Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 rff<3 Möguleikarnir eru ótakmarkaðir - segir Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík Einar Njálsson tók viö bæjarstjórastöðunni í Grindavík á síð- asta ári. Hann segir helsta markmið og framkvæmd sem stefnt sé að í skólamálum sé bygging grunnskóla en einsetn- ing hans verður að veruleika innan tveggja ára. „Byggingin er uppsteypt og verður frágengin að utan í júlí. í beinu fram- haldi verður haflst handa við innrétt- ingar. Á þessu ári og til loka verksins er áætlað að verja um 150 milljónum til skólabyggingarinnar. Á þessu ári verður einnig hafist handa við bygg- ingu nýs fjögurra deilda leikskóla. Áætlað er að verja 35 milljónum króna til leikskólans á þessu ári og taka skólann í notkun á næsta ári. Takist það verður væntanlega unnt að veita öllum börnum á aldrinum 2ja til 5 ára aðgang að leikskóla." Endurbætur á inn- siglingu stærsta verkefnið Einar segir endurbætur á innsigl- ingunni til Grindavíkur stærsta ein- staka verkefnið á hafnaráætlun 1999-2002. „Annars vegar á að dýpka um 500 metra langa og 70 metra breiða rennu niður í 9,5 metra dýpi. Það verk er nú hafið og verður var- ið til þess í ár og á næsta ári um 450 milljónum. Hins vegar verða byggð- ir skjólgarðar beggja vegna innsigl- ingarinnar. í brimvarnargarðana fara um 180.000 rúmmetrar af grjóti. Garðarnir verða byggðir á árunum 2001 og 2002. Áætlaður kostnaður við þá er 212 milljónir og heildar- kostnaður við þetta verkefni er 662 m. kr. Dýpkun innsiglingarinnar er gífurlegt hagsmunamál fyrir at- vinnulíf og framtíðaruppbyggingu í Grindavík. Ný innsiglingarleið í gegnum Sundboðann er ásamt opn- un inn í Hópið á sínum tíma stærsta aðgerð til hafnarbóta í Grindavík fyrr og síðar. En höfnin er i dag 4. til 5. stærsta löndunarhöfn flsks á land- inu og hér er vel búin fiskimjöls- verksmiðja." Þá segir Einar á döflnni umfangs- miklar framkvæmdir í fráveitumál- um sem óhjákvæmilegt er að ráðast í vegna nýrra laga og reglugerða um meðhöndlun og hreinsun á skolpi. „Endurnýja þarf stofnræsi, byggja dælustöðvar, hreinsistöð og nýja út- rás. Verkfræðistofan Hnit hf. hefur gert frumáætlun um framkvæmdina. Verkinu verður væntanlega lokið á árunum 2007-2008 og er kostnaður áætlaður á bilinu 500-600 milljónir. Staða bæjarsjóðs til að takast á við þessi verkefni er styrk. Á yfir- standandi ári er tekjuafgangur áætl- aður 21% af tekjum og skuldsetning er mjög viðráðanleg.“ Kostir Grindavíkur með tilliti til búsetu „Grindavík er sveitarfélag í mikilli sókn. Hér eru öflug fyrirtæki í sjáv- arútvegi og stærstu fyrirtæki lands- ins í saltfiskverkun. Ferðamanna- þjónusta við Bláa lónið er í mikilli uppbyggingu og fyrirtækið er að verða í hópi stærstu vinnuveitenda í bænum með um 70 starfsmenn. Orkuver Hitaveitu Suðumesja er í miklum vexti og í september verður tekin í nokun ný 30 MW virkjun. Hér hefur því verið næg atvinna. Þjón- usta fyrir fólkið þarf að haldast í hendur við atvinnuuppbygginguna og að því er unnið. Grunnskóli Grindavíkur hefur á að skipa mjög hæfu fólki og góðum tækjakosti. Samstarf við Fjölbrautaskóla Suður- nesja er gott. Hér er mjög góður tón- listarskóli. Leikskólinn þjónar sínu hlutverki mjög vel miðað við húsa- kost og búnað. Áður hafa komið fram áform mn einsetningu grunnskólans og nýr leikskóli er í burðarliðnum. Félagslíf er gott og grindvísk ung- menni eru í fremstu röð á sviði íþrótta. Bærinn er snyrtilegur. Versl- un og slík þjónusta er nokkuð f]öl- breytt. Heilbrigðisþjónustu er sinnt frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík vinnur sín verk af mikilli samviskusemi en stöðin er ekki full- mönnuð. Hér vantar t.d. lækni í heila stöðu. Heilbrigðisstofnuninni hefur Suðurnes 27 Einar Njálsson bæjarstjóri i Grindavík DV-mynd Arnheiður því ekki tekist að halda uppi full- nægjandi heilbrigðisþjónustu í bæn- um. Bygging íbúðarhúsnæðis virðist vera að fara af stað með meiri krafti en verið hefur um skeið. í síðustu viku var úthlutað sjö nýjum lóðum og áhugi er fyrir a.m.k. tíu lóðum til viðbótar. Hér er um að ræða lóðir fyrir raðhús, parhús og einbýlishús." Einar segir að markmiðið sé að Grindavík verði fjölskylduvænn bær sem byggir á sjávarútvegi, þjónustu við ferðamenn og möguleikum sem jarðhitinn skapar. Að bærinn verði eftirsóknarverður bær til búsetu, bæði hvað snertir atvinnumöguleika, menntun og þjónustu. En hverja tel- ur hann möguleika bæjarfélagsins á nýjum atvinnutækifærum? „Við teljum mikla möguleika á því að auka fjölbreytni vinnumarkaðar- ins í bænum. Mikill fjöldi ferða- manna sækir bæinn heim og þjón- ustu við þá má auka verulega. Á þessu ári verður hafist handa við lagninu vegar frá nýju baðhúsi Bláa lónsins til bæjarins. Miklir möguleik- ar felast í jarðhitanum hér á svæð- inu. Ný innsigling hafnarinnar skap- ar tækifæri. Suðurstrandarvegur skipar Grindavík í þjóðbraut og stækkar atvinnu- og þjónustusvæði til mikilla muna. í því skyni að virkja þessa möguleika til nýsköpun- ar hefur verið ráðinn ferðamála- og markaðsfulltrúi sem tekur til starfa um næstu mánaðamót. Á árinu verður hafist handa við endurskoðun aðalskipulags bæjarins út frá þessum markmiðum. Landnýt- ing verður skoðuð, skipulag hafnar- svæðis og svæði fyrir atvinnustarf- semi, umferðaræðar, aðkoma að at- hafnasvæðum og tenging íbúða- byggðar innbyrðis og við iðnaðar- og atvinnusvæði, verslun og þjónustu og opinbera þjónustu. Unnið verður nýtt deiliskipulag að íbúðasvæði norðan Kúadals." Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Möguleikamir eru ótakmark- aðir og Grindvíkingar eru dugandi fólk, sem hefur fullan hug á að nýta þá,“ sagði Einar Njálsson að lokum. ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.