Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 1
Kapp- hlaup um lífid Bls. 18 Islenskur leitarvefur Bls. 19 Verðbréfa- viðskipti á Netinu Bls. 20-21 lllilll tölvui tækni og vísinda Peningar í tölvunum íhYiwi. .^Ts tfk.-y Tölvu- og netmark- aðurinn á stóran þátt í að fjölga auð- kýfingum verulega í heiminum um þessar mundir. Á nýjum lista Forbes-tímaritsins yfir ríkustu menn heims kemur í Ijós að þeir sem eiga yfir milljarð Bandaríkjadollara (um 75 milljarð- ar króna) eru um 400 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hvorki fleiri né færri en þrír af fimm ríkustu mönnum heims eru tengdir hug- búnaðarrisanum Microsoft. Bill Gates er sem fyrr langríkasti mað- ur heims og á hann um 90 milljarða dollara (hátt í 7.000 milljarða króna). Nýliðar á listanum eru flestir tengdir tölvu- iðnaðinum á einhvern hátt. Stærsta net- kaf fihús í heimi Stærsta netkaflihús í heimi var opnað í gær gegnt Victoria- brautarstóðinni í London. Eigendur kaffihússins, sem hefur hlotið nafn- ið easyEverything, segja að hér sé í raun meira en netkaffihús á ferð- inni, því þeir vilja meina að þetta sé í raun internetsstórmarkaður. Þeir hafa hugsað sér staðinn þannig að þar geti almenningur, sem almennt hefur ekki aðgang að Netinu, komið og ' verslað ódýrt á Net- inu. Kaflihús- ið sem opnað var í gær hef- ur aðstöðu fyrir um 400 manns en ætl- unin er að bæta við þremur öðrum í London á næstunni og stækka þar með aðstöðuna þannig að í allt geti 2.000 verið tengdir í einu. Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, hóf í gær sögulegt tafl þar sem hann kepp- ir einn á móti öllum áhugasömum skákmönnum í heiminum. Taflið fer fram á Net- inu og gengur þannig fyrir sig að netverjar geta farið á netmiðstöð Microsoft, www.msn.com, og greitt atkvæði um það hvaða leik- ur sé bestur fyrir „heimsliðið". Hópur nokkurra ungra skáksnill- inga sér um að setja upp lista skyn- samlegra leikja sem hægt er að velja um. Kasparov sagðist búast við spennandi leik enda ékki á hverj- um degi sem hann fær tækifæri á að keppa við svo^marga einstak- linga í einu. „Ég held að taflið verði í hæsta gæðaflokki og ekki er ólíklegt að ég verði á einhverjum tímapunkti að fmna upp á ein- hverri mjög sérstakri leikfléttu til að knýja fram sigur," sagði heims- meistarinn. Taflið mun taka talsverðan tíma, þar sem hvor keppandi hefur sólar- hring til að ákveða næsta leik sinn. Eftir að Kasparov hefur leik- ið ákveða hinir ungu skáksnilling- ar nokkra mögulega leiki í stöð- unni og setja þá á Netið. Þar hefur almenningur svo 24 klukkustundir til að kjósa besta leikinn í stöð- unni. Kasparov mun nýta sér far- tölvu við tafl sitt þar sem hann verður á ferð og flugi um heiminn næstu daga. Heimsmeistarinn hefur verið þekktur fyrir að fara nýjar leiðir til að kynna skákíþróttina og er skemmst að minnast er hann keppti tvisvar við tölvuna Dimm- bláu en seinni keppninni lauk með ósigri meistarans. SHARP FO-1460 Faxtæki SHARP ER-A150 Sjóðvél SHARP AR-280/335 28/33 eintök á mínútu Stafrœn ViNINíSLA SHARP AL-1000 10 eintök á mínútu Stafrcen ViKíi Skrifstofutæki Ljósrítunarvélar, faxtæki oy sjóðvélar j Betri tæki eru vandfundinH Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar | BRÆÐURNIRJ ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.