Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Side 2
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 I ■ ■ ■ ■ ■W ■ Hraöskreiö egg standa sig best: Kapphlaup um lifið Því síðar sem frjóvgað egg kvenmanns festir sig við legið þeim mun minni líkur eru á að meðgangan muni heppnast, samkvæmt nýrri, bandariskri rannsókn. Samkvæmt þessu virð- ist sem tilvera hvers einstaklings byrji með kapphlaupi við tímann - verðlaunin eru sjálft lífið. Þeir sem framkvæmdu rannsóknina komu frá opinberum stofnunum innan bandaríska heilbrigðis- geirans. Sami hópur vísindamanna hafði áður komist að því að fóst- urlát svo snemma á meðgöngu að konur vissu ekki að þær væru óléttar væru mjög algeng. Að mati vísindamannanna gerist þetta í um fjórðungi tilvika þar sem um frjóvgun er að ræða. Séu einnig tekin með þau tilvik fóst- urláta sem verða seinna á með- göngunni kemur í ljós að um þriðjungur frjóvgana endar með fósturláti einhvem tíma á með- göngunni. Fyrsta verkefni frjóvgaðs eggs er að komast í legið sem allra fyrst. Ef það tekst eru líkurnar á eðlilegri meðgöngu góðar. Spurning um tímasetningu Nú hefur vísindamönnunum tekist að fínna út hvaða frjóvgan- ir séu líklegastar til að leiða til eðlilegrar meðgöngu - það sem skiptir máli er tímasetningin. Venjulega frjóvgast eggiö í eggja- leiðaranum og eftir það liggur leið þess í legið, þar sem það kemur sér fyrir og byrjar að vaxa. Vísinda- mennimir komust að því að um Athyglisverð sænsk rannsókn: Hárgreiðslukonum hættara við krabbameini - lyfsölum, kerfisfræðingum, og símadömum einnig Þau leiða líkum að því að ástæðan fyrirþví að sum þessara starfa hafi í för með sér aukna tíðni brjóstakrabbameins geti verið fólgin í sérstöku ævimynstri þeirra sem taka að sér svokölluð „hvítflibbastörf“, Samkvæmt sænskri rann- sókn skiptir starf talsverðu máli um það hversu miklar líkur eru á að konur fái brjóstakrabbamein. Rannsóknin náði til yfir milljón kvenna og leiddi hún m.a. í ljós að hárgreiðslukonur, lyfsal- ar, kerfisfræðingar, snyrtifræðingar og símadömur eru í meiri hættu en aðrar konur á að fá krabbamein í brjóst. Þau dr. Marina Pollan og dr. Per Gustavsson skýröu frá þessum niður- stöðum í vísindatímaritinu Journal of Public Health fyrir skömmu. Þar leiða þau líkum að þvi að ástæðan fyrir því að sum þessara starfa hafi í fór með sér aukna tíðni brjóstakrabbameins geti verið fólgin í sérstöku ævimynstri þeirra sem taka að sér svokölluð „hvít- flibbastörf1. Konur sem fara í slík störf hafa til- hneigingu til að eignast börn sín seinna á lífsleiðinni en aðrar konur en að eignast börn seint er talið auka á hættuna á bijóstakrabbameini. Jafn- framt fara konur í slíkum störfum að jafnaði oftar í krabbameinsleit og því Meðal starfsgreina sem virðast hafa í för með sér aukna hættu á brjóstakrabbameini eru hárgreiðslustörf. er liklegra að krabbamein fmnist hjá þeim. En þó þetta skýri að einhverju leyti hvers vegna konur í hvítflibbastörfum eru líklegri til að greinast með brjóstakrabbamein þá er enn ósvarað hvers vegna símadömur, hárgreiðslu- konur og snyrtifræðingar eru í meiri hættu á að fá sjúkdóminn. Þau Pollan og Gustavsson velta m.a. fyrir sér hvort efni sem notuð eru meðal hár- greiðslufólks og snyrtifræðinga geti þarna átt hlut að máli. Áhættuþættir sem þekktir eru nú þegar, auk þess að eiga börn seint, eru aldur, offíta og ástundun hormóna- meðferðar. Sænska rannsóknin leiddi í ljós að þessir þættir eru hvergi nærri einráðir hvað varðar brjóstakrabbamein því þeir skýrðu aðeins rúmlega helming allra þeirra brjóstakrabbameinatilfella sem fund- ust í rannsókninni. Tölvur læra aö hlusta betur Japanska fyr- irtækið Nippon Tel--- egraph and Telephone Corp. (NTT), sem er stærsta fyrirtækið á fjarskiptamark aðnum í Japan, er að þróa hugbúnað sem mun gera fólki mun auðveldara aö tala við tölvur. Fyrirtækið tilkynnti fyr- ir skömmu að hinn nýi hugbúnaður, sem gerir fólki kleift að skipa tölvu fyrir með því að tala við hana, muni geta skilið venjulegt talað mál. Að auki verður hægt aö stööva vinnslu tölvunnar með skipunum ef hún hefur eitthvaö misskilið verkefni sitt. Aö sögn talsmanna fyrirtækis- ins getur sá hugbúnaður sem nú er á markaðnum af þessu tagi einung- is skilið nákvæmlega orðaðar, heil- ar setningar. Því á hann í talsverð- um vandræðum með að skilja venjulegt mál sem inniheldur alls kyns hik og stam. Þessi nýi hugbúnaður NTT get- ur hins vegar skilið slíkt mál og jafnvel hafið að hlýöa skipun- um áður en setning eigandans er fullkláruð. Jafnframt sýnir .j/ hugbúnaðurinn á skjánum andlit sem annaðhvort kinkar kolli eða hristir höfuð svo sá sem Þessi nýi hugbúnaður NTT getur hins vegar skilið slíkt mál og jafnvel hafið að hlýða skipunum áður en setning eigandans er fullkláruð. við tölvuna spjallar átti sig strax á því hvort tölvan skilur hann. Ekki er þó von á hugbúnaðin- um á markað á næstunni þvi tals- menn NTT segja að enn sé verið að þróa hann og búa hann undir að taka við sem fjölbreyttustum skipunum. 