Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 8
J26 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 Sport DV Blcaitd i P oka Allar likur eru taldar á þvl að Liver- •«pool gangi frá kaupunum á Dietmar Hamann frá Newcastle í dag. Menn frá Liverpool hittu Hamann og eigin- konu hans i Mtinchen um helgina. Talið er að Liverpool þurfi að greiða um 900 milljónir króna fyrir Þjóðveij- ann. Ef af þessu verður er Hamann sjöundi útlendingurinn sem gengur í raðir enska liðsins í sumar. Michael Owen missir af fyrstu leikj- um með Liverpool á tímabilinu sem hefst þann 7. ágúst. Owen hefur ekki náð sér að fulllu af þeim hnémeiðsl- um sem hann varð fyrir undir lok sið- asta timabils. Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri liðsins, segir Owen vera á réttri leið en hann þurfl lengri tíma en haldið var. West Ham keypti fyrir helgina Paulo Wanchope frá Derby County fyrir röskar 500 milljónir króna. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri, segir aö þar með sé leikmanna- kaupum lokið í bili. Þó gæti Slaven Bilic komið aftur til baka frá Everton en honum fynd- ist of mikill peningur sett- ur á hann. Aston Villa hefur gert þriðja kauptil- boðið i miðvallarleikmanninn George Boateng hjá Coventry. John Gregory, knattspymustjóri Aston Villa, hefur hækkað tilboöið sem nú hljóðar upp á 5 milljónir punda. Coventry er talið eiga mjög erfitt með að hafna þessu góða tilboði. Spœnska liðió Atletico Madrid gerði um helgina átta ára samning við einn efnilegasta knattspyrnumann Portú- gals um þessar mundir. Sá heitir Hugo Leal hjá Benfica og lék hann sinn fyrsta landsleik i fyrra. Benfica lét hann fara vegna slæmrar fjárhags- stöðu. Real Madrid heldur áfram að styrkja - sig fyrir komandi timabil sem hefst 22. ágúst. Nú er franski landsliðsmað- urinn Florian Maurice að koma til félagsins frá Marseille en samninga- viðræður eru langt á veg komnar og talað um að skrifað verði undir í vik- unni. Kaupverðið er um 750 milljónir. Þýskir knattspyrnudómarar komu saman til fundar í Bonn um helgina til undurbúnings fyrir næsta timabil. Á fundinum kom m.a. fram að mun strangar verður tekið á leikaraskap leikmanna innan vitateigs þegar reynt er að fiska vítaspymu eins og sagt er. Dómurum var ráðlagt undir þeim kringumstæðum að sýna hik- laust gula spjaldið. Jakob Jóhann Sveinsson er mikið efni en hann tvibætti íslandsmetið í 200 metra bringu á Evrópumóti unglinga í Moskvu um helgina. DV-mynd ÓÓJ Malaga, sem leikur í efstu deild á Spáni á næsta tímabli, keypti um helgina tvo leikmenn frá Real Madrid. Þetta voru sóknarmaðurinn Edgar Patricio og markvörðurinn Pedro Contreras. Samtals greiddi Malaga um 500 milljónir fyrir leikmennina. Tveir aðrir leikmenn frá Real Madrid gengu í raðir Malaga í síðasta mán- uði. Annar þeirra er sonur forseta Real Madrid, Lorenzo Sanz. Bayern Miinchen varð um helgina þýskur deildarbikarmeistari eftir sig- ur á Werder Bremen, 2-1, i úrslitaleik sem fram fór í Leverkusen. Paulo Sergio og Michael Tarnat skoruðu fyrir Bæjara i fyrri hálfleik en Sören Seidel mark Bremen í upphafi síðari hálfleiks. Tveir leikmenn úr mexikóska lands- liðinu i knattspyrnu voru í gær dæmdir i sex mánaða keppnisbann. Leikmennirnir sem heita Raul Lara og Paulo Cesar Chavez féllu á lyfja- prófi sem þeir félagar gengu undir í Suður-Amerikubikarnum sem lauk í gærkvöld. Tœlendingurinn Kiattisak Senamu- ang dvaldi um tveggja vikna skeið við æfingar hjá Middlesbrough. Bryan