Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. JULI1999 lltfllllUI 23 í skugga volduga nágrannans: tilokif Hreint kolefni finnst í loftsteini PfWÍWWBSSPS ¦SJJJIH Ittffiimrii-rtiitiifflrrt Ný tegund kolefnis, sem áður hafði ver- ið búið til á til- raunastofu, er einnig til úti í náttúrunni og kann að hafa gegnt hlutverki við myndun lífs á jörðinni í árdaga. Luann Becker, við háskól- ann á Hawaii, og vísinda- menn bandarísku geimvís- indastofnunarinnar (NASA) fundu kolefnið í svonefndum Allende-loftsteini sem féll til jarðar í Mexikó árið 1969. Kolefni þetta heitir fullu nafni Buckminsterfullerenes, í höfuðið á bandaríska ar- kítektinum og uppfinninga- manninum Buckminster Fuller, en gengur daglega undir nafninu FuUerenes. „Það er ekki á hverjum degi sem maður uppgötvar nýja kolemissameind úti í náttúrinni. Það er það sem gerir þetta spennandi," segir Luann Becker. KlæÖskiptingar í undirdjúpunum Lítil karldýr af einni tegund tíarma smokk- fiska grípa til þess ráðs að dulbúa sig sem kvendýr til að komast að hinum raun- verulegu kvendýrum tegund- arinnar og gera hosur sínar grænar fyrir þeim, ef svo má að orði komast. í tímaritinu New Scientist segir að ástralskir vísinda- menn hafi veitt því athygli að lítil karldýr beiti þessum brögðum til að komast fram hjá öðrum stærri og stæði- legri karldýrum á meðan þau eru að verja konur sínar fyr- ir jafnokum sínum. Klæð- skiptingurinn sýnir svo sína réttu liti þegar hann nær til kvendýrsins og vinnur hug þess og hjarta. Ef rumurinn fær veður af þessu bregður sá stutti sér aftur í kvenmannslíki til að rugla hinn í ríminu. Krílið lætur svo af þessari iðju þeg- ar það hefur náð fullri stærð. Stjömuþokur renna saman Nýlegar mynd- ir frá Hubble- geimsjónauk- anum sýna á annan tug fjar- lægra vetrarbrauta renna saman með miklu brambolti og látum. Vetrarbrautir þess- ar eru aðeins lltill hluti stórs vetrarbrautaklasa. Klasinn er í átta milljarða Ijósára fjarlægð frá jörðu, sem þýðir að það sem Hubble sér er ljós sem hóf ferðalag sitt fyrir átta millj- örðum ára. Þá var aldur al- heimsins kannski ekki nema um helmingur þess sem hann er í dag. Kanadamenn ekki jaf n- framtakssamir og Kanar Kanadamönnum virðist seint ætla að ganga að brjót- ast út úr skugga volduga grannans í suðri. Ný rann- sókn hefur leitt í ljós að þeir eru ekki jafnframtakssam- ir og Bandarlkjamenn. Þá eru þeir hvorki jafnhamingjusamir né jafn- bjartsýnir og tilfinningaþroski þeirra er líka minni. Það var sálfræðingurinn Steven Stein sem komst að þessum niðurstöð- um þegar hann rannsakaði svör fjógur þúsund Kanadamanna og Bandaríkja- manna til að ákvarða meðaltilfinn- ingaþroska upp á 100. Bandaríkja- menn fengu 103 að meðaltali en Kanadamenn 95. Tilfinningaþroski, eða EQ, er skil- greindur sem getan til að átta sig á og til að stjórna tilfinningum til að geta átt samneyti við annað fólk, hafa stjórn á streitu, laga sig að breyttum aðstæðum og viðhalda góða skapinu. Á prófi, sem mælir hversu drjúglát- ir menn eru, eða vissir í sinni sök, fengu bandarísku þátttakendurnir 104 en hinir kanadísku aðeins 97. Það þyk- ir gefa til kynna að Kanadamenn séu Á prófi, semmælir hversu drjúglátir menn eru, eða vissirisinni sök, fengu handarísku þátttakendurnir 104 en hinir kanadísku aðeins 97. Þaðþykirgefa til kynna að Kanadamenn séu kurteisari, hæglát- ari, ekki jafnþjóðræknir og beri hugsanir sínar síður á torg. Kanadamenn hafa fengið finna fyrir því aö erfitt getur verið að eiga voldug- an nágranna eins og Bandaríkin. kurteisari, hæglátari, ekki jafnþjóð- ræknir og beri hugsanir sínar síður á torg, að sögn Stevens Steins. Vísindamönnunum kom nokkuð á óvart að Bandaríkjamenn reyndust búa yfir rlkari félagslegri ábyrgðartilfinn- ingu en Kanadamenn. Stein segir hugs- anlega skýringu vera þá að Kanada- menn varpi þeirri ábyrgð á stjórnvöld og opinberar stofnanir í ríkari mæli en Bandarikjamenn. Heilbrigðis- og vel- ferðarkeríið í Kanada er ríkisrekið og því kann þarlendum að finnast þeir ekki þurfa