Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 llvlllllll Myglusveppa- gró í teppum Meiri líkur eru á því að myglu- sveppagró ber- ist út í and- rúmsloftið ur venjulegum heimilisgólftepp- um en þeim sem gerð eru fyr- ir fyrirtæki, nú eða úr vinylgólfdúk. Myglusveppagró geta valdið ofnæmi, öndunar- færakvillum og öðrum ama þegar maður andar þeim að sér. Vísindamenn við háskólann í spilavítisborginni Las Vegas komust að þessu í rannsókn- um sínum. Þeir slepptu myglusveppagróum inn í til- raunaherbergi og leyfðu þeim að setjast. Flest myglusveppagróin fundust eftir að venjulegt heimilisgólfteppi var ryksug- að. Vísindamennirnir greindu frá niðurstöðum sínum á þingi bandarískra örverufræðinga fyrir skömmu. Vill klóna pokaúlfinn Hugmyndir eru uppi í Ástr- alíu um að reyna að reisa hinn útdauða pokaúlf upp frá dauðum með því að klóna hann. Hvatamaðurinn að þessu er safnstjórinn Mike Archer í Sydney. Á safni hans er varðveitt eitt eintak af poka- úlfsunga. Sex ungar til viðbótar eru á öðr- um áströlskum söfnum. Það þýðir að auknar líkur eru á að klónun heppnist þar sem úrval erfðaefnisins er meira. Mike Westerman, erfða- fræðingur við La Trobe há- skóla, segir að vel kunni að vera hægt að klóna pokaúlfa innan tíðar. Síðasti pokaúlfurinn er tal- inn hafa drepist í dýragarði á Tasmaníu árið 1936. Ýmsir hafa þó þóst sjá pokaúlf á Tasmaníu og á meginlandi Ástralíu en ekki hafa fundist neinar sannanir fyrir tilvist dýrsins. Örverur í óblíðu umhverfi Vísindamönn- um hefur tek- ist að rækta ör- verur, ein- hverjar frum- stæðustu lífverur sem fyrir- finnast á jörðinni, við óblíðar aðstæður svipaðar þeim sem finnast á reikistjörnunni Mars. Árangur þessi gæti veitt innsýn í hvers konar lífverur kynnu að þrífast á rauðu plánetunni, þótt sem stendur séu það ágiskanir einar, að sögn vísindamannanna. „Við höfum ekki neitt frá Mars til að vinna með svo maður verður að leika leikinn út frá sjónarhóli jarðarinnar," segir Tim Kral við Arkansas- háskóla. Kral og doktorsneminn Curtis Bekkum reyndu að líkja eftir aðstæðum á Mars með því aö nota ösku úr eld- gígum á Hawaii sem vitað er að svipar til jarövegsins á Mars. Partíhald háskólanema dregur dilk á eftir sér: Heimavistir gróðrarstía fyrir heilahimnubólgu Bandarískir háskólanemar eru þekktir fyrir tryllt partí á heimavistunum, eins og dæmin og Hollywoodkvikmyndirnar sanna. Ef eitthvað er að marka spek- úlantana í Hollywood ein- kennist líf bandarískra há- skólanema á heimavistum af reyk- mettuðum fylliríspartíum. Þar kann líka að leynast hluti skýringarinnar á því hvers vegna svo margir ný- nema við bandaríska háskóla fá heilahimnubólgu. Háskólanemar eru allajafna ekki líklegri til að fá sjúkdóm þennan en Pétur og Páll úti í bæ. Rannsókn á vegum bandarískra heilbrigðisyfir- valda leiddi hins vegar í ljós að ný- nemar sem búa á heimavist eru 6,33 Enginn vafí leikur á að nýnemar búa við aukið frelsi sem verður til þess að þeir drekka meira og eru i meirí snertingu við reyk á heimavistunum. Það er líklega það sem frá- brugðið fyrra umhverfí þeirra. sinnum líklegri til að fá heila- himnubólgu en aðrir námsmenn. