Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Page 4
Umboðsskrifstofa
Claudiu Schiffer
leitar að módelum.
lúkkið
er úti
„Þaö er bara um að gera að
mæta í Loftkastalann í dag milli kl.
16 og 19,“ segir Sigrún Magnús-
dóttir, umsjónarmaður Metropolit-
an-keppninnar sem haldin verður
hér á landi í Gamla bíói 3. septem-
ber. í Loftkastalanum tekur Sigrún
á móti stúlkum á aldrinum 14-20
ára í viðtal og myndatöku. Þær
sem hafa rétta útlitið taka svo þátt
í sjálfri keppninni og það er til
mikils að vinna því Metropolitan
er umboðs- og módelskrifstofa með
stúlkur á borð við Claudiu Schif-
fer og Evu Herzigova á samningi.
„Sú sem vinnur fer til Parísar í
aðalkeppnina. Þar verða um og yfir
30 aðrar stúlkur að keppa og því
dágóðar
v i n n -
ingslík-
ur því
það er
samning-
ur í
verðlaun
f y r i r
f y r s t u
þrjú sæt-
in,“ seg-
ir Sigrún
og út-
skýrir að
samning-
u r i n n
gildi í ár
og upphæðimar sem verið sé að
tala um séu tugir milljóna á hvert
sæti eða 77 milljónir í heildina.
En hvaóa lúkk af stelpum er inni í
dag?
„Ég var einmitt að tala við þau úti
í gær og mér skilst að þetta sé svona
einfaldleiki og stílhreint útlit sem
hefur einhver mjög sterk sérkenni,"
segir Sigrún en sérkenni gæti verið
fáeinar freknur, sérstök augu, fallegt
bros eða nánast hvað sem er.
Hvaö um stór brjóst, eru þau ekki
úti?
„Jú. En mér sýndist á tímabili að
það væri að koma bylgja sem leyfði
stúlkunum að hafa aðeins meira utan
á sér. Það virðist samt vera að breyt-
ast en það er samt alveg öruggt að
heróínlúkkið er gjörsamlega úti.“
Þaó er enginn sérstakur háralitur í
tísku eöa neitt svoleióis í þessum
bransa?
„Nei. Hann skiptir engu máli. í dag
fjallar þetta aðallega um heilbrigði og
hreysti," segir Sigrún og því væri ráð
fyrir tiltölulega hraustar og auðvit-
að sérstakar stelpur að koma sér
niður í Loftkastala í dag.
Sigrún Magnúsdóttir er
að leita að sætum og sér-
stökum stúlkum.
Troðfullur skemmtistaður, hoppandi sveitt kjöt á gólfinu og sjö menn uppi á sviði:
þrumuhljómsveitin Jagúar Börkur Hrafn Birgisson og Samúel J. Samúelsson
eru 28.5% af Jagúar og þeir segja að allir fíli fönkið.
Börkur gítarfress: „Maður getur ekki
annað en gníst tönnum eins og am-
fetamínsjúklingur.“
Af hverju fönk?
„Það má finna alls kyns skýring-
ar á þessu en helst er það að fónk-
ið er stysta leiðin að hreinleika
mannsins."
Eru áhorfendur ykkar af ein-
hverju ákveðnu sauöahúsi?
„Það er ákveðinn fasti," segir
Samúel með nýyrði á vör.
„Mengið spannar Manson-gengið
yfir í Lalla í 12 tónum,“ fullyrðir
Börkur. „Alls konar lið lætur sjá
sig í misgóðu ástandi: Pétur Krist-
jáns, Stebbi Hilmars, Eyjólfur
Kristjáns. Allir fila fönkið!"
Bakaðar baunir
Meðlimir Jagúar syngja ekki en
gaula annað slagið með. Sveitin
ætlar í plötuupptöku í ágúst og
áætlar að tíu laga albúm komi út
fyrir jólin. Það er enginn Hitler í
bandinu og lýðræðið ægilegt. Hæfi-
leikar allra fá að njóta sín þó Börk-
ur og Samúel viðurkenni að menn
séu misfrekir. Tónlistin er hobbí
hjá strákunum þó Samúel sé að
reyna að lifa á þessu. „Ég er alla
vega ekki að gera neitt annað," við-
urkennir hann.
„Við stefnum allir að því að
verða atvinnumenn," staðfestir
Börkur.
Sjáiöi þá fram á nokkuö annaö
en aö flytja úr landi?
„Ja, ísland er náttúrlega pínulít-
ill markaður,"
segir Samúel,
með þunga
áherslu á
„pínu“.
