Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 14
Bíóborgin frumsýnir rómantísku gaman myndina Hin systirin í kvöld. Það er virkilega pró fólk sem kemur að gerð myndarinnar og á ferðinni ræma sem enginn rómantíker ætti að láta framhjá sér fara. Juliette Lewis: Furðulega My Stepmother Is an Alien (1988), Meet the Hollowheads (1988), The Runnin' Kind (1989), Nntional Lampoon’s Christmas Vacatíon (1989), Too Young to Die? (1990), Crooked Hearts (1991), Cape Fear (1991), That Night (1992). Husbands and Wives (1992), Romeo Is Bleeding (1993), Kalifornia (1993), What’s Eating Gilbert Grape (1993). Mix- ed Nuts (1994). Naturnl Born Killers (1994), The Basketball Diaries (1995), Strange Days (1995), The Evening Star (1996), From Dusk Till Dawn (1996). Full Tilt Boogie (1997), Mcn (1998), The 4th Floor (1999), The Other Sister (1999). Maðurinn sem gaf okkur Twin Peaks, David Lynch, hyggst gleðja okkur frekar á næstu árum. ABC-sjónvarps- stöðin í Bandaríkjunum hefur alla vega keypt af honum pilot (prufuþáttur) sem hann gerði ásamt framleiðanda. Þættirnir eiga að heita Mulholland Drive og búist er við því að þeir fari í loftið strax í haust. Lítið er þó vitað um þessa framleiðslu og það eina sem hefur heyrst um leikara er að djöfladýrkandinn Marilyn Manson sé gestaleik- ari. Wíxmwmi 2 vaswtarifeg Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Stephen Sommers hefur alla vega skrifað undir samning við Universal Pictures um að gera framhaldið næsta sumar. Myndin ætti þá að koma í bíó 2001 og fjalla um múmíuna sem snýr aftur. Hún fer þá að öllum líkindum til London og rústar öllu þar en baráttan við hana fer að mestu fram í Egyptalandi. Það er einmitt verið að ræða við Brendan Fra- ser um þá hlið máls- ins, þá baráttuna við múmíuna. En hann er fyrsta val fram- leiðenda í aðalhlut- vei kið en meiri óvissa er um aðalkven- hlutverkið. Ctoomey neitar EJR« Hjúkkan Carol Hathaway (leikin af Julianna Margulies) hélt því fram í viðtali um dag- inn að George Clooney væri væntanlegur sem Dr. Doug Ross í þáttinn E.R. Hann átti víst að mæta á svæðið til að játa á sig tvíbura sem hjúkkan eignaðist og svo átti hann að láta sig hverfa. En Clooney * sjálfur neitar þessu öllu saman og vill hvorki kannast við tví- burana né heimsókn í þáttinn. Hann kannast þó við að hafa lofað Carol, eða Juliönnu, að koma aftur í þáttinn til að hjálpa henni að losna út úr þeim ef hún yrði leið á þessum vinsæla þætti. Tarzan and the Lost City verður frumsýnd í Bíóhöllinni og Kringlubíói í kvöld. Konungur frumskógarins lifir allt af. Jafnvel Christopher Lambert og kvikmyndagagnrýninn Maltin. Juliette Lewis fæddist i Los Angeles 21. júní 1973, Hún er dóttir leikarans Geoffrey Lew- is (lék í mörgum myndum með Clint Eastwood) og grafiska hönnuðarins Glenis Batley. Hún á ellefu systkini, hálf- og alvörusystkini. En strax i æsku, þegar hún var sjö ára götnul. hafði hún áttað sig á því að leikiistin væri eitthvað sem hún myndi leggja fyrir sig. Og þegar hún var rétt nýorðin tóif ákvað hún að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig annað en að verða leikkona. Það tók hana aö vísu rúm tvö ár að fá hlutverk en þá var hún líka búin að klúðra nántinu alger- lega og hætti bara i skóla. lllut- verkið sent hún fékk var i sjón- varpsþáttunum llome Kires og þar lék hún að sjálfsögöu furðu- lega dóttur einhverra hjóna. Það hlutverk hefur fest við hana en 19(17 kont hún einnig fram í þættinum I Married Dora, sem dóttir auðvitaö en það hefur svolitið fest við hana: Hin Tarzanmyndin ekkert frekar en að vera hjón og kyssast uppi á títiprjón. síðan endanlega yfir um þegar Carla verður ástfangin af Danny (leikinn af Giovanni Ribisi sem lék sjúkraliðann Harlan Wade í Saving Private Ryan). En krakk- amir reyna allt til að fá réttinn til að lifa eðlilegu lífi en þetta norm sem við öll teljum sjálfsagt reynist þeim þrautinni þyngra að ná. Leikstjóri myndarinnar og hand- ritshöfundur, Garry Marshall, er heldur enginn kjáni þegar