Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 12
36 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Sport DV Jóhannes í stuði Jóhannes B. Jóhannesson hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í snóker í Hollandi. Hann vann Evrópumeistarann 19 ára og yngri, de Leij frá Hollandi, 4-1, og Bennie frá Skotlandi, 4-1. Brynjar Valdi- marsson vann Honnaris frá Kýpur, 4-2, en tapaði, 3-4, fyrir Chand frá Hollandi. -VS Sigrún í 150 leiki Sigrún S. Óttarsdóttir, fyrirliði Breiða- bliks, fékk afhent blóm að loknum leik Breiðabliks og KR en hún hefur leikið 150 leiki í efstu deUd, alla með Blikunum. Hún lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 1985 og hefur skorað 43 mörk í þessum 150 leikjum. -ih Basl á Blikum Erna Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, meiddist í leiknum gegn KR í gær. Hún er fjórði leikmaður- inn sem Blikarnir missa í meiðsli en þær Helga Ósk Hannesdóttir, Sigríð- ur Þorláksdóttir og Eyrún Oddsdóttir eru aUar frá vegna meiðsla. -ih Guðrún varð fjórða Guðrún Amardóttir varð fjórða í 400 m grindahlaupi á Prefontaine Classic frjáls- iþróttamótinu í Eugene í Bandaríkjunum í gær. Hún hljóp á 56,29 sekúndum sem er nokkuð frá hennar besta. Andrea Blackett frá Barbados sigraði á 55,35 sekúndum, MicheUe Johnson hljóp á 55,43 og Sandra Glover á 55,45. -VS Annað stigamót íslensku mótaraðarinnar í golfi á Hellu: Rok og rigning - styttu mótið um einn dag en Örn Ævar og Ragnhildur unnu annað mótið í röð Það varð að fresta seinni degi opna golfmótsins á Strand- arveUi á HeUu vegna roks og rigningar á sunnudag. Þegar menn ætluðu út á sunnudagsmorgun voru 5 til 6 vindstig og grenjandi rigning og því ekkert vit í að halda út á vöU. Mótið var annars annað í röðinni í íslensku mótaröð- inni í golfi. Það voru sigurvegarar fyrsta mótsins í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, Öm Ævar Hjart- arson, GS, og RagnhUdur Sig- urðardóttir, GR, sem fögnuðu aðra helgina í röð, voru með forystuna eftir fyrri dag og telj- ast því sigurvegarar. Úrslit á 2 hringjum laugardagsins eru því skráð lokaúrslit. Tvö undir pari Örn Ævar lék fyrsta hring- inn á 2 undir pari og hélt síðan forustunni með því að leika seinni hringinn á pari og því samtals á 138 höggum. Kristinn G. Bjarnason úr GR lenti í 2. sæti líkt og í Eyjum en hann lék hringina tvo á samtals 140 höggum. Kristinn var einu undir pari á þeim seinni. í þriðja sæti varð Helgi Þór- isson, GK, á 142 höggum og fjórði Kristinn Ámason, GR, en Kristinn náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring er hann lék á einu undir pari og fór samtals á 143 höggum eða þremur yfir pari vaUarins. Jafnt hjá Ragnhildi Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR vann sigur með mjög jafnri spilamennsku. Ragnhild- ur lék samtals á 150 höggum en í 2. sæti varð Þórdís Geirsdótt- ir, GK, á 155 höggum. Þriðja varð Herborg Arnardóttir, líkt og helgina áður, nú á 158 högg- um, en Ólöf María Jónsdóttir, sem lenti í 2. sæti í Eyjum, var ekki með nú. -ÓÓJ Örn Ævar Hjartarson, GS, fagnaði sínum öðrum sigri í jafnmörgum mótum. Olga Færseth á fleygiferðmeð Blikastúlkurnar Hjördísi Þorsteinsdóttur og Báru Gunnarsdóttur á hælum sér. DV-mynd Hilmar Þór Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu: Stórsigur KR - vann Breiðablik, 0-5, í Kópavogi í stórleik 2. umferðar í gær kAíUA TindastóU-Völsimgur............6-1 Sverrir Þór Sverrisson 2, Gunnar B. Ólafsson, Kristmar Geir Björnsson, Atli Bjöm E. Levy, Ólafur tvar Jóns- son - Erik White. Selfoss-Leiknir, R.............0-3 Guðjón Leifsson, Óskar Alfreðsson, Bjarki Már Árnason. Ægir-Léttir ...................5-3 Tómas Þór Kárason 3, Ásgeir F. Ás- geirsson 2 - Engiibert Friðfinnsson 2, Óskar Ingólfsson. Þór, A.