„Það mætti
kannski lifa á
þessu ef maður
væri einn og við-
bjóðslega dug-
legur í að mark-
aðssetja sjálfan sig,“ segir Börkur,
„en við viljum náttúrlega geta lifað
á Jagúar eingöngu og til þess þurf-
um við út. Við værum alveg til í að
éta bara bakaðar baunir í tvö ár ef
við fengjum bara að spila.“
„Mér finnst að vísu bakaðar
baunir vondar en maður léti sig
hafaða," klárar Samúel.
Heilmikil víma
Hljómsveitin byrjaði á því að
leika annarra-manna-lög eingöngu
en svo týndust eigin lög inn í
prógrammið.
„Við höfum það fyrir reglu að
taka eitt annarra-manna-lag út fyr-
ir hvert frumsamið sem fer inn,“
segir gítarleikarinn og bætir við:
Strákarnir í Jagúar fara og fa ser vondar pylsur eftir erfiða og sveitta tónleika.
„Þar sem frumsömdu lögin eru
frekar kreíjandi, eða alla vega fyrir
ofan meðallag flókin, þá er gaman
að sjá hversu vel þau ganga í fólk.
Við höfum spilað heilu skólaböllin
og það er gaman að sjá krakkana
grúfa í gegnum 5 eða 6 mínútna
löng sóló eins og ekkert sé.“
Hvort eruöi meira ball-band eöa
tónleika-band?
„Við fílum okkur best sem tón-
leikaband á tónleikum þar sem
áhorfendurnir fara að dansa,“ seg-
ir Sammi.
Börkur: „Við gerum mikið í því
að vera glaðir þegar við spilum og
það er annað og meira en gæsahúð
sem við fáum á sviði. Þetta er heil-
mikil víma. Þegar við erum heitir
getur maður ekki annað en gníst
tönnum eins og amfetamínsjúkling-
ur.“
„Maður er alveg búinn eftir tón-
leika,“ lýsir Samúel yfir.
Hvaó geriöi þá til aö slappa af eft-
ir svitabaðið?
„Það er nú bara farið upp í Sel-
ect og étin vond pylsa," segir Börk-
ur, „og svo sér maður eftir því að
hafa ekki tekið vídeó fyrr um dag-
inn því manni kemur ekki dúr á
auga tímunum saman."
-glh
Eðalfönkhljómsveitin Jagúar
hefur verið áberandi í skemmtana-
lífi landsins síðustu misserin og ku
það íjörug að æðahnútar, vörtur og
önnur líkamslýti hreinlega hverfa
eins og dögg fyrir sólu á ballgest-
um. Jagúar var lengi vel sexmanna
sveit en nú eru sjö karlmenni inn-
anborðs því Samúel basúnuleikari
er genginn til liðs við sveitina en
hann er eins og alþjóð veit nýslopp-
inn úr Casino-gleðibankanum.
Strákarnir í Jagúar brosa sína
breiðasta í hvert skipti sem þeir
koma fram og þegar Sammi og
Börkur (gítarbróðir og hressfress)
mæta í viðtal birtir til eins og
kveikt hafði verið á 100 kerta
lúxorlampa.
„Casino höfðu spilað saman í tvö
ár og menn vildu fara í ýmis önnur
verkefni," segir Samúel um enda-
lok Casino. „Ég fór snemma að
leita mér að einhverju nýju og
rakst á þessa stráka."
Á íslenska tónlistarmarkaðnum
hefur alltaf verið verið pláss fyrir
a.m.k. eina vitræna stuðgrúppu,
allar götur síðan Júpiters lögðu lín-
una fyrir nokkrum árum.
„Það er alltaf pláss fyrir sniðugt
stuðband,“ segir Samúel, „sem
reynir aö fara aðeins nýjar leiðir."
Berki finnst Jagúar vera annað
og meira en bara stuðband. „Við
erum frábrugðin öðrum stuðbönd-
um í því að við semj-
um lög sjálflr,“ segir
hann.
Samúel básúnublás-
ari: „Mér finnst bakaó-
ar baunir vondar."
nnað og
en
HUH
LYK.TIN FINNST NU ALUTAF...
NEI, SOGUÞRAÐURINN EB. SVO MlKlÐ PRUM
HVORT SEM ER... 'V '
ÞA.R ERU T. D. SVO HAVA.RAR. AÐ MAÐUR ÚETuR
ALVE6 REKIÐ VlÐ I BÍÓ ÁN t»ESS AÐ NEINN
TAKI EFTIR ... (/ í fl—rMk «1—
I I 0Ú 3Ú, ÉG FÍLA ALVEG ACTlON- MYNDlR...