Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Qupperneq 5
/ tilefni þess aö íslendingar geta nú verslað að vild á Wall Street á Netinu ákvað DV-Heimur að skella sér í viðskiptin og athuga nánar hvernig þau ganga fyrir sig á Netinu. Jafnframt leituð- um við til tveggja fjármálaspekinga til að fá leiðbeiningar um það hvernig sé skynsamlegt að haga fjárfestingum í tölvufyrirtœkjum um þessar mundir. Viðskipti með slík fyrirtœki hafa einmitt verið mjög blómleg að undanförnu og Ijóst að þau eru mjög áhugaverður kostur til fjárfestinga. Þórður Pálsson hjá Kaupþingi: Með tilkomu hluta- bréfaviðskipta á Netinu hefur al- menningur nú möguleika á að stunda viðskipti til jafns við hörðustu verðbréfamiðlara. Farið Þóröur Pálsson í greiningardeild Kaupþings var spurður álits á því hvernig skynsamlegt væri að haga fjárfestingum sínum í tölvufyrir- tækjum bæði hér heima og erlendis og varaði hann m.a. við því að áhættusamt væri að fjárfesta í net- fyrirtækjum. „Menn verða í fyrsta lagi að hafa það í huga að verðlagning á tölvu- fyrirtækjum er mjög há um þessar mundir. Því verða menn að kaupa í fyrirtækjum sem þeir hafa trú á að muni standa undir þeirri verðlagn- ingu,“ segir Þórður. Hann segir að þegar menn fjár- festa í tölvufyrirtækjum séu þeir al- mennt að leita að nokkuð hröðum vexti þeirra. Þetta má t.d. sjá hér á landi þar sem fjárfestar eru almennt tilbúnir að greiða hátt verð fyrir vaxandi fyrirtæki. Seinna meir kem- ur svo í ljós hvort fyrirtækin standa undir þessum vexti eða ekki. Hér heima skiptir miklu máli að mati Þórðar hvort tölvufyrirtæk- in ná að hasla sér völl erlendis, því það myndi þýða mun meiri vaxtarmöguleika þeirra. Gríðarlegar sveiflur „Síðan getmn við skoðað þessi erlendu internetfyrirtæki sem verið er að selja sum á yfir hundraðfaldri veltu. Það veit í sjálfu sér enginn hvers virði þau eru þó menn séu mikið að velta þess- um hlutum fyrir sér. Það er þó nokk- uð ljóst að mínu mati að einhver þessara fyrirtækja muni standa und- ir verðlagningunni og verða meðal að mím matí að ein- hver þessara fyrir- tækja mml standa og verða meðaí stór- fyrirtækja framtíðar- mnar. En hvort það verðw Yahoo, America Oniine, Amazon eða eitthvert annað fyrir- tmki er ómöguíegt að spá um. varlega í netfyrirtækin skynsamlegast aö taka þátt í hátæknisjóðum stórfyrirtækja framtíðarinnar. En hvort það verður Yahoo, America Online, Amazon eða eitthvert annað fyrirtæki er ómögulegt að spá um.“ Internetfyrirtækin hafa lækkað nokkuð í verði að undanfomu, en sveiflur í verði þeirra hafa verið gríð- arlega miklar síðustu mánuði. Þórð- ur segir að menn verði að átta sig á að með því að fara út í þennan fjár- festingarkost séu þeir að taka gríðar- lega áhættu. Hann segir því skyn- samlegast að taka þátt í hátæknifjár- festingarsjóðum í stað þess að veðja á einstök netfyrirtæki. Það er ódýr leið til að dreifa áhættu og njóta faglegr- ar leiðsagnar um þennan óvissuaf- kima hlutabréfamarkaðarins. Forvitnilegur kostur „Almennt séð finnst mér það þó vera mjög forvitnilegur kostur fyrir íslenska fjárfesta að fjárfesta í aukn- um mæli í erlendum hátæknifyrir- tækjum. íslensku hátæknifyrirtæk- in eru með gríðarlegan vöxt inn- byggðan í verði og ég held að á með- an þau eru áfram vel rekin og halda miklum vexti kunni að vera að þau muni einhvem tímann standa undir verðinu. Ég er samt alls ekki viss um það og tel tvímælalaust að þau verði að ná einhverjum útflutningi, því það gerir þau ónæmari fyrir miklum sveiflum í íslensku efna- hagskerfi sem myndi gera þau að álitlegri fjárfestingarkosti. íslenskur hlutabréfamarkaður þarf á að halda hlutabréfum sem ekki eru samstiga íslensku hagsveifl- Að mati Þórðar Pálssonar er það mjög forvitnilegur kostur fyrir íslenska fjár- festa að kaupa hlutabréf í erlendum tölvufyrirtækjum. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé fyrir íslensk tölvufyrirtæki að ná að hasla sér völl erlendis. DV-mynd Hilmar Þór unni. Það gerir fiárfestum kleift að auka áhættudreifmgu sína án þess að taka á sig gengisáhættuna sem felst í því að kaupa erlend bréf. íslenskir fjárfestar ættu því að skoða kosti eins og Intel, IBM og Microsoft vel um þessar mundir en fara mjög var- lega í internet- fyrirtækin," seg- ir Þórður og bætir við að lok- um að tvær þumalputtaregl- ur hefðu jafnan gefist vel í fjár- festingum. Annars vegar að kaupa J aldrei bréf í fyrirtæki ef maður skil- ur ekki hverjum vara þess þjónar og hins vegar að fjárfesta aldrei fyrir hærri upphæð í einstöku bréfi en menn telja sig þola að tapa. íslensk tölvufyrirtæki 1998 Opin kerfi Nýherji Tæknival Skýrr Rekstrartekjur 2,694 2,822 4,149 1,104 Hagnaður 89 113 -13 56 Markaðsviröi 4,200 3,445 1,432 1,819 Albert Þ. Jónsson hjá Fjárvangi: Fylgðst með leiðtogunum - Cisco, Oracle og Dell framarlega um þessar mundir S mínum huga er mjðg stór htutí iolvufyrir- tækjanna hér hmma iítið annað m heifdsöl- ur á véibunadi. Mitt DV-Heimur spurði Albert Þ. Jónsson, for- stöðumann verð- bréfamiðlunar Fjárvangs, út í hvemig fiárfest- ar ættu að haga sér ef þeir vildu kaupa hlutabréf í fyrirtækjum á tölvumarkaðnum í dag. „Það sem maður hefur almennt bent fólki á er að horfa sérstaklega til leiðtoganna í einstökum greinum," segir Albert. „Einstök fyrirtæki á tölvumarkaðn- um sem ég get mælt með sérstak- lega og er almennt mælt með á er- lendum mörkuðum eru t.d. Cisco, sem er mjög sterkt um þessar mundir, Oracle, sem er leiðandi í gagnagmnnsframleiðslu og er að gera mjög skemmtilega hluti varð- andi Netið, og Dell, sem em með al- veg nýtt viðskipamódel varðandi viðskipti með vélbúnað. Miklar sveiflur Þessi fyrirtæki eru leiðandi á tölvumarkaðinum sem stendur. Maður verður þó alltaf að hafa í huga að það er talsverð áhætta fólg- in í að fjárfesta á þessum markaði vegna þess hve örar breytingar eru Albert Þ. Jónsson telur mikilvægt að fjárfestar séu stöðugt á tánum ef þeir ætla að fjárfesta í tölvufyrir- tækjum, því breytingar eru örar á þessum markaði. á þessu sviði. Maður verður að fylgjast vel með því hverjir em leið- andi á hverjum tíma og maður verð- ur að vera vakandi fyrir því að skipta fjárfestingum yfir í þau fyrir- tæki sem eru fremst á hverjum tíma.“ En er ekki skynsamlegt aö fjár- festa í internetfyrirtœkjunum? „Það hafa verið gríðarlegar sveifl- ur á þeim markaði sérstaklega og menn þurfa því að fylgjast vel með hvaða fyrirtæki em leiðandi á hverjum tíma. Þau sem eru hvað fremst um þessar mundir eru t.d. America Online og Yahoo.“ Hugbúnaðarfyrirtækin spennandi En hvaö um tölvufyrirtœkin hér heima? „í mínum huga er mjög stór hluti tölvufyrirtækjanna hér heima lítið annað en heildsölur á vélbúnaði. Mitt mat er að skynsamlegast væri að veðja á fyrirtæki sem eru framarlega í hugbúnaðargerð frekar en fyrirtæki sem selja að mestu leyti vélbúnað. Því tel ég fyrirtæki eins og Netverk og Tölvumyndir vera áhugaverðan kost. Stórfyrirtæki eins og Opin kerfl og Nýherji eru að vísu nokkuð traust en hugbúnaðarframleiðendumir fmn- ast mér vera áhugaverðari þegar til lengri tíma er litið. Slík fyrirtæki hafa mikla möguleika á að stækka til mikilla muna í framtíðinni séu réttar ákvarðanir teknar." mat er að skynsamieg- ast wmri að veðja é fyr- irtæki sem eru framar- iega i hugbúnaðargerð frekar en fyrirtæki sem seija að mestu leytí vélbúnað. Þvitelég fyrirtæki mns og Net- verk og Töfvumyndir vera áhugaverðan kost

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.