Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Síða 4
38 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 #7ar + miar 43' Könnun ADAC í Þýskalandi á bilanatíðni 1998: Japönsku bílamir standa sig enn best Þeir bílar, sem bílaframleiðendur í Evrópu senda frá sér, eru margir hverjir mjög vel búnir, hlaðnir tækni og þægindum, en þegar röðin kemur að bilanatíðni í raunveruleg- um akstri standa bílarnir frá japönsku framleiðendunum þeim framar. Þetta sýnir töluleg saman- tekt þýsku bíleigendasamtakanna ADAC, systurfélags FÍB í Þýska- landi, en þeir standa fyrir mjög um- fangsmiklu hjálparstarfi meðal veg- farenda í Þýskalandi og geta því haft góða yfirsýn yfir hvað fer aflaga. Alls fóru gulu bílamir frá ADAC til aðstoðar í einni og hálfri milljón bilanatilfella af einu eða öðru tagi á síðasta ári. Þessi aðstoð er öll skráð og er grunnurinn að þessari könn- un hjá ADAC. Þegar röðin kom að úrvinnslunni voru aðeins teknar með þær bílateg- undir sem eru skráðar í meira en 10.000 eintökum á Þýskalandsmark- aði, til þess að skekkja ekki grunn- inn. Japanskir bila minna Það er sama niðurstaða og síð- ustu ár þegar þessi samantekt er skoðuð nánar. Japönsku bilamir bila almennt minna og em á toppn- um. í flokki smábíla er Mitsubishi Colt á toppnum og Suzuki Swift í öðm sæti, VW Polo er sá sem kemst hæst af evrópsku bílunum, er í þriðja sæti. í flokki minni millistærðarbíla raða japanskir bílar sér í efstu fjög- ur sætin, Toyota Corolla á toppnum, næstir koma Honda Civic, Mazda 323 og Nissan Sunny. Aftur er það bíll frá VW sem er efstur meðal evrópsku bílanna, VW Golf og Vento. í flokki millistórra bíla er það C- klasinn frá Mercedes Benz sem rétt mer fram fyrir Toyota Carina, og það er aðeins í flokki stóru lúxusbíl- anna sem þeir evrópsku eru á toppnum, sjöan frá BMW er þar fremst meðal jafningja. Oft smáatriði sem stoppa Það kemur fram í skýrslum ADAC að það eru oftar en ekki ein- hver smáatriði sem verða til þess að bílar stoppa og kalla þarf eftir að- stoð. Oftast er um að kenna lélegu viðhaldi. Mest er um bilanir í raf- eindatækni eða rafkerfi, en almenn- ar vélarbilanir og bilun á kælikerfi vélarinnar koma næst í röðinni. En ekki eru tæknimenn ADAC alltaf að fást viö bilanir í þessum út- köllum því á síðasta ári hjálpuðu þeir 89.000 bíleigendum af því að þeir höfðu læst lyklana inni í bíln- um og næstum 62.000 ökumenn höfðu lent í því sem helst enginn vill gera, að klára bensínið á tankn- um. -JR Bilanatíðni 1998 á 4-6 ára bílum ■■■ Bilanir pr. 1000 bíla Lág tíöni Miölungs Há tíðni Skráningarár 1993 1994 1995 Akstur á hraðbrautum Þýskalands, þar sem hraði er meiri, leggur annað álag á bíla en hér á landi, þannig að ekki er fyllilega hægt að bera saman niðurstöður ADAC í Þýskalandi við aðstæður hér á landi. Nýtt og gamalt sýnt á Selfossi 1955 Chevrolet Bel Air. 1969 Cadillac sedan de Ville, ekinn 22.000 mílur. Það er ekki bara í Reykjavík sem haldnar eru sýningar á eftirtektar- verðum bílum. Nú um helgina stendur IB innflutningsmiðlun fyrir sýningu á Selfossi þar sem gefur að líta nokkra aldna höfðingja í flokki bíla en þar er líka frumsýndur á Is- landi GMC Sierra SLT-skúffubíll- inn, árgerð 1999. I lýsingu á GMC Sierra-skúffu- bílnum segir að þetta sé nýr bíll frá grunni, með meira innanrými og lúxus en áður hefur þekkst í Extra- Cab skúffubíl, en Extra-Cab eru þeir skúffubílar gjarnan kallaðir sem eru með einu og hálfu húsi. í tilviki GMC-skúffubílsins er innanrými Extra-Cab sennilega fullt eins mikið og í algengustu japönsku skúffubíl- unum með tvöföldu húsi - hálf- kassabílunum. GMC Sierra er þriggja hurða. Frá