Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 4
20 IPOT Ferli, aöferðir og vandamál erföalækninga: Trójuhestar vísindanna - leiðréttingargen í veiruumbúðum besta aðferðin Erfðalækningar snúast um það að lækna sjúk- dóma með að- stoð leiðrétting- argena sem komið er inn í líkamann (sjá nánar að neðan). Tvær meginaðferðir eru notaðar til að koma genunum inn í líkama sjúklingsins. Annaðhvort er erfða- efninu komið beint fyrir, til að mynda í æð eða með innöndun - svokölluð in-vivo aðferð; eða þeim er fyrst komið fyrir í frumum sem svo eru græddar í sjúklinginn - ex- vivo aðferð. Hvor aðferðin er notuð veltur á eðli sjúkdómsins. Ýmsar aðferðir eru svo notaðar til þess að „smita“ sjúklinginn (eða frumur ætlaðar til ígræðslu í hann) af hinu leiðrétta erfðaefni. í fyrstu var þetta einn aðalþröskuldurinn fyrir vísindamenn því að þó að þeir gerðu sér grein fyrir að ráðast mætti að rótum sjúkdómsins með þessum hætti var annað að koma leiðrétta erfðaefninu fyrir í nógu mörgum frumum en ljóst var að þær þyrftu að vera þúsundir ef ekki milljónir talsins til þess að meðferð- in ætti að virka. Og ekki var nóg að sprauta efninu í sýkta staði því þannig kemst það ekki inn í kjama frumanna - sem það verður að gera ef það á að breyta erfðaefninu. Þá rann upp fyrir vísindamönn- um að hið fullkomna tól til verksins var fyrirbæri sem venjulega þykir hinn mesti vágestur - veirur. Breyttar veirur smita af bata Veirur starfa þannig að þær brjótast inn í kjarna fruma, blanda sínum genum saman við erfðaefni frumunnar og brengla þannig virkni hennar. Á frumuhimnu allra fruma eru sérstakir nemar sem stjóma því hvaða efni fái inngöngu um himnuna og inn í frumuna. Veirur hafa á yfirborði sínu sam- svarandi merki sem passa í þessa nema og komast þannig inn í frum- umar undir folsku flaggi. Mismun- andi veirur era lagaðar að mismun- andi vefjagerðum. Vísindamenn gerðu sér grein fyr- ir að hægt var að nýta þessa Tróju- hests-eiginleika veiranna í þágu vís- indanna: Veirur era meðhöndlaðar þannig að sjúkdómsvaldandi erfða- efni þeirra er numið burt og eðli- legu leiðréttingargeni komið fyrir í staðinn. Síðan gengur ferlið alveg eins fyrir sig og áður var lýst, veir- an kemst inn í framuna og sleppir þar erfðaefni sínu sem fer inn i kjarnann. Þar les fruman úr því af- ritunarskipanirnar og fer eftir þeim, nema hvað nú er „fyrirmynd- in“ heilbrigt gen af sömu gerð en ekki skaðlegt erfðaefni veirannar. Niðurstaðan verður heilbrigð fruma. Erfðameðferð með veirusmiti hef- ur verið umdeild vegna hættunnar sem gæti fylgt því að hleypa erfða- efni veira inn í framur sjúklinga. Þá rann upp fyrir vís- indamönnum að hið fullkomna tól til að koma hinum leiðréttu genum inn í líkama sjúklingsins var fyrir- bæri sem venjulega þykir hinn mesti vá- gestur - veirur. Meðal annars geta veirur, eins og gefur að skilja, vakið hastarleg við- brögð hjá ónæmiskerfmu og einnig geta þær stuðlað að æxlismyndun. En stóri kosturinn við þá aðferð, sem mestu skiptir, er hvað þær eru markvissar og skilvirkar og auðvelt að beina þeim að einni sérstakri frumugerð eða -vef. Óvinur mannkyns númer eitt gæti hjálpað Meira að segja hefur einn af