Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 4
t í s k a n Þú sérð flík eöa tösku í gluggan- um á GK, Sautján, Spútnik, Gloss, Noi eða einhverri af eðalbúllunum okkar á Fróni. Ari seinna er sama flik eöa taska 1 erlendu tímaritun- um. Viö erum án efa langt á undan ritstjómum stóm tískublaðanna. Þaö er aUavega ekki oft sem þeir era á undan flottu búðunum okkar. En um leið og það kemur að arki- tektúr em blöðin og bara öU ver- öldin 30 ámm á undan okkur. Það hlýtur að teljast sérstaklega slæmt i ijósi þess að það á að heita góðæri á Islandi. Við getum samt vonað aö eitthvað af þeim byggingum sem er veriö að byggja þessi misserin séu skikkanlega hönnuð. tteyKingaherbergi í Flug- stöð Lelfs Eiríkssonar? Nel: suöur-amerískur uppabar. Innllaugln í Arbænum hetoi auðvitaö átt aö Ifta svona út. Hæstiréttur væri helmingi flott- ari bygglng ef hann lltl svona út Innandyra. Gítm Hljómsveitin Brain Police spilar eyðimerkurrokk. Þeir rokka af því að þeir hafa gaman af því en ekki til að lifa rokklífinu og vera fyllibyttur. Þeir kíkja þó oft á Clinton en fá sér bara kaffi. Baka eru Brain Police: Bakarinn, kokkurlnn, pokkunarmeistarinn og bakarinn. Jj | ^ C v—- i í músík en • jjf 1 ... . ■■ - I •. ■'■ ■1 1 ;' « i j H * K V ® m 1 við ætlum að breyta því Á safnplötunni „Msk“ sem ný- komin er út má heyra rokk af þyngstu gerð. Hljómsveitin Brain Police býður upp á tvö tóndæmi og kallar tónlist sína eyðimerkur- rokk. Fjórir rúmlega tvítugir strákar skipa heila-lögguna: Vagn Levl syngur og leikur á gítar, Gulli „Sonny“ er á „leiðandi" gít- ar og riþmaparið er trommarinn Jónbi og bassaleikarinn Hörður „Slim“. Riþmaparið mætir í viðtal og segist þétt fyrir á öllum svið- um. Jónbi og Hörður eru jú karl- mannlega vaxnir, enda bakarar og brauðangan fyllir loftið hvert sem þeir fara. Talnaspeki og matarlyst „Við erum tilbúnir núna og ætl- um að troða okkur sem víðast," segir Jónbi, aðspurður um næstu framaspor sveitarinnar. „Við stefnum að því að gefa út siðustu plötu þessarar aldar, opinber út- gáfu verður kl. 23:59:59 þann 31. des.“ Hér tekur við mjög leiðinleg um- ræða um það hvenær einni öld lík- ur og önnur byrjar. Loks gefst Jónbi upp á tuðinu og játar að fyrstu sautján ár ævinnar hafi hann búið á Dalvík: „Ég álpaðist í bæinn aðallega til að elta aðra meðlimi í hljómsveit sem ég var í þá. Hún hét Gran Falune." Þó það band hafi verið skírt meö góðum vilja upp úr Kurt Vonnegut-bók unnust engir sigrar. Riþmapar Brain Police kynntist svo yfir ofnunum í Myllunni og opinber fæðingardagur bandsins var tólfti nóvember í fyrra, þegar hópurinn flutti kóverlög í afmælis- veislu Jónba. Það hefur væntan- lega verið étið duglega þar því auk riþmabakaranna er söngvarinn kokkur og gítarleikarinn er pökk- unarmeistari í bakaríi. Snúðar og rokkstangir „Hún verður að vera nógu djöf- ulli þung,“ segir Hörður um tónlist- ina sem hann hlustar á og áhrifa- valda Brain Police. „Þessa stundina erum við aðallega að hlusta á eyði- mörkina, bönd eins og Kyuss og Fu Manchu." Eyóimerkurrokk? „Já. Helstu áhrifavaldar okkar eru þessi tvö bönd, auk Queens Of The Stone Age. Og fyrir þá sem vita ekki