Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 6
24 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 25 Sport Sport Elska fótbolta Stúlkurnar úr 6. flokki KA lögðu mikið ferðalag á sig til að komast í Kópavoginn en þær sögðu það allt í lagi því þær elska fótbolta. „Við vorum fimm klukkutíma í rútu og fórum seint að sofa, gátum ekki sofnað, þannig að við erum svolítið þreyttar núna,“ sögðu KA-stúlkur sem voru eldhressar að sjá á öðrum degi mótsins. „Það er skemmtilegast að vinna leikina og skemmta sér. Við unnum í gær og töpuðum í dag,“ sögðu þær nokkuð ánægðar með árangurinn. En hvað ber framtíð- in i skauti sér fyrir þessar stórefnilegu stúlkur? „Við ætlum kannski að verða fótboltakonur." Gull- og Silfurmótið í knattspyrnu kvenna fór fram í Kópavogi um helgina: Knattspyrnusnilli Tæplega 800 knattspyrnustúik- ur mættu á eitt stórkostlegasta mót kvennaboltans, Gull- og Silf- urmótið, sem var haldið í Kópa- vogi um helgina. Um 80 lið kepptu á 10 völlum i frábæru veðri. „Þetta gekk bara mjög vel. Ég er rosalega ánægður. Það er búinn að vera mikill undirbúningur fyr- ir mótið og er alit unnið í sjálf- boðavinnu af um 200 Blikum. Við náðum að halda nánast öllu tímaplani og engin stórvægileg vandamál komu upp,“ sagði Jör- undur Áki Sveinsson, mótsstjóri og þjálfari meistaraflokks kvenna í Breiðabliki. „Það urðu umskipti í móts- stjóm fyrir þetta ár og þetta er fyrsta skiptið mitt sem mótsstjqra en við lögðumst öll á eitt að gera þetta sem skemmtilegast," sagði Jörundur. „Ég var svo heppinn að dæma nokkra leiki í 3. flokki og það var gaman að sjá hversu mikO ánægja ríkti hjá stelpunum þegar þær spiluðu. Það var líka frábært að horfa á þessar litlu stelpur spila í 6. flokki. Þetta er óhemju gaman, öll sú þreyta sem sest í mann við að skipuleggja svona mót hverfur þegar maður sér andlitin á litlu pæjunum," sagði Jörundur. Stúlkurnar höíðu nóg annað að gera en að spila fótbolta á mótinu. Boðið var upp á fríar sundferðir, kvöldvökur og hör þar sem Magn- ús Schewing og stórhljómsveitin Skítamórall skemmtu stúlkunum. „Við erum hér í þjónustuhlut- verki fyrir stelpurnar og það hef- ur tekist mjög vel,“ sagði Jörund- ur. Á mótinu er alla aðstöðu fyrir keppendur að finna i Kópavogsdal og þurfa stúlkurnar því ekki fara langt til að fmna mat eða skemmt- un. „Þess má geta að á næsta ári verður Breiðablik 50 ára og þá stefnum við á það að vera með einhverjar nýungar og bæta við annars góða dagsskrá mótsins. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem vinna að mótinu sem sjálf- boðaliðar þvt þeir gera veg og vanda mótsins sem besta,“ sagði Jörundur að lokum. -ÍBE Úrslitin á Gull- og Silfurmótinu 3. flokkur A-lið 1.-2. KR - ÍBV 0-0 (KR vann á hlutkesti) 3.^4. Breiðabl2 - Breiðabl. 1-3 5.-6. KS - ÍBV 2-1 7. Þróttur, 8. Breiðablik3, 9. Keflavík, 10. Sindri, 11. BÍ 4. flokkur A-lið 1.-2. KR - Stjarnan 1-0 3.^4. FH - Breiðablik 1-2 5.-6. Fram - Valur 2-4 7. Þór Ak., 8. ÍR, 9. Sindri, 10. Þróttur R., 11. KA. 4. fiokkur B-lið Keppí var í einum riöli og spiluöu allir við alla: 1. Breiðablikl 2. Þór Ak. 3. Valur 4. ÍR 5. FH 6. Breiðablik2 7. KR 5. flokkur A-lið 1.-2. Breiðablik - ÍBV 1-0 3.^4. Valur - KR 0-2 5.-6. HK - Selfoss 0-1 7.-8. Stjarnan og KA, 9. ÍR, 10. Sindri, 11. Keflavík, 12. BÍ, 13. Fram. 5. flokkur B-lið 1.-2. Breiðablik - KA 3-1 3.-4. ÍBVl - Valur 2-2 (ÍBV vann á hlutkesti). 5.-6. Selfoss - ÍR 0-3 7. Keflavík, 8. Stjarnan, 9. KR, 10. ÍBV2, 11. KA2, 12. HK, 13. Breiðablik2. 6. flokkur A-lið 1.-2. Breiðablik - ÍBV 1-3 3.^4. Selfoss - Sindri 4-1 5.-6. Valur - KA 1-0 7. ÍA, 8. HK, 9. Þróttur 6. flokkur B-lið Blikastúlkur sigruðu ÍBV, 1-0, hörkuspennandi leik í 5. flokki A-liða. Sigurvegarar Gull- og Silfurmótsins: Fögnuðu ákaft Mikill fögnuður ríkti í lok hvers úrslitaleiks sem fram fór á Gull- og Silfurmótinu um helg- ina. Leikimir vom flest- ir spennandi og jafnir. Ef jafnt var eftir venju- legan leiktíma og fram- lengingu þurfti að grípa til hlutkestis þar sem þjálfarar liðanna bám ábyrgðina þannig að pressan á stúlkumar yrði sem minnst. í lok mótsins vom veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin og aö auki fengu allar stúlkumar