Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 18
Lifíd eftir vinnu * r* y í kvöld verður blómyndin Resurection frumsýnd í Bióhöllinni. Það er Christopher Lambert sem fer með aðalhlutverkið. Hann leikur löggu sem er á höttunum eftir manni sem myrðir á báða bóga. Sá er að endurskapa líkama Krists úr líkamshlutum fórnarlambanna. Myndinni svipar á margan hátt til myndarinnar Seve: Biblían gefur sjúkum manni uppskrift að morð- um. Laugardagur 7. ágúst Popp Magga Stína og Hringlr kynna splúnkunýja o' ilmandi hljómplötu sína I Japis, Laugavegi, í dag kl. 15.00. Búggí vúggí og grúfi dægurlög. ©IC1 ú b b a r Slggl Hlö reiðir fram be danstónlistina í bænum í Lelkhús- kjallaranum. Á kjötmarkaönum þarna er aö sögn nokkuö hátt hlutfall i fyrsta flokki. Café Ozlo er spennó spott. Maggl Legó verö- ur með argandi plötuspil og gengur af ykkur hálfdauöum þarna á dansgólfinu. Á Skugganum sitja Nökkvl og Ákl sem fast- ast og freista þess aö koma þér og þínum í 1 stuð. Þaötekst, sannaðu tii. •Krár FJörukráln hefur undan- farinn áratug eöa svo staðið fyrir vikingaveisl- um sem fallið hafa I geö túrista jafnt sem íslend- inga. Þú færð pappírsvík- ingahjálm, rolluhorn meö staupi í og svo þenn- an heföbundna hálfónýta íslenska þorramat í bland viö ferskari matvöru. Stærsta áskorunin er aö koma niður hákarlinum, en meö því að hvolfa í sig staupi af íslensku brennivíni ætti það aö hafast án teljandi uppkasta. Þegar all- ir eru svo komnir í passlegt ölvunarástand mætir KOS á sviöiö og sér til að kvöldið endi vel. Nú er Gos á Gauk. Mætum og myndum hrauk. Sá skemmti- legi möguleiki er ætíö fyrir hendi í djamm- flórunni aö setjast inn á píanóbar Café Romance og panta nokkur vel valin lög. Alison Sumner sér síöan um aö flytja þau á sinn ein- staka hátt. A Kaffl Thomsen má í' fastlega búast við 4 óvæntum uppákomum og góðri dj-músikk að hætta hússins. Kannski verður Saddam Hussein í bænum og skellir sér á gólfiö? Enn er þaö dúettinn Hálf köflóttlr á Dubllners. Gestir hinsvegar hálf fullir af svarta gullinu. \/ Svensen nartar í leif- arnar af kálfinum meö- an Hallfunkel pikkar upp nýjustu lögin úr Kananum. Svo æra þeir ykkur með snilld í alla nótt á Gullöldlnnl. Karma er bráögott stuöband frá Selfossi. I kvöld treður það upp á Kaffl Reykjavík, þeim ágæta stað í hjarta Reykja- víkur. / Grúfibeibiö í Klamedíu-X og hinir þræl- myndarlegu aöstoöarmenn hennar láta ekki góða veðriö stoppa sig og ætla aö hanga inni á Grand rokk í kvöld og spila sitt tvímæla- lausa popprokk (sem má m.a. heyra á plöt- unni .Pilsner fyrir kónginn"). Búist er viö að Hermann Hermit úr hljómsveitinni Herman’s Hermits kiki inn og taki jafnvel lagið „No Milk Today", enda eflaust stutt í næsta verkfall mjólkurfræöinga. Nú er um aö gera aö drífa sig inn á Catalínu í Kópavoginum og sjá Sælusveltlna góökunnu skemmta. Dansa smá. Drekka smá. Dansa meira. Poppers tekur seinna kvöldið sitt á Amster- dam meö trukki. Lætur svo ekki sjá sig þar næstu vikurnar. Gelr Ólafsson og Slgríöur Guönadóttlr eru í fararbroddi stórsveitarinnar Furstarnir. Gestir á Rauöa Ljóninu og aödáendur Árna Schev- Ing, Guömundar Steingrimssonar og Þorlelfs Gíslasonar fjölmenna, ekki sist til aö fá kikk út úr spilamennsku KJartans Valdimarssonar. Blues Express er aö spila i kvöld. Mætiö