Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Síða 20
2) haf kaffihús Kvarasí með nýtt lag Quarashi-hópurinn er kom- inn á fullt í upptökur og kemur nýtt albúm út í haust. Á næstu dögum kemur svo ný smáskífa með laginu „Jivin’ about“. Aukalögin eru ósungin útgáfa af lag- inu og þrjú gömul Quaras hi-lög. Platan verður ekki í almennri sölu því símafyrirtæki hefur keypt upp upplagið og á eflaust eftir að nota það í einhverja kynningu. Quarashi spilar með Skítamóral á Ingólfstorgi á miðvikudaginn kl. 17 og þar mætast stálin st- inn þvi hingað til hefur sveit- unum ekki verið neitt sérlega vel til vina. Tvíhöfði verður Þríhöfði Tvíhöfði hefur flýtt útgáfu disksins Komdi filing sem á, samkvæmt nýjustu tölum, að koma út um verslunarmanna- helgi. Diskurinn verður alveg örugglega þéttur og vonandi jafn- fyndinn og sá fyrri. En það sem er í gangi hjá Tvihöfða þessa dagana er að hryðjuverkamaðurinn þeirra, Jón Atli (Rödd Guðs) mun verða með þeim á hverjum degi í sum- ar. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þótt fleiri ákær- ur af hálfu hins opinbera berist Tvíhöfða. Daníel Ágúst = búddisti Daníel Ágúst Haraldsson GusGus-ari er nú á tónleikaferð- um víðs vegar um veröldina. Strákunum gengur vist sæmilega og virðast bara hafa grætt á því að reka Hafdisi Huld - sem virð- ist líka hafa grætt á því og er komin í Bang Gang. Daníel skrapp heim um daginn til að giftast Gabriellu Friðriksdóttur (Sófussonar) að búddistasið. Það er örugglega hræðilega andlegt jafnvægi þar á bæ. Hjólreiðakapparnir fá sér pilsner eða bjór Hver man ekki eftir henni Maríu Björnsdóttur sem rak kaffihúsið Café Au Lait í Hafnar- strætinu fyrir nokkrum árum. „Au-li“ var alltaf troðfullt af ungu fólki og einhvers konar andleg mamma Kaffi Thomsens sem reis neðar í Hafnarstrætinu. Á Au Lait var hægt að fá bestu grill-samlokur bæjarins og þær eru auðvitað komnar aftur á Kaffi Nauthól sem María byrjaði með fyrir tæpum þrem vikum í Nauthólsvíkinni. Staðurinn er 45 sæta og auk þess er sólpallur fyr- ir utan. Þar eru 40 stólar og því ætti þessi staður að verða feiki- vinsæll þegar R-listaströndin verður opnuð. En ertu komin meó sömu fasta- gestina og á Café Au Lait? „Þeir eru svona að slæðast inn, einn og einn. Við erum ekkert farin að auglýsa svo þeir vita ekki af mér hérna. En þeir eru að slæðast inn,“ segir María og ját- ar að hafa ekki hugmynd um hvert þessi fastakúnnahópur Café Au Lait fór eiginlega. „Kannski hefur fólkið bara dreifst um bæinn og líklega hafa einhverjir farið að eignast börn og orðið að ráðsettu fjölskyldu- fólki.“ Af hverju hœttiröu meö Café Au Lait? „Ég missti húsnæðið. Eigand- inn vildi opna tískuvöruverslun María Björnsdóttir rak einu sinni Café Au Lait í Hafnarstræti. Nú er hún komin með Kaffi Nauthól í Nauthólsvík. og þá var ekkert að gera annað en að hætta bara,“ svarar María, en eftir Au Lait fór hún að vinna á Lækjarbrekku og víðar. Hvernig datt þér í hug aö opna kaffihús í Nauthólsvík? „Við erum með þennan stað saman, fjölskyldan, en við feng- um þessa hugmynd ekki. Það var maður að undirbúa þetta og við vorum svo heppin að taka við þeirri hugmynd." Veröur bara opiö á sumrin? „Nei. Það verður opið milli 8 og 23 á vetuma jafnt sem á sumr- in. Það er svo mikið af fostum kúnnum héma sem skokka um svæðið. Þetta er líka svo rólegt og rómantískt kaffihús. Reykleysið er líka munur frá þvi á Café Au Lait og Bessastaðir eru héma beint á móti.