Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 4
Arni Sveinsson, fyrrum Kolkrabbi, lætur íslenska boltann fara í taugarn- ar á sér. „íslenskur fótbolti fer alveg hrikalega í taugarnar á mér. Þegar ég horfi á Cup America fyllist ég minnimáttarkennd yfir því aö vera íslendingur. Leikimir héma heima minna mann helst á Ólympíuleika sér- stakra. Eða þessa sketsja sem Monty Python vom með um 100 metra hlaup áttavilltra eða sundmót ósyndra. Við erum bara ekkert góðir í fótbolta. Eina afrekið okkar í þessari grein er að ná með einhverjum ótrúlegum hætti að spila verri bolta en Norðmenn, sem ég hélt að væri ekki hægt. En þannig náðum við þessum stig- um. Ég held við ættum bara að fara að æfa víðavangshlaup og hætta þessu sparki." GRIM- Væri til í að vera tengdasonur minn „Ég vinn sem baðvörður í íþróttahúsi en í sumar vinn ég hjá heildsölu," segir Grímur Hjartar- son, leikari og baðvörður, frekar dularfullur. Það er eitthvað sem bendir til þess að manninum líki einstaklega iila í viðtölum (sem geta ekki verið mörg um ævina) eða að kauði hafi eitthvað að fela. Nú leikiö þiö Óttar Proppé langstœrstu hlutverkin í þessari mynd, Óskabörnum þjóöarinnar, hvernig kom þaö til? „Það var bara vegna þess að Jonni Sigmars kom til mín þegar hann var nýbúinn með Eina stóra fjölskyldu og sagði mér að hann væri að skrifa nýja mynd og bauð mér hlutverk. Ég sagði já með einu skilyrði." Hvaöa skilyröi? „Að það væri aðalhlutverk,“ svarar Grímur og glottir, örugg- lega af því hann fékk það sem hann vildi. Æskufélagar úr Laugarnesi „Við Jonni höfum náttúrlega þekkst i mörg ár.“ Nú? „Já. Við erum báðir úr Laugar- nesi, Júlli Kemp líka, og búnir að þekkjast í gegnum árin. Gengum i sömu skólana," útskýrir Grímur og neitar að gefa upp hvað hann er gamall en er þó alveg örugglega yfir þrítugt og þá yngri en fertugt. Reikni hver sem vill. Hvaö um menntun, ertu mennt- aöur? „Ég er allavega ekki leikara- menntaður. Er bara með grunn- skólapróf og var á samningi í bak- aranum í þrjú ár en missti áhug- ann og kláraði aldrei allt þetta bóklega," segir Grímur sem byrj- aði í rauninni að vinna 13 ára gamall hjá pabba sínum sem er verktaki. Siðan hefur hann unni ótal störf. Meðal annars verið sjó- maður og selt plaköt á götuhorn- um víðs vegar um Evrópu. Svo á Grímur lika dóttur sem á heima úti á landi og það gerir honum erfitt fyrir hvað samband þeirra feðgina varðcir. Kannast ekki við Amsterdam Hvernig var í Amsterdam? „Hvenær?“ spyr Grímur og virð- ist ekki átta sig á að sagan segir að Óskabörnin gerist að hluta til í Amsterdam. „Þegar ég fór þangað með Jonna ‘86?“ heldur hann áfram og nokkuð ljóst að maður- inn ætlar ekki að svara þessari spurningu. „Jú, það var mjög gam- an,“ botnar Grimur og ætlar greinilega ekki að tala um meinta Amsterdam-ferð í kvikmyndinni. En þessi mynd gerist samt að einhverjum hluta í Amsterdam. Þetta er ekta hardkor dóp og drullusaga með fallegum kynlífs- senum, obeldi og hreinni íslenskri geðveiki. Sýnishornin úr myndinni, sem sýnd hafa verið á kvikmyndahátíðum erlendis og stuttmyndahátíðum hérlendis, gefa það allavega í skyn. Og í þessum sýnishornum sést Grímur vera að hamra einhverja píu. En það er auðvitað sem kauði er ekki tilbúinn til að tjá sig um fyrr en myndin kemur. Ertu óskabarn þjóöarinnar? „í hlutverkinu, já. En ég er kannski ekki óskatengdasonur en ég hugsa að ég væri til í að vera tengdasonur minn." Bjó í París og var handtekinn i Köben Grímur bjó og starfaði í París i fimm ár. Hann kom heim fyrir þremur árum og hafði þá náð að flakka um alla Evrópu sem plakata- sali. „Ég vann með stelpunni sem ég bjó með og var lika í samstarfi við Englending og einn Frakka,“ segir Grímur um þennan bissness sinn, að selja plaköt á götuhomum. En á þessum fimm árum lék hann líka aukahlutverk í franskri stuttmynd. Var gaman aö feröast um Evrópu og selja plaköt? „Það var þroskandi," segir Grím- ur sem margoft lenti í því að vera handtekinn því þessi starfsemi er ekki beint vel liðin af yfirvöldum í Evrópu. „Ég fékk verstu útreiðina í Dan- mörku. Danir em bara eitthvað klikkaðir. Það voru betlarar um allt Strik, sígaunakellingar búnar spreyja hárspreyji í augun á börn- unum sínum tO að fá þau til að grenja en löggan kom og stakk mér inn fyrir að selja plaköt,“ segir Grímur sem lenti í gifurlegum hremmingum í Danmörku. Hann reif líka svo mikinn kjaft og neitaði að borga viðeigandi sektir. Þá tók löggan upp á því að stinga honum inn í Vesturfangelsið sem er hrika- legasta fangelsi Baunaveldis. Því næst var Grímur sendur heim til ís- lands. Hann stoppaði þó stutt og fór aftur til Parísar. Kom heim tveimur árum seinna og nú er hann væntanlegur á hvíta tjaldið í haust og vonandi em íslenskir bíógestir einhverju nær um nýjustu kvik- myndastjömu bæjarins. -MT I |>AÐ A VIST AÐ TAKA SENUR-MAft SEM G6AAST A MARS H VElSTU HVAR ÞEIR ÆTlA AÐ TAKA tAR? Grímur maixarson leikari og bað\|Lpur er blst 9 jPwl^vricl a r m^l íslands þessa “öS^ey^a. Fókus hafði uppi á honum og fékk hann til að tjá sig að takmörkuðu leyti um kvikmyndina Óskabörnin f Ó k U S 9. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.