Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Qupperneq 6
v44 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 : bíla r___________________ „Viö byrjuðum árið með því að auka mjög breiddina hvað varðar LandCruiser 90,“ sagði Skúli Skúla- son, sölustjóri Toyotaumboðsins P. Samúelssonar ehf., þegar við rædd- um við hann fyrir nokkru. „Við .bjóðum hann nú í fleiri útfærslum og mætum þannig óskum markað- arins betur hvað varöar breyting- ar.“ „Litli Cruiserinn", eins og 90-bíll- inn er oftast kallaður, hefur átt vin- sældum að fagna á markaðnum og tók vel við sér eftir breytingar á búnaði og verði i ársbyrjun. „LX-bíllinn lækkaði í verði, jafn- framt því að við bjóðum hann nú betur búinn. Þar á meðal má nefna gangbretti og rafdrifna spegla," seg- ir Skúli. „Þetta er bíll sem hentar vel til breytinga en hér geta menn eignast bil á 33 tomma dekkjum á góðu verði, eða fyrir um 3,4 milljón- ir fyrir fullbreyttan bíl, en óbreytt- ur LX kostar 2.985.000. GX-bílinn fluttum við áður inn með aukasætum aftast en bjóðum þau í dag sem aukabúnað og á lægra verði, eða kr. 85.000. Sú breyting er líka að GX er nú með svipaðan bún- að og best búni bíllinn, VX, var með áður, brettaköntum og plastklæðn- ingum á hliðum, en á óbreyttu verði sem er raunlækkun. VX-bíllinn er nú með leðurinn- réttingu og rafdrifm sæti sem stað- albúnað. Þessar breytingar á valkostum á LandCruiser 90 hafa skilað sér vel og mælst vel fyrir," segir Skúli. Leðurklædd sæti með rafstýringum auka á þægindin. milli framsæta með lokuðu hólfi og veltisetu á bílstjórasæti, svo eitt- hvað sé tínt til af staðalbúnaði. GX-bíllinn er kominn með ABS- læsivörn hemla sem staðalbúnað til viðbótar, álfelgur, brettakanta og klæðningar á hliðum, hituð fram- sæti og sprautu á ökuljós. VX-bíllinn, sem er sá best búni, er kominn með krómaða húna og útispegla, krómað grill, toppgrind- arboga og leðurinnréttingu með raf- stilltum sætum. Lipur bíll Langt er nú síðan við gerðum Land Cruiser 90 skil hér í DV-bílum og því er ekki úr vegi að endumýja kynnin við þennan vinsæla jeppa. Þetta er lipur bíll í akstri og gild- ir þá litlu hvort verið er að bera saman jeppa eða fólksbíla. Ökumað- ur situr hátt f þessum bíl, hefur góða yfirsýn fram á veginn og fjöðr- unin tekur vel við hvaða ójöfnum sem er. Þetta er fjöðrun sem stenst allar þær kröfur sem hægt er að gera til fjöðrunabúnaðar í svona bíl. Tvö- föld, sjálfstæð gormafjöðrun, með efri og neðri spymum að framan og fjögurra liða gormafjöðrun að aftan, gefur góða svörun í akstri og trygg- ir jafna og góða fjöðrun, hvort sem ekið er á góðum þjóðvegi eða gróf- um vegarslóða. Tannstangarstýrið svarar vel og ökumaðurinn nýtur þeirra þæginda að hafa um sex mismunandi still- ingar að velja á veltistýri. Vel búinn Með þeim breytingum sem búið er að gera á búnaðarstigum Land Cmiser 90 er þetta vel búinn bíll. Allar gerðir eru með 100% rafstýrða driflæsingu að aftan, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, aksturs- tölvu, aurhlífar framan og aftan, fjarstýröar hurðalæsingar, höfuð- púða framan og aftan, loftpúða fyrir ökumann og farþega, miðstöð aftur í, rafdrifnar rúðuvindur, stokk á VX-bíllinn, sem hér sést, er sá best búni