Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 10
b vikuna 12.8-19.8. 1999 NR. 336 SSSól flýgur í númer 28 þessa vikuna á geimskipinu sínu. Bandið er búiö aö lóna í níu vikur á listanum og halda því nú fram aö þú sért ekkert betri en ég í númer 37. Bæöi eru lögin af ferilspakkanum 88-99, sem vltaskuld er ómissandi ölium aödáendum Helga og kó. Vikur á lista (y LAST KISS .PEARL JAM fji IF YOU HAD MY LOVE .JENNIFER LOPEZ EVERYTHING IS EVERYTHING .LAURYN HILL % MAMBONO. 5 .LOU BEGA ® • 0 ALEINN .BUTTERCUP t O KING OF MY CASTLE .WAMDUE PROJECT f O SCAR TISSUE •RED HOT CHILLI PEPPERS Íj vv O bailamos .ENRIQUE IGLESIAS BEAUTIFUL STRANGER .MADONNA I Sr flj) WHEN YOU SAY NOTHING. .RONAN KEATING 11 SO PURE .ALANIS MORISSETTE 12 MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON t v 13 JIVIN' ABOUT .QUARASHI 14 SONG IN A .URL 15 UNPRETTY .TLC 16 GENIE IN A BOTTLE .CHRISTINA AGUILERA -1- | 17 FÆ ALDREI FRIÐ .SÓLDÖGG 18 LOUD AND CLEAR .THE CRANBERRIES 19 FLJÚGUM ÁFRAM .SKÍTAMÓRALL 20 MAMMAMIA .ABBA TEENS O SWEET CHILD O’MINE O V.I.P............... .SHERYL CROW .JUNGLE BROTHERS f ^ SÆT .Á MÓTI SÓL SMILE .VITAMIN C O AMERICAN WOMEN .LENNY KRAVITZ ^ , O BILLS, BILLS, BILLS .DESTINY'S CHILD -g- | O SEPTEMBER '99 .EARTH, WIND & FIRE O GEIMSKIPIÐ SÓL , .s.s.sóL (wrr| O NARCOTIC .LIQUIDO 4 Qjj SUMMER SON .TEXAS ^TSUNAMI .MANIC STREET PREACHERS |s x- Qjj I DONT KNOW .PET SHOP BOYS $jf WILD WILD WEST .WILLSMITH J V WHERE MY GIRLS AT.............702 f \ Qj RENDEZ-VU .BASEMENT JAXX & LOVESTRUCK .MADNESS Qj ÞÚ ERT EKKERT BETRI EN ÉG ■S.S.SÓL DO SOMETHING .MACY GRAY ÞU VERÐUR TANNLÆKNIR .ÚR LITLU HRYLLINGSB. .I ■ Qjf IF YA GETTIN' DOWN .FIVE m i íslenski listinn er samvinnuverkefni Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á Mono á fimmtudags- kvöldum kl. 20.00 og birtur á hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt 1 vali „World Chart“ sem framieiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. (im f 4 Nýtt á listanum Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur síöustu viku síöustu viku i staö fókus Yfirumsjón meö skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón meö framleiöslu: ívar Guömundsson - Tæknistjóm og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir i útvarpi: Ivar Guömundsson Geimsteinn gefur út plötuna Áki og Starkaður. Því má álykta að hér sé um Suðurnesjamenn að ræða því Geimsteinn er jú fyrir- tæki Rúnars Júlíussonar. Það reynist rétt og Áki og Starkaður skruppu í bæinn í viðtal. „Forsaga disksins nær aftur til 1997,“ segja þeir. „Þá tókum við þátt í fyrstu Rokkstokk-keppninni því utanlandsferð var í verðlaun. Við hóuðum saman hljóðfæraleik- inmm og fluttum þrjú lög undir nafninu Rassálfar. Við fengum ekki utanlandsferðina en pítsu og 25 stúdíótíma. Það hvíldi á okkur að nota tímana og i fyrravetur fór- um við því að vinna lögin saman með hjálp Netsins." Hér vitna strákarnir um fjar- lægðina á milli þeirra en Áki var í tónsmíðanámi í Hollandi og Starkaður í íslenskunámi í Há- skólanum. hljóðfæraleikarar og söngvarar eftir lögum.“ Af söngvurum má nefna Þúsund eyja sósuna, hann Stefán Karl Stef- ánsson, Heiðu sem var í Unun og snakk-manninn Sigurð Öm Pálma- son sem söng með Texas Jesús. „Og ekki má gleyma Magga Sig,“ segir Starkaður. „Hann gerði Kota- sælu-lagið vinsælt á Suðumesjum." Það besta síðan Hljómar „Við erum að gera upp fortíðina," segir Áki spekingslega, „og bæta upp í gloppur í sunnlensku poppi. Síðan Hljómar lifðu höfum við Suð- umesjamenn kannski ekki staðið okkur sem skyldi." Ekki vilja strákamir þó meina að lögin níu séu allt saman smellir. Lúðrasveitar- strengjapönk Platan er níu laga - „okkar sumarverkefni", segja þeir. íslenskumað- urinn Starkaður semur textana en Áki tónsmiður lögin. Starkaður á þó líka tvö lög. Strák- arnir vilja ekki taka undir að þeir séu einhveijir Simon og Gar- funkel. „Nei, þetta eru allt rosalega mismunandi lög: eitt pönklag, eitt trúbadorlag, eitt lúðrasveitarlag, eitt strengjalag..." Hvaö heldur þessu þá saman? „Það eru bara óreiðan og við tveir. Við erum samhengið en líka andstæðan. Hvert lag hefur sína sérstöðu, t.d. eru mismunandi h\ \ o? rrrtuov>«' un9sVC „Yfir sumu þarf að liggja,“ segja þeir. „Þetta er þó diskur sem hægt verður að spila á öllum útvarps- stöðvum. Þetta er næstum eins og safndiskur. Ef maður á þennan disk þarf maður ekki að eiga fleiri.