“ Er ekki meginþorri kúnnana sveittir hjólreiöakappar, skokkar- ar eóa línuskautaliö sem kemur andstutt og heimtar vatn? „Nei. Fólk fær sér frekar pilsner eða bjór. Og ef það hefur hreina samvisku fær það sér súkkulaði eða tertu,“ segir María Björnsdóttir, beint frá Nauthóls- vík. er opin alla daga nema mánudaga frá 14 -18. Svanborg Matthíasdóttlr opnar klukkan 16 sýningu sína T Gryfjunnl, Llstasafnl ASÍ vlö Freyjugötu, og verður hún opin til 25 júlí. Verk- in eru unnin með olíu og blýi á striga. Svan- borg útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skólanum 1985. Sýningin Vindurinn blæs hvar sem hann vlll opnar í dag í Ráðhúsl Reykjavíkur, TJarnarsal. Sýndar eru collage-myndir með blandaöri tækni eftir 12 konur. Hópurinn sem þarna sýn- ir á það sameiginlegt að hafa áhuga á sköpun og myndlist og hafa verið á námskeiðum í helgimyndagerð hjá Öldu Ármönu Sveinsdótt- ur myndlistakennara. Konurnar starfa annars við ýmislegt þarna úti í þjóðfélaginu, nokkrar eru myndlistamenn, aðrar kennarar eða hjúkr- unarfræðingar og svo má lengi telja. Sýningin stendur tii 18. júlí. •Fundir Grænl herinn tekur Borgarnes meö áhlaupi í dag og skilur bæinn eftir í rústum í mínus fyrsta veldi. Það eru íþróttavöllurinn og bryggj- an sem eru helstu skotmörk hersins. Grill- veisla og ball í kvöld. Hundasýnlng cavalier-deildar Hundaræktarfé- lags íslands fer fram í Relðhöll Gusts og hefst hún klukkan 10. Dómari er Fiona Bunce frá Englandi. Um 60 hundar veröa til sýnis, allir af cavalier-kyni. Ókeyþis aðgangur. Sport , Á skotsvæðl Skotfélags íslands hefst klukkan 10 keppni á vegum Hlns íslenska byssuvlnafélags keppni í skotfimi með herriffl- um. Skotið verður í þremur greinum: 100 metra standandi með opnum sigtum, 300 metra liggjandi með opnum sigtum og 300 metra liggjandi með sjónauka. Öllum er heim- il þáttaka og keppnisgjald er 1500 krónur. Á sama tíma stendur yfir hermlnjasýnlng þar sem berja má augum riffla, hriðskotabyssur, byssustingi og einkennisbúninga. Aðeins kost- ar 200 kall inn á hana. Tilvalið fyrir blanka hernaðardýrkendur og nostalgíulið. •Feröir Landverðir á Þingvöllum verða með göngu- ferölr í allt sumar. Þær eru við allra hæfi og er fjallað um náttúrufar þjóðgarðsins og sögu lands og lýðs. Auk þess er sérstök barna- stund þar sem saman fara leikir og fræðsla. Það er ókeyþis í þetta og allir velkomnir. Nán- ari upplýsingar gefa landverðir. Gengið verður um Vestureyna í Viðey að þessu sinni. Klukkan 14.15 verður farið af staö frá Viðeyjarhlaði, fram hjá Klausturhól, um Klifið, yfir Eiöið og síðan um suðurströnd Vestureyjar. Áfangar, sem er listaverk R. Serra, verður skoðað og útskýrt, einnig tveir steinar með áletrunum frá 1810 og 1842. Margt fleira fallegt er að sjá á þessum slóö- um. Sunnudagu>j 4. júlil •Krár Rokkarinn og trú- badorinn Siggi BJörns er f Reykjavík- inni þessa dagana. Ein- myndlist Nú standa yfir þrjár sýningar í Nýló . Verk Mich- ael Milunovic og Igor Antlc munu standa fram eftir sumri, en nýjasta viðbótin eru innsetningar Hollendingsins Zeger Reyers og norræna sam- sýningin Not Just for fun. Svanborg Matthíasdóttlr sýnir í Gryfjunni, Listasafni