Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 Sport DV British Open Frakkinn Jean Van De Velde kom verulega á óvart á opna breska mótinu. Frakkinn hafði fimm högga forystu fyrir siðasta hringinn í gær en gerði sig sekan um hreint ótrúleg mistök á síðustu holunni. Þá þverbraut hann nánast allar reglur sem hægt var að brjóta og síðan náði hann sér aldrei á strik í bráðabananum. Blaöamenn á mótinu vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar þrír keppnisdagar af fjórum voru að baki enda De Velde, með 5 högga forystu, vægast sagt lítt þekktur kylfingur. Á blaðamannafundi eftir fyrstu þrjá dagana fór mestur tíminn hjá De Velde i það að kynna sig og segja frá sínum ferli. Segja má að óþekktir kylfingar hafi skákað þeim eldri og reyndari. Hver hefði til að mynda trúað því fyrir mótið að franskur kylfingur í 152. sæti á heimslistanum myndi leiða svo til allt mótið og vera mjög nálægt því að sigra? Síðan má minna á að sigurvegarinn, Paul Lawrie, var enn aftar á heimslistanum eða í 159. sæti. Skotinn Colin Montgomerie, launahæsti og besti kylfingur Evrópu á síðasta ári, var nokkuð frá því að blanda sér í toppbaráttuna en lék þó öllu betur en hann hefur gert á síðustu mótum. Þess má geta að hann fékk sér nýverið stífari kylfur og virðist vera að venjast þeim. Tiger Woods var lengstum í nokkrum vandræðum. Teighögg hans lentu mörg utan brautar og púttin duttu alls ekki. Sérstaklega voru 3-5 metra púttin léleg hjá Woods. Sigurvegarinn á British Open, hinn þrítugi Skoti, Paul Lawrie, fékk tæpar 40 milljónir króna fyrir utan heiðurinn. Þess má geta að kylfusveinar kylfinganna eru yfirleitt með samning upp á 10% af verðlaunafé viðkomandi og þvi hefur kylfusveinn sigurvegarans fengið tæpar 4 milljónir króna í sinn hlut eða um milljón fyrir daginn. Fimm efstu kylfingarnir á British Open unnu sér rétt til að leika á opna bandaríska meistaramótmu sem fram fer á næsta ári. Þessir kylflngar þurfa ekki að fara í undankeppni fyrir US Masters og verður boðið á mótið á næsta ári. Efstu menn Paul Lawrie 290 Jean Van De Velde . 290 Justin Leonard .. . . 290 Angel Cabrera 291 Craig Parry 291 Greg Norman 293 Davis Love III 294 David Frost 294 Tiger Woods 294 Jim Furyk 295 Scott Dunlap 295 Jesper Pamevik . . . . 295 Hal Sutton 295 Retief Goosen 295 Scott Verplank 296 Colin Montgomerie . 296 Tsuyoshi Yoneyama . 296 Lee Westwood 297 Patrik Sjöland 297 Bernhard Langer . .. 297 Frank Nobilo 297 Andrew Coltart .... 297 Costantino Rocca ... 297 Tiger Woods og Greg Norman voru meðal efstu manna en náðu ekki að blanda sér í lokaslaginn. Reuter Justin Leonard lék ágætt golf á lokadeginum í gær en varð að gefa eftir í bráðabananum. Reuter innar Lítt þekktur skoskur kylfingur, Paul Lawrie, tryggði sér í gærkvöld sigurinn á opna breska mótinu í golfi, einu stærsta og elsta golfmótinu sem fram fer. Lokadagur mótsins var skrautlegur svo ekki sé meira sagt. Frakkinn Jean Van De Velde hafði 5 högga forskot fyrir síðasta hringinn. í byrjun missti hann forskotið niður en undir lokin var hann talinn öruggur með sigurinn á 18. teignum en þá hafði hann þriggja högga forystu á næstu menn. En Frakkinn gerði allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust og bauð áhorfendum upp á klúður aldarinnar. Hann notaði „dræver" í upphafshögg í stað járns og missti boltann út af brautmni og lega hans var slæm. Þar tók hann mikla áhættu og reyndi við flötina i stað þess að leggja upp við flötina ems og sagt er. Annað högg hans fór í áhorfendastúkuna, skaust þaðan ofan á stem í lækjarfarvegi og þaðan á mjög slæman stað. Loks sló De Velde í sandgryfju og endaði síðan á 7 höggum á par 4 holunni. Forystan var þar með farin og bráðabani þriggja kylfmga staðreynd. Auk De Velde léku þar Skotinn Paul Lawrie og Justin Leonard frá Bandarfkjunum. Þeir léku fjórar holur og að lokum stóð Skotinn efstrn- og vann mjög óvæntan sigur. Hvorki De Velde né Paul Lawrie hafa verið í fremstu röð í golfinu undanfarin ár. Lawrie er ekki á listanum yfir 100 bestu kylfinga Evrópu en greinilegt að þar er snjall kylfmgur á ferð. „Ég trúi þessu varla og þetta er það besta sem komið hefur fyrir mig. Að vmna sigur á þessu mikla móti er hreint ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á því að fá tækifæri til að berjast um sigurinn í bráðabana," sagði Paul Lawrie eftir að sigurinn var í höfn. -SK Frakkinn Jean Van De Velde stal senunni á British Open í gær. Hér er hann á lokaholunni þar sem Tiger Woods lenti oft í vandræðum utan brautar en var hann kastaði sigrinum frá sér. Reuter þó meðal efstu manna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.