neitt er grunnurinn að þessu gamalt rokk eins og Black Sabbath, Deep Purple og Led Zeppelin. Hvaö meö aðra bakara - eru þeir almennt í þungri tónlist? „Nei, ég held að flestir bakarar séu í Sálinni þó sorglegt sé frá að segja. Bakarar eru frekar geldir í tónlist." „Já, þetta er steingeld stétt mús- íklega en við erum komnir til aö breyta því,“ segir Jónbi með blik í augum. „Annars erum við ekkert að negla tónlistina okkar of mikið nið- ur,“ segir Hörður. „Við vinnum mikið og æfum mikið og rokkið kemur bara. Það er númer 1, 2 og 3 að spila rokk og hafa gaman að því.“ Rokkið er í 1. sæti en hvað ætli strákunum finnist skemmtilegast að baka? „Mér finnst nú ekki skemmti- legt að baka neitt, heldur er best að fá launaumslagið," segir Hörð- ur, með neikvæðri afstöðu til vinnimnar en játar þó þegar á hann er gengið að það að baka fal- lega snúða sé ævintýri líkast. Nú ljóstrar Jónbi upp atvinnuleyndar- máli: „í afmælinu kom ég með smá uppfinningu, stökkt brauð- meti með ostabragði sem ég kalla rokkstangir. Þær eru náskyldar bjórkringlunum en ekkert líkar þó. Þetta vakti mikla lukku meðal gesta og ég vonast til að geta sett þetta á markað." Kaffi og sætar stelpur Fyrir tveimur helgum stoppaði löggan af tónleika fyrir utan Týnda hlekkinn. Þó Brain Police hafi fengið að klára eru félagarnir ekki ánægðir með lögguna: „Ég spurði af hverju þetta væri stoppað af,“ segir Hörður, „hvort það væri vegna hávaða eða skrílsláta og löggan spurði á móti: „Hvað sýnist þér?“ Ég átti auðvitað ekki að dæma um það en mér skildist að það væri vegna skrílsláta. Það eru sem sagt skrílslæti hvernig fólk lætur þegar það hlustar á þunga tónlist, þegar það byrjar að slamma og svona: Það eru skrílslæti í aug- um laganna og lögbrot." „Það er lögbrot að skemmta sér á íslandi," bætir Jónbi við, fúll. Hvert geta menn eins og þiö fariö þegar þiö eruö kannski búnir aö fá ykkur í glas og viljiö hlusta á gott rokk? „Ég fæ mér aldrei í glas og hann ekki heldur,“ segir Hörður og er ekki að ljúga. „Þegar ég fer út á lífið fer ég á Clinton,“ segir Jónbi og er ekki heldur að ljúga. Er eitthvaö rokk á Clinton? „Nei, en þar eru naktar kerling- cur og hvað er meira rokk en það?“ spyr Hörður og hlær. „Hvað er betra en að sitja og drekka kaffi og horfa á sætar stelpur?" Brauðgerðarmennirnir neita með þungri áherslu að þeir séu alkóhólistar og segja bindindið bara vera eitthvað sem þeir kusu sér. „Við fittum kannski ekki alveg inn í rokkheiminn að þvi leyti og í augum sumra erum við kannski ekki nógu svalir,“ segir Jónbi en játar að hafa smakkað það: „Það bara hentaði mér ekki og mér var ómótt af bragði og lykt.“ „Við erum að rokka af því að við höfum gaman af því, ekki til að lifa rokkið og vera fyllibyttur," segir Hörður, sem þó viðurkennir að reykja. „Það er miklu skemmti- legra að koma fram og spila gott gigg og muna eftir því daginn eft- ir.“ Eiturlyfjalaust ísland árið 2002? Ekki spurning með jafnheilbrigða náunga og Brain Police í rokkinu. LORUÍ) TYPA HKY, VIÐ A.TTUM NÚ AO VERA FARNIR Ap bEKktAST, É& ER Bú IMM A& BÍ&A bBRNA í ÞR3Á TÍ MA ... f Ó k U S 6. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.