-KS.....................1-2 Elmar Eiríksson - Ómar Bendtsen, Grétar Sveinsson. Sindri-HK ....................1-1 Halldór S. Kristjánsson - Hamish Marsh. Tindastóll 2 2 0 0 10-2 Sindri 2 110 4-1 Leiknir, R. 2 1 1 0 3-0 4 HK 2 110 5-34 Ægir 2 110 5-3 4 Þór, A. 2 10 13-2 3 KS 2 10 1 2-4 3 Léttir Selfoss 2 0 0 2 2-7 0 Völsungur 2 0 0 2 1-8 0 Tindastóll byrjar vel og er að fá þrjá erlenda leikmenn i hópinn. Mark Franek frá Bandaríkjunum er á leið- inni þriðja árið í röð og landi hans með honum og þá fá Sauðkrækingar Kanadamann til reynslu í dag. Völsungar teíla fram tveimur Banda- rikjamönnum. Þeir komu báðir við sögu gegn Tindastóli, Erik White skoraði en John B. Matthews fékk rauða spjaldiö. HK er með leikmann frá Nýja-Sjá- landi, Hamish Marsh, og hann skor- aði einmitt gegn Sindra. -VS BfflD KARLA A-riðill: Augnablik-Hamar...............0-1 Afturelding-Bjölnir ..........3-0 KÍB-Haukar....................3-2 B-riðill: Reynir, S.-Bmni ..............3-1 Víkingur, Ó.-GG ..............5-2 Þróttur Vogum-KFS.............0-i C-riðill: Magni-HSÞ b...................4-3 Kormákur-Neisti, H............1-1 Hvöt-Nökkvi...................4-1 „Þetta var ótrúlegur endir, við áttum ekki von á þessu. Ég bjóst við mikilli baráttu, við töpuðum fyr- ir þeim tvisvar í röð í fyrra og viss- um að Blikarnir væru sterkir. Ég var hrædd fyrir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR, eft- ir stórsigur KR á Breiðabliki, 0-5, í Kópavogi í gær. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en mark Ingu Dóru Magnúsdóttur á 39. mínútu skildi liðin að í leikhléi. Seinni hálfleikur var að mestu í eigu Blikastúlkna sem áttu nokkur hættuleg færi við mark KR en inn vildi boltinn ekki. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skoraði annað mark KR á 84. mín. og við það opnuðust allar flóðgáttir og þær Helena Ólafs- dóttir, Olga Færesth og Guðlaug Jónsdóttir bættu við sínu markinu hver á síðustu mínútum leiksins. „Við litum á þennan leik sem einn af úrslitaleikjum mótsins sem er alls ekki búið en það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik og 5-0 gefur alls ekki rétta mynd af gangi leiksins," sagði Helena. KR olli vonbrigðum Breiðablik, sem lék mjög vel nær allan leikinn, tapaði einbeitingu síð- ustu 10 mínútumar og það má ekki gegn jafnsterku liði og KR. Leikur KR olli nokkrum vonbrigðum. Liðið hefur á að skipa frábærum einstak- lingum en í þessum leik náðu þeir ekki að sýna yfirburði sína fyrr en síðustu mínútur leiksins. Það skilaði þeim reyndar stór- sigri en áhangendur þeirra sem og aðrir áhugamenn krefjast þess að sjá betri leik frá liðinu heldur en það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Misstum einbeitinguna „Þetta var mjög svekkjandi, við áttum í fullu tré við þær framan af leiknum en þegar þær skoruðu ann- að markið þá misstum við einbeit- inguna og töpuðum svona stórt. En við erum ekkert að gefast upp og þetta KR-lið er alls ekki ósigrandi," sagði Erla Hendriksdóttir, leikmað- ur Breiðabliks. Annað eftir bókinni Valur vann stórsigur á Grinda- vík, 9-0, með fjórum mörkum frá Ásgerði H. Ingibergsdóttur, tveimur vítaspyrnum frá Bergþóru Laxdal, einu mcirki frá þeim Erlu Sigurðar- dóttur og írisi Andrésdóttur og einu sjálfsmarki Grindvíkinga. Stjaman vann Fjölni, 4-0. Stein- unn H. Jónsdóttir (v), Lovísa L. Sig- urjónsdóttir, Sigríður Ásdís Jóns- dóttir og Freydís Bjarnadóttir skor- uðu mörkin. ÍBV vann ÍA, 5-1, í Eyjum. Kelly Shimmings skoraði tvö mörk, Karen Burke, Lára Dögg Konráðs- dóttir og íris Sæmundsdóttir sitt markið hver fyrir ÍBV en Áslaug R. Ákadóttir skoraði fyrir ÍA úr víta- spyrnu. -ih * # ÚRVAL5Ð. KV. Valur 2 2 0 0 n-i 6 KR 2 2 0 0 8-1 6 Stjarnan 2 2 0 0 7-1 6 Breiðablik 2 1 0 1 8-5 3 ÍBV 2 1 0 1 6-4 3 ÍA 2 0 0 2 2-7 0 Grindavík 2 0 0 2 1-12 0 Fjölnir 2 0 0 2 0-12 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.