Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 17
* 9. júlí - 15. júlí Líficf eftir vinnu myndlist popp 1 e i khús fyrir börn k 1 a s s í k b i ó veitingahús eirniig a visir.is Popp SHIVA leikur argasta þungarokk í Deiglunni klukkan 22 á Listasumri á Akureyri. Þetta eru; Hlynur sem syngur, Viddi spilar á gítar, Lúlli á bassa og Kristján er trommarinn. •K lúbbar Það verður hinn fjallmyndarlegi Gummi Gonz- azel sem verður I erótískum stellingum í búri Lelkhúskjallarans. Ný og fersk danstónlist verður í fyrirrúmi. Skýjum ofar í kvöld á Thomsen. Tommi með discofönk en Addi & Reynlr með drum & bass og experimental breakbeatz. Þú mætir. •Krár Blues Express er duglegt band. Nú er það á Punktlnum, Laugavegl. Troðumst inn! I tilefni 100 ára afmælis síns býöur KR enska félaginu Watford í heimsókn. Rut Reginalds og Maggi Kjartans bregða sér I líki Elton Johns á Rauða Ljóninu. Búast má við að allar bestu perlur breska alþýðutónskáldsins hljómi. Wunderbar í Lækjargðtu er opinn. Tékkið á sálfræðiflugunum inni á karlaklósetti. Hermann Ingi og Biggl skemmta skrattanum á Fógetanum. Catalína hefur sig til flugs með fullan minibar af Gammel dansk. Verum drullufull! Leynifjelagið er á Gauknum, ferskt og skemmtilegt. Ýmis góð kóver á dagskránni. Karma er í bænum. Hvar haldiði? Auðvitað á Kaffi Reykjavík. Ávísun á mikið fiör. Jonni þéttur á bassanum. Hin stórkostlega en mótsagnakennda stór- hljómsveit Mlðnes heldur uppi taumlausu stuöi á Grand Rokk í kvöld. Vafasamir vel- komnir. Nú er það hinn lág- stemmdi Rúnar Þór sem safnar um sig áheyrendum inni á Péturs-pub. Gullöldln er stuöpleis og Svensen og Hallfunkel stuðpiltar. Bjórinn ódýr og allt eins og best er á kosið. Alison Sumner er nýtt nafn á skemmtikrafta- lista Café Romance. Krlnglukráln heldur að ykkur hljómsveitinni Taktík að þessu sinni. Það verður keyrt á fullu blússi stanslaust til klukkan þrjú. OFL hefur heitiö því að gera allt vitlaust inni á Café Amsterdam. Lögreglan er í viðbragðs- stöðu. Böl 1 Nú mæta Anna Vilhjálms og Hilmar Svérris- son tvíefld til leiks á Næturgalanum, þegar þriöja starfsárið er að hefjast. Vonandi fá þau fullt hús. Fyrrum hermaöurinn Mark A. Richards heldur uppi svalri reggiestemnmgu a Thomsen annaö kvöld. „Eg hef verið að Dj-a,“ alla ævi segir Jamaíkumaðurinn Mark A. Richards (öðru nafni: Dj- Shadow) en hann, Þossi á X-inu og Árni og Hrönn Kolkrabba- systkini verða á Kaffi Thomsen annað kvöld með risa reggie- djamm og Kung Fu-myndir. Hrönn og Mark rugla skífum í kjallaranum en hinir föngulegu rauðhausar, Þossi og Árni, halda uppi minnihlutahópum á efri hæðinni. „ísland þarf að fá að vita að það er ný bjalla að klingja og sú bjalla er reggie," heldur Mark áfram en hingað til hefur hann aðallega komið fram á Píanó- barnum og í Stúdentakjallaran- um ásamt vini sínum honum Anthony á Skratzinu. Þeir eru báðir á kafi í þessu reggie- hiphop-dansbíti sem þeir kalla bashment. Hvenœr komstu til íslands? „Ég kom hingað fyrir þremur árum. Þar áður hafði ég verið í New York i sex ár og síðan bara Jamaíku H v varstu gera Jamaíku „Ég hermaðv sex ár, s e g i r Mark en það er s a m t ekkert s e m hann vill fara út í. Hann viður- kennir þó að hafa lent í ein- hverjum átökum þó hann hafi ekki tekið þátt í stríði. Einu sinni var hann þó í biðstöðu rétt hjá Trínidad og það lá við átökum. Hvað með píurnar hér á ís- landi, eru þær ekki vitlausar í þig? „Ég er búinn að vera með sömu stelpunni frá því ég kom hingað og stefni ekki á að breyta því. Það var kominn tími á að maður yrði loksins stór, eins og pabbi sagði.“ Varstu soldið villtur? „Bæði og. Konseptið hérna á íslandi er bara þannig að allir vita allt og ef maður vill halda mannorðinu þá hagar maður sér skikkanlega. Þess vegna breyttist lífsstíllinn minn algerlega eftir að ég kom hingað,“ segir Mark og vill síðan endilega hvetja alla ís- lendinga til að heimsækja Jamaíku. „ísland getur valdið þunglyndi, sérstaklega á veturna og það er einmitt þess vegna sem ég er að bjóða ykkur að koma og upplifa reggie. En ég meina, farið til Jamaíku. Fleiri, fleiri kíló- metrar af ströndum með hvítum sandi. Það eru meira að segja nektarstrendur þarna fullar af fólki, hangandi typpum og ber- rössuðum stelpum," fullyrðir Mark sem augljóslega saknar heimahaganna þó honum líði vel í Reykjavík. „Ég ætla á Fimmvörðuháls um helgina. Við förum 10-15 vinir saman á fostudags- kvöldið í Skóga og tjöldum þar, förum svo á hestum á laugardeginum upp Fimmvörðu- hálsinn og göngum síðan niður jökulinn í Bása þar sem við tjöldum og skemmtum okk- ur. Logi tekur upp gítarinn og syngur arabísk lög og kannski líka Stál og hníf fyrir þá sem kunna ekkert annað. Síðan verður væntan- lega eitthvað drukkið. S.I. Fredy mun verða með sögustund og segja okkur fullorðinssögur síðustu helga, Jón Páll og Nabil munu vænt- anlega koma með kennslu í hamborgaragolfi og síðan má ekki gleyma Einari Gunnari. Hann verður á svæðinu líka. Síðan er það bara drumburinn á sunnudeginum. Ætli við reynum ekki að ná Árbæjarlauginni fyrir ^ lokun.