13% líkur væru á að þau egg sem komu sér fyrir í leginu níu dögum eftir frjóvgun myndu ekki halda út fulla meðgöngu. Taki ferðin í legið hins vegar tíu daga eykst hættan á fósturláti í 26%, hættan er svo orð- in 52% á tólfta degi og eftir það eru líkumar komnar upp í 82%. Vísindamennirnir geta hins veg- ar ekki sagt með fullri vissu hvers vegna líkumar á fósturláti aukast með hverjum deginum sem egginu seinkar í legið. Þeir geta sér þess þó til að ef til vill séu egg sem era lengi á leiðinni á einhvern hátt göll- uð og því litlar líkur á að þau geti þolað fulla meðgöngu. Legið sé því þannig útbúið að það hafi ákveðin tímamörk og séu egg ekki komin á Þeír geta sér þess þó til að ef til vill séu egg sem eru lengi á leið- 'tnni á eínhvem hátt gölluð og því litlar líkur á að þau geti þolað fulla meðgöngu. sinn stað fyrir ákveðinn tíma þá neiti það að taka við þeim. Þannig hefur móðir náttúra jafnvel komið sér upp ákveðinni vemd fyrir kon- ur þannig að minni likur séu á að þær þurfi að ganga með fóstur sem litlar líkur em á að muni þola heila meðgöngu. Nú er í gangi talsverð þróunarvinna sem felst í því að endurlífga loftskipið sem mikilvægt samgöngutæki. Ekki dauð úr öllum æðum: Fjöldi gríðarstórra loftskipa í þróun Zeppelin greifi fór í fyrstu flug- ferðina á loft- skipi þann 2. júlí árið 1900 og þá leit allt út fyrir að hin eina sanna flugvél framtíðarinnar væri komin fram á sjónarsviðið. En nokkrum áratugum síðar höfðu flugvélar eins og við þekkjum þær í dag tekið við forystuhlutverkinu og flestir hættu að velta fyrir sér möguleikum loftskipanna eftir Hindenburg-slysiö árið 1937. Síðan þá hafa loftskip nær ein- göngu verið notuð til auglýsinga og ekki þótt mjög nytsöm. Um þessar mundir, þegar upphaf nýrrar aldar nálgast óðfluga, er hins vegar útlit fyrir að loftskipið sé að ganga í end- umýjun lífdaga. Verið er að hanna frumgerðir og kanna möguleika fjölda tegunda loftskipa, bæði með tilliti til þungaflutninga og ferða- mannaiðnaðar. Ráða við stóra hluti Þýskt-bandarískt fyrirtæki, sem kaOast CargoLifter, er t.d. með í far- vatninu 260 metra langt flugskip Rannsóknarmenn við Tæknistofnun lllinois hafa því lagt til að byggt verði loftskip sem verði tveir og hálfur kílómetri að lengdgeti borið 35.000 tonn og flutt u.þ.b. 3.500 farþega. sem nýta á til þungaflutninga. Það verður hið stærsta sem smíðað hef- ur verið og mun það geta flutt allt að 160 tonn. Þó vissulega séu til flugvélar sem geta flutt meiri þunga þá hefur loftskipið það fram yfir flugvélar að það getur flutt mun stærri hluti milli staða en flugvélar. Þannig sparast kostnaðurinn við að taka hluti i sundur áður en þeir eru fluttir og setja þá síðan saman eftir flutningana. Áætlaður kostnað- ur við flutninga á risahlutum af þessu tagi er talinn vera um 1 millj- arður dollara í Bandaríkjunum ein- um. Þannig að vissulega er markaö- urinn fyrir hendi. 2,5 km langt loftskip? Önnur fyrirtæki hafa hafið gerð loftskipa og ætlað þau til notkunar fyrir ferðamenn. Þar sem þau fljúga lágt geta þau skemmt ferðamönnum á ýmsan hátt með útsýnisflugi. Slík loftskip verða einnig hönnuð með það í huga að geta borið farm sem er tiltölulega léttur en mikill um sig, eins og t.d. blóm. Sérfræðingar hafa t.d. reiknað út að blómaflutningur með loftskipi milli Hollands og Eng- lands væri hagkvæmari með loftskip- um en eftir hefðbundnum leiðum. Sumir láta sig svo dreyma stærri drauma en um byggingu þessa skipa, sérstaklega vegna þess að lögmálið sem gildir um slík skip er að ef lengd þeirra er tvöfólduð eykst yfirborðið fjórfalt og togkraftur þeirra eykst átt- falt. Rannsóknarmenn við Tækni- stofnun Illinois hafa því lagt til að byggt verði loftskip sem verði tveir og hálfur kílómetri að lengd, geti bor- ið 35.000 tonn og flutt u.þ.b. 3.500 far- þega. Hvort af byggingu þess verður skal ósagt látið en hugmyndin er skemmtileg engu að síður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.