Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999
Gleöifréttir fyrir fj ármálaspekúlanta:
Erlend stórfyrirtæki keypt
heiman úr stofu
Árni S. Pétursson og Þorsteinn G. Ólafsson eru glaðbeittir, enda hefur fyrirtæki þeirra veitt íslendingum möguleika
á að fjárfesta í hlutabréfum erlendra fyrirtækja á Netinu. DV-mynd Hilmar Þór
- Kauphöll Landsbréfa veitir mönnum aögang aö 9.000 erlendum fyrirtækjum
Auðvelt að byrja
DV-Heimur ákvað að forvitnast
örlítið um möguleika íslendinga á
að taka þátt í kapphlaupinu um
dollarana og fékk þá Árna S. Péturs-
son, markaðsstjóra hjá Landsbréf-
um, og Þorstein G. Ólafsson, verð-
bréfamiðlara hjá fyrirtækinu, til að
útskýra um hvað málið snýst og
fyrsta spurningin er eðlilega sú
hversu mikið mál er að koma sér af
stað.
„Allt ferlið sem tengist skráning-
unni er í raun mjög einfalt og vel út-
skýrt á heimasíðu okkar,“ segir Þor-
steinn. „Skráningin fer nær einung-
is fram á heimasíðunni þar sem fólk
er leitt skref fyrir skref í gegnum
skráningarferlið. Það eina sem þarf
svo að gera utan tölvunnar sjálfrar
er að prenta út samning, skrifa und-
ir hann og senda okkur í pósti. Að
því loknu eru notendumir tilbúnir í
slaginn.“
Einfalt og öruggt
Ámi Pétursson bætir síðan við að
íslendingar hafi tekið þessari nýj-
ung opnum örmum. „Áður en við
opnuðum fyrir viðskiptin við Wall
Street vora þegar á skrá hjá okkur
þúsundir notenda en síðan hafa
gríðarlega margir bæst í hópinn."
Þeir félagar leggja áherslu á að
allt ferlið við viðskipti með hluta-
bréf bæði á markaðnum hér heima
og erlendis sé einfalt en öraggt. Til
að undirstrika öryggi viðskiptanna
sýna þeir blaðamanni hvernig
tölvukerfið hreinlega neitar að taka
við skipun um að selja hlutabréf í
eigu notanda á allt of lágu verði.
Þannig eru minnkaðar líkurnar á
að fólk geti tapað fjármunum með
klaufalegum ásláttarvillum einum
saman.
Ekki er þörf á að verja stórfé til að
Jafnframt er á vef
Landsbréfa hægt að
afía sér mjög Hartegra
og nýlegra uppfýsinga
um oll þau fyrirtæki
sem hægt er að fjár-
festa L Þannig geta
menn kafað mjög
djúpt f leit sinni að
hagkvæmustu fjárfest-
ingarmöguíeikunum,
vera með í viðskiptunum. Lágmark-
ið með viðskipti á innanlandsmark-
aði eru 60.000 í gegnum Kauphöll
Landsbréfa, en ekkert lágmark er á
viðskiptum með erlend hlutabréf.
Greiða þarf hins vegar þóknun að
andvirði 29,95 dollara (um 2.200
kr.) í hvert sinn sem viðskipti
eiga sér stað á Wall Street.
Ekki fjárhættuspil
Jafnframt er á vef Lands-
bréfa hægt að afla sér mjög ít-
arlegra og nýlegra upplýsinga
um öll þau fyrirtæki sem hægt er
að fjárfesta í. Þannig geta menn
kafað mjög djúpt í leit sinni að hag-
kvæmustu fjárfestingarmöguleikun-
um. Ámi og Þorsteinn segja einmitt
mjög mikilvægt fyrir fólk að vanda
vel til fjárfestinga sinna. „Við ráð-
um fólki mjög eindregið frá því að
stunda hlutabréfaviðskipti á Netinu
eins og um fjárhættuspil sé að ræða.
Þó svo dæmi séu um að hægt sé að
hagnast
mikið
stuttum
tima eru líkumar á að menn tapi
peningum oftar en ekki mun meiri.
Mikilvægt er að líta á fjárfestingar
sem þessar sem langtímafjárfesting-
ar,“ segir Árni. Þorsteinn bætir við
að skynsamlegar aðferðir, eins og
þær að fjárfesta i öraggum fyrir-
tækjum til langs tima, séu hins veg-
ar líklegar til að skila góðri ávöxt-
un.
Kauphöll Landsbréfa á Netinu er
að finna á slóðinni
http://www.landsbref.is/
Bestu
tölvufyr-
irtækin
- samkvæmt
Business Week
1. America Online
2. Deli Computer
3. Solectron
4. Vodafone Group
5. Cisco Systems
6. EMC
7. MCI Worldcom
8. Inktomi
9. Sun Microsystems
10. Microsoft
\ Hverjir eru stærstir? - tekjur í millj. dollara
IBM 84,366
LUCENT TECHNOLOGIES 32,750
BRITISH TELECOM 30,346
SBC COMMUNICATIONS 29,239
FRANCE TELECOM 28,763
áT
Hverjir sýna mestan vöxt?
XOOM.COM 615,9%
eBAY 577,8%
EARTHWEB 508,5%
INFOSPACE.COM 451,3%
AT HOME 443,1%
V . . - _ . J
Á síðustu miss-
erum hefur orð-
ið alger spreng-
ing á verðbréfa-
mörkuðum víðs-
vegar um heim
með tilkomu
Netsins. Almenningi gefst nú I sí-
fellt meiri mæli kostur á að fjárfesta
á stærstu verðbréfamörkuðum
heims með heimilistölvuna eina að
vopni og það hafa margir nýtt sér til
hins ýtrasta, þó Bandaríkjamenn
séu sjálfsagt manna iðnastir við að
nýta sér þennan kost.
íslendingar eru þó að vanda ekki
seinir að tileinka sér tækninýjung-
ar af þessu tagi og því er nú komin
upp aðstaða á Netinu þar sem ís-
lendingar geta tekið þátt í verð-
bréfamörkuðum bæði hér heima og
erlendis af fullum krafti heiman úr
stofu.
Það er Kauphöll Landsbréfa sem
hefur komið upp þessari nýjung fyr-
ir Islendinga. Hún hefur í raun
starfað á Netinu síðan síðla árs 1997
og boðið upp á viðskipti með hluta-
bréf í innlendum fyrirtækjum, en
fyrir nokkrum vikum tengdist
Kauphöllin Wall Street og síðan þá
hafa íslendingar getað keypt hluta-
bréf í yfir 9.000 erlendum fyrirtækj-
um.
Miðvikudaginn 23. júní mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV.
Meöal efnis sem fjallað veröur um aö þessu sinni:
-Gönguferöir
—Jöklaferöir
-Hvalaskoöun
-Hestaferöir
-Gisting
- River Rafting
-Búnaöur
- Hundasleöar o.fl.