Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 7
Eins og frægt er orðið er Magnús
Scheving ekki latur maður. Hjá
honum er alltaf allt á milljón og
furðulegt nokk hvemig hann
kemst yflr allt sem hann tekur sér
fyrir hendur. Núna vinnur hann að
meðal annars að markaðssetningu
Latabæjar erlendis, býr til brúður,
skrifar leikrit og vinnur að gerð
bókar um tvö hundruð bestu kenn-
ara í heiminum.
„Mér finnst best að vinna á nótt-
unni þannig að ég er enginn sér-
stakur morgunhani. Fer yfirleitt á
fætur einhvem tíma á mifli átta og
tíu. Stundum fyrr, jafnvel klukkan
sex, það fer eftir því hvað ég var
duglegur að vinna nóttina áður. Til
að vera skipulagður bý ég mér tfl
lista á kvöldin yflr það sem ég þarf
að gera daginn eftir og þennan lista
skoða ég vel á morgnana, merki
við öli atriðin og set þau í forgangs-
röð. í dag er ég til dæmis með þrjá-
tíu og þrjú atriði á listanum."
Magnús notar símann mikið á
morgnana. Þannig byrjar hann að
afgreiða það sem er á dagskrá yflr
daginn. Þótt morgunverkin byrji
með látum gleymir Magnús aldrei
því mikilvægasta, morgunmatnum.
„Á hverjum morgni kreisti ég
mér appelsínur í þar til gerðri vél
sem mér leiðist reyndar mikið að
þrífa en geri það samt alltaf að lok-
inni kreistingu. Með ávaxtasafan-
um borða ég brauð og oftar en ekki
fæ ég mér skyr líka. Ég borða mik-
ið af skyri. Stundum er dóttir mín
með mér á morgnana og hún
heimtar alltaf hafragraut. Þá fæ ég
mér graut henni til samlætis. Líkt
og appelsínukreistarann þykir mér
ákaflega leiðinlegt að þvo hafra-
grautspottinn en ég geri það nú
samt. Ég er vel upp alinn og hef
verið skikkaður til að ganga alltaf
frá í eldhúsinu áður en ég yfirgef
það,“ segir Magnús sem heldur að
heiman um tíuleytið og er aldrei að
fara að gera það sama og daginn
áður.
„Ég hef ekki upplifað tvo eins
vinnudaga í sjö eða átta ár. Ég er
alltaf að fást við eitthvað nýtt og
fjölbreytilegt og þess vegna verð ég
að skipuleggja mig vel á morgnana
og á kvöldin svo ég komist yfir
þetta þannig að vel sé,“ segir
Magnús.
Ur
rúminu til
2 á 19 mínútum
„Ég vakna klukkan fjögurfjöru-
tíuogflmm og er komin út í leigubíl
fjögurfimmtíuogfimm," segir út-
varpskonan Margrét Marteinsdótt-
ir þegar hún er spurð um hvað hún
geri áður en hún mætir í vinnuna.
Margrét sér um morgunþátt rásar
tvö og mætir í vinnuna klukkan
flmm. Þátturinn hefst klukkan sex
og þá er hún búin að lesa blöðin,
kynna sér hvað um er að vera í
þjóðmálunum og setja sig í stelling-
ar.
„Leigubílastöðin sér um að
vekja mig. Þaðan er hringt kortér
fyrir fimm og þá dríf ég mig fram
úr og færi sofandi dóttur mína,
sem er alltaf uppí hjá mér, yflr tfl
mömmu og pabba. Svo hendi ég
mér í föt og hleyp út í leigubíl. Ef
ég er ekki komin þremur tfl flmm
mínútum eftir að hann mætir á
svæðið hringir leigubílastöðin aft-
ur. Þetta er frábær þjónusta og
nauðsynleg í mínu tilfelli. Það
væri ekki gott ef ég svæfi yfir
mig,“ segir Margrét.
Stundum „kaupir" Margrét sér
fimm mínútur á kvöldin. Þá hring-
ir hún í leigubílastöðina og biður
konurnar þar um að senda leigubíl-
inn til sín fimm mínútum síðar en
vanalega.
