Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 16
hvar eru þær núf * Þær komu frá Egilsstöðum og spiluðu stíft um miðjan síðasta áratug. Þær urðu vinsælar með nýbylgjupopplögum og kvenlægum textum um Þamelu og svarthvítar hetjur. Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum komu í kjölfar Grýlanna og tóku við merki þeirra sem helsta kvennaband- ið á klakanum. Sjáifar vildu Dúkkulís- umar ekki viðurkenna áhrif frá Grýl- unum enda var hljómsveitarstússið búið að vera draumur hjá austfirsku stúlkunum síðan í barnaskóla, löngu áður en Grýlurnar urðu til. í nokkur ár var barið á nammidollur og bad- mintonspaða en síðla árs 1982 keyptu stelpurnar sér alvöruhljóðfæri og tóku að bardúsa í poppinu fyrir al- vöru. Þeim innan handar var Karl Erlingsson, einhvers konar guðfaðir og rótari sem leyfði þeim að æfa í kjallaranum hjá sér. Samningur og plata Dúkkulísumar tóku þátt í hljóm- sveitakeppninni í Atlavik 1983 og urðu í öðm sæti, en hljómsveitin Aþena sigraði það árið. Betur gekk stelpunum í Músíktilraunum Tóna- bæjar um haustið og sigruðu þar með glæsibrag. Á úrslitakvöldinu, rétt eftir að verðlaunin voru í höfn, mætti Jón Ólafsson og bauð þeim samning við Skífuna: Framtíðin virtist björt. Dúkkulísumar voru fimm. Erla Ragnarsdóttir söng, Gréta Jóna Sigurjónsdóttir lék á gítar, Hild- ur Viggósdóttir spilaði á hljóm- borð, Erla Ingvadóttir sá um bass- ann og Guðbjörg Pálsdóttir um trommurnar. Með stórsamninginn við Skífuna upp á vasann gerðu þær sex laga plötuna Dúkkulisur sem kom á markaðinn sumarið 1984. Þama var að finna fyrsta smellinn, lagið Pamela um sam- nefnda kvenhetju úr Dallas-sjón- varpsþáttunum sem tröllriðu ís- lensku samfélagi á þessu tímabili. Dúkkulísurnar 1984. Talið frá vinstri: Guðbjörg Pálsdóttir, Hildur Viggósdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Erla Ingadóttir og Gréta Jóna Sigurjónsdóttir. Smellur og „kombökk“ Sex-laga platan gekk ágætlega og Dúkkulísurnar léku á böllum og tón- leikum, m.a. með Stuðmönnum á Ringo-ballinu fræga í Atlavík. Tveim árum síðar, um vorið 1986, kom önn- ur platan út, albúmið í léttum leik sem stelpurnar þoldu aldrei nafnið á. Þegar hér var komið sögu hafði Harpa Þórðardóttir leyst Hildi af við hljómborðið. Þegar platan kom út voru þrjár af Dúkkulísunum í út- skriftarferð á Rimini. Þær voru hálf- partinn búnar að ákveða að ljúka samstarfinu og einbeita sér að fram- haldsnámi en þegar þær komu heim var lagið Svarthvíta hetjan min orð- ið bullandi vinsælt. Lagið hefur síð- an haldiö nafni Dúkkulísanna á lofti. Svarthvíti smellurinn framlengdi lif Dúkkulísanna, en ekki lengi því sveitin lognaðist út af snemma árs 1987, enda voru sumar stelpurnar fluttar frá Egilsstöðum í sollinn í bænum og komnar í framhaldsnám, enda líklega búnar að átta sig á því að þó rokk sé betra en „fúltæm djobb“ er kaupið betra í flestu öðru. Dúkkulísurnar hafa átt tvö „kombökk" síðan eiginlegri starf- semi lauk; á fimmtíu ára afmæli Eg- ilsstaða 1997 og í tilefni af safnplöt- unni Stelpurokk sem Vera gaf út síð- ar sama ár. Kennsla og kjötiðn Kennsla hefur orðið hlutskipti flestra Dúkkulísanna. Erla söng- kona fór í sagnfræðinám í Háskól- anum eftir Dúkkulísurnar og lauk kandídatsprófi í sögu og stjórn- málafræði frá háskólanum í Árós- um. í dag kennir hún sögu og tón- listarsögu í Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hin Erlan er leiðbeinandi í barnaskólanum á Egilsstöðum en Guðbjörg trommari, sem hefur kennt þar lika, er á leiðinni í bæ- inn til að kenna í Garðabæ. Hildur býr í Kaupmannahöfn og er kenn- ari en afleysingahljómborðsleikar- inn Harpa er húsmóðir i Grinda- vík. Gréta gítarleikari hefur ein Dúkkulísa haldið sig við tónlistina. Hún hefur komið fram sem trú- bador og leikið í árshátíðarbandi. Þá hefur hún lagt stund á gitar- og söngnám. Gréta er einnig menntað- ur kjötiðnaðarmaður og vinnur hjá Nóatúni. Dúkkulísurnar halda enn góðu sambandi sín á milli enda hafa flestar stelpurnar þekkst síðan í bamaskóla. Þær hafa hist fyrir austan á sumrin og stungið í sam- band inni í skúr, enda rokkbakter- ían illdrepandi krankleiki. Það má því allt eins búast við fleiri „kombökkum“. OPIÐ OLL KVOLD Dagskrá BREIK SHOW fyrir framan M&M í Mjódd föstudaginn 6. ágúst kl. 16:00-17:00 Breikarar sýna kúnstir sinar og öllum er velkomiðaðspinna á mottunni. Jaguar fönkar feitt á þaki M&M i Austurstræti laugardaginn 7. ágúst kl. 14:00 20% afsláttur af TOPP 20 alla helgina f Ó k U S 6. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.