Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 15
Gamla kempan David Warner leikur foringja í varnarliði jaröar. framtiðarinnar Samkvæmt kenningum handrits- höfunda Wing Commander, sem frumsýnd verður í Sam-bíóunum í dag, munum við eiga í stríði við öfl utan úr geimnum árið 2564. Óþekktur og grimmur flokkur utan úr geimnum, sem jarðarbúar kalla The Kilrathi, hefur komist yfir leyniupplýsingar er varða varnir jarðarinnar og hyggjast notfæra sér þær til að sigra jarðarbúa og setjast að á jörðinni. Það hvílir því þung ábyrgð á þremur ungum flug- mönnum sem eru þeir einu sem standa í vegi fyrir að innrásin heppnist. Wing Commander er byggð á þekktum tölvuleik sem notið hefur mikilla vinsælda og er eftir Chris Roberts en hann hefur samið fimm tölvuleiki sem hlotið hafa heims- frægð. Roberts fær í Wing Comm- ander eldskím sína sem leikstjóri og víst er að þeir misgóðu dómar sem myndin hefur fengið sýna fram á að ekki fer endilega alltaf saman geta hannað góða tölvuleiki og leikstýra góðri kvikmynd. Þykir Sambíóin frumsýna í dag Wing Comm- ander sem fjallar um flugliða framtíð- arinnar aö berjast við óþekktar geim- verur árið 2564. Framtíð jarðarinnar er í höndum þriggja ofurhuga. myndin bera vott um reynsluleysi Roberts sem nær sér best á strik þegar myndin er líkust tölvuleik. Hann er þó ekki alveg reynslulaus bak við myndavélina því fyrir nokkrum árum gerði hann mynd- band upp úr tölvuleik sínum sem hann fékk þekkta leikara á borð við Mark Hammill, Malcolm McDowelI og John Rhys-Davis til að leika í. í hlutverkum flugmannanna þriggja í Wing Commander eru Freddie Prinze Jr„ Matthew Lill- ard og breska leikkonan Saffron Burrows. Þeim til halds og traust eru David Wamer, Tchéky Karyo, David Suchet og Júrgen Prochnow, allt traustir skapgerðarleikarar með langa reynslu að baki. -HK Bjargvættimir f Wing Commander Freddie Prinze jr. Freddie Prinze jr. hefur verið tíð- ur gestur á hvíta tjaldinu. Hann leik- ur eitt aðalhlutverkið í She’s All That sem gengið hefur i kvikmynda- húsum höfuðborgarinnar að undan- fomu og mótleikari hans í Wing Commander leikur þar einnig. Hann lék einnig í I Know What You Did Last Summer og ffamhaldinu, I Still Know What You Did Last Summer. Aðrar kvikmyndir hans eru To Gillian on Her 37th Birthday þar sem hann lék á móti Michelle Pfeif- fer og Clare Danes og House of Yes. Eins og flestar ungstjörnur Banda- ríkjanna hóf Prinze feril sinni í sjón- varpinu þar sem hann lék í sjón- varpsmyndaflokkunum Family Matt- ers, Too Soon for Jeff og The Watcher. Nýlega lék hann í sjón- varpsmyndinni Detention þar sem mótleikarar hans voru Rick Schroeder og Henry Winkler. Saffron Burrows Saffron Burrows er ein af mörgum breskum leikkonum sem reyna fyrir sér í Hollywood. Burrows hafði nokkra reynslu af leik í breska sjón- varpinu þegar hún settist að í Los Angeles og ættu íslenskir sjónvarps- áhorfendur að muna eftir henni úr ýmsum breskum sjónvarpsmyndum og þáttum. Burrows byrjaði feril sinn í skemmtibransanum sem módel en skipti um gír á hátindi tískuferilsins þegar henni bauðst hlutverk í In the Name of the Father. Það var svo í Circle of Friends þar sem hún lék á móti Chris O’Donnel og Minnie Driver sem hún vakti fyrst athygli. Aðrar kvikmyndir hennar eru One Night Stand, sem Mike Figgis leikstýrði, ástralska gamanmyndin Hotel de Love og nýjasta kvikmynd Woodys Allens, Celebrity, sem sýnd er í Há- skólabíói. Næst sjáum við hana í nýj- ustu kvikmynd Renny Harlins, Deep Blue Sea. Matthew Lillard Matthew Lillard lék á móti Freddie Prinze í She’s All That sem naut tölu- verðra vinsælda jafnt hér á landi og annars staðar. Eins og Prinze jr. hóf Lillard feril sinn í sjónvarpinu og fékk afbragðsdóma í G.O.D., No Trespassing Zone., The Devil’s Child og A Christmas in Wales. Lillard sem er Kalifomíubúi var alltaf ákveðinn í að gerast leikari og til að fullnuma sig í listinni fluttist hann til New York þar sem hann settist á skólabekk. Hann vakti fyrst athygh fyrir leik sinn í Scream. Áður hafði hann leikið í Ser- ial Mom, Mad Love, Hackers, Sensel- ess og The Curve. Maðurínn sem grét Barnastjaman fyrrverandi Christina Ricci hefur náð að festa sig í sessi í Hollywood og þykir meðal efnilegri leikkvenna. Breski leikstjór- inn Sally Potter (Orlando) hef- ur mikið áht á Ricci og hefur fengið hana til að leika aðal- hlutverkið f The Man Who Cried, sem hún vinnur nú að. Potter skrifar einnig handrit- ið. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og mun Ricci leika unga konu sem flýr frá Þýskalandi til Parisar og dreymir um að komast til Bandaríkjanna.. Ekki hefur verið ráðið í önnur hlutverk, en John Turturro og Johnny Depp era sagðir heitir. Tilboð á Doritos 199 kr. pokinn Leigan í þínu hverfi 16. júlí 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.