óvinum mannkyns númer eitt, HIV- veiran, verið aðlöguð og notuö í þessu skyni og era miklar vonir bundnar við að einmitt þeir eigin- leikar sem hafa reynst visindunum svo erfiðir í skauti (veiran getur m.a. sýkt nær allar frumugerðir mannslíkamans og getur borið mik- ið erfðaefni) geti einhvern tímann gert veirana að besta kostinum í Krabbamein er meðal sjúkdóma sem erfðalækningar gætu sigrast á. þessari grein erfðalækninga. Á eftir veirasmitberam hafa kom- ið fram ýmsar aðrar aðferðir við erfðalækningar, meðal annars með „nöktu“ DNA, þ.e. DNA einu og sér sem ekki er pakkað inn á neinn hátt. Kostir þess eru þeir að það vekur ekki ónæmisviðbrögð og get- ur borið stór gen en stærsti gallinn er sá að það á erfltt með að komast inn í framumar, sem er grundvall- arskilyrði þess að meðferðin virki. Sá galli er sameiginlegur öllum öðr- um aðferðum en veirusmiti við erfðalækningar en þær era all- nokkrar, meðal annars með ýmiss konar fituefnum. Óvissa og tæknileg vanda- mál Tæknileg vandamál samfara erfðalækningum eru mörg enda fag- ið enn svo gott sem á byrjunarreit þar sem ennþá hefur ekki tekist að þróa aðferðina í fullkomlega not- hæfa sjúkdómsmeðferð. Helst þess- ara vandamála era skilvirkni gena- flutningsins, stjórnun á virkni gen- anna, markvísi þeirra á réttar frum- ur og vefl og spurningar varðandi öryggi þess að fikta i uppröðun erfðaefnis. Veirusmit er skil- virkasta aðferðin sem til er en henni fylgja eins og áður sagði ýms- ir óvissuþættir sem enn á eftir að rannsaka til fulls. Virkni genanna verður að vera nægilega mikil í nógu langan tíma til að árangur ná- ist en of mikil virkni getur svo aft- ur á móti drepið heilbrigðar frumur og eins og er er engin erfðameðferð til þar sem hægt er að stjórna virkn- inni alfarið. Undanfarið hefur til dæmis verið reynt að þróa n.k. „rofa“ á genin þannig að hægt sé að „kveikja" og „slökkva" á þeim að vild. Ekki sopið kálið ... Hugsanlegt notagildi erfðalækn- inga ætti að vera flestum ljóst en margir vísindamenn hafa kvartað yfir yfirlýsingagleði sumra starfs- bræðra sinna og sérstaklega stórfyr- irtækja á lyfjamarkaði. Vilja hinir hófsamari árétta að enn er langur vegur ófarinn á leiðarenda og telja rangt að vekja tálvonir hjá þeim mörgu sjúklingum sem erfðalækn- ingar gætu bjargað frá vísum dauða þegar þær hafa verið þróaðar til fullnustu og komist fyrir þau vanda- mál sem nú steðja að. -fin Hvað eru erfðalækningar? Flest lyf sem til era á markaðn- um í dag virka þannig að þau breyta svipgerð markfrumunnar (frumunnar sem þeim er ætlað að virka á) og mætti því kalla þau svipgerðarlyf (phen- olytic drugs). Svipgerð fruma ræðst af víxlverkun miUi arfgerðar þeirra og umhverfis og er skilgreind sem eiginleikar frumrmnar við gefin um- hverfisskilyrði. Lyf af þessu tagi hafa því þann tilgang að hafa áhrif á hvernig markfruman starfar, oftast að sjálfsögðu með það að augnamiði að leiðrétta og lagfæra - lækna. Hefðbundin lyfjaþróun hefur stuðst við framleiðslu á þessari gerð lyfja og síðustu hálfa öldina hefur velgengni lyfiaiðnaðarins oltið á uppgötvunum á nýjum efnum og ferlum sem hafa áhrif á hina ýmsu þætti svipgerðar fruma og lækna þannig