að láta jafnmikið að sér kveða til að hjálpa öðrum og grannar þeirra sunnan landamæranna. Kanadamenn mældust heldur ekki jafnhamingjusamir og bjartsýnir og Bandaríkjamenn, þótt Kanada hafi í skýrslum Sameinuðu þjóðanna verið talið besta landið til að búa í undan- farin sex ár. „Við gerum okkur ekki jafnoft glað- an dag og Bandaríkjamenn," segir Steven Stein. EQ-prófið, sem notast var við í rannsókninni, nýtur ekki enn víð- tækrar viðurkenningar meðal vísinda- manna. Holl hreyfing: Kínaleikfimi lækkar blóðþrýstinginn Kínverska leik- fimin t'ai chi fær ekki einasta streituna til að fjúka út í veður og vind heldur lækkar hún líka blóðþrýstinginn í leiðinni, að því er bandarískir vísinda- menn komust að raun um. Þeir greina frá niðurstöðum sínum í bandarisku tímariti um öldrunarmál. Vísindamennirnir könnuðu áhrif annars vegar t'ai chi og hins vegar hóflegrar hreyfingar á fullorðið fólk með of háan blóðþrýsting. Rúmlega sextíu manneskjur yfir sextugt tóku þátt í rannsókninni. Engin þeirra tók lyf við háþrýstingi og engin stundaði neina líkamsrækt fyrir. Að loknum tólf vikna æfingum hafði blóðþrýstingurinn lækkað ámóta mikið hjá þeim sem stunduðu kín- versku leikfimina og hinum sem voru í venjulegri leikfuni. T'ai chi er forn íþrótt kínversk sem byggist á einfoldum og rólegum lík- amshreyfmgum sem tengdar eru sam- an þannig að nánast er eins og við- komandi sé að dansa í kvikmynd sem Hugsanleg skýring á lækkuðum blóðþrýst- ingi er talin vera sú að streitulosandi hreyf- ingarnar í t'ai chi hafi, svona góðáhfífá þrýstinginn. sýnd er hægt. Leikfimi þessi er gjarn- an iðkuð úti undir beru lofti, ekki að- eins í Kína heldur einnig í vestrænum borgum á borð við Paris. Stutt æfing inniheldur um það bil fjörutiu þrep en full rúmlega eitt hundrað og getur tek- ið hálftíma að fara í gegnum þau öll. Hugsanleg skýring á lækkuðum blóðþrýstingi er talin vera sú að streitulosandi hreyfmgarnar i t'ai chi hafi svona góð áhrif á þrýstinginn, þótt hægar séu. Hin forna kínverska leikfimí t'ai chi hefur góö áhrif á blóðþrýstinginn, að því er vísindamenn segja. Veðurtunglin koma að ýmsum notum: Spáð fyrir um sjúk- dóma og aðra óáran Gervihnettir hafa bæst í vopnabúr vís- indamanna í barátt- unni gegn sjúkdóm- um. Með aðstoð gervi- hnattamynda og annarra veðurgagna er hægt að spá fyrir um sjúkdómsfar- aldra með allt að fimm mánaða fyrir- vara, að því er fram kemur í grein í tímaritinu Science. Hópur visindamanna, undir forystu Kenneths Linthicums við Walter Reed rannsóknarstofnun bandaríska hers- ins, fór ofan í saumana á upplýsingum sem veðurtungl bandarískra stjórn- valda hafa safnað. Vísindamennirnir könnuðu sérstaklega þéttleika grænna plantna í Afríku til að spá fyrir um hitasótt sem kennd er við Rift-dal og getur verið banvæn bæði mönnum og búsmala. í ljós kom að magn grænna plantna var áreiðanlegur mælikvarði um úr- komu sem aftur sagði til um vöxt og viðgang mývargs. I Afríku eykur úrkoman viðgang mýbits sem ber Rift-dals-hitasóttina. Sjúkdómuiinn varð meira en sex hundruð manns að bana í Kenía á ár- inu 1998. Vísindamennirnir segja að með því aö skoða gögn um veðurfar og loftslag Vísindamenn telja sig geta sagt fyrir um lífshættulega sjúkdóma með þvf að rannsaka gögn frá veðurtunglum. sé hægt að vara við fjölda sjúkdóma, svo sem malariu, og sú vinna gæti einnig gagnast við að vara við þurrk- um, flóðum og öðrum náttúruhamfór- um. „I fyrsta skipti höfum við gögn fyrir átján eða nitján ár. Við höfum gögn frá gervitunglum og jarðstöðv- um, svo og hefðbundin læknisfræðileg gögn um tilvist sjúkdómanna. Þetta hefur því allt smollið saman," segir Compton Tucker, starfsmaður Godd- ard- geimferðamiðstöðvarinnar í Mar- yland. Hópurinn bar mælingar á sjávar- hita, þar á meðal frá El Nino veðurfyr- irbærinu, saman við gögn frá gervi- tunglum og upplýsingar um fyrri far- aldra Rift-dals-hitasóttarinnar. Tengsl- in voru skýr og auðvet verður því að spá fyrir um þau í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.