framleiðanda er val um nokkrar vélar í GMC Sierra-bílinn en sýningarbíllinn á Selfossi er með 4,6 lítra V6 bensínvél. Frá framleið- anda er bíllinn sagður eyða 11 til 14 1966 Pontiac GTO. lítrum á hundraðið en starfsmenn IB innflutningsmiðlunar eyðslu- mældu bílinn hér við dæmigerðar íslenskar aðstæður, rok og rign- ingu, og fengu út 12 I meðaleyðslu i langkeyrslu. Hingaðkominn kostar sýningarbíllinn 3,8 milljónir en hægt er að fá ódýrari útfærslur af þessum bil. Sem fyrr segir verða einnig nokkr- ir áhugaverðir fornbílar á þessari sýningu en samkvæmt almennri skil- greiningu er fornbíll „bíllinn sem var nýr þegar þú varst lítil/l“. Þessir forn- bílar eru frá sjötta og sjöunda ára- tugnum og er ekki að efa að margur sér þar bílinn sem hann dreymdi um forðum í bílaleikjum sínum með pott- hlemm frá mömmu fyrir stýri. Sumir þessara bíla eru svo lítið eknir þeir eru sem nýir. Sýningin er á Eyrarvegi 25 á Sel- fossi og stendur í dag, kl. 13-22, og á morgun, sunnudag, kl. 13-18. -SHH Frumsýndur á Islandi: GMC Sierra SLT-skúffubíll, árgerð 1999. 1956 Ford Fairlane, ekinn 6.170 mílur. 1958 Oldsmobile Ninety Eight. í þessari samantekt er að finna niðurstöður úr þeirri liðlega einni og hálfri milljón útkalla sem tæknimenn ADAC sinntu á síðasta ári. Aðeins eru teknir með bílar þar sem fleiri en 10.000 voru skráð- ir á Þýskalandsmarkaði og á meðfylgjandi töflu má sjá það hlutfall bíla sem bilaði, fjölda miða við hverja 1000 bíla. Þeir sem eru efstir, bæði í upptalningunni hér á eftir og í töflunni, stóðu sig best, þeir sem eru neðstir stóðu sig verr. Nokkrir bílar eru á þessum listum sem ekki eru á markaði hér á landi en við leyfum þeim að fljóta með engu að síður til fróðleiks. Taflan sýnir útkomu 4ra til 6 ára bíla, eða bíla sem voru skráðir á árun- um 1993 til 1995. Smábílar Mitsubishi Colt: Gallar í eftiráísettri ræsivörn (þjófa- vöm). Galli í kveikjuloki (breytt í októ- ber 93). Púströr brotið eða sundurryðg- að. Suzuki Swift Gallar í kertaþráðum (breytt 97). Gallar í eftiráísettri ræsivöm. Kúpling snuðar. VWPolo: Rafall gallaður og slitin viftureim (endurbætt frá 95). Púlsgjafi gallaður (breytt 93) Brot á púströri (styrkt eftir 95). Peugeot 106: Púströr brotið (styrkt 94). Gallar á hljóðkút. Rafall gallaður. Slitin viftu- reim. Nissan Micra: Erfiður í gang í kulda. Frá 95 önnur kerti og hitamælir f. kælivatn. Galli í eftiráísettri ræsivörn (endurbætt 95-96). Ójafn gangur eftir gangsetningu í kulda. Breytt um hitagildi kertanna. Brotin púströr. Ford Fiesta: Brotin festing fyrir rafal (styrkt 93-95). Erfiður í gang í kulda. Endur- bætt rafeindatækni 94-95. Erfiður kveikjulás. Citroen AX (ekki á markaði hér): Rafall gallaður. Slitin viftureim. Sót á kertum. Fram að 94 gallar á kúplings- armi. Púströr gegnumryðgað vegna rakasöfnunar. Fiat Cinquecento: Rafall gallaður og slitin viftureim. Stengur í gírskiptingu í ólagi. Galli í jarðsambandi á stýribúnaði vélar. Seat Cordoba (ekki á markaði hér): Bæði staðalbúin ræsivöm og eftirái- sett ræsivöm gölluð. Blaut kerti. Slit- inn kúplingsbarki. Gallar í drifi fyrir rúðuþurrkur. Seat Ibiza (ekki lengur á markaði hér): Slitin viftureim. Blaut kerti. Slitinn kúplingsbarki. Renault Twingo: Slitin viftureim vegna vatnsgangs (rafall fluttur 96). Raki í kveikjuloki. Brotið púströr. Fiat Punto: Rafall gallaður. Slitin viftureim. Púströr brotið og ryðgað. (frá 94/95 úr ryðfriu stáli). Slitin tímareim. Renault Clio: Rafall gallaður. Slitin viftureim. Gallar í staðalbúinni ræsivöm. Tímareim slitin. Startari gallaður. Minni millistærð Toyota Corolla: Gallar í kertaþráöum og vatnshos- Toyota