ASÍ. Verk hennar eru unnin með olíu og blýi á striga. Sýningin Vlndurlnn blæs hvar sem hann vlll er ! Ráöhúsi Reykjavíkur, TJarnarsal. Til sýnis eru klippiverk eftir 12 konur sem hafa veriö í læri hjá Öldu Ármönu Sveinsdóttur myndlistakenn- ara. I Englum og fólki, nýja kaffihúsinu og galleríinu á Kjalarnesi, er sýning á eggjum sem Frakkinn Jacques Robuchon hefur málað á. Það kostar 500 kall inn í þetta furöulega hús en það eru auðvitað allsberir englar I loftinu. í Safnasafnlnu á Svalbarösströnd standa nú yfir níu sýningar. Sú nýjasta er sýning Hannesar Lárussonar á 33 ausum og fleira spennandi. í Hólum í Hjaltadal stendur yfir kirkjusýningin Heyr himnasmiður. Pétur Gautur er með sumarsýningu í Sparl- sjóðnum í Garðabæ. Hildur Sigurðardóttlr og Sigrún Axelsdóttlr sýna verk úr hör og silki í Galleriinu Ash Keram- Ik að Lundi, Varmahlíð. Opið alla daga frá 10- 18. Sólrún Trausta Auðunsdóttlr heldur sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Geysl, Hinu Húsinu. Sýn- ingin heitir undir Búkland hiö góða og fjallar um orkustöðvar líkamans. Guðrún Öyahals sýnir 6 ný olíumálverk I Gallerí Fold í Kringlunni. Rannvelg Jónsdóttlr sýnir ! Stöðlakotl, Bók- hlöðustíg 6. Á sýningunni eru m.a. portrett af sjö fyrirbærum sem eiga það skiliðl? Fransk-íslenska sýningin Út úr kortlnu stendur yfir í Gerðarsafnl í menningarlundi þeirra í Kópavoginum. Þetta er hrikalega spennandi samsýning og einn af stærstu listviðburðum sumarsins. islendingarnir sex eru Blrgir Andr- ésson, Daníel Magnússon, Hallgrímur Helga- son, Hrafnkell Slgurðsson, Katrín Slguröar- dóttlr og Slgurður Árnl Slgurösson. Frakkarnir eru sjö. Héðan fer sýningin til Frakklands, en hún er einmitt samstarfsverkefni Listasafns Kópavogs og Listamiðstöðvar Languedoc- Roussillon I Sete í S-Frakklandi. Húbert Nói sýnir í tískubúðinni One 0 One að Laugarvegi 48b. Hrönn Eggertsdóttir sýnir olíumálverk i Llsta- horninu að Kirkjubraut 3, Akranesi. Sýningin er opin frá ellefu til sautján alla virka daga og stendur til 13. júlf. Á Byggöasafnl Hafnarfjaröar er verið að sýna lelkföng frá því í gamla daga og sýninguna „Þannig var". Erla B. Axelsdóttir sýnir um þessar mundir bæði olíumálverk og pastelmyndir í Edlnborgar- húslnu á Isaflrði. Opiö er fimmtudaga til sunnu- daga frá 16 -18 og sýningunni lýkur 4. júlí. Töffarinn Gylfl Gislason sýnir 7 risamyndir í Galleríi Sævars Karls. Þetta eru ollumálverk með Þingvelli sem fyrirsætu. Sýningin stendur fram í miðjan júlí. Gamli SÚMarinn Hrelnn Frlðflnnsson sýnir blönduö og bíræfin verk sfn ! 18 (Galleríinu Ing- ólfsstræti 8). Sýningin Gersemar - fornir kirkjumunir úr Eyja- firði í vörslu Þjóðminjasafnsins - stendur yfir! Minjasafninu á Akureyri og verður hún! gangi til loka septembermánaðar. Sýndir verða 14 merkir gripir, þar á meðal silfurkaleikurinn frá Grund sem er elsti gripurinn ! Þjóöminjasafninu sem hefur ákveðið ártal, þ.e. 1489. Sólvelg lllugadóttir sýnir olíumálverk, vetrar- myndir, í Sellnu á Skútustöðum í Mývatnssveit. Þetta er 11. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Það er opiö fram á haust hjá henni Á listahátíöinni Á seyði sem fram fer á Seyðis- firði eru eintómir meistarar: Bernd Koperling, BJörn Roth, Daði Guðbjórnsson, Tolli, Eggert Einarsson, Ómar Stefánsson, María Gaskell, Þorkell Helgason, Rut Finnsdóttlr, Vilmundur Þorgrímsson, Olga Kolbrún Vilmundardóttlr, Guðlaug Sjöfn frá Hólma og auövitaö Stórval sjálfur. í Llstasafnl Akureyrar eru tvær sýningar. Ungur Akureyringur, Aðalheiður Eystelnsdóttlr, sýnir sín þrumuskot, og sýnd eru verk eftir abstrakt- frumkvöðulinn Þorvald Skúlason af hans síö- asta skeiði. Friðrik Örn er að sýna fulla íslendinga á Mokka. Fræg feis, dálítið þrútin og bjöguð. Sýningin stendur í einn mánuð Yfirlitssýning á verkum Sóleyjar Eiríksdóttur er! boði í Hafnarborg. Sóley var húmoristi mikill og munir hennar bera þessi glöggt vitni. i Húslnu á Eyrarbakka er sýningin LJós yfir land og eru þar sýnd Ijósfæri úr kirkjum á Árnes- sýslu. Eyrarbakki er topp pleis og eftir luktirnar er viö hæfi að fá sér feita rjómapönnsu á Kaffi Lefolii. Sýning um Eggert Ólafsson, sem nefnist Undir bláum sólarsall stendur yfir i Þjóöarbókhlöö- unni. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá 9-17 og frá 10-14 á laugardögum. í Safnasafnlnu á Svalbarðsströnderu tréverk Hálfdáns Björnssonar og verk Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem eru þrivlö. Sigurlín Grímsdóttlr sýnir vatnslitamyndir í Nes- búð á Nesjavöllum. Þetta er 6. einkasýning listakonunnar og eru viðfangsefni hennar eink- um haustlitir og fjallasýn. Dagskrá Norræna hússins út árið ber yfirskrift- ina Tll móts við árlð 2000 og hefst með opnun Ijósmyndasýninga. Norski Ijósmyndarinn Kay Berg riður á vaðiö með myndum af listafólki og menningarfrömuðum sem koma frá menningar- borgum Evrópu árið 2000. Sýningunni lýkur 22. ágúst. Sýning þriggja nýútskrifaðra listamanna úr MHÍ stendur yfir i Llstakotl, Laugarvegi. Þórdís Að- alstelnsdóttir sýnir bleksprautuprent á striga, en Herborg Eðvaldsdóttir og Þóra Sigurgelrs- dóttlr sýna keramík. ( húsgagnabúðinni Epal, Skeifunni 6, er sýning- in Yflrlit. Þar ber að líta sýnishorn af flottustu hönnun aldarinnar, að mati útlitsfyrirtækisins Aftur, sem sá um uppsetninguna. Menningarmálanefnd Reykjavíkur stendur fýrir tveim sýningum á Kjarvalsstöðum. Sýninguna Leikföng af loftlnu þar sem sýnd eru verk Kar- el Appel og sumarsýningu á verkum í eigu Listasafns Reykjavlkur. Karel fiessi er hollénsk- ur og að sögn mikill meistari. Hann sýnir mál- verk og höggmyndir og er grófur og litglaður. í veitingaskúr veitingastaðarins Vlð fjöruborðið á Stokkseyri sýnir Gerhard König tréskúlptúra úr rekavið og málverk. Gerhard fílar fiskinn í sjálfum sér og fiskurinn er hans aðalþema. i Höfða á Ólafsvík sýnir Slgrún Hansdóttir 30 verk sem máluð eru með vatnslitum og flest unnin í Bandarikjunum sl. vetur en listakonan dvaldist þar. Verk Ásmundar Svelnssonar eru sýnd í Ás- mundarsafnl. Algjör snilld - allir þangað! Alltaf opið milli 10 og 16. í Gerðubergi er sýning á munum úr Nýsköpun- arkeppni grunnskólanemenda. Þarna er alls konar störskemmtilegir hlutir og krakkarnir eru alveg að springa úr sköpunargleöi og frumleg- heitum. Munina verður hægt að skoða í allt sumar því sýningin stendur til 27. ágúst. í Listasafnl íslands eru gömlu goðin upp um alla veggi: Kjarval, Þorvaldur Skúlason og fleiri slíkir. Fínt fyrir túrista og grunnskólanema. Bandariski listamaðurinn Jlm Butler sýnir í Ganglnum, Rekagranda 8. 20 f Ó k U S 2. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.