“ Stefán Guöjónsson velgjörðarmaður. eKlassík Kristín Mjöll Jakobsdóttlr og Ásdís Arnardótt- Ir leika saman Mozart og fleira gott í Nönnu- koti í Hafnarfiröi í kvöld. Þaö er vissara að panta sæti því þessir viöburöir eru geysivin- sælir. •Sveitin 8-villt er í T H sveitinni, nán- v-■ ar tiltekið á ij' ™ Gamla góða iö- • * andi fjöriö sem ^ viö þekkjum svo vel. Kántrýbær er vettvangur Slxties aö þessu sinni. Kannski Hallbjörn útvarpi þeim. Hall- björn, við viljum sendi sem drifur í bæinn! Stuðmenn eru á Hótel Selfossi. Stór hópur fylgdarliös mætir á sviðiö meö þeim, sexí gógó-píur, plötusnúðar og annað skemmtilegt. Jónas Þórir píanóleikari leikur á Fosshótell, Blfröst, ásamt Ingrld Karlsdóttur, bráöefnileg- um fiðluleikara á 15. ári. Matargestir arga af hrifningu. Sóldögg er í Sjallanum á A k u r e y r I . Bergsvelnn og félagar leika fyrir noröan- menn sitt nýjasta lag: Fæ aldrei frið. Jæja ísfiröingar, hér er ávísun á enn eitt fyller- íið. Á mótl sól kemur I fyrsta sinn norðvestur til ykkar. Sýniö þeim gestrisni og bjóðið þeim tvöfaldan brennivín í einföldum pernoid. Djöfiist svo á dansgólfinu í Sjallanum. Síðasta helgi var gríöarlega vel heppnuö hjá Skítamóral og nú er steöjað austur á land. Bandiö veröur í Valaskjálf í kvöld og er 16 ára og eldri frjálst að mæta. Þetta er víst í eina skiptið í sumar sem svo ungt blóö má mæta á Móralinn. Litlu Egilsstaöatínin láta ekki segja sér þaö tvisvar. Sóldögg tekur upp þráöinn frá Skjtamóral í SJallanum á Akureyrl. SSSól er í Skothúsinu í Keflavík. Fag- mannlegt trukk, enda reyndur kjarni lista- manna sem skipar bandiö. Utihátíö SAA, Ulfaldlnn, tekur sér bólfestu í Galtalækjarskógl. Undanfarin ár hafa yfir þús- und manns sótt mótiö hverju sinni. I kvöld er stórdansleikur meö Stjórnlnnl og verður dans- aö framundir morgun. ©Leikhús Hellisbúinn er aftur fluttur í helli sinn i ís- lensku óperunni. Sýningin byrjar klukkan 20.00 en Bjaml Haukur Þórsson túlkar sem fýrr þennan ágæta hellisbúa sem alla ætlar að æra úr hlátri. Sigurður Sigurjónsson er leik- stjóri en þýöandi verksins er Hallgrímur Helga- son. Síminn í Óperunni er 551 1475 og þaö er hægt aö panta miða eftir klukkan 10.00. Á stóra sviöi Borgarlelkhússins er Litla hryll- ingsbúðln sýnd klukkan 20:00. Höfundur verksins er Howard Ashman en leikstjóri er Kenn Oldfield sem er svo sannarlega oröinn „Islandsvinur". Hann hefur leikstýrt nokkrum stykkjum hér á landi, meöal annars Grease sem hlaut fádæma góðar viðtókur. Aðalhlut- verk I Hryllingsbúöinni leika Stefán Karl Stef- ánsson, Þórunn Lárusdóttir, Bubbi Morthens, Eggert Þorleifsson og Selma Bjömsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Um tónlist sér hinn margrómaöi Jón Ólafsson. Rétt er aö benda á aö klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfviröi. Leikritið Ormstunga, sem sýnt var viö gífurleg- ar vinsældir í Skemmtihúsinu á sínum tíma, mun nú líta dagsins Ijós á ný...en þó aöeins 5 sinnum. Sýnt er á Lltla sviöl Borgarleikhúss- Ins og hefst sýning klukkan 17. Þjónn í súpunni, fyrsta spunaverk Iðnós er aft- ur komið í gang. Þetta er fjörugt verk og galop- iö og vegna gífurlegra vinsælda hafa nokkrar sýningar veriö settar á. Leikendur eru Edda Björgvinsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Slg- rún Edda Bjömsdóttlr og Kjartan Guöjónsson. Sýningin hefst klukkan 23. I/=Fókus mællr með 4 •Fundir Grænl herlnn tekur Selfoss í gegn i dag. Unn- iö veröur í nýja bæjargaröinum viö Sigtún en þar verður tyrft og gróöursett. í kaffihléi verö- Stendur þu fyrir einhverju? Sendu upplýslnijar i t' mail lokiisiii’loKiis is lax 5bl) 5020 Reykjavlk: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. <SUBUURV% Ferskleiki er okkar bragð. Island . valdi : iJ > C J 9. júlí 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.