Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4
31< u p J u r SKUTjurn Stelpur, nú eiga alvöruskutlur að bera skuplur. Svona hárskuplur eins og voru í tísku í gamla daga. Þetta þykir alveg meiri háttar flott og tekur algjörlega við af tvöíoldu wonderbrahárböndunum. Þau voru í tísku i sumar en skuplur eru mál- ið núna. Stelpur á öllum aldri geta látið sjá sig með skuplu á höfðinu og best er að hafa þær marglitar, köflóttar, rósóttar og alls konar munstraðar. Skuplur eru líka þrælódýrar. í Skarthúsinu kosta þær til dæmis ekki nema fjögur hundruð og niutíu. Þá leysir þetta höfuðfat ýmiss