kemur að skemmtilegum fléttum og ástar- sögum. Hann leikstýrði til dæmis Pretty Woman með Juliu Roberts, Beaches með Bette Midler, Over- board með Goldie Hawn og Kurt Russel, Frankie & Johnny með þeim A1 Pacino og MicheUe Pfeif- fer, Nothing in Common með Jackie Gleason og Tom Hanks og svo leikstýrði Garry The Flamingo Kid með Matt Dillon auk fjölda annarra mynda í svipuðum flokki. Ágætis dómar „Ég er alltaf að leita að nýrri nálgun við ástarsöguna," segir Garry, sem er ekki bara leikstjóri og handritshöfundur heldur hefur hann framleitt töluvert af róman- tískum sjónvarpsþáttum og fengið fyrir 7 Emmy-verðlaun og 4 Golden Globe-verðlaun. Hannz hefur að vísu ekki mikið um myndina að segja, annað en að hún ástarsaga sem fjalli um fólk sem þarf að takast á við það sem lífið hefur sett því fyrir. Það er því einvalalið sem stend- ur að þessari filmu sem fékk ágæt- is dóma vestanhafs. Allavega yfir meðallagi, svona tvær-þrjár stjörn- ur, og því ætti að vera óhætt að mæla með því að allt rómantíska fólkið á íslandi tölti í næsta bíó og sjái tvo tíma af hreinni hamingju. Þessi grein fjallar ekki um Tarz- an-teiknimyndina sem hefur verið að slá í gegn um víða veröld á undan- gengnum mánuðum. Nei, þetta er leikin ræma um alræmda fnunskóg- armanninn Tarzan. Filman heitir Tarzan og týnda borgin og verður frumsýnd í Bíóhöllinni og Kringiu- bíói í kvöld. Það forvitnilegasta við myndina er að þetta er framhald af Greystoke (1984) sem Christopher Lambert lék Tarzaninn í. Sú mynd var einmitt framleidd af sama fram- leiðanda og þessi. En handritshöf- undur myndarinnar er enginn annar en Bayard Johnson sem skrifaði Jungle Book 2. Giftist Jane Það er Casper Van Dien sem leikur Tarzan í þetta skiptið en hann hefur leikið í snilldarfilmum á borð við Starship Troopers. í þeirri mynd lék hann einmitt aðal- hlutverkið og þykir kannski ekki efnilegur til óskarsverðlauna enda var Tarzan í pottinum í fyrra en ekki í ár. En hvað sem því líður þá er söguþráður í þessari mynd eins og flestum. Hún fjallar um það þegar Tarzan fær sýn á brúðkaupsnótt- ina sína - það er auðvitað brúð- kaupsnótt hans og Jane (Jane March leikur hana en hún er fræg- ust fyrir að hafa leikið á móti Bruce Willis í myndinni sem sást í typpið á honum í). Sýnin er af brjáluðum málaliðum að rústa dulúðlegu borginni Opar sem má segja að sé æskuheimili kauða. Okkar maður brjálast náttúrlega og rýkur út í skóg til að bjarga mál- unum. Jane eltir og það endar nátt- úrlega bara á einn veg, eða hvað? Ein og hálf stjarna Eða það segir gamli góði Malt- in. Hann er náttúrlega kóngur- inn i gagnrýnisbransanum og var ekkert sérlega hrifinn af leik Caspers. En við hverju bjóst maðurinn. Það er heldur ekki hægt að segja að Christopher Lambert hafi leikið Tarzan neitt sérlega vel á sínum tíma. Á móti kemur að kannski á bara Tarzan að vera leikinn af vöðvabúntum sem mega ekki opna munninn öðruvísi en að háifur salurinn æli. Hvað sem þeir fyrir vestan segja verðum við á Fróni að dæma myndina sjálf. Það er alltaf gaman að rifja upp Tarzanöskrin og ævintýrin. Þau hljóta að búa innra með hverjum gutta og þá Jane í hverri stelpu. Og þeir sem fíla Burroughs- bækurnar um Tarzan ættu auð- vita að drulla sér í bíó. Ajæjæ- hhúaiúóúúúú! Hin systirin, sem Bíóborgin frumsýnir í kvöld, er upplifgandi og rómantísk gamanmynd um Cörlu Tate (leikin af Juliette Lew- is). Hún er misþroska ung kona sem tekst að yflrvinna mikið af takmörkunum sínum með því að ganga í sérstakan heimavistar- skóla í fleiri fleiri ár. Hið eina sem hindrar hana til að ná endanleg- um þroska er móðir hennar (leik- in af Diane Keaton) sem of- vemdar hana. Erfitt að ná norminu Myndin fjallar sem sagt um það þegar Carla kemur heim úr skólanum, upp- full af draumum og þrám um eðlilegt líf. Móðir hennar fríkar að sjálfsögðu út við þessi umskipti litlu stelpunnar sinnar og fer Casper van Dien úr Star- ship Troopers lelkur Tarzan. 14 f Ó k U S 6. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.