Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 4
Hver q-* skallann/ Skallar eru kynæsandi, slall- ar eru hallærislegir, skallar eru hitt og þetta en aðallega afleið- ing of mikillar hormónafram- leiðslu. Nú gefst þér tækifæri til að athuga hversu vel þú ert að þér í sköllum fræga fólksins. Hér eru átta skallar. Þekkir þú einhvem af frægustu sköllum landsins? Svörin eru á hvolfi hérna fyrir neðan. Hallgrímur Helgason. : Ómar Ragnarsson. Arnar Gunnlaugsson. Kristján Ragnarsson. dubbi Morthens. Olafsson. LAUSN T= M '8= 3 ‘L= i '£= 3 ‘g='P ‘V= 3 ‘9 = q ‘Z = e 6 Megatöffarinn Þorsteinn Egg- ertsson er nýkominn heim frá Ankara í Tyrklandi þar sem hann sýndi á teiknimyndasamsýningu og fékk m.a.s. verðlaun. Þorsteinn er félagi í Alheimssambandi hug- vitsmanna sem sérhæfir sig í gagnslausum hugmyndum og hef- ur verið að sýna úti um allan heim. „Þetta voru eintómar veislur frá morgni til kvölds," segir Þorsteinn og bætir við að fyrir Stef-greiðsl- urnar sínar gæti hann lifað kónga- lífi i Ankara. Hann var hirðskáld poppara fyrr á öldinni, stórvirkur og eftir hann liggur hreinasta snilld eins og „Harðsnúna Hanna“, „Gvendur á Eyrinni" og „Þrjú tonn af sandi“. Nú sýslar hann við ýmislegt, er með nám- skeið hjá Námsflokkunum á vet- urna og er núna að leggja parket heima hjá sér. „Ég held ég hafi verið með eigin stú í textagerðinni," segir Þor- steinn. „Ég var allavega að hlusta á útvarpið um daginn og heyrði leiðinlegt lag með lummulegum texta í mínum stil. Ég sagði við konuna: „þetta finnst mér slappt. Þama er einhver að reyna að semja texta í mínum stíl en nær því ekki.“ Svo þegar lagið var búið sagði þulurinn: „Þetta var lagið „Á eyðieyju" með Brimkló með texta eftir Þorstein Eggertsson!" Heim í Búðardal á 10 mínútum Textar Þorsteins eru upp til hópa kátir, hnyttnir og auðlærðir. „Skáldin mega vera þunglynd," segir hann, „en ekki finnst mér það hæfa í poppinu, nema þá í ein- hverju þungapoppi." Auðvitað var menningarelítan ekki ánægð með textana hjá Þor- steini og hnýtti ákaft í hann. „Það þótti ekki sniðugt að nota óheflað orðbragð eins og t.d. í text- anum „Slappaðu af‘. Svo vildu menn að textar væm bragfræðilega rétt ortir sem er algjör vitleysa því popp- og rokkmúsík er bara tónlist götunnar.“ Hvaöa texta varstu fljótastur meö? „„Heim í Búðardal“. Hann tók innan við tíu mínútur. Það sem maður er fljótur með kemur oft best út, því ef maður er fljótur þá er maður innblásinn. Það sem mað- ur þarf að eyða tíma í og velta sér upp úr er stífara. Ég var t.d. rosa- lega lengi með fyrsta textann minn - „Ást í meinum“ með Savanna Glatað að hlusta á Bing og Doris Þorsteinn segir það dálítið skrýt- ið þegar krakkar í dag hlusta á tón- list sem var vinsæl í hans tíð. „Á mínum ungdómsárum datt a.m.k. engum í hug að hlusta á Bing Crosby, Doris Day og þetta lið. Það bara gekk ekki.“ Það er staðreynd að ákveðið þrot er komið í tónlistarheiminn. Bæði eru tónlistarmenn sífellt að endur- taka gamlan fíling og áhugi fólks á tónlist hefur minnkað. Þorsteinn er með skýringu: „Sko, tónlist er ekki eins mikils virði núna og þegar ég var strákur. Þá kom rokkið eins og bjargvættur í einlitu stritinu. í dag hafa krakkar miklu meiri fjöl- breytni og fleiri möguleika til að lífga upp á tilveruna. En samt, músikin hefur alltaf eitt- hvað sem ekkert ann- að hefur.“ -glh tríóinu - og það man enginn eftir honum í dag.“ Við höfðum Glaumbæ Þorsteinn er nokkurs konar Austin Powers íslands þó hann hafi ekki stundað spæjara- störf. Hann var „swing- ing bachelor" fram eft- ir öllu og var 35 ára þegar fyrsta barnið hans kom. „Nei, ég get ekki samþykkt að ég sé ei- lífðarunglingur," segir hann, „en ég var svo heppinn að vera af bítlakynslóðinni og það voru milljónir unglinga sem voru að hugsa svipað og Bítlarnir, Rolling Stones og þess- ar hljómsveitir. Þetta var þessi svokallaða „Beat Generation" og ég mun aldrei vaxa upp úr þeim fíling sem þá var í gangi.“ Þorsteinn segir aðal- stuðið hafa verið í Glaumbæ á sjöunda áratugnum. „Ungt fólk i dag get- ur öfundað okkur af Glaumbæ. Við höfðum Glaumbæ og það var sérstakur staður. í kringum dansgólfið voru svalir og út frá hljómsveitarpallinum var stigi upp í eins kon- ar helli. Þaðan voru ranghalar upp á þriðju hæð þar sem var róleg stemning og kannski karl að spila á píanó úti í homi. Það var því allt á sama staðnum, bæði stuðið og róleg- heitin.“ En svo brann Glaum- bær og Þorsteinn segir engan stað síðan hafa slegið þessari goðsögn við. Töffarfnn og séntilmaðurinn Þorsteinn Eggertsson hefur samið dægurlagatexta sem hvert mannsbarn kann. Hann var hirð- skáld poppara fýrr á öldinni og aðalpipar- sveinninn í Glaumbæ. 4 f Ó k U S 2. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.