Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 11
plötudómur Rent söngleikur 28. maí 1999 f Ó k U Lögin í Rent eru eins og lögin í Hárinu grípandi, en eru ekki þeim gæðum gædd að hafa líf eftir leikhús og verða alls ekki betri eftir því sem lengur er hlustað á þau. hver öðrum betri og er mikið jafh- ræði á miUi þeirra. Þeir flytja stundum snjalla texta Karls Ágústs Úlfssonar með miklum tilþrifum og virðast skemmta sér vel yflr því sem þeir eru að gera. Rent er þegar á heildina er litið jöfn plata og erfitt að taka eitt lag fram yfir annað eða einn flytjanda fram yfir annan. Þó er vert að minnast á Helga Björnsson og Santa Fe. Þetta er besta lagið í söngleiknum og sérlega vel flutt af Helga. Hilmar Karlsson Fred Frith, Bill Frisell, Frank Lowe og PhU- ip Wilson. Restin er historí!" Ekkert orgelfrík Hverjar eru orgel- hetjumar þínar? „Ég er ekkert org- elfrík. Ég fíla tónlist - ekki hljóðfæri sem slík - og ég er líklegast undir meiri áhrifum frá gítarleikurum og söngvurum en hljómborðsleikurum. En orgelið var eitt af aðalhljóðfærunum á sjö- unda og áttunda áratugnum og fólk eins og Pigpen og Garth Hudson komu þessu sándi í koUinn á mér. Ég fíla Sun Ra og Joe Zawinul í hinum svokaUaða djassheimi og auðvitað aUa soul-orgeUeikarana, menn eins og Art NeviUe og Booker T, og orgelleikarann sem spflaði með A1 Green í áraraðir. Ég man ekki hvað hann heitir.“ Hvert er mesta lofið sem þú getur fengið frá áhorfendum? „Það kitlar mest þegar fólk sýnir viðbrögð við lagasmíðunum - harmóníunimi og melódíunum - því það er það þýðingarmesta fyrir mig. Oft grípur fólk taktinn og sándið fyrst, sem er auðvitað mik- Uvægt líka, en ekki aðalmálið." VIII skoða hveri Þetta er erfið helgi, hreinlega allt að verða vit- 1 a u s t . Fönkið hans Wayne er í beinni samkeppni á laug- ardagskvöldið við Jon Spencer og Eurovision. Skyldi karlinn vera smeykur? „Ég hef nú ekki hugmynd um hvað þetta Eurovision er og gagn- rýnendur verða að dæma um hvort ég eða Jon Spencer stóðum okkur betur." Hvert er skrýtnasta giggið sem þú hefur spilaó? „Þau eru öU skrýtin." Hverju býstu við af íslandi og ís- lenskum áhorfendum? „Ég hef ekki hugmynd en ég hlakka mikið tU. Fólk segir mér að ísland sé óskaplega faUegt land. Ég vona bara að einhver fari með mig að skoða hveri!“ Tónleikarnir eru i Loftkastal- anum um helgina. í kvöld hitar Dip-hópurinn upp en á moírgun kyndir fönkgrúppan Jagúar kof- ann fyrir Wayne og strákana. Gallagher-bræður og und- irsátar þeirra í Oasis eru að gera nýja plötu um þessar mundir í frönskum kastala. Þær fréttir berast að verið geti að fyrsta smáskífulagið verði „Go Let It out“ og kem- ur það seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Fjórða albúmið kemur þó örugglega ekki út fyrr en árið 2000 og er vinnsluheitiö á plötunni „Where Did It All Go Wrong?“. Noel segist hafa sett bróður sinn, Liam, í drykkju- og dóp- bann og á litli bróðir að hafa verið edrú í þijá mánuði. Blaðamenn frá Daily Mirror segjast þó hafa hitt Liam á einhverri franskri sólar- strönd nýlega og var tam- búrínuhristarinn haugfullur. Liam tók blaðamennina tali og sagði þeim rorrandi frá nýju plötiumi. Fulli bindind- ismaðurinn hafði þetta að segja: „Platan verður ekki ólík „Dark Side of the Moon“ með Pink Floyd. Fokking brilli- ant. Besta plata sem við höf- um gert. Viljiði heyra eitt- hvað af henni?