Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 8
tví farar á íslensku Sjón. Helgi Hjörvar. Það eru ekki bara gleraugun, líkamsburðir og allt fas sem gerir þessa sómasveina að tvíforum. Þeir virðast vera bundnir ósýnilegum stór- mennskuböndum. Annar er stærsta, mesta og hrikalegasta skáld þjóðar- innar. Hinn er einn heiðarlegasti pólitíkusinn og eins langt frá því að vera siðblindur og hægt fyrir íslending. Svo eru þeir báðir sætir og hafa svo mikið að segja - áhrif á allt og alla í kringum sig. Þeir eru líka eld- heitir hugsjóncunenn í því að skrifa sig inn í sögubækur íslands en auð- vitað munum við, plebbaþjóðin, gleyma þeim áður en haninn galar þrisvar. son hafa ekki alveg gefið upp trú sína á réttlætiö. Twí- höfði áfrýjar „Við munum berjast," segir Jón Atli Jónasson (betur þekktur sem Rödd Guðs á X-inu) um Tvíhöfða- málið svokallaða og bætir því við að þeir ætli að áfrýja dómninn. En dómurinn var á þá leið að dómnum var frestað með skilorði. Þetta er svolítið flókið kannski en um leið mjög einfalt. Strákamir þrír, Jón Gnarr, Sigurjón Kjart- ansson og Jón Atli Jónasson, em á þannig skilorði að ef þeir gera eitt- hvað af sér þá verða þeir dæmdir fyrir þetta líka. Það má þvi segja að dómarinn hafi ekki alveg nennt að dæma þá í alvör- unni nema þá að þeir öskri aftur af pöllum Alþingis eða fremji sambæri- legan glæp. En hvað ætlið þið að gera ef Hæstirétt- ur dæmir y k k u r líka? „Við fór- um þá alla leið til mannréttinda- dómstólsins og ef við verðum Eills staðar dæmdir þá ætlum við að heimta að Össur Skarphéðinsson verði látinn í klefa með okkur,“ svarar Jón Atli og útskýrir að þeir hafi í raun gert það sama og Öss- ur gerði hér á árum áður. Hann öskraði af þingpöllunum og komst upp með það. Það er því greinilegt að þetta Tvíhöfðamál teygir anga sína víða og þetta réttarmorð ald- arinnar gæti látið Alþingishúsið nötra áður en yfir lýkur. Jón Atll Jónasson: „Viö munum beijast." Þegar Selma okkar sigrar í Eurovision á morgun mun fagnandi múgurinn syngja sigurlagið á götum evrópskra stórborga. Á íslandi mun það vefjast fyrir fólki því enginn man meira úr textanum en fyrstu tvær línurnar og lög á ensku hafa sjaldan slegið í gegn í fjöldasöng á íslandi. Þar sem aðstandendur Eurovision á íslandi höfðu ekki rænu á að redda íslenskum texta tók Fókus af skarið og hafði samband við þrjá höfuðsnillinga í dægurlagasmíð. jaaá þú verður að gleyma öllum slæmum minningum. Brýtur það upp sem heggur I þig, viö þurfum að krækja í fleiri stig. Þú ert ðheillaflagð ef þú vilt gefast upp þú veröur að trúa á sjálfan þig. Ég verð öll stinn, ef þú veröur minn, vaknaöu nú, ekki koma of seint, en þú ert óheillaflagð ... hey, jee ðjé ójé sunnudagur i munað, mánudagur í dugnað ... á hvíldardegi er bannað að púla og hugsa um strit. Farðu út á miðnóttu, leggstu í grasið og njóttu, allt veröur í lagi, ef þú gleymir ekki húslyklunum... jeeee Viölag... ■ ■ Birgir Orn Steinarsson Mausari spáir Selmu 6. sæti ÓHEILLAFLAGÐ Kristján Hreinsson textagerðarmaður spáir Selmu 1. til 16. sæti. LÁNLEYSI (hátíðlega útgáfan) Þú skalt sunnudag sofa sérhvern mánudag lofa, slepptu drunga og dofa þegar dagsins önn vill þér ríða á slig. Ef truflar þig tregi taktu mynd af þeim degi svo allt þitt atgervi megi eiga von, þá dagsins Ijós mun skín’ á þig. Þú iðrast eigi. Því þú veist, engin stund er eilrf nýtt árdegi með nafnið sitt. Ég gef þér allar gjafir þú getur séð um allt hitt. Já, þegar þrýtur þitt lán þá er uppgjðf þín smán, Þú getur vel verið án þinna vondu minninga ... o.s.frv. LANLEYSI (hversdagslega útgáfan) ...Aö brjóta það upp, þýöir, að ná því niöur. Þú þarft strax aö fara á járnbrautarteinana, því þú ert lánlaus ef þú vilt gefast upp, þú veröur að trúa á þig sjálfan. Þú verður fínn, því þú verður minn. Vaknaðu bara áöur en þaö er um seinan og þú verður ástlaus. Ekki vinna á sunnudegi ekki sofa á mánudegi morgundagurinn er nýr dagur alla tíö bara bíðandi þín, já frá dögun að miönætti eða sofandi í mánaskini. Þú verður alltaf í lagi svo lengi sem þú eltir hjarta þitt... Sunnudagur í munaö, mánudagur í dugnað, ekki láta það gleypa þig aö þú eigir þér ekkert líf... Ef hjartað er brostið, hugsar þú um allt slabbið sem íslenska voriö færir þér, já, geföu því séns, þaö klikkar ekki svo á morgun byrjar svo annar dagur, jafn langúr og sá í dag. Ég gef þér allt sem ég get boðið þaö ætti aö hrista þér í lag ... jaaáá ViOlag: Þú ert óheillaflagö ef þú vilt gefast upp, Hallgrímur Helgason spáir Selmu 1. til 3. sæti ÉG VAR EITTHVAÐ SLÖPP Ég elska þig soldið, soldið meira en dáldið en samt ekki mikið, ég'er svo kræf, en vert'ekki dán. Nei. Þú gerir mér óleik að vera meö moðreyk. Ég nenn'ekk'að hlust'á neitt væl. Ég kom þér til manns en þú fattar ekki að þetta, þaö er bara tímabundið samband sem ég mein'ekkert með. Ég lofa því, það veröur búið um leiö og þetta lag. Ég var eitthvað slöpp svo ég tók þig á löpp. Það var jafn auðvelt og kaupa sér rjómaís. En ég segi þér upp því þú ert svo dán og linur eins og Nóatúns-hakk. Því ég var eitthvaö slöpp svo ég tók þig á löpp. Skríddu aftur inn i þína skel. Nú kominn er maí. Ég elska þig soldið, soldiö meira en doldið og segðu svo ég sé ekki næm og alltaf á túr. Úhú. Nú sé ég þig, Rósi, í allt öðru Ijósi. Þú ert algjört ógeð og það finnst mér helvfti hart. Ég var eitthvað slöpp svo ég tók þig á löpp. Þaö var jafn auðvelt og kaupa sér rjómais. En ég segi þér upp því þú ert svo dán og linur eins og Nóatúns-hakk. Þvi ég var eitthvað slöpp svo ég tók þig á löpp. Skríddu aftur inn í þína skel. Nú kominn er maí. Ég segi því báe. Þetta samband var svosem ókei. Bara einum of langt. Ég segi þvi bæ. Þetta samband var svosem ókei. Bara einum of langt. f Ó k U S 28. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.