Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 23 U^B8MBBH« ■ ■ ■ ■ ■ ■ VMI ■ ■ I Baráttan um netsímana: Smáfyrirtæki ógnar Microsoft - sjötti hluti mannkyns kominn meö síma innan nokkurra ára Allir þekkja hinn gríðarlega vöxt á farsímaeign bæði hér á landi og er- lendis. Farsímar eru án efa einn helsti vaxtar- broddur flarskiptatækninnar nú og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Meðal þess sem öll helstu fjarskipta- fyrirtæki í heiminum keppast við nú er að tengja farsímana við Netið á að- gengilegan hátt. Þeir sem velta fyrir sér framtíðinni hvað þetta varðar sjá fyrir sér að árið 2005 verði sjötti hluti mannkyns kom- inn með farsíma og þar af geti flestir þeirra unnið úr netgögnum. Með símunum verður m.a. hægt að fylgjast með almennum fréttum, hreyfingum á hlutabréfamörkuðum, veðurfréttum, íþróttaúrslitum, bankareikningum, hlusta á tónlist, skoða myndir, skrifa tölvupóst - og að sjálfsögðu tala í síma. Ógnun við Microsoft Svokallaðir netsímar hafa svo sem verið fáanlegir í nokkur ár, en hafa hingað til ekki hlotið náð fyrir augum almennings. Eldri útgáfur þeirra hafa þótt of dýrar, flóknar og klunnalegar. En netsímarnir sem byrjað ér að þróa og setja á markað um þessar mundir eru minni og hraðvirkari en þeir sem áður hafa staðið tU boða. Símar sem þessir þarfnast stýri- kerfis, alveg eins og tölvur, og stend- ur einn helsti bardaginn á netsima- markaðinum um það hvaða stýri- kerfi skuli nota. Symbian Ltd er breskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hef- ur sett stefnuna á að ná yfirráðum yflr þessum markaði. Það hefur þeg- ar náð gríðarlega góðri stöðu, svo góðri raunar að sjálfur BUl Gates, forstjóri Microsoft, nefndi Symbian sem eina af helstu ógnunum við veldi Microsoft í minnisblaði sem hann sendi tU starfsmanna sinna í haust. Þá var Symbian aðeins 10 mánaða gamalt fyrirtæki með um 260 starfsmenn. Öflugir bakhjarlar Það sem hræðir Gates mest er án efa að Symbian á mjög öfluga bak- hjarla-: símaframleiðendurna Nokia, Ericsson og Motorola Inc. auk far- tölvufyrirtækisins Psion PLC. Þessir þrír símaframleiðendur stjórna um tveimur þriðju af farsímamarkaði heimsins nú og þar að auki hafa nokkur önnur símafyrirtæki ákveðið að nota stýrikerfi frá Symbian. Nýleg- ir samningar við Sun Microsystems gera það síðan að verkum að símam- ir munu einnig styðja Java-forritun- armálið frá Sun. í kjölfar þessa er staða Symbian óneitanlega mjög góð á þessum mark- aði og líklegra að farsímaframleið- endur muni í framtíðinni frekar nota stýrikerfi fyrirtækisins heldur en Windows CE, örstýrikerfið frá Microsoft. Enginn ætti þó að afskrifa Microsoft, verðmætasta fyrirtæki í heimi. Bill Gates og félagar hafa gert samning við British Telecommun- ications og tæknifyrirtækið Qu- alcomm Inc. um framleiðslu síma með Windows CE. Það er því ljóst að baráttan um netsímamarkaðinn er rétt að byrja. Símar sem þessir þarfnast stýríkerfis, alveg eins og tölvur, og stendur einn helsti bardaginn á netsímamarkaðinum um það hvaða stýri- kerfi skuli nota. Talið er að um sjötti hluti mannkyns verði kominn með handsíma árið 2005, en það er rúmur milljarður manna. Það er því ekki nema von að baráttan sé hörð meðal þeirra sem vilja ná yfirráðum á þessum markaði. Lí D\1\i Staðreynda- banki Mörgum finnst gríðarlega gaman að tilgangslausum stað- reyndum af ýmsu tagi. Heima- síðan http://www.absolu- tetrivla.com/ er griðarstórt samsafn af slíku. Hristur, ekki hrærður Á heimasíðunni httu:// www.geocities.com/HoIlvwood /Land/4556/ er stærsta safn tónlistar og hljóða úr James Bond-myndunum sem finnst á Netinu. Einnig eru þar vel vald- ir myndbútar. Myndasögur Hann Tom Tomorrow lætur sér annt um ýmis heimsins málefni og gerir teiknimynda- sögur um lífið og tilveruna. Þær má sjá á slóðinni http://www.weU.com/user/ tomorrow/ Gagnvirk kosn- ingaumræða Starfsfólk Islenskrar upplýs- ingatækni hefur sett upp gagn- virkan kosningavef fyrir Vest- urland. Slóð hans er http://www.kasmir.is/x99/ Úr leiknum Star Wars Episode One: The Phantom Menace, sem er ævintýra- leikur sem fylgir söguþræði myndarinnar mjög vandlega. Star Wars leikir á hverju strái: Einn kominn og tveir á leiðinni Nú þegar stytt- ist óðum í frum- sýningu nýju Star Wars- myndarinnar The Phantom Menace hefur enn einn tölvuleikurinn byggður á Star Wars myndunum verið gefinn út. Sá heitir X-Wing Alliance og er framhald af fjölda Star Wars leikja sem eru byggðir á því að fljúga geimflaugum um heima og geima og skjóta niður geimför Svarthöfða og hyskis hans. Leikurinn hefur fengið ágætar viðtökur gagnrýnenda víðast hvar og þykir hann ágæt framför frá fyrri leikjum. X-Wing Alliánce er gríðarlega stór því í honum er að finna fimmtíu mismunandi verk- efni fyrir flugmanninn á fjölda mismunandi geimfara. í lokin fær hann svo að fljúga sjálfum Árþús- undafálkanum hans Hans Solos sem allir ættu að þekkja úr fyrstu Star Wars myndinni. En þeir eru þó sjálfsagt fleiri sem eru spenntari fyrir leikjunum sem væntanlegir eru í tengslum við nýju myndina. Fjöldi leikja verður gefinn út af því tilefni á ár- inu en þeir fyrstu tveir koma á markaöinn skömmu eftir að Phantom Menace verður frumsýnd í Bandaríkjunum um miðjan maí. Annar verður kappakstursleikur sem mun heita Star Wars: Episode One Racer. Þar stýrir maður hin- um undarlegu geimvögnum sem allir, sem séð hafa auglýsingar fyr- ir myndina, kannast við. Hinn leikurinn er einfaldlega samnefnd- ur myndinni og er þriðju persónu ævintýraleikur í ætt við Tomb Raider. Hann fylgir söguþræði myndarinnar nákvæmlega og er i raun hugsaður þannig að menn geti endurupplifað myndina á tölvuskjánum. Leikurinn hefur fengið ágætar viðtökur gagn- rýnenda víðast hvar og þykir hann ágæt fram- för frá fyrrí leikjum. 28" Black • Allar aðgerðir 2x20W magna" 2" cart tengii * •H^marto'stenú (slenskur leföa^ Nicam * ■ Fast text S VHS tei rca • 16 j . Heyrriai breiðtjald. UMBOÐSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. K(. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. k in^.^ÍAaérðir^skjá I, • o ólstengi FlNLuX ...Aá fiiml1-** 70Z50 Fl 3r skjár • Ni03?, ST-w*"'*" - BRÆÐURNIR dpyjáPiSk LágmúTa 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.