viðurkenningarskjal. Gullverðlaunin sem í boði voru á mótinu skiptust á milli þriggja liða. Heimastúlkur úr Breiðabliki sigmðu í þremur flokkum en KR og ÍBV 1 tveimur. í lok mótsins vom bestu stúlkumar í 3. flokki valdar í landslið og pressulið sem kepptu og endaði leikurinn 1-0 fyrir landsliðinu. Þórður Lárusson, þjálfari A-landsliðs kvenna, stjómaði landsliðinu en Jömndur Áki Sveins- son, þjálfari kvennaliðs Blika, stjómaði Pressuliðiðinu. Stúlkurnar voru góðar vinkonur þegar leiknum lauk þrátt fyrir mikla baráttu Innan vallar. Efri röð frá vinstri: Anna, Elva, Valdís, Sædís, Inga, Sigurbjörg, Erna, Pálrún, Edda, Helga, Hildur, Ríkey, og Tanja. Fremri röð frá vinstri: Signý, Assa, Þórunn, Svava, Annamaría og Valdís Ósk. Liggjandi eru Brynhildur og Anna M. íslenskar fyrirmyndir - í fyrirrúmi hjá hressum Blikastúlkum Fríða Rúnarsdóttir og Hólmfríð- ur Ósk Samúelsdóttir úr 3. flokki Breiðabliks voru ánægðar með Gull- og Silfurmótið í alla staði. „Þetta er mjög skemmtilegt og gott að vera á heimavelli. Það er líka frábært veður. Við ætlum að kom- ast í úrslit, alla vega komast upp úr riðlinum okkar. Auðvitað stefn- um við efst en við verðum að taka þetta í skrefum, einn leik t einu,“ sögðu þessar skynsömu Blika- stúlkur sem höfnuðu í fjórða sæti á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. Þær voru ákveðnar Fríða og Hólmfríður eiga sér islenskar fyrirmyndir úr fótboltanum. „Katrín Jónsdóttir og Ást- hildur Helgadóttir hafa sýnt að stelpur geta þetta alveg eins og strákarnir og þær eru búnar að fá styrki og svoleiðis erlendis," sögðu stúlkurnar. „Það er draum- ur okkar að spila í atvinnu- mennsku og að ná sem lengst, helst í landsliðið," að gera betur núna og það tókst því sögðu þessar jákvæðu Blikastúlk- þær höfnuðu í þriðja sæti. ur. Owen Lærir af fyrrum þjálfara - hjá Sindra og Fram þrátt fyrir hörkuleik Leikur Fram og Sindra í riðlakeppninni var hörkuspennandi í 5. flokki og endaði með sigri Sindra, 5-2. „Ég held ég hafi skorað fimm mörk í þessum leik en sjö mörk í öllu mótinu hingað til,“ sagði Valdís Óskarsdóttir, leikmaður Sindra, eft- ir leikinn. „Mér finnst skemmtilegast að spila og æfa fótbolta og svo fylgist ég líka með kvennaboltanum á ís- landi. Ég ætla að verða atvinnukona í knattspyrnu," sagði Valdís sem er frá Homafirði en mikil uppbygging á sér stað í kvennafótbolta á Höfn. Þjálfari stúlknanna var jákvæð að leik loknum. „Ég er búin að þjálfa í þrjú ár og boltinn er farinn að hljóta meiri virðingu fyrir aust- an núna. Þetta er náttúrulega frá- bært mót og stúlkurnar hjá mér fara vaxandi við hvem leik. Þær vantar meiri leikreynslu, því það er langt að sækja leiki fyrir okkur, það em svo fá lið fyrir austan," sagði Jónína Einarsdóttir, þjálfari Sindra. - sem er nú gestaþjálfari Þróttar Ingunn Anna Jónsdóttir úr 4. flokki Þróttar er mikill markaskorari. „Mér finnst skemmtilegast að skora mörkin. Ég er búin að æfa í eitt og hálft ár og þetta er í annað skiptið sem ég kem á þetta mót. Mér fannst það svolítið illa skipulagt í fyrra en þetta er betra núna,“ sagði Ingunn sem er mikill Þrótt- ari. „í Þrótti emm við með stóra velli og svo er kominn enskur þjálfari sem þjálfaði Liverpool og Michael Owen. Hann er mjög flinkur og kann öll brögð og ég er búin að læra mikið af honum," sagði Ingunn, sem var jafnframt meö framtíðina á hreinu. „Ég ætla að reyna að verða at- vinnumaður í fótbolta. Vinátta í fyrirrúmi Keppt var í einum riðli og spiluðu allir við alla: 1. ÍBV2 2. ÍBVl 3. Breiðablikl 4. Selfoss 5. ÍBV3 6. Breiðablik2 Missti tönn við að fagna marki Leikur ÍBV og Þróttar í 6. flokki var spennandi á Gull- og Siílurmótinu. Svo fór sem ÍBV skoraði og var fögnuður þeirra svo ógurlegur að ein stúlkan missti tönn við allt umstangið. Stúlkan sú kippti sér ekki upp við það, heldur hljóp með tönnina góðu að hliðarlínunni og afhenti mömmu sinni hana. Fótboltastéornur Sif Sigurðardottir og Katrin Yr Friðgeirsdottir ur 6. flokki Selfoss skemmtu sér vel á Gull- og silfurmótinu. Sif er búin að æfa síðan hún var fjögurra ára, en Katri'n í eitt ár. „Það er alveg æðislega gaman að keppa,“ sögðu þær báðar í einu .alsælar með góða veðrið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.