Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Qupperneq 12
Vann
meista
blind
„Myndin er ekkert út í gegn
einhver rosa Hollywood-læti,“
segir Haukur M. Hrafnsson, ný-
bakaður kvikmyndaleikstjóri sem
frumsýnir ódýrustu biómynd ís-
landssögunnar í Háskólabíói á
morgun. „Þetta er raunsæ mynd
um mann úti í bæ og mér finnst
hún ganga upp í smáatriðum og
þá skiptir heildin ekki svo miklu
máli.“
Nú kostaöi myndin tvœr og
hálfa millu, fékkstu einhverja
styrki?
„Nei. Ég borga þetta allt sjálfur
og vil með því koma þeim skila-
boðum á framfæri að það þarf
bara gott handrit til að komast af
stað. Það þarf enginn á Kvik-
myndasamsteypunni eða Kvik-
myndasjóðnum að halda til að
gera bíómynd sem fólk getur horft
á.“
Er einhver búinn aö sjá mynd-
ina?
„Nei,“ svarar Haukur. „Það hef-
ur enginn utanaðkomandi séð
hana. En vinir mínir hafa séð
hana og þeir eru ekkert að segja
mér að láta mig hverfa og ég er
því sæmilega bjartsýnn."
Var með stelpu sem
hélt fram hjá
„Þetta er náttúrlega saga sem
allir þekkja,“ segir Haukur um
myndina sína. „Hún fjallar um
strák sem er með stelpu sem byrj-
ar með besta vini hans. Þetta er
eitthvað sem allir hafa lent í eða
horft upp á vini og kunningja
lenda í.“
Hefur þú lent í því?
„Já,“ svarar Haukur hreinskil-
inn og brosir. „Það var þannig að
ég var með annarri stelpu en ég
er með núna þegar ég byrjaði að
skrifa þetta handrit. Þá notaði ég
það trix til að fá reiðina inn í
handritið að ímynda mér að besti
vinur minn og hún væru að byrja
saman. Síðan þrem mánuðum
seinna þá var ég staddur á sjó, í
Smugunni, til aö safna fyrir gerð
myndarinnar. Þá segir hún mér
allt í einu upp vegna þess að hún
heldur við einhvern strák og
næstu tvo mánuðina klára ég
handritið í rosalega mikilli reiði.
Ég notaði meira að segja nafnið á
þessum strák i handritið og þau
eru saman í dag. Þessi mynd er
samt ekkert skot á þau.“
Haukur var í Smugunni allt
sumarið í fyrra og úr þessari
norsku Smugu koma því fimm
hundruð þúsund krónur sem fóru
allar í myndina. Fyrir utan þann
pening kostaði myndin tvær millj-
ónir sem Haukur útvegaði með
því að láta mömmu og pabba
skrifa undir víxil.
Ekki í samkeppni við
Star Wars
Þú leikur aöalhlutverkiö sjálf-
ur. Var þaö ekki erfitt?
„Jú. Ég var alveg þrjá mánuði
að koma mér í hlutverk. Safnaði
hári í átta mánuði og létti mig
um tuttugu kíló og reyndi að vera
sem ólíkastur sjálfum mér svo
fólk sem þekkir mig segði ekki
bara: „Já, þama er Haukur í ein-
hverju rugli.““
Og hvert veröur framhaldiö, á
nú aö fara aö sœkja um styrki og
gerast vinur Friöriks Þórs?
„Nei. Ég ætla ekki að fara að
betla. Hluti af ástæðunni fyrir þvi
að ég gerði þessa mynd var að ég
sá þarna fréttina um að Miramax
ætlaði að gera sex myndir hérna.
En það em engir sex leikstjórar
hér á landi sem geta leikstýrt
myndum. Þess vegna kom ég mér
bara í samkeppnina með þessari
mynd og ég mun gera fleiri
myndir ef þessari verðm- ágæt-
lega tekið. Ef það klikkar og
myndin floppar þá fer ég bara út
í skóla og kem aftur eftir nokkur
ár og byrja aftur. íslendingar eru
svo fljótir að gleyma og það er
náttúrlega kostur ef myndin
klúðrast," segir Haukur og bætir
því við að það kosti bara
fimmhundruðkall inn á myndina.
En hann er að vona að hún hald-
ist í bíó til 17. ágúst þvi þá er
mánuður í Star Wars og hann er
ekki alveg viss hvort það borgar
sig að fara í samkeppni við hana.
Voru ekki margir sem hjálpuöu
þér viö aö gera þessa mynd?
„Nei. í lok myndarinnar er ör-
ugglega stysti sérstakar þakkir
listinn sem hefur verið á ís-
lenskri bíómynd. Þeim sem ég
borgaði pening fyrir græjur og
annað þakka ég ekki því þeir
gátu ekki einu sinni beðið þar til
ég var búinn að frumsýna heldur
fóru strax i að hóta manni lög-
mönnum og öllu því.“
Ekkert mál að fá dóp
Haukur bjó í Reykjavík til tíu
ára aldurs. Þá flutti hann til Hafn-
ar i Hornafirði og síðan aftur í
bæinn þegar hann var tvítugur.
Nú er hann tuttugu og þriggja ára.
Hvernig var að alast upp úti á
landi?
„Það var fínt. En maður var
alltaf svona FM-gæi og ég á meira
að segja Club FM kort númer
fimm.“
Og ertu enn þá chocko?
„Nei. Ég er frelsaður. Enda var
þetta FM-lið ekkert svo slæmt
hérna ‘95 og hefur breyst rnikið,"
segir Haukur, fyrrum chocko, nú-
verandi lopahúfa.
Á þá aö fara og fá fast sœti á
Kaffibarnum?