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf til að ganga úr skugga hvað það nákvæmlega er í lifi nýnema í háskóla sem skipar þeim í áhættuhóp. „Enginn vafi leikur á að nýnemar búa við aukið frelsi sem verður til þess að þeir drekka meira og eru í meiri snertingu við reyk á heima- vistunum. Það er líklega það sem frábrugðið fyrra umhverfi þeirra," segir MarJeanne Collins hjá sam- tökum sem kanna heilsufar há- skólanema. Heilahimnubólga berst milli manna með útskilnaðarefnum úr öndunarvegi og eru þröngar heima- vistirnar því kjörin gróðrarstía. Collins segir að tóbaksreykur sem ertir öndunarveginn geti átt sinn þátt í útbreiðslu sjúkdómsins og áfengi kann að gera menn við- kvæmari fyrir smiti. „Við vitum það þó ekki með vissu,“ segir Coll- ins. Heilahimnubólga leggst einkum á böm en með bólusetningu er hægt að koma í veg fyrir sjötíu prósent sjúkdómstilfella. I Bandaríkjunum deyja þrettán prósent þeirra sem fá sjúkdóminn, sumir innan hálfs til eins sólarhrings. Þá getur sjúkdóm- urinn haft mjög alvarlegar afleið- ingar, eins og heilaskaða, heyrnar- leysi, nýrnabilun og aflimun. Samkvæmt rannsókninni er al- gengi heilahimnubólgu meðal cillra háskólanema 0,6 tilfelli á hverja eitt hundrað þúsund manns, samanbor- ið við 1 til 1,5 tilfelli hjá almenningi. Algengið er hins 3,8 tilfelli á hverja eitt hundrað þúsund nýnema í há- skóla. Rannsóknin náði til 83 heila- himnubólgutilfella. Helmingur þeirra sem fengu sjúkdóminn bjuggu á heimavist og rúmlega helmingur var nýnemar. Meðalald- ur sjúklinganna var átján ár. Fellibyljir á Suður-Kínahafi gagnast veðurfræðingum: Spá fyrir um monsúnrigningar í Suður-Kína Samstæðir hvirfilbyljir sem koma á hverju ári á Suður- Kinahafi kunna einhvem tima að verða notaðir til að spá fyrir um hvenær monsúnvindarnir fara að blása. Bændur yrðu manna fegnastir ef hægt yrði að spá fyrir um hvenær monsúnvindamir fæm að blása, með tilheyrandi rigningu. Þá gætu þeir skipulagt uppskem sína og yf- irvöld gætu einnig verið tilbúin til að mæta flóðum og setja björgunar- sveitir í viðbragðsstöðu. Hópur vísindamanna frá Goddard geimflugsmiðstöð bandarísku geim- ferðastofnunarinnar (NASA), í sam- vinnu viö starfsbræður í Asíu og Ástralíu, segist loks hafa tekist að tengja saman monsúnrigningar síð- asta árs og samstæðu hvirfilbyljina. „Rannsóknin leiddi í ljós sam- band milli hinna hrikalegu flóða í Yangtse-ánni 1998 annars vegar og tímasetningar og styrks sumar- monsúnvindanna hins vegar,“ segir í yfirlýsingu sem William Lau, loft- hjúpsvísindamaður við Goddard búar í sunnanverðu Kína verða að lifa við gífurleg flóð á hverju ári. Nú telja vísindamenn sig hugsanlega geta spáð fyrir um þau. Þar með gefst yfirvöldum betra tækifæri til að bregðast við vandanum í tíma og bændur geta skipulagt ræktarstarf sitt betur. miðstöðina í Maryland, sendi frá sér. Monsúnvindarnir voru með seinna fallinu yfir Suður-Kínahafi árið 1998 og þeir voru ekki jafn- öflugir og venjulega. Hugsanlega var þar um að ræða viðvörun um gífurlegt úrhelli sem