sjúkdóma. Arfgerðarlyf boða nýja tíma Á síðustu 10 til 15 áram hefur hins vegar hægst á nýsköpun í þess- ari undirstöðugrein lyfiafræðinnar en í staðinn orðið mikill uppgangur í rannsóknum á annars konar lyfi- um, það er lyfia sem beinlínis breyta erfðafræðilegri uppbyggingu frumunnai- og kölluð hafa verið arf- gerðarlyf (genotypic drugs). Þegar harðna tók í ári í fram- leiðslu svipgerðarlyfia beindust sjónir fólks, bæði vegna tæknifram- fara og af „illri“ nauðsyn, að mögu- leikum arfgerðarlyfia til þess að ná meiri nákvæmni, betri virkni og fiölhæfni við meðferð sjúkdóma en hægt var með fyrri aðferðum. Erfðaeiginleikar leiðréttir - sjúkdómar læknaðir Erfðalækningar, þ.e. lækningar með arfgerðarlyfium, eru skil- greindar sem færsla ákveðinna gena inn í hýsil með það fyrir aug- um að draga úr eða lækna sjúk- dóma. Þær hafa í för með sér alger- lega nýja nálgun til meðferðar sjúk- dóma, borið saman við fyrri aðferð- ir. í stað þess að breyta svipgerð sjúkdómsins með þvi að nota lyf sem verka á framleiðslu gena, eða lyf sem era sjálf framleidd af gen- um, gætu erfðalækningar fræðilega séð gert læknum kleift að „leið- rétta“ erfðaeiginleika sjúkdóms- valdanna, gallaðcU’ og óstarfhæfar frumur, æxli o.fl. Þannig væri hægt að lækna sjúkdóminn með einni einustu lyfiagjöf af þar til gerðum genum. Fyrst í stað var ætlunin að nota Erfðalækningar gætu fræðUega séð gert læknum kleift að „leið- rétta“ erfðaeiginleika sjúkdómsvaldanna. erfðalækningar til meðferðar erfða- galla. Síðan hefur komið á daginn að möguleikar þessarar tækni eru miklu meiri og víðfeðmari og er hún nú rannsökuð í tengslum við margs konar sjúkdóma, t.a.m. krabbamein, liöagigt og ýmsa tauga- hrörnunarsjúkdóma. -fin -ir> i nii i ..ii.iíupiiiiiiíiwii.|'iui»iiiiwiijiIiii ii 1. Leiðréttu geni fyrir arfgengan sjúkdóm er sprautað inn í frjóvgað egg. Það fer inn í kjarna eggsins og blandast þar erfðaefninu 2. Fruman skiptir sér tvisvar. Ðn hinna fjögurra fruma er tekin burt til prófana á hvort innsetta genið hafi virkað rétt og leiðrétt gallaða genið. Sé 3. Eftir níu mánuði fæðist heilbrigt barn. Hið nýja gen er til staðar í sérhverri frumu svo hinn arfgengi sjúkdómur er úr sögunni hjá því og öllum Erföalækning Bókstaflega f - mun buddan rá Eins og í öllum greinum erfða- tækni eru deil- ur um siðfræði- legar spuming- ar tengdum erfðalækning- um miklar. Sérstaklega er búist við að mikill styr muni standa um ákveðið afbrigði hennar, sem menn sjá þegar fyrir sér, þegar og ef það kemur fram: erfðalækningar á fóstrum. Þar myndu breytingar á erfðauppbyggingu orsaka ekki að- eins bata hjá fóstrinu sjálfu, heldur öllum afkomendum þess. Eins og gefur að skilja er langt frá því að einhugur riki um þessar hugmynd- ir og hefur verið haft á orði að svona tækni muni hafa í för með sér framleiðslu „ofurmenna" og sérhannaðra barna. Einnig telja sumir að þetta gæti leitt til þess að veraldlegur auður gæti nú jafnvel gert fólk „betra“ - í bókstaflegri og tæknilegri merk- ingu þess orðs - og myndi þá bilið milli ríkra og fátækra breikka meira en góðu hófi gegnir, þar sem það er jú innprentað í alla jarðar- d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.