Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 35 DV Spænski kappaksturinn í Barcelona í gær INlika Hakkinen kemur í mark í spænska kappakstr- inum í gær. Hann og McLaren-liðið unnu sætan sigur. „Nei, það gæti sýnst auðvelt að sigra en það er það aldrei. Sérstak- lega þegar maður leiðir keppni. Það þarf að einðeita sér 100% allan tim- an,“ sagði Hákkinen sem kom 6,238 sek. á undan félaga sínum Coult- hard í mark. „Ég hafði ágætisfor- skot á David (Coulthard) og Schumacher og þurfti því bara að einbeita mér að því að klára keppn- ina.“ Mika er þó öruggur um að hraði og rásfesta McLaren-bílanna komi til með að aukast. „Þaö á mik- ið eftir að breytast, bæði á bílnum og á vélinni, og við munum vinna hart að því að bæta okkur allt til loka tímabilsins," sagði Hákkinen að lokinni keppni. Hakkinen vann í gær annað árið í röð í Barcelona og krækti sér í 10 dýrmæt stig í stigakeppni ökumanna. Það er ljðst að keppnin milli McLaren og Ferr- ari á eftir að fara harðnandi þegar líður á árið. -ÓSG Félagamir hjá McLaren-liðinu, Mika Hákkinen og David Coulthard, rúlluðu upp spænska kappakstrin- um í gær. Komu þeir í mark í fyrstu sætunum og fögnuðu sætum sigri. Fast á hæla þeirra kom Michael Schumacher en hann byrjaði illa, ók síðan glæsilega um miðbik keppninnar og vann upp mikið for- skot sem McLaren-menn höfðu komið sér upp en það var ekki nóg. írinn Eddie iívine varð fjórði á undan Ralf Schumacher. Jarno Trulli krækti sér í sitt fyrsta stig með 6. sætinu. Eftir 5 keppnir af þeim 16 sem haldnar verða í ár heldur Michael Schumacher forystu í stigakeppni ökumanna með 30 stig og hefur nú 6 stiga forskot á Hákkinen. Frábær byrjun Hakkinens Þetta var fimmta keppnin í röð sem Hákkinen var fyrstur í rás- markinu, hann náði gær frábærri ræsingu og var kominn með veru- legt forskot strax eftir fyrstu beygju. Hákkinen og Coulthard náðu strax upp verulegu forskoti á fyrr- um keppinautana, Villeneuve og Schumacher, sem börðust hart um 3. sætið. Schumacher var greinilega fljótari en átti ekki möguleika á að komast fram úr Kanadamanninum sem ók grimmt og hélt Þjóðverjan- um fyrir aftan sig fram að viðgerð- arhléum. Þar missti Schumacher líklega möguleikann á að berjast um sigurmn Urslitin í Barcelona: 1. Mika Hakkinen, McLaren 2. David Coulthard, McLaren 3. Michael Schumacher, Ferrari 4. Eddie Irvine, Ferrari 5. Ralf Schumacher, Williams Staða ökumanna 1. Michael Schumacher ... 30 stii 2. Mika Hakkinen ...........1 3. Eddie Irvine ............2 4. Heinz-Harald Frentzen....II 5. David Coulthard ........1: Staða ökuliðanna 1. Ferrari .............51 stii 2. McLaren ................3i 3. Jordan..................li 4. Williams.................! 5. Benetton.................I við Hakkinen því um leið og Þjóð- verjinn fékk auðan sjó og nýja hjól- barða eftir viðgerðarhlé var eins og hann væri kominn á annan bíl, náði hraðasta hring keppninnar og vann upp 12 sekúnda forskot sem McL- aren-ökumaðurinn Coulthard hafði. Arrowsbíll í kaffipásu Schumacher tók sitt annað við- gerðarhlé á 41. hring og var áætlun- in að komast fram fyrir Coulthard á meðan hann tæki sitt hlé. „Áætlun- in hefði getað tekist en þegar ég fór inn á viðgerðarsvæðið var Arrows- bíll á undan mér sem virtist vera á leið í kaffipásu," sagði Schumacher. „Þetta kostaði mig annað sætið." Coulthard hélt 2. sæti sínu eftir frábært viðgerðarhlé McLaren-liðs- ins og var tvöfaldur sigur silfruðu fákanna aldrei í verulegri hættu eftir það og virtist auð- veldur. Juan Carlos spánarkon- ungur óskar Mika Hakkinen til hamingju Michael Schumacher varðaðsættasig við3. sætiðog með sigurinn í Spánar- hefur nú aðeins 6 stiga forustu á Hakkinen. kappakstrinum. Sport Bensín- dropar McL-l aren sigradi tvöfalt á Barce- lona-brautinni i gær líkt og á síðasta ári þegar þeir David og Mika stormuðu til sigurs með miklum yfirburðum. Sigurinn í gær var ekki eins öruggur og yfirburðir McLaren greinilega ekki eins miklir og þá. Þegar Hákkinen og Coulthard komu i mark í Barcelona í gær var það í fyrsta skiptið á árinu sem báðir McLaren-bílamir komast í mark. Jacques Villeneuve frábæra átti ræsmgu þegar hann fór úr sjötta sæti í það þriðja en hann gat enn ekki klárað keppni fyrir hið nýja lið sitt. Villeneuve hætti þeg- ar hann braut fyrsta gír á viðgerðarsvæðinu í sinu öðru viðgerðarhléi. Jean Alesi hjá Sauber náði frá- bærum árangri tímatöku og lengst af með besta tím- ann en endaði að lokum S 5. sæti. Alesi varð síð- an að hætta keppni vegna vélarbilunar. í ' kom í' hlut Mika Salo að komast fyrstur yfir marklinu á BAR-bíl í vetur og kláraði' hann í 9. sæti. Þetta var síðasta keppnin sem hann kemur til með að aka fyrir BAR þvi Ricardo Zonta kemur aftur inn í liðið eftir að/ hafa jafnað sig á meiðsl- y um sem hann hlaut i/ Brasilíu. Alls kláruðu 13 bilar keppni í Barcelona í gær og er það fjölgun frá síðustu mótum þar sem aldrei fleiri en átta hafa klárað hingað til. Nœsta keppni verður haldin i Kanada eftir hálfan mánuð. Keppnin fer fram í Montreal 13. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.