Corolla. um. Eftiráísett ræsivörn gölluð. Óhreinindi í startara. Honda Civic: Púströr á 92-93 ryðguð. Gallar á eft- iráísettri ræsivörn. Raki á kertum og í kveikjuloki. Gallar í kveikjubúnaði. Mazda 323: Aðalljósaperur sprungnar (erfitt að lagfæra á böum með felliljósum). Slitin tímareim. Eftiráísett ræsivöm gölluð. Nissan Sunny: Truflanir í staðalbúinni ræsivörn (endurbætt í lok 95). Kúpling snuðar (endurbætt frá 95). Rafall gallaður. VW Golf/Vento: Startari gallaður (frá apríl 94 ný gerð). Galli í eftiráísettri ræsivörn. Kúpling snuðar. Sprungur í tímareim (frá september 94 endurbætt gerð). Slitin viftureim. Nýr rafall frá mars 93. Óþétt olíudæla. SeatToledo (ekki á markaði hér): Eftiráísett ræsivöm gölluð. Rúðu- þurrkur bilaðar, tengiarmur datt af. Slitin viftureim. Slitin timareim, eink- um á dísilgerðum. Ford Escort/Orion: Rafall gallaður. Slitin viftureim (sér- staklega á dísilbílum). Erfiður kveikjulás. Tímreim slitnar vegna óhreininda (betur lokuð af frá maí 95). Peugeot 309: Brotin og tærð pústlögn. Rafall gall- aður. Slitin viftureim. Startari situr fastur. Citroén ZX (ekki á markaði hér): Pústkerfi ryðgað vegna rakasöfnun- ar. Rafall gallaður. Slitin viftureim. Truflanir í bensíndælu. Renault 19: Ekki nægt samband í kveikju vegna ryðs (endurbætt í mars 97). Rafall með slitin kol. Gallar i eftiráísettri ræsi- vörn. Millistárir bílar C-klassi Mercedes Benz: Ræsivöm gölluð. Stýrislás fastur. Rafall gallaður. Galli í rúðuþurrkum. Vatnsdæla festist. Toyota Carina: Galli í eftiráísettri ræsivöm. Óhrein- indi í startara (endurbættur startari frá 95). Truflun í spennustillingu rafals. C-klassi Mercedes Benz. Mazda 626: Galli í eftiráísettri ræsivörn. Raki í kertum, kertahettur gallaðar. Hand- bremsubarkar festast. Slitin viftureim. Audi 80/A4: Kælivatnsslöngur óþéttar. Galli í hitastilli. Rafall og viftureim gölluð. 3-lína BMW: Slitin tímareim og skemmdir á 4ra strokka bílum. Rafall gallaður. Slitin viftureim. Vatnsdæla óþétt. Opel Vectra: Tímareim slitin. Styrktur strekkjari frá júlí 95. Rafall gallaður, slitin viftur- reim. Ford Mondeo: Slitin tímareim. Óþétt topploks- pakkning. Truflun á rafal. Púströr ryðgað. Citroén Xantia (ekki á markaði hér): Vélarskemmdir vegna slits á timareim. Rafall gallaður. Slitin viftu- reim. Púströr brotið eða gegnum- ryðgað. Nissan Primera: Rafall gallaður. Sprungur i viftureim (endurbætt 92-95). Galli í ræsivöm. Gallar á startara. VW Passat Rafall gallaður. Slitin viftureim (frá 97 nýr rafall). Óþéttar kæli- vatnsslöngur. Slitin tímareim. Opel Frontera: Útfellingar í bensíndælu, lagfært frá 93. Slitin tímareim. Stórir bílar 7-línan frá BMW: Galli í eldsneytisdælu. Óþétt vatns- dæla. Raki á kertum. Audi 100/A6: Kælivatnsslöngur óþéttar. Endur- bætt frá apríl 94. Rafaldíóður gallaðar. Slitin viftureim. Vélarskemmdir á V6 vélum (frá febrúar 94 endurbætt smurkerfi). E-klassinn frá Mercedes Benr. Galli í ræsivörn. Rafall eða spennustillir gallaður. Slitin viftureim. Fimman frá BMW: Rafall gallaður. Slitin viftureim. Raki í kertum. Vatnsdæla óþétt. Kæli- vatnsslöngur óþéttar. Óþétt strokkloks- pakkning. Volvo 850: Rafall gallaður. Rúðuþurrkur bUað- ar. Rök eða brunnin kerti. Ræsivörn gölluð. Slitin tímareim. Opel Omega: Rifin tímareim, styrkt gerð frá 96. Viftureim rifin. Kælivatnsslöngur óþéttar eða vatnsdæla. Betra kælikerfi frá mars 95. Ford Scorpio: Rafall gaUaður, sérstaklega 95-ár- gerðin. Yfirhitun á vél, skemmdir á vél. Startari festist. 7-línan frá BMW. Stýrislás festist. Startari festist. Púströr brotið eða ryðgað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.