en LX-bíllinn, sem er frumgerðin, er líka korninn með gangbretti og rafstýrða og upphitaða spegla. Land Cruiser 90 er nú betur búinn en áður og á betra verði. Skemmtilegur Við fengum þann best búna, VX- bílinn, til reynsluaksturs að þessu sinni og það verður að segja eins og er að þetta er sérlega ljúfur bíll og þægilegur. Hann fer ekki síður vel með ökmann og farþega en bestu fólksbílar í venjulegum akstri og þegar komið er á grófari vegarslóða gefur hann lítið eftir í þægindunum. 3ja lftra túrbódísOvélin malar létt og liðlega og það er nægt afl tO stað- ar, enda er hún 126 hestöfl við 3.600 snúninga og snúningsvægið er 295 Nm við 2400 snúninga. Tölvustýrða olíuverkið sér líka tO þess að aflið skili sér án hiks eða hiksta. Sjálfskiptingin, sem er 4ra þrepa, hæfir þessum bíl vel og hann er verulega skemmtOegur með þessari skiptingu. Með handskiptingu er hægt að toga fram enn meiri snerpu en ég held að það sé aðeins i undan- tekningartilfeOum sem þörf er á slíku viðbragði eða afli. Margir breytimöguleikar AukahlutadeOd Toyota býður upp á marga breytimöguleika á Land Cruiser 90, aOt eftir þörf og buddu hvers og eins. Minnsta breytingin er á LX í 32 tomma dekk á 16 tomma álfelgum. Hér er bætt við brettaköntum, og þeir og stuðarar málaðir. Verð á þessum „pakka" er kr. 157.388. Næsta þrep er á GX og VX í 33 tomma dekk á 16 tomma álfelgum. Hér er bOlinn hækkaður, klippt úr brettum, hjól stiOt, upprunaleg dekk og felgur tekið upp í. Verð: 176.000. 33 tomma breyting á 15 tomma álfelgum kaOar á aðeins meiri vinnu. Þá er til viðbótar um að ræða 40 mm hækkun og breytingu á hemlum. Verðið er 445.000 á LX en 398.000 á GX og VX. í 35 tomma breytingu með 15 tomma álfelgum er hægt að veljá á miOi gormahækkunar eða hækkun- ar á yfirbyggingu. BOlinn er hækk- aður um 60 mm og hér bætist við fyrri upptalningar slökkvitæki, sjúkrakassi, hraðamælabreyting og kostnaður vegna sérskoðunar. Dekk eru Dick Cepek. Kostnaður við LX er 578.000 en á GX og VX kr. 529.000. Loks er um að ræða 38 tomma breytingarpakka. BUlinn er hækk- aður um 100 mm, afturhásing færð um 12 sentímetra og sett í ný drif- hlutfoll (4:88). Kostnaður vegna LX er kr. 938.000 en GX og VX er kr. 898.000. Breitt verðbil Land Cruiser 90 er fáanlegur á nokkuð breiðu verðbOi því grunn- gerðin, LX, með túrbídísilvél, hand- skiptur, kostar kr. 2.985.000 en sá best búni, VX með 180 hestafla bens- ínvél og sjálfskiptingu, kostar kr. 4.194.000. Hægt er að velja úr löngum lista aukabúnaðar. Margt af því er á til þess að gera hagstæðu verði. Þar á meðal má nefna viðarklæðningu í mælaborð upp á kr. 39.725, en annað er dýrara, eins og tO dæmis milli- kælir tO að auka vélaraflið, en hann kostar kr, 129.500, 100% driflæsing að framan kostar kr. 238.000 og vindskeið að áftan kr. 39.900. Af framansögðu er ljóst að LandCruiser 90 er ekki ódýr biO en það fæst mikið fyrir peningana, meira en áður miðað við sama eða jafnvel lægra verð, og auðvelt er að láta breyta bílnum að óskum hvers og eins. -JR Mælaborðið er einfait en skilar sínu vel. Stjórntæki eru líka vel innan seilingar. Reynsluakstur Land Cruiser 90 VX: Betur búinn og á betra verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.