Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 21 - senda Njarðvík og Keflavík sameiginlegt lið í Evrópukeppnina undir merki Reykjanesbæjar? „Það er rétt að finnska liðið TOPO er að spá í mig og hefur um- boðsmaður minn séð um þessi mál fyrir mig. Ég er mjög spenntur að fara til liðsins og alveg ljóst að það er áhugi af minni hálfu varðandi það að breyta til,“ sagði Falur Jó- hann Harðarson, körfuknattleiks- maður í Keflavík, í samtali við DV í gærkvöld. Finnska liðið TOPO er eitt sterkasta körfuknattleikslið Finn- lands. Þjálfari liðsins er banda- rískur og er einnig landsliðsþjálf- ari Finnlanas. Liðið datt út í fjög- urra liða úrslitum um finnska meistaratitilinn í fyrra. Falur Jóhann er besti körfuknattleiksmaður landsins um þessar mundir. Hann var kos- inn besti leikmaður síðasta ís- landsmóts og hefur sjaldan eða aldrei leikið betur en í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitil- inn í vor. Hlaut að koma að því fyrr en síðar að erlend félagslið sýndu þessum snjalla leikmanni áhuga. Lið TOPO leikur í einum þrem- ur deildum. í efstu deild í Finn- landi og einnig í sænsk-finnskri deild sem nýlega hefur verið stofn- uð en í henni leika bestu lið Finn- lands og Svíþjóðar. Þá mun lið TOPO leika í annarri nýrri deild en það er Norður-Evrópudeild. Þar munu ein fjórtán sterk félagslið frá Norður-Evrópu leika og koma þau frá 9 löndum. Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur i Evrópukeppni? Nokkrar líkur eru á því að Keflavík og Njarðvík sendi sam- eiginlegt lið til þátttöku í Evrópu- keppni. Liðið myndi, ef af verður, leika undir nafni Reykjanesbæjar. Samkvæmt öruggum heimildum DV er mjög mikill áhugi á því að senda sameiginlegt lið til keppn- innar og skýrist það í þessum mánuði hvort af því verður. Birgir Már Bragason, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti i samtali við DV í gær- kvöld að viðræður um þetta mál hefðu farið fram. „Það er verið að skoða þetta en of snemmt að segja hvort af þessu verður eða ekki. Það er þó ljóst að þetta yrði mjög sterkt lið,“ sagði Birgir Þór. Reykjanesbær mun styrkja þetta verkefni ef af verður, meðal annars í formi þess að kosta þátt- töku tveggja erlendra leikmanna. -SK Bland *• i P oka Hjalti Guðmundsson, SH, setti ís- landsmet í 50 metra bringusundi á móti í Barcelona i gær, synti á 29,96 sek. og náöi því lágmarki fyrir Evr- ópumótið i Istanbul i sumar. Örn Arnarson varð þriðji i 100 metra baksundi, synti á 58,07 sek. Heimsmeist- arakeppnin í handknatt- leik stendur nú yflr sem hæst í Egyptalandi. Úrslit um helgina i C-riðli urðu þau að Rússland sigraði Króatiu, 29-23, Kúvæt sigraði Nigeríu, 30-26, og Ung- verjar lögðu Norðmenn, 31-24. í D- riðli sigruðu Svíar lið Frakka, 31-25, og Júgóslavar liö S-Kóreu, 28-25. I A- riðli sigraöi Túnis lið Alsír, 23-20, þar sem Spánverjar og Danir eru efstir með sex stig. í B-riðli sigraði Kúba lið Sáda, 36-24. Þjóðveijar og Egyptar eru efstir með sex stig. í C-riðli eru Rúss- ar efstir með 8 stig og Ungverjar hafa 6 stig. í D-riðli eru Svíar og Frakkar efstir með sex stig. Á stármóti í frjálsum íþróttum í Stutt- gart i gær náðist ágætisárangur í mörgum greinum. Ato Boldon frá Trínidad sigraði i 100 metra hlaupi á 9,97 sek- úndum. Haile Gebr- selassie frá Eþíóp- íu sigraðií 1500 metra hlaupi á 3.33,73 mínútum. Colin Jackson frá Bretlandi sigraði í 110 metra grinda- hlaupi á 13,14 sekúndum. Ivan Pedroso frá Kúbu stökk 8,13 í lang- stökki. Landi hans, Joel Garcia, stökk 17,03 metra i þrístökki. Lothar Matthaus hefur gert sveigjan- legan samning við bandaríska liðið New Jersey/New York Metrostars. Um tíma var haldið að hann fram- lengdi samning sinn við Bayem Múnchen um eitt ár. Kappinn lék 136. landsleik sinn fyrir Þjóðveija gegn Moldavíu um helgina og átti frábæran leik. -JKS íslandsmeistarar íslandsmeistaratitlarnir í holu- keppni í golfi fóra báðir til Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarflrði. íslandsmótið í holukeppni fór fram á Hólmsvelli í Leirunni. Helgi Birkir Þórisson, GK, sigraði í karla- flokki og Ólöf María Jónsdóttir, GK, í kvennaflokki. Keppnin hófst með 36 holu högg- leik og 16 bestu kylfíngarnir komust áfram í úrslitakeppni um íslands- meistaratitilinn í holukeppni. í kvennaflokki léku þær Ragn- hildur Sigurðardóttir, GR, og Ólöf María Jónsdóttir, GK. Sigraði Ólöf María, 3-2, en það merkir að þegar tvær holur voru eftir átti Ólöf Mar- ia þrjár holur og því ómögulegt fyr- ir Ragnhildi að sigra. I