Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 19 K^ííSmáS1 ■ ■ m m ■ ■ Wu u Björn Bjarnason opnar Leit.is ásamt Hermanni Auðunssyni frá Nova Media. Við það tækifæri sagði Björn m.a. að hann hefði getað notað leitarvélina um nokkurt skeið og hún væri þegar farin að nýtast sér við dagleg störf. DV-mynd JAK Islensk leitarvél opnuð: Mikilvægt fyrir ís- lenskt netsamfélag - að mati Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra Allir sem hafa nýtt sér Netið að einhverju marki þekkja mikil- vægi leitarvél- anna. Þær eru nauðsynlegar öllum sem leita sér upplýsinga á Netinu án þess að vita nákvæmlega hvar þær sé að fmna. Þvl þekkja flestir leitarvélar sem netmiðstöðv- ar eins og Yahoo.com, Alta- vista.com, Lycos.com og margar fleiri bjóða upp á. Ekki hefur hins vegar verið til ís- lensk leitarvél af þessu tagi - fyrr en í síðustu viku. Þá opnaði Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra leitarsíðuna Leit.is (http://www.lelt.is) með pomp og prakt. Við það tækifæri sagði Bjöm að honum þætti leitarsíða af þessu tagi vera gríðarlega mikilvægt tæki fyrir islenskt netsamfélag sem nú Bjöm Bjamason sagð- ist hafa getað þjófstartað öriítið og nýtt sér ieitannögu- ieika siðunnar í nokkum tima éður en hún var formiega opn- uð. Sagði hann að Leitis væri þegar farin að nýtast sér mjög mikið við notkun Nets- ins hér innaniands. þyrfti ekki lengur að leita út fyrir landsteinana - í raun langt yflr skammt - til að finna íslenskar heimasíður á Netinu. Bjöm sagðist jafnframt hafa getað þjófstartað örlítið og nýtt sér leitar- möguleika siðunnar í nokkum tíma áður en hún var formlega opnuð. Sagði hann að Leit.is væri þegar farin að nýtast sér mjög mikiö við notkun Netsins hér innanlands. Möguleikar á aukinni þjónustu Það er íslenska fyrirtækið Nova Media - Nýmiðlun ehf. sem stendur fyrir Leit.is með dyggum stuðningi Símans Intemets. Við opnun leitar- vélarinnar kom fram hjá Hermanni Auðunssyni, sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins, að Leit.is notar hug- búnað frá bandaríska fyrirtækinu Infoseek. Það fyrirtæki rekur m.a. netmiðstöðina Go.com, sem er mjög vaxandi um þessar mundir í hinni hörðu samkeppni netmiðstöðvanna á alþjóðamarkaði. í viðtali við DV-Heim sagði Her- mann að talsverður kostnaður væri að baki reksturs leitarsíðunnar. „Við leggjum mikið upp úr því að þjónustan sé góð og við höfum t.d. tenginguna það hraða að 1000 manns gætu verið að leita í einu án þess að það kæmi niður á hraða leitarinnar. Því má gera ráð fyrir að kostnaður- inn sé um 15-20 milljónir á ári,“ sagði Hermann. En hyggjast forráðamenn Nova Media þróa þjónustu vefsíðunnar á líkan hátt og alþjóðlegar leitarvélar hafa þróast, þ.e. bjóða upp á net- verslun eða eitthvað slíkt? „Það er ekkert óeðlilegt að það verði skoðað, vegna þess að Nova Media er m.a. að vinna á þessum nótum með erlend- um aðilum," sagði Hermann. „Það á eftir að koma betur í ljós hvort markaðurinn hér á landi er tilbúinn fyrir fjölbreyttari þjónustu.“ íslenska Internetið Leitarvélin virkar þannig að á hveijum degi rannsakar hún gríðar- legan fjölda af heimasíðum sem hafa endinguna ,,.is“ og skráir nið- ur innihald þeirra. Munurinn á Leit.is og erlendum leitarsíðum verður þá í raun sá að siðan mun ávallt innihalda mun nýlegri gögn um efni íslenskra heimasíðna þar sem hún er fljótari að „klára“ yflr- reið sína yfir íslenskar heimasíður og hefja nýja umferö. Erlendar leitarvélar hafa mun minna svigrúm til að rannsaka ís- lenskar heimasíður þar sem þær þurfa að hafa yfirsýn yflr allan heiminn. Þetta þýðir hins vegar að íslenskar heimasíður sem hafa end- inguna .com munu ekki finnast á Leit.is. Engu að síður er ljóst að Leit.is mun koma íslenskum netverjum mjög til góða. Eins og Bjöm Bjama- son minntist á við opnun leitarsíð- unnar þá hafa nýlegar kannanir sýnt að rúm 80% íslendinga hafa að- gang að Netinu sem segir okkur hve mikilvægt Netið er orðið íslending- um. Því skiptir máli að koma upp miðstöð fyrir „hið íslenska Inter- net“ og er Leit.is vissulega stórt skref í þá átt. Góðar fréttir fyrir símaáhugamenn: Flaga gegn farsímageislun Notendur GSM- síma eru margir og fer þeim fjölg- andi með degi hverjum. Mikið hefur verið rætt um það, hvort farsímar séu skaðlegir heilsu manna og era skiptar skoðanir þar um. Nú lítur út fyrir að hægt sé að útiloka það sem talið er skaðlegast við símana, geislunina. Fyrirtækið Alexander Technologies hefur á prjónunum að markaðsetja flögu Útlit er fyrir að hægt verði að bæta úr skaðsemi farsíma með nýrri tækni. sem kemur í veg fyrir geislun úr GSM-símum. Þessi nýja tækni kem- ur fyrst á markað í Bretlandi í ágúst næstkomandi. Símafyrirtæki hafa alltaf haldið því fram að ekkert bendi til þess að farsímar séu hættulegir. Nýjar rannsóknir hafa síðustu misseri þótt benda til ann- ars. Hvort sem er, þá verður von bráðar hægt að hafa vaðið fyrir neð- an sig. Áætlað er að flagan komi til með að kosta um 3000 krónur út úr búð í Bretlandi. Léttur og skemmtilegur GSM sími^EÉÍteh. Ending rafhlöðu allt að 5 klst. í notkun,^^^ númerabirting og val um 30 hringitóna, þar af 13 stef. Mögulegt að skipta um framhlið símans, auka glær eða silfur framhlið fylgir. Með símanum fylgir Frelsi frá Símanum GSM, án allra skuldbindinga; GSM númer, talhólfs- númer, 500 kr. inneign auk 1000 kr. aukainneignar við skráningu. Dreifikerfi Símans nær til 95% landsmanna NOKIA 5110, FRELSI & AUKA FRAMHLIÐ TII.BOÐIÐ GILDIR AÐEINS HJÁ SÍMANUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Áfmiili 27 • Ktinglan • Landssímahiisíö v/ Austurvöll ♦ Síminn Intnnmt Isaft'ötðut • Sauömkrókut • Akurcyii • ÉgilSStaðír • Selíöss * Rcykjancshmt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.