“ Lítt eftirminnileg lög í kraftmiklum flutningi „Rent fjallar um Scimfélag í aldar- lok sem i skugga dauða og eyðni fagnar lifinu“. Þetta eru orð Jon- athans Larsons, höfundar eins fræg- asta söngleiks síðari ára. Hefúr oft verið vitnað til söngleikjarins sem söngleiks unga fólksins í dag eins og Hárið var söngleikur hippakynslóð- arinnar. Þama er þó einn regin- munur á þegar tónlistin er höfð í huga. Lögin í Hárinu voru á hvers manns vörum í mörg ár og heyrast enn þann dag í dag þótt textinn sé ekki í samræmi við hugsanir og gerðir unga fólksins nú enda mörg hver lög sem höfðu vissan sjarma burtséð frá söngleiknum. Lögin í Rent eru eins og lögin í Hárinu gríp- andi, en eru ekki þeim gæðum gædd að hafa líf eftir leikhús og verða alls ekki betri eftir því sem lengur er hlustað á þau. Jonathans Larsons, sem því mið- ur náði ekki að verða vitni að sig- urför Rent þar sem hann lést rétt fyrir frumsýningu í Bandaríkjun- um, verður varla minnst sem mik- ils tónskálds. Lögin eru yfirleitt einföld í uppbyggingu, hafa þó yfir vissri fjölbreytni að ráða sem gerir það að verkinn að það kemur til kasta útsetjara og flytjenda að gera þau eftirminnileg. í íslensku útgáf- unni hefúr útsetjarinn og tónlistar- stjórinn, Jón Ólafsson, gert góða hluti og það var einkenni á meðan á sýningu stóð hve mikill kraftm- var í flutningi á tónlistinni. Þessi kraftur skilar sér að nokkru leyti á plötunni enda eru söngvaramir Wayne Horvitz (lengst til hægri) og fönkvinir hans í Zony Mash. Hljómborðsleikarinn Wayne Horvitz og hljómsveit hans, Zony Mash, er þrusuvel spilandi hópur sem hefur gefið út tvær iðandi fönkplötur á vegum Knitting Fact- ory, merki þverhníptra músíkpæl- ara í New York. Það þarf þó ekkert meirapróf til að fila tónlist félag- anna, hún er létt og djammkennd og stuðið lekur af henni eins og smjör af heitu ristabrauði. Meistari Wayne var svo elskuleg- ur að svara nokkrum spumingum, fyrst um uppruna sinn og hvers vegna hann fór að spila tónlist: „Pabbi minn var áhugadjassisti, spilaði á klarínett og píanó. Það var mikil tónlist á mínu æsku- heimili, bæði klassík og Duke Ell- ington, Count Basie, Billie Holi- day, Frank Sinatra og margir fleiri. Ég ólst upp í Kalifomíu á sjö- unda áratugnum og í gegnum eldri bræður mína komst ég í kynni við popp. Ég hélt mest upp á The Band, öll San Francisco-böndin (The Gratefui Dead, Jefferson Airplane, Moby Grape, Big Brother and the Holding Company o.s.frv.), Jimi Hendrix og auðvitað Bítlana og Stones. Skömmu síðar keypti ég plötu með Pharaoh Sanders sem hafði mikil áhrif á mig. Einhvem veginn fann ég mig tilfinningalega í Pharaoh á sama hátt og ég hafði fundið mig i tónlistinni sem ég hlustaði á á undan. Þessi uppgötv- un leiddi mig að tónlist Cecil Taylors, The Art Ensemble of Chicago, John Coltrane og Albert Ayler. Ég fékk líka tækifæri til að sjá Miles Davis nokkmm sinniun þegar hann var á rafmagnstimabil- inu sínu og einnig sá ég nokkra af fyrstu tónleikum Weather Report. Um sama leyti stofnaði ég eigin hljómsveitir. í menntaskóla var ég í frídjass- og spunEihljómsveitum og kynnti mér hefðbundinn djass og verk nútímatónskálda. Eftir að ég flutti til New York kynntist ég mörgum listamönnum, fólki eins og Butch Morris, John Zom, í stórborginni Reykjavík er orðið hægt að ganga að stuðinu vísu, jafnt íslensku og erlendu stuði. Hingað eru komnir amerískir fönkarar, Wayne Horvitz & Zony Mash. Þeir ætla að láta áhorfendur góla af gleði um helgina. mm gigg sem eg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.