baráttu um þriðja sætið sigraði Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK. stöllu sína, Þórdísi Geirsdóttur, GK, 2-0. Helgi vann Guðmund í karlaflokki lék Guðmundur Sveinbjömsson, GK, til úrslita gegn Helga Birki Þórissyni, GK. Helgi Birkir sigraði, 3-2. í baráttu um þriðja sætið léku þeir Öm Ævar Hjartarson, GS, og Ólafur Þór Ágústsson. Eftir mikla baráttu sigraði Öm Ævar á 19. holu. Mikil gleði ríkti í gær hjá 'Golf- klúbbnum Keili enda ekki á hverj- um degi sem sami golfklúbburinn eignast íslandsmeistara í kvenna- og karlaflokki. Var sigurvegurun- um boðið til grillveislu við Golfskál- ann hjá Keili i gærkvöld og var ís- landsmeisturanum þar ákaft fagn- að. -SK Ólöf María Jónsdóttir og Helgi Birkir Þórisson, íslandsmeistarar f holukeppni f golfi 1999. Þau eru bæði í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. DV-mynd HH ^ íslandsmótið í holukeppni í golfi um helgina: Olof og Helgi - íslandsmeistarar og báðir titlarnir til Keilis Sport Bland * i P oka 2. umferö í bikarkeppninni í knattspymu fór fram i gær en í næstu umferð koma inn liðin í efstu deild. Úrslit í gær urðu þau að HK sigraöi Bruna, 3-0, og skoraði Sigurgeir Kristjánsson öll mörk HK. ÍA 21 sigraði Þrótt V, 7-0, Haukar-KÍB, 1-0, KFR-KFS, 2-5, eftir framlengdan leik, Keflavik 23-Þróttur R 23, 1-2, Njarðvík-Víkingur Ó, 2-0, Sindri-KVA, 2-0, Ægir-Leiknir, 1-3, eftir framlengdan leik, Víkingur 23-Selfoss, 2-2, en Selfoss fer áfram eftir vitaspymukeppni, KS vann KA, 2-1, með mörkum Marks Duffíelds og Víðis Vemharðssonar. Jóhann Steinarsson skoraði fyrir KA. Breiðablik 23 sigraði Létti, 4-2 Gianluca Vialli, knattspymustjóri Chelsea, hefur ákveðið að leggja knattspymuskóna á hilluna. „Ég hef leikið minn síðasta leik og mun framvegis snúa mér alfarið og eingöngu að þjálfun," sagði Vialli um helgina. Jóhannes B. Jóhannesson er úr leik á heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker. Jóhannes tapaði i átta manna úrslitum fyrir keppanda frá Belgíu. Vigdis Guðjónsdóttir úr HSK setti um helgina nýtt íslandsmet í spjótkasti kvenna. Vigdís sigraði i greininni á bandaríska háskólameistaramótinu og kastaði 55,54 metra sem er Islandsmet með nýja spjótinu. Andre Agassi sigraði í einliðaleik á opna franska meistaramótinu í París i gær þegar hann lagði Úkraínumanninn Medvedev í flmm settum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur. Stejfi Graf sigraði í kvennaílokki i sjötta sinn þegar hún vann Martinu Hingis frá Sviss í þremur settum. Kevin Keegan, þjálfari enska landshðsins í knattspymu, valdi þá Kieron Dyer, Ipswich, og Danny Mills, Charlton, i landsliðshópinn gegn Búlgaríu á miðvikudag. Þessir ungu menn hafa átt fast sæti í 21 árs liðinu en vegna meiðsla varð Keegan að kalla þá inn. David Beckham og Martin Keown eru meiddir og Paul Scholes í leikbanni. Mikill flótti á sér nú stað frá Þór i handboltanum. Atli Þór Samúelsson fer í HK, Samúel Árnctson og Hörður Flóki fara í KA og Geir Aðalsteinsson fer til Danmerkur og spilar með liði Álaborgar. Ekki hefur verið ráðinn þjálfari hjá Uðinu fyrir næsta vetur. Veturinn verður því erflður fyrir Þórsara ef þeir ætla að koma sér upp um deUd. Eitthvað eru menn þó að þreifa fyrir sér því að öUum Ukindum mun koma útlendingur tU Þórsara og eru þá menn að Uta tU spilandi þjáifara. Bobby Gould, landshðsþjálfari Wales í knattspymu, sagði af sér um helgina í kjölfar 0-4 ósigurs Wales gegn ItaUu í undankeppni Evrópumóts landsliða um helgina. Tveir kunnir kappar taka að sér stjóm landsliðs Wales tU bráðabirgða. Það em þefr Neville Southall og Mark Hughes. SouthaU var lengi einn besti markvörðurinn í enska boltanum og Hughes einn besti sóknarleikmaður- frm. Halldór B. Jóhannsson hlaut brons- verðlaun á heimsmeistaramótinu í þolfimi en mótinu lauk um helgina. Þetta er frábær árangur og greinUegt að HaUdór er í mikUli framfór. Sigurvegarinn hlaut 17,750 stig, silfurhafinn 17,650 og einkunn HáUdórs var 16,750 stig. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, sem einnig keppti fyrir íslands hönd, komst ekki í úrsUt. Fftir þvi var tekið á leik íslands og Armena á LaugadalsveUi hve margir útsendarar frá eriendum liðum vom mættir. Félög frá Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og frá Norðurlöndunum fylgdust með og ætti ekki að koma á óvart því árangur liðsins hefur vakið verðskuldaða athygU. -SK/-JKS ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG Y INTER Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.