Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 3
■ Nýjung í fundahöldum: Tafla sem skráir allt sem á hana er skrifað Um þessar mundir er J. Ástvaldsson hf. að kynna nýjung fyrir fundahöld, ráðstefnur, fjar- fundi, námskeið og hvers kyns kennslu. Þetta er tölvutengjanleg tússtafla frá Quar- tet-fyrirtækinu, sem með einfóldum hætti er tengd við PC-tölvu. Taflan virkar þannig að þegar skrifað er á hana nemur hún það og sendir til þar til gerðs hugbúnaðar sem færir það sem skrifað er á töfl- una á tölvutækt form. Allt sem not- andinn þarf að athuga er að velja lit tússpennans sem hann notar hverju sinni. Frá töflunni er hægt að strika út, skrifa annaðhvort grannt eða breitt, prenta og vista. Þegar fundi eða kennslu er lokið er síðan hægt að prenta það sem fram fór og dreifa á meðal fundar- manna, senda það sem fram fór á fundinum með tölvupósti eða setja gögnin upp á heimasíðu þar sem fundarmenn eða nemendur geta nálgast gögnin síðar. Einnig nýtist taflan mjög vel við fjarfundi eða fjarkennslu. Allir á fundum Jóhannes Ástvaldsson, forstjóri J. Ástvaldssonar hf„ segir að kynning á töflunni hafi farið mjög vel af stað. „Hvert sem við fórum þá eru viðtök- urnar gríðarlega góðar og greinilegt að töflur af þessu tagi eru framtíðin Microsoft eykur enn umsvifin: Kaupir 350 milljarða í AT&T Microsoft, hug- búnaðarfram- leiðandinn al- þekkti, hefur fest kaup á 5 milljarða doll- ara (um 350 milljarða króna) hlut í fjarskiptafyrirtækinu AT&T. í raun eru Microsoftmenn að kaupa aðgengi fyrir Windows CE-stýri- kerfi sitt í stafrænum tækjum AT&T. Þessi tæki AT&T eru notuð til að starfrækja fjölnota net, síma og upplýsingaþjónustu. Áður en kaup Microsoft á hlutabréfunum í AT&T urðu höfðu AT&T samþykkt að nota CE-stýrikerfið í 5 milljón tækjum. Eftir hlutabréfakaup Microsoft munu AT&T hins vegar nota stýrikerfið í 50-100% fleiri tækjum. Einnig skulbundu AT&T sig til að nota hugbúnað sem Microsoft er að þróa sem sér um tölvupóst og ýmsa gagnvirkni í kapalsjónvörpum. Bill Gates og félagar hjá Microsoft standa í stórræðum þessa dagana, en í sfðustu viku gerðu þeir risa- samning við bandaríska fjarskiptar- isann AT&T. / raun eru Microsoft- menn að kaupa aðgengi fyrir Windows CE-stýrikerfi sitt í stafrænum tækjum AT&T. Hlutabréfakaup Microsoft hjálpuðu AT&T við kaup þeirra á kapalfyrir- tækinu Media One Group Inc. Eftir að AT&T hafa innlimað Media One Group Inc. mun fýrirtækið ná til allt að 25 milljóna heimila með þjón- ustu sína. Inn í þetta samningaferli allt bætist við að Microsoft mun kaupa hlut Media One Group Inc. í breska kapalfyrirtækinu Telwest Communications Inc. Það lítur allt út fyrir það að Microsoft haldi áfram að stækka og auka völd sín í tölvu- og fjarskipta- heiminum. Ekki er t.d. langt síðan það keypti hlut í Apple-fyrirtækinu og gerði þá að skilyrði að Microsoft Internet Explorer fylgdi öllum nýj- um Apple Macintosh-tölvum. Starfsmenn J. Astvaldssonar hf. við fundatöfluna sem nýverið var sett á markað hérlendis. Frá vinstri eru á myndinni Jóhannes Ástvaldsson, Óskar Jóhannesson og Arnór Már Másson. DV-mynd Hilmar Þór í fundahöldum," segir hann. „Mað- ur er alltaf að lenda í þvi þegar mað- ur er að reyna að ná í fólk úti í bæ að það er á fundum og því sé ég ekki betur en að notagildi fundatöflunn- ar sé mjög mikið í dag.“ Quartet-fyrirtækið, sem framleið- ir töfluna, er með 95% markaðshlut- deild í Bandaríkjunum á fundatöflu- markaðnum. Taflan virkar þannig að þegar skrifað er á hana nemur hún það og send- ir til þar til gerðs hug- búnaðar sem færir það sem skrifað er á töfluna á tölvutækt form. Tölvubankinn hf. kynnir: símþjóninn sem er öflugt stjórn-tæki og upplysingamiðill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.