Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 10
34 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Sport_____ Bensín- dropar Því var spáð að brautin í Barcelona mundi henta McLaren-bílunum mjög vel og tímar á æfíngum fyrir keppnina staðfestu það. Það kom því á óvart þegar Hakkinen og Coulthard lentu í, erfiðleikum í tímatöku á laugardag. David Coulíhard segist öruggur í McLaren-liðinu þótt hann berjist ekki um tittilinn. Hinn 28 ára Skoti segist vera sterkur innan liðsins og eiga mikinn þátt í velgengni þess. „Ég veit hvað er að gerast innan liðsins.' Damon Hill komst í mark í annað skiptiö í ár og endaði í 7. sæti. Alex Zanardi var ekki'; eins heppinn og kláraði ekki í 4. skiptið af 5 sem hann keyrir, fyrir Williams. Frést hefur að nokkrir Svíar komi til keppni hér í mótokrossi í júní. Þetta eru félagar íslandsmeist- arans Ragnars Inga Stefáns- sonar og gaman verður að fylgjast með hvort íslendingarnir veiti þeim jafnharða keppni. Ragnar er búsettur í Svíþjóð en flýgur hingað til lands í hverja keppni með aðstoð styrktar- aðila síns, Vélhjóla og sleða. Yngsti keppandinn á mótinu á laugardag- inn var aðeins 15 ára gamall. Hann heitir Valdi- mar Þáróarson. Elsti þátt- takandinn var hins vegar 37 ára gamall. Keppendur á mótinu voru 27 talsins. Fleiri útlendingar virðast vera að koma hingað til að keppa á vélhjólum. Líkur ; eru á að nokkrir Bretar tsiki þátt í „Snæfells enduroinu" í júlí. Pétur V. Pétursson, sigurvegari í teppaflokknum, á fullri feið. DV-myndir Hilmar Þór Rallíkrossið í Kapelluhrauni um helgina: Ur Sigurvegarar flokkanna í gær. Frá vinstri: Kristinn Sveinsson, krónuflokki, Þór Kristjánsson rallikrossi og Pétur V. Pétursson sem vann teppaflokkinn. Rallíkrosskeppni fór fram á þar til gerðri braut í Kapelluhrauni um helgina og það vantaði ekki dramatík frekar en fyrri daginn. Mikil rigning um morguninn virtist ætla að setja strik í reikninginn en það stytti upp í tíma og keppnin fór fram í blíðskaparveðri. Óvænt í rallíkross í rallikrossflokki var búist við mikilli keppni milli þeirra Páls Pálssonar á Mustang og Sverris Ingjaldssonar á Citroén en leikar fóru á annan veg og Þór Kristjánsson á Escort náði besta tíma í tímatökum. Þór ók þétt upp í annað sætið á eft- ir Vigni R. Vignissyni á Toyota. Vignir gerði þau afdrifaríku mistök að taka fram úr á gulu flaggi og var þess vegna dæmdur úr leik. Þór fékk því fyrsta sætið á silfurfati að þessu sinni. Röð efstu manna í rallíkrossflokki: 1. Þór Krist- jánsson, 2. Sigurður Unnsteinsson, 3. Sverrir Ingjaldsson, 4. Stefán Úlfarsson. Tilboðin komu of seint Sverrir Ingjaldsson við nýsmíðaðan Citroen með Saab-Turbo vél. Bremsuvandamál kostuðu hann sigurinn í gær. í krónukrossflokki sigraði Kristinn V. Sveinsson örugglega og var í raun- inni aldrei ógnað nema kannski af þeim sem vildu kaupa bílinn af hon- um en bílar i krónuflokki eru til sölu fyrir 150 þúsund krónur. Tilboð bár- ust of seint og Kristinn hélt bílnum. Röð efstu manna í krónuflokki: 1. Kristinn Sveinsson, 2. Fylkir Jónsson, 3. Hilmar B. Þráinsson, 4. Guðni Úlfarsson. Teppaflokkur endurvakinn Teppaflokkurinn var endurvakinn eftir hlé og líkt og oft áður voru mikil átök i flokknum. Þau voru þó ekki um fyrsta sætið því það hirti Pétur V. Pétursson. Röð efstu manna í teppaflokki: 1. Pétur Péturs- son, 2. Stefán Ólafsson, 3. Ólafur Másson, 4. Rún- ar Geirsson. -ÞB leik Eftir erfiða keppni fagna sigurvegararnir vel. DV-myndir NG Mótokross viö Sandskeið: Ragnar bestur Ragnar Ingi Stefánsson, íslandsmeistarinn í fyrra, stekkur í keppninni á laugardag. Um helgina var haldin móto- krosskeppni á endurbættri braut Vélhjólaíþróttaklúbbsins uppi við Sandskeið. Keppnin var haldin af keppnissambandi LÍA sem rekur allt mótorsport í sumar í samvinnu við fimm styrktaraðila, DV Sport, Bílanaust, Bílabúð Benna, Esso og Coca Cola. Mikið er lagt í mótin nú orðið sem sést vel á búnaði keppnishald- ara og litprentaðri keppnisskrá, svo að eitthvað sé nefnt. Keppt er í þremur „moto“ sem eru 15 mínútna löng hvert. Þessi keppnisgrein er ein sú erflðasta sem um getur og reynir mikið á kepp- endur, sérstaklega á hendur sem dofna upp og fá menn oft krampa þegar á líður. Á meðal keppenda á laugardag- inn var Ragnar Ingi Stefánsson, ís- landsmeistari frá í fyrra. Fyrstir af stað voru oftar en ekki Reynir Jóns- son á Kawasaki og Viggó Viggósson á Yamaha en eftir nokkra hringi var Ragnar alltaf búinn að ná þeim og sigraði alltaf með miklum yfir- burðum. Það sýnir kannski hvað út- hald skiptir miklu máli í þessari grein. Staða fimm efstu manna í íslands- meistarakeppninni er þá þannig: 1. Ragnar Ingi Stefánsson, Honda CR5000, 60 stig. 2. Reynir Jónsson, Kawasaki KX250, 51 stig. 3. Viggó Viggósson, Yamaha YZ250, 45 stig. 4. Einar Sigurðsson, KTM 380, 37 stig. 5. Þorvarður Björgúlfsson, Kawa- saki KX500, 35 stig. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.