, Svali, Þðr Bæring, Hulda BJarna, Heiðar Austmann, Pétur Árna og dagskrárstjórinn Rúnar Róberts. Gull 909 gengið var þarna líka, Helga Slgrún, Eyjólfur Kristjáns og Karl Lúðviks, sem og Magga V. og Axel, dagskrástjóri Létt 96,7. Máni, Addi B. og X-stððið litu við, sem og Addi á Skratz. Sænsku athafnamennirnir sem voru hér á landi í boði Gunna í GK, þeir Mlchael og Mlchel, létu sig ekki vanta, né hvað þá heldur Slggl Bolla úr 17, Jón Kárl lceland Review og Dórl Ijósmyndari. Valll sport, sem er með þátt- inn Hausverk um helgar á Skjá 1, var þarna líka, sem og Sistó Þórscaféköngur, Slggi Jóns spila- kassaeigandi, Steinl Kókstjóri, Jón Gerald, Freyr módelstjóri og Svavar Örn tiskulögga. Kvöldið eftir komust færri að en vildu, eins og venjulega á Astró, en þeir sem sluppu inn voru til dæmis Pálnii Guðmunds, fyrrum sjónvarpsstjarna úr Poppi og kóki, Jól franski og Eric Vegamótamenn, fvar Buttercup, Jól Ara Gaukur og tvíburarnir og Sam- veldiserfingjarnir Elisabet og Alfreð Árnabörn. Valgeir Vilhjálms og pipar- sveinninn lan O'Mally mættu aftur og sá útlenski skemmti sér svo vel að hann ætlar að mæta aftur 17. júní. El- ías og Óll einkaþjálfarar voru þarna líka, sem og Halla Gullsól, Ivan Burknl, Llnda x-Hard Rock, Eva og Kata flugfreyjur, Tomml Jr., Gummt Gísla umbi og Sveinn Waage grlnari. Finnur og Golll Ijósmyndari voru i prívatinu á meðan Svavar Örn og Samú- el BJarki FM stigu trylltan dans eins og Play- þoygellurnar Arna og Birta og vin- konur þeirra, sem voru allar jafn rosalega glæsilegar og eggjandi þarna á dansgólfinu. Særós frá Flugleiðum og Rut blómarós voru lika sætar og Hanz klíkan leit síð- ur en svo illa út. Þá sást lika i Júlla Kemp, Sverrl x-Rós. Jón Gerald, Stebba Kærnested, Hlín Hawaian Tropic, Díönnu Dúu, Ragnar Má úr íslandsbanka, Auði Haralds, stelp- urnar i 17, Þorlelf og HJalta frá Nóa Síríus. Það var ekki minna fjör á Skugganum um helgina og margir hressir litu við. Þeir félagar Ástþor Magnússon og Sverrlr Stormsker komu til að sýna sig og sjá aöra. Það gerði lika Kristlnn Hrafns, Sturla Birgls, yfirkokkur í Perlunni, Jónas Hagan og Siggl hjá Global Refund sem var í góðum gír. Hall- grímur Helga rithöfundur og Húbert Nói list- málari létu sjá sig og líka Ingvi Stelnar Brennslukóngur. Erik og Friðjón sáu um að dömurnar hefðu gott útsýni og tískuheimurinn sendi sína fulltrúa: Slgga Bolla og Olla úr 17, Rúnu og írisi Reynisdætur, Þóri úr Hanz, Jörgen úr Blues, Ellý úr Q4you, Höllu frá Gullsól og allt hennar staff, Olla klipp, Jóa franska og Svavar Örn. Það gerist vart flottara á einum stað. íþróttafólkið skellti sér líka á llfið og mátti sjá Hönnu BJörg, körfuboltakonu úr KR, Hörpu Melsteð, handboltakonu frá Hauk- um, Eirík Önundar og frú, Óskar landsliðs- þjálfara körfukvennanna, Guðbjörgu Norð- fjörð og Kristjönu Magnúsdóttur úr ÍS-körf- unni. Rögnvaldur á Þrem- ur frökkum var þarna líka, sem og Svala fegurðar- drottning, Tlnna Ólafs, Áslaug Páls „NGP", Baldur Braga, Blggl frá Skjá 1, Jó- hanna Bóel frá Matthildi og Jón Birglr I þýska sendiráðinu. A Vegamótum er ekki bara fjðr á kvöldin. I há- deginu á föstudaginn fengu margir sér gott I gogginn, til dæmis þau Hildur Helga, Ragnhild- ur og Björn úr spurningaþættinum Þetta helst. Egill Ólafs, BJörn Jörundur og Helgl Björns sáust þar llka, sem og hægri hönd Davíðs Odd- sonar, Orri Hauksson. Andrés Magnússon blaðamaður lét fara vel um sig og plötusnúð- arnir Margeir, Die, Skitz og McRhett fengu sér Espresso. Um kvöldið sást svo meðal annars í Selmu BJömsdótt- ur, næsta fulltrúa íslands I Eurovision, Stefán Hilmars, fyrrum Eurovision-gæja, Júlíu Gold og Katrínu vinkonu hennar. Daginn eftir ráku llka margir inn nefið á Vegamótunum. Til dæmis Jón Sæmundur og aðstandendur Glasgow sýn- ingarinnar I Nýlistasafninu, Þorsteinn Fóstbróð- ir, Randver leikari og Nanna, Hansa og Laufey Brá úr Leiklistarskólanum. Einnig sást I Mar- gréti Vilhjálmsdóttur þar sem verið var að taka við hana viðtal. f Ó k U S 16. apríl 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.