Robson, knattspyrnu- stjóri, tók eft- ir dvöl kappans ákvörðun um að gera ekki samning við hann, sem hefði orðið fyrsti Tæ- lendingurinn til að leika í ensku A-deildinni. Ekki er þó taliö útilokað að hann leiki á Englandi þvi Steve Bruce, stjóri Huddersfield, vildi fá Tælendinginn í prufu, sem er sagður mikill markaskorari. - besti árangur íslensks sundfólks á Evrópumóti Jakob Jóhann Sveinsson tvlbætti íslandsmet- ið í 200 m bringusundi á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Moskvu og lauk í gær. íslandsmetið, sem jafnframt er piltamet, setti Jakob fyrst í undanrásum á laugardasgmorgun- inn, synti á 2:20,44 mín og varð fjórði inn í úr- slit. Hann gerði síðan enn betur í úrslitasundinu og synti þá á 2:19,27 minútum. Eldra met Jakobs var 2:20,65 mín og sett í Liectenstein í maí síð- astliðinn. Jakob er ekki langt frá ólympíulá- markinu en það er 2:18,74 mínútur. Jakob er mikið efni Hann náði enn fremur mjög góðum árangri í 100 metra bringusundi þar sem hann komst í undanúrslit. Jakob, sem er 17 ára gamall, er mikið efni og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Örn Arnarson synti ekki í úrslitum 100 m baksundsins vegna slappleika í maga. Örn var ekki fullhvíldur fyrir mótið og því mætti ætla að hann ætti töluvert inni fyrir mótið í Tyrklandi um næstu helgi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð 17. í 200 m baksundi á 2:25,79 mín., sem er tölvert frá henn- ar besta. Þuríður Eiríksdóttir synti 200 m fjórsund á 2:36,39 mín. og varð 23. Sævar Öm Sigurjónsson synti 200 m bringusund á 2:33,19 min. og varð 25. Langbesti árangurinn frá upphafi í lok þriðja dags mótsins hafði íslenska sund- liðið náð langbesta árangri sem íslenskir sund- menn hafa náð á þessu móti. Evrópumeistaratitill Arnars stendur þar hæst. Örn, Jakob og Kolbrún komust öll í A-úrslit sem er frábær árangur. Af einstökum úrslitum þá varð Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir í fimmta sæti í 50 metra skrið- sundi sem er besti árangur sem íslensk sund- kona hefur náð á þessu móti. Tími hennar var 26,93 sekúndur sem 14/100 frá íslandsmetinu. Mjög ánægð með sundið „Ég var mjög ánægð með sundið en auðvitað hefði verið meira gaman að vinna til verð- launa,“ sagði Kolbrún Kristjánsdóttir eftir sundið. Þennan sama dag keppti hún fimm sinnum og sýndi mikin styrk og vilja og er hún tvímæla- laust í hópu sterkustu sundkvenna í sínum ald- ursflokki í Evrópu. Það verður fróðlegt að fylgjast með okkar sundfólki á Evrópumóti fullorðinna sem verður í Istanbúl í Tyrklandi um næstu helgi. Þar munu átta íslenskir sundmenn taka þátt. Þau eru Jakob Jóhann Sveinsson, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Ríkharður Rík- harðsson, Örn Arnarson, Eydís Konráðsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Lára Hrund Bjargardótt- ir. Landsliðsfólkið æfir heima i vikunni en held- ur síðan utan á miðvikudag. Guðmundur Harðarson var á mótinu í Mosk- vu sem eftirlitsmaður en hann sæti í sundnefnd evrópska sundsambandsins. Hann verður einnig á störfum á Evrópumótinu i Tyrklandi. Hvað skildi hann segja um árangur unglingana í Moskvu? Starf félaganna farið að skila sér „Það er ljóst að það á sér stað uppgangur í sundíþróttinni. Vel skipulagt starf úti í félögun- um er markvisst farið að skila sér. það eru ung- ir og mjög efnilegir sundmenn að koma fram og það verður gaman að sjá hvað þeir gera á næstu árum,“ sagði Guðmundur í samtali við DV. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.