varð í Suður- Kína og mannskaðaflóðin sem fylgdu í kjölfarið. Flóðin í Yangtse í fyrra voru þau verstu síðan 1954. Þau urðu 4100 manns að bana og tjón af völdum þeirra var metið á sem svarar 2.100 milljörðum króna. Lau greindi frá því á fundi sam- taka bandarískra jarðeðlisfræðinga nýlega að með aðstoð gagna frá Ofsaveður varð a/- gengara yfír Indlands- hafí rétt áður en sum- armonsúnvindurinn kom með rakt loft sitt og úrkomu. gervihnöttum og úr staðbundnum mælingum hefði tekist að finna vís- bendingar i vindmynstri við yfir- borð sjávar í Indlandshafi og Suður- Kínahafi. Ofsaveður varð algengara yfir Indlandshafi rétt áður en sumar- monsúnvindurinn kom með rakt loft sitt og úrkomu. Lau segir að greinilegt samband hafi verið milli tveggja risastórra hvirfilbylja, sem hafa myndast á hverju ári með mis- munandi styrkleika, og upphafs monsúntímans. Hvirfilbyljimir ferðuðust austur á bóginn sinn hvorum megin við miðbaug. Nokkrum dögum fyrir upphaf monsúnvindanna í Suður- Kínahafi tvístruðust hvirfilbyljim- ir. Sá sem var sunnan miðbaugs fjaraði út en nyrðri hvirfilbylurinn fór yfir Bengalflóa. Lau ætlar að fylgjast með þessu fyrirbæri í ár og kanna hvort hægt sé að spá fyrir um flóð í Suður-Kína. IMK Morgunstund gefur gull í maga: Trefjarnar úr morgunkorninu gleðja hjartatetriö Mikið er betra. Það á að minnsta kosti við þeg- ar trefjaríkt morgunkom er annars vegar. Og þá gleðst hjartatetrið. Bandarískir vísindamenn, sem fylgdust með heilsufari meira en sextíu og átta þúsund hjúkrunarkvenna í rúman ára- tug, skýrðu nýlega frá því að þær konur sem innbyrtu mest- ar trefjarnar úr morgunmatn- um fengu síður hjartasjúkdóma en þær sem fengu minni trefjar. „Niðurstöður okkar eru vís- bending um að aukin neysla matar með miklum trefjum, einkum kornmetis, getur vernd- að konur gegn hjarta- og æða- sjúkdómum," segir í grein um rannsóknina í tímariti banda- rísku læknasamtakanna. Rannsóknin var gerð við Brigham og kvennasjúkrahúsið í Boston, læknadeild Harvard Boxarinn frægi Múhamed Alí veit sem er að trefjarnar úr morgunkorn- inu eru einstaklega góðar fyrir hjart- að, og þar með heilsuna. Og eftir því sem morgunkornið er trefjarfkara, þeim mun betra er það. háskóla og Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi. Samsvar- andi rannsóknir á áhrifum treQa í mataræði karla sýndu sömu niðurstöður. Vísinda- mennirnir segja aftur á móti að gögn um konur séu af skornum skammti, jafnvel þótt hjarta- og æðasjúkdómar séu helsta dán- arorsök kvenna í Bandaríkjun- um. Rannsóknin leiddi í ljós að 34 prósent minni líkur voru á að konurnar í þeim fimmtungi hópsins sem fengu mestar trefj- ar úr kornmeti sínu fengju hjarta- og æðasjúkdóma en kon- urnar í þeim fimmtungi sem lét minnstar trefjar ofan í sig. í skýrslu vísindamannanna segir að vitað sé að trefjaríkt fæði dragi úr kólesterólmagni í blóði. Áhrif trefjanna á hjúkr- unarkonurnar voru hins vegar miklu meiri og þykir það benda til að þetta tengist einhverri annarri liffræðilegri starfsemi. IUjjj- h'j-dih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.