„Nei, nei. Bara Kaffi Thomsen
en hann hefur samt dalað aðeins
eftir að skipt var um eigendur."
Nú er eitthvaö um dóprugl í
myndinni, hefuröu sukkaö mikiö?
„Já. Það byrjaði náttúrlega allt
þegar maður var sautján. Þá safn-
aði maður sér pening í mánuð og
kom síðan í bæinn og eyddi
hundrað og þrjátiu þúsund á einni
helgi.“
/ hvaö?
„Maður fór kannski í Sautján
þegar maður kom í bæinn og
dressaði sig upp. Svo var farið í
Ríkið og eytt tuttugu þúsund kalli.
Síðan farið út að skemmta sér, í
parti sem fannst með því að
hringja á X-ið eða í eitthvert fólk
sem þú hafðir kynnst. Þaðan var
náttúrulega farið á barinn og
hreinlega öllum boðið í glas og
hangið niðri í bæ til klukkan sex
um morguninn. Þá fór maður á
gistiheimilið og svaf úr sér og á
sunnudeginum var djammið búið
og maður fór heim, skítblankur.
Þetta voru utanlandsferðirnar
okkar, þeirra sem eru utan af
landi.“
Haukur M.
Hrafnsson er fyrrum
íslandsmeistari í frjálsum
íþróttum, sukkari,
dópisti og Club FM
félagi. Núna er
hann óháðasti kvik-
myndagerðar-
maðurinn á íslandi.
Fókus tók kauða tali
og athugaði hvaðan
þessi maður er
eiginlega.
„Þetta er raunsæ mynd um mann úti í bæ og mér finnst hún ganga upp í smáatriðum og þá skiptir heildin ekki svo miklu
máli,“ segir Haukur M. Hrafnsson, höfundur ódýrustu bíómyndar íslandssögunnar.
Varstu þá ekkert aö nota fikni-
efni í þessum innanlandsferöum?
„Jú, jú. Þetta var náttúrlega all-
ur pakkinn. Það er ekkert mál að
útvega sér dóp í Reykjavík þótt
maður komi utan af landi.“
Spítt til að geta
drukkið meira
„Þetta byrjaði hjá mér af því að
mér fannst ekkert gaman að
verða bara allt of fullur og fara
heim og drepast. Þá kom bara
spíttið til greina og það var hel-
víti fínt. Maður gat djammað alla
helgina. Hélt sér bara við með
amfetamíni. Ég mótmæli líka
stranglega þegar fólk segir að
hass sé vímuefni sem leiði mann
út í sterkari efni. Það er náttúr-
lega bara áfengið sem gerir það.“
En varstu aldrei i hassinu?
„Ég náði að halda mér helvíti
lengi frá því. Eða þangað til ég fór
á eitthvað sextán daga fylliri og
endaði grútþunnur hjá einhverju
fólki sem sagði mér að fatan
myndi taka alla þynnku frá mér.
Ég prófaði það og lá alveg hvítur
í framan í einhverjum sófa í fjóra
klukkutíma. En fann ekki fyrir
þynnku, að vísu.“
Hvenœr hœttiröu svo?
„Fyrir tveimur árum hætti ég
að drekka og byrjaði að skrifa
handrit. Ég var líka búinn að
lenda nokkrum sinnum á spítal-
anum út af brisinu í mér og ef ég
fer aftur á fyllirí mun ég deyja.
En þegar ég hætti að drekka
reykti ég bara hass í ár en hætti
því fyrir ári.“
Þú hefur ekkert fariö í afvötnun?
„Jú. Þegar ég var átján ára en
það virkaði ekkert. Þar er bara
keyrt á einhverri sektarkennd
sem maður veit ekkert um.“
Er þá skárra aö hœtta bara
sjálfur?
„Já. Ég er líka það heppinn að
hafa fólk í kringum mig sem var
tilbúið að hjálpa mér. En breyt-
ingin er alveg svakaleg frá því að
sukka mikið og vera edrú þar sem
ég er enn þá í sama hóp og ég var.
Ég fór ekkert frá vinum minum
eða neitt þannig.“
Mikið sukk í frjálsum
íþróttum
Þú varst líka íþróttastjarna á
tímabili?
„Já. Ég var í landsliðinu i frjáls-
um frá því ég var 14 og þar til ég
varð 20,“ segir Haukur, en á þessu
tímabili varð hann nokkrum sinn-
um íslandsmeistari í kringlu-,
spjót-, kúlu- og sleggjukasti.
En hvernig fór drykkja og íþrótt-
ir saman?
„Það er meira sukk í íþróttum
en þú getur ímyndað þér. Það er
örugglega mesta sukkið í kringum
þær. Það fylgir þessu. Maður er
svo lítið heima hjá sér. Um hverja
helgi er verið einhvers staðar úti á
landi og það er alltaf eitthvert
fyllirí í gangi.“
Lumaröú þá ekki á góöri íþrótta-
sukkssögu?
„Jú. Ég var til dæmis með Jack
Daniels í brúsa á vellinum þegar
ég vann íslandsmeistaratitilinn í
kúlu, sleggju og kringlu en var síð- í
an eiginlega orðinn þunnur þegar
það kom að spjótinu og kastaði I
tuttugu metrum undir mínum
besta árangri," segir Haukur, en
þetta gerðist þegar hann var átján j
ára gamall.
Þaö má því segja aö íþróttir hafi |
ekki haldiö þér frá sukkinu, eins og \
sagt er aö þær eigi aö gera?
„Nei. Um leið og ég hætti að
drekka þá hætti ég í íþróttum.
Sama dag-
inn, meira
að segja.“
Já, það
vantar ekki
í hann
Hauk M.
Hrafnsson
heivítis at-
orkuna.
12
f Ó k U S 16. júlí 1999