„Þá hef ég tíma tfl að punta mig
pínulítið, setja kinnalit og líta að-
eins betur út. Þegar ég hef ekki
þessar extra flmm mínútur mála ég
mig i leigubílnum. Hann er i um
það bil níu mínútur á leiðinni með
mig i vinnuna og þær mínútur
nota ég vel. Fer yflr þau gögn sem
ég hef meðferðis og undirbý mig
eins mikið og ég get fyrir þáttinn,“
segir Margrét.
Stelpur og hálfstelpur í Bellatríx hlaupa
nú á eftir meikgulrótinni en Ester „Bíbí“
Ásgeirsdóttir, bassaleikarinn fyrrverandi,
er bara heima. Eins og er situr hún úti í
garði með syninum Ásgeiri og er með
margt í bígerð. Hún gaf sér tíma til.að
svara 23 spurningum, enda 23 ára sjálf.
var marnings-
rotlningin
Ertu búin að selja bassagræjurnar?
„Nei, og ætla ekki að gera það.“
Uppáhalds skemmtistaðurinn?
„Bara gott partl í heimahúsi."
Girnilegasti piparsveinninn?
„írska sjónvarpsstjarnan Danann.
Uppáhalds-tískufatabúðin?
„Bónus.“
Draumahúsnæðið?
„Eitthvert húsnæði sem ég á sjálf, helst
í útlöndum."
Leiðinlegasta starfið?
„Hjá Islenskum gæðafiski í Keflavík. Ég
var marningsdrottningin.“
Hvort vildirðu lenda með Adda í Skíta-
mórali eða Sölva í Quarashi á eyðieyju?
„Ég vil helst ekkert lenda á eyöieyju en
ef ég væri neydd væri líklegast mestur
féiagsskapur í þeim báöum. Sölvi gæti
safnað ávöxtum og Addi veitt fisk.“
Brjóstahaldarastærðin?
„Ég vil ekki flagga því..."
Mittismálið?
„...því þegar ég verð rik vil ég ekki að
þessar upplýsingar liggi á lausu."
Hefurðu átt gæludýr?
„Ég hef átt miiljón gæludýr, t.d. skjald-
bökuna Frank Zappa sem ég varð að
skila eftir tvo daga. Hjá foreldrum mínum
var alltaf hundur og ég var dugleg að taka
aö mér flækingsketti. Þeir stungu af þeg-
ar mamma var búin að baða þá og
snyrta."
Bestu Ijósabekkirnir?
„Æi, bara bekkurinn út í garöi."
í hvaða sæti lendir Selma í Júróvisjón?
„í fyrsta sæti, þetta er svo frábært lag."
Uppáhalds-umræðuefnið?
„Samsæriskenningar. Og tónlist ef það
þrýtur. Síðan samsæriskenningar í tónlist."
Hefurðu stolið en vilt ekki viðurkenna það?
„Ég vil ekki viðurkenna þaö."
Geðvelkasta djammið?
„Það var í Helsinki. Ég gekk með fram
borginni alla nóttina því ég mundi að hót-
elið var einhvers staðar við ströndina.
Sólin var komin upp þegar ég komst
heim."
Besti morgunmaturinn?
„Beikon og egg.“
Hvað pantarðu þér á bar?
„Gulrótarsafa."
Leiðinlegasti skemmtikrafturinn?
„Bill Clinton.
Bókin á náttborðinu?
„The Rise & Fall of Horror Movies," eftir
Dr David Soren."
Hvað sástu síðast í bíó?
„Life is Beautiful." Hún var ótrúlega æö-
islég."
Hvað kaupirðu þér í bíó?
„Millistóran popp og minnstu kók. Alltaf það
sama, nema stundum meira popp I hléi.“
Síðasta leikhúsferð?
„Síðast fór ég á hina hrikalega ömurlegu
leiksýningu West Side Story. Ég hef ekki
þorað í leikhús síðan."
Hvað er það heimskulegasta sem þú
hefur gert við peninga?
„Maður er búinn að eyða svo miklum
peningum I vitleysu að stundum held ég
að ég hafi týnt peningum eða aö einhver
hafi stolið þeim. Þetta gerist helst í út-
löndum því þar er allt svo ódýrt, innan
gæsalappa."
28. maí 1999 f Ókus