á Punktinn og sjáiö sjálf. Þaö er opiö á Café Hafnarfiröl. Allar sætustu stelpur bæjarins og sjúkustu sjarmörarnir hóp- ast þangaö og leggja drög að hjónaböndum framtíðarinnar. Dalshraun 13 folks! Torfi Ólafsson trúbador er á Áslákl í Mosfells- bæ. Hann fer um viöan völl í lagavali sinu og ætti að hafa töluvert skemmtanagildi. Pónlk! Pónik! Naustkráln nötrar af stemningu. Böl 1 Nú er komið að Mosfellsbæ í yfirferð Stuö- manna og Græna herslns. Stuömenn koma sér týrir ásamt friðu föruneyti í Hlégaröl og setja á þvílika veislu. Farteskiö inniheldur ölm- urnar Öbbu og Döbbu, öölinginn Amþór Jóns- son, rokkara frá Möðrudal ogfieiri. Forsala aö- göngumiöa er í Hlégarði og í Skífunni milli klukkan 14 og 16. Þotuliölö tekur seinna kvöldiö sitt á Næturga- lanum meö taktföstum skellum og klingjandi kátínu. Viö hreyfumst með eins og öldurót. D jass Tríó Ásgelrs Ásgeirssonar gitarleikara treður upp á Jómfrúnni klukkan 16. Þetta eru tiundu djasstónleikar veitingahússins i sumar. Meö Ásgeiri leika þeir Snorrl Slguröarson trompetisti og Gunnar Hrafnsson kontra- bassaleikari. Ef veður leyfir leika þeir félagar utandyra. •Sveitin Mllljónamærlngarnir halda stórdansleik i Sjall- anum. Með i för eru glamúristinn Páll Óskar, látúnsbarkinn Bjarnl Ara og hinn stimamjúki og síungi Raggl Bjarna. Bandiö hefur ekki leik- iö á Akureyri i tvö ár, hugsiði ykkur. Stuðdansleikur með hin- um óviðjafnanlega Gelrmundl Valtýs- stynl í Réttlnnl í Út- hlíð. Balliö byrjar klukkan hálf tólf og stendur fram á rauða nótt. Á Hólmavík er Café Rlls og þar leikur plötusnúðurinn Skugga-Baldur fyrir gesti. Baldur þessi hefur um nokkurst skeiö veriö viö stjórnvölinn í Naustkjallaranum svo hann ætti aö vera í fínu formi. Hólmarar flöl- menniö (ef þaö er hægt, þiö eruö nú ekki þaö fjölmennir). Sálln hans Jéns míns er á feröinni á Selfossl og treöur upp í Inghóll. Þetta er sennilega sið- asta balliö þeirra á þess- ari stuttu vertíð. Mætiö tímanlega. Krlstján IX á Grundar- firöl er galopinn og þar inni er Selfosssveitin OFL aö leika. Góða skemmtun b í ó Bíóborgin Hln systlrin Carla er mis- þroska stúlka sem er of- vernduð af móður sinni. Upplífgandi og rómantísk gamanmynd úr smiöju Garry Marshall. Sýnd kl.: 5, 6.30, 9 og 11.25 Wlld Wild West ★ Hér heföi betur veriö heima setiö en af staö farið. Þetta er ein af þessum algerlega sjarmalausu stórmyndum sem viö sjáum stundum frá Hollywood þar sem svo miklum peningum er eytt i tæknibrellur og stjörnulaun aö menn segja viö sjálfa sig aö þetta hljóti aö veröa ai- gjör snilld, svo framarlega sem handritiö sé sett saman eftir einhverju grafi undir stjórn f markaðsfræðinga. -ÁS Sýnd kl.: 4.40, 6.50 Matrix ★★★ „Fylkiö stendur... uppi sem sjón- ræn veisla, sci-fi mynd af bestu gerö, og er ekki til neins annars til bragðs að taka en aö fá sér bita", segir Halldór V. Sveinsson kvikmyndagagnrýnandi Fókuss um Matrix. Sýnd kl.: 9,11.25 Plg In the Clty ★★ Dýrin, sem fá mikla aðstoö frá tölvum nútímans, eru vel heppnuð og þótt oft sé gaman að apafjölskyldunni og hundinum meö afturhjólin þá eru dýrin úr fyrri myndinni, bitastæöustu persónurnar. -HK Sýnd kl.: 4.45 Mulan ★★★★ Uppfuli af skemmtilegum hug- myndum og flottum senum, handritið vel skrif- aö og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. -úd Sýnd kl.: 4.50 1. Bíó- höl1in Resurrection Chrlstopher Lambert er lög- reglumaður sem eltir flöldamoröingja. Sá hefur það að markmið aö endurskapa iíkama krists úr lik- amshlutum fórnarlamba sinna. Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9,11.15 Tarzan Tarzan fær sýn á brúðkaupsnóttina sína. Sýnin er af brjáluöum málaliöum aö rústa dulúðlegu borginni Opar sem má segja að sé æskuheimili kauða. Okkar maður brjálast nátt- úrlega og rýkur út í skóg til aö bjarga málunum. Jane eltir og þaö endar náttúrlega bara á einn veg, eöa hvað? Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Matrix ★★★ Sýnd kl.: 5, 9,11 WlldWlldWest ★ Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9, 11.10 10 Thlngs I Hate about You 10 Thlngs I Hate about You segir frá ólíkum systrum. Bianca, er vinsæl, falleg og rómantísk stúlka sem strákar hrífast af. Kat er af allt öðru sauöahúsi, skap- vopnd og gáfuð og þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæöri verur. Sýnd kl.: 7 The Mummy ★★★ Sú tilfinning læðist aö manni aö aðstandendur The Mummy hafi bara haft svolítiö gaman af þvi sem þeir voru aö gera og þaö er kærkomin tilbreyting frá hinni straum- línulöguöu og sálarlausu færibandaframleiöslu sem Hollywood sendir svo oft frá sér yfir sum- artímann. Ekki svo að hér skorti neitt uppá straumlínur og færibönd en einhver sannur græskulaus gamantónn fylgir með í pakkanum, líklega kominn frá einhverjum sem man eftir flörinu I þrjúbió í gamla daga. -ÁS Sýnd kl.: 4.30, 6.45, 9, 11.15 Wlng Commander ★ Ein leiöinlegasta stjörnu- striösmynd sem gerö hefur veriö. Það er ekki hægt aö fá neinn skynsamlegan botn í mynd- ina, hún er eins líflaus eins og tölvuleikurinn sem hún er gerö eftir. Markaösverð ungu leikar- anna sem eiga að selja myndina hlýtur að hafa lækkaö þegar frammistaða þeirra í myndinni er höfð í huga, þar sem helst má ætla af látbrögö- um þeirra aö víðátta geimsins sé knattspyrnu- völlur. -HK Sýnd kl.: 5, 7,11.25 Háskólabíó Nottlng Hlll ★★★ Eru kvikmyndastjörnur venju- legt fólk eöa einhverjar ósnertanlegar verur sem best er aö virða fýrir sér í nógu mikilli flarlægð svo þær missi ekki Ijómann. Um þetta flallar Notting Hill og gerir það á einstak- lega þægilegan máta. Myndin erein af þessum myndum sem ekki þarf að kafa djúpt i til aö sjá hvar gæðin liggja, hún er ekki flókin og er meira aö segja stundum yfirborðskennd en alltaf þægileg og skapar vissa velliöan sem fýlgir manni út úr kvikmyndahúsinu. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11.15 Fucklng Amal ★★★ Agnes hefur búiö i krummaskuöinu Ámál í næstum tvö ár og hefur enn ekki náö aö eignast vini, enda hlédræg og fáskiptin. Aftur á móti er hún bálskotin i Elínu sem er eiginlega aöalgellan í bænum, sæt, sexí og til í hvað sem er - hvenær sem er. Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Hl-Lo Country ★ Efni í ágætis nútíma vestra meö tregablöndnum tóni en einhvernveginn fær maöur aldrei þessa tregatilfinningu því. leikstjór- anum viröist nefnilega hafa vantað þá sannfær- ingu sem þarf til aö ná hinum sanna vestratóni; það er ekki nóg að kunna góö skil á þeirri end- urskoðun sem vestrinn hefur gengiö í gegnum á siöari árum, maður verður líka aö hafa svolít- iö kæruleysi, lausbeislað hugarfar og frelsisþrá í brjósti. -ÁS Sýnd kl.: 4.45 Go ★★★ Go er hröö og hrá en um leið bein- skeytt kvikmynd um ungmenni á villigötum. Leikstjórinn Doug Liman kann að fara með svartan húmor og er myndin góð blanda af spennu og fyndni. Sköpunarþörfin er mikil hjá Liman og í sumum atriðum nánast skín hún í gegn, en hann ætlar sér um of stundum og þaö er eins og hann eigi eftir að fínpússa stílinn. Leikarar sýna upp til hópa sýna góöan og agaö- an leik. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Shakespeare In Love Skemmtilegt sjónarhorn á tilurð Rómeo og Júlíu. Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9,11.15 Fávltamlr Hópur af ósköp venjulegu ungu fólki ákveður aö gera uppreisn gegn hræsni þjóðfé- lagsins og ábyrgöarleysi fólks meö því aö þykj- ast vera fávitar og búa um sig meðal venjulegs fólks. Hópurinn tekur mjög ákveðna stefnu og er ekkert aö hika viö aö búa til alls konar óreiöu I þjóöfélaginu og egna fólk til reiöi. Viö- brögöin láta ekki á sér standa. Sýnd kl.: 11 Kringlubíó WlldWlldWest ★ Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9, 11.10 Wlng Commander ★ Sýnd kl.: 7, 9 Matrlx ★★★ Sýnd kl.: 9,11 Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli í svona mynd er skemmtanagildiö og útfærslan og hún er harla góö. -úd Sýnd kl.: 5 Mulan ★★★★ Uppfull af skemmtilegum hug- myndum og flottum senum, handritið vel skrif- að og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. -úd Sýnd kl.: 3 Laugarásbíó Glorla ★★ Sharon Stone í draumahlutverki nær sér stundum vel á strik i köflóttri mynd, það er helst röddin sem svíkur hana. Það vantar þessa útlifuöu konu sem hefur alltaf unnið fyrir sér meö útliti sínu. Leikstjór- inn þekkti Sidney Lumet með alla sína reynslu og glæsimyndir aö baki hefur ekki sama kraftinn sem einkenndi bestu kvikmynd- ir hans einhvern timann heföi hann náö meira út úr leikurum og meðalhandriti en hann gerir nú. , -HK Sýnd kl.: 5,11 Austln Powers, NJósnarlnn sem negldl mlg ★★ Mike Myers telur enn ekki fullreynt með njósnarann og gleöimanninn Powers, sem hér birtist aftur í mynd sem er lítið annaö en röö af „sketsum" en þvi miður alls ekki eins týndin og efni standa til. Mér segir svo hugur að ef Myers og félagar hefðu nennt að setja saman eitthvað sem líktist sögu hefði glensiö orðiö svolítið markvissara, þvi þá heföi ekki verið jafn mikill tími fýrir allan fíflaganginn; minna heföi sem- sagt orðið meira. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 The Thlrteenth Roor ★★ The Thirteenth Roor er góð skemmtun framan af, Framtíöarsaka- málamynd þar sem sparlega er fariö meö tæknibrellur en i þess staö er góö sviðssetn- ing. Hún heldur dampi fram yfir miöju þar sem farið er skemmtilega leiö í kringum hvað er veruleiki og sýndarveruleiki. En þegar fara að koma fram tákn um aö veruleikinn, sem hingað til hefur staðiö á traustum fótum efnishyggjunn- ar, geti allt eins verið sýndarveruleiki fer mynd- in aö fara fram úr sjálfri sér. -HK Sýnd kl.: 11 Nottlng Hlll ★★★ Eru kvikmyndastjörnur venjulegt fólk eða einhverjar ósnertanlegar ver- ur sem best er aö virða fýrir sér i nógu mikilli flarlægö svo þær missi ekki Ijómann. Um þetta flallar Notting Hill og gerir þaö á einstaklega þægilegan máta. Myndin er ein af þessum 18 f Ó k U S 6. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.