“ Ekki fæst uppgefið hvaðan strák- arnir sækja áhrif í lagasmíöum. „Þó að ég teldi upp allt sem ég hlusta á myndi það ekki segja neitt,“ segir Starkaður. Hann játar þó loks að hann hlusti á Nick Cave og Tom Waits en neitar að lögin sem hann samdi séu í þá áttina. „Ég legg mig ekki fram víð að hlusta á popp,“ segir Aki hins vegar, enda var hann að spila með nýklass- íska hópnum Atonal Future á þriðjudaginn. Kynslóðabilsbrúandi „Ég hef antipat á ungskáldum," fussar Starkaður þegar hann er spurður um það hvort hann sé eitt slíkt sjálfur. „Ég var í bókmennta- fræði í eitt ár og fékk mig fullsadd- an á ungskáldunum með treflana. Ég lít á mig sem poppskáld. í textun- um reyni ég að ná yfir breitt svið líka.“ Ekki getur Starkaður svarið fyrir að textamir hans séu eitthvað alveg nýtt: „En þegar ég lít yfir texta með öðrum er ég nú að vona að mínir textar séu eitthvað öðruvísi." Strákamir ætla ekki að spila á tónleikum og sjá ekkert frekar fram á meira samstarf. Og ef það verður frekara samstarf em þeir ekk- ert vissir um að það verði popp. „Það er gott fyrir sjálfsmyndina að gefa út disk,“ segir Starkaður, Jafnvel þótt maður eigi hundrað óseld eintök uppi í hillu. Maður er þó alla vega búinn að gefa út disk og gæti jafnvel haldið síðar að maður hafi einhvem tímann verið frægur.“ Starkaður játar að vera veikur fyrir og fullur minnimáttarkenndar en Áki virðist hafa aðra lyndisein- kirnn. „Þetta slær í gegn, það er engin spuming," segir hann. „Þama em lög sem húsmæður og ömmur geta dillað sér við og örmur lög sem æsk- an mun fila í botn. Þessi plata brúar kynslóðabilið.“ -glh plötudómur Tha Faculty - Tha Selected Works ofTha Faculty ★ ★★ Þéttir taktar og tal Tha Faculty er langþráð vítamin- sprauta í íslenska hip hop/rap- menningu. Þarna eru vanir rímu- menn á ferð og skilar það sér í lög- unum, rímumar era oftast mjög þéttar og vel sagðar. Stundum fer innihald þeirra samt út um þúfur og verður klisjukennt eins og röpp- umm er tamt. Öll lögin á plötunni nema eitt em samansett af Magse, fyrrum Subtamanni, og stendur drengurinn sig með prýði. Það er augljóst að hann er búinn að vera að grúska i hip hop-tónlist lengi og er búinn að ná tökum á frambæri- legum tónsmíðum undir rímumar, þó svo að melódíur mættu vera meiri á nokkrum stöðum. Þá er hann fyrirtaks rímari og lyftir þeim lögum upp sem hann er í. Anthony (Ant Lew) er líka góður á hljóðnem- anum. Besta lagið á plötunni er Rumourz, þar sem Anthony gerir upp við allar gróusögumar sem hafa elt hann á röndum síðan hann strandaði á skeri vora og Magse lýsir eiturtungunum sem hvæsa á íslenskan rappara. Þá er viðlagið líka mjög flott. Rumourz er lýsandi dæmi um það sem vantar í sum hinna laganna á plötunni, heildar- mynd. Um leið og lagið fjallar um eitthvað ákveðið, tekur á fersku málefni, detta textarnir og taktur- inn í sama farveg og úr verður þétt- ur pakki. Það er ekki endalaust hægt að hlusta á freestyle-rímur hjá mismunandi röppurum úr hinni og þessarri áttinni sem fjalla um ekki neitt. Dúettinn Anthony og Magse em aftur ferskir í „við emm vond- ir-laginu“ Hitmen og ná vel saman. Def og Smile em líka fyrirtakslög, gott hip hop. Það er hægt að bera þetta fram fyrir hvaða rapprottu sem er án þess að blikna. Ég sakna samt íslenskra vísna, þó svo að Tha Faculty sé alþjóðleg er um að gera „Það er hægt að bera þetta fram fyrir hvaða rapprottu sem er án þess að blikna. Eg sakna samt íslenskra vísna...“ að auka fjölbreytnina með ástkæra, ylhýra. Þegar maður lítur á sveit- ina er erfitt að gera annað en að bera hana saman við Subterranean, sem gáfu út frábæra plötu fyrir tæp- um tveimur árum. Sveitin kemur ágætlega út í samanburðinum en það verður aö taka inn í reikning- inn að einungis er um að ræða 6 laga plötu. Miðað við hana ætti sú stóra sem á að koma í október að vera funheit. Halldór V. Sveinsson 10 f Ó k U S 13. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.