Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 8
24 Suðurnes MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Vinnan heldur mér gangandi Soffía Þorkelsdóttir, 83 ára myndlistarmaöur og kaupkona í Keflavík, í viðtali. fólksbíladekk, margar Courser jeppadekk frá Mastercraft í öllum stærðum „Ég held að ég hafi verið áræðin, byrjaði smátt en færði mig síðan smátt og smátt upp á skaftið," segir Soffía Þorkels- dóttir, kaupkona og myndlistarmaður, sem rekið hefur versl- un í Keflavík í 45 ár. „Það var árið 1954 sem ég fékk verslunarleyfið og fór að versla með hannyrðavörur hér niðri í húsinu mínu og hef síðan aðstöðu héma inn af til að mála svo þetta getur varla verið betra.“ Sofíla er Borgfirðingur að upp- mna, fædd og uppalin á Álftá í Mýra- sýslu en flutti til Keflavíkur árið 1943, þá 27 ára gömul. Þá bjuggu hér fyrir tvær systur hennar og Soffla fékk vinnu í versluninni Suðumesi. „Ég var nokkuð vön verslunar- störfum úr Borgamesi. Kaupmaður- Soffía i hannyrðaverslun sinni á Ásabrautinni í Keflavík. DV-myndir Arnheiður SÓUVfíVG FITJABRAUT 12 • 2SO NJARBVÍK • SÍMI 421 1309 Hluti starfsmanna Plastgerðar Suðurnesja ehf. F.v.: Kristján P. Kristjánsson, Árni Tryggvason, Jón Þorsteinsson, Jóhannes Stefánsson, Þorbjörn Datzko, Svanur Jóhannsson og Skúli Magnússon verksmiðjustjóri. DV-mynd Arnheiður inn i Suðurnesi hét Ólafur Einarsson og verslaði bæði með fatnað og mat- vöru.“ Eftir það var Soffía heimavinnandi í nokkur ár meðan dætur hennar tvær voru litlar en fór síðan sjálf út í að versla með hannyrðavörur. „Ég hafði alltaf haft mjög gaman af handavinnu og það var mjög mikið að gera hér fyrstu árin. Það er ekki eins mikið um að fólk geri handa- vinnu eins og áður en er þó að glæð- ast aftur eftir nokkra lægð. Áður fyrr pantaði ég hannyrðavörur beint frá Danmörku. Lærði að mála hjá Eiríki Smith ég þarf að lagfæra. Soffía er ekkert á því að hætta að vinna þó hún sé komin á níræðisald- ur. „Maður hefur gott af því að gera eitthvað, það heldur manni við og síðan er gott að ráða tima sínum sjálfur og hitta fólk.“ Fristundimar segist SofEía nota frekar til að mála en gera vinna í höndunum. En hvað skyldi hún gera til að halda heilsu og líta svona vel út. „Ég fer alltaf í leikfimi eftir út- varpinu á vetuma og á sumrin er ég mikið úti og fer oftast í göngutúr hér í nágrenninu á morgnana áður en ég opna verslunina. Á sumrin fer ég líka á púttvöllinn". -AG Siðan kom það seinna að ég byrj- aði að mála að gamni mínu. Það byrj- aði eiginlega fyrir um 25 árum og ég lærði samfleytt í tólf vetur hjá Eiríki Smith listmálara sem kom hingað einu sinni i viku og kenndi og hafði aðstöðu til þess í Holtaskóla. Hann var frábær kennari og gerði miklar kröfur til okkar. Það má segja að hjá honum lærði ég allt það sem ég kann fyrir mér í málaralist. Soffla hefur haldið einkasýningar bæði hér í Keflavík og í Borgamesi, auk ótal samsýninga, og málar bæði vatnslitamyndir og olíumálverk. Áður en hún lærði að mála var hún á smíðanámskeiði hjá Erlingi Jóns- syni. „Hann kenndi okkur að renna úr tré og ég hafði mjög gaman af smíð- inni sem hefur nýst mér vel því fyrir bragðið get ég gert við ýmislegt sem i herbergi inn af búðinni málar Soffía, bæði vatnslita- og olíumyndir. Þetta er natturulampinn Hanaunmnn ur rekaviö, steinflö&uui og öðrum náttúruvcenum efnum. Enginn lampi er eins, frekar en þitt eigið fingrafar. Einnig handgrafin og máluð tréskilti úr ýmiskonar harðviði, gegnvörðum rekaviði eða völdu efhi úr íslenskum nytjaskógum. Opið þegar þér hentar. Hringdu í síma 421 1582 Plastgerð Suðurnesja ehf.: Afkastageta þrefaldast SKILTAGERÐ • HANDVERKSSTUDEO Suðurgötu 9 • 230 Keflavík • Sími 421 1582 Plastgerö Suðurnesja ehf. var stofn- uð árið 1959 og hefur verið starfrækt síðan. í fyrstu var eingöngu um fram- leiöslu á húsaeinangrun að ræða en árið 1993 var hafin framleiðsla á köss- um úr frauðplasti til notkunar undir ferskan fisk til flutnings með flugi. Skúli Magnússon er verksmiðju- stjóri Plastgerðar Suðumesja. „Undanfarin tvö ár hefúr afkasta- geta Plastgerðarinnar þrefaldast og veltan aukist í samræmi við það. Einnig framleiðum við svoköOuð varmamót og yfir 10 gerðir af frauð- plastkössum í öOum stæröum. Þá erum við farnir að keyra vélamar aO- an sólarhringinn sem er ákveðin hag- ræðing." Nú standa yfir byggingafram- kvæmdir hjá Plastgerð Suðurnesja þar sem bætt verður við 900 fm lager- húsnæði en núverandi húsnæði er 1500 fm. Þá era á næstunni fyrirhug- aðar byggingaframkvæmdir á Fitjum í Njarðvík. Starfsmenn era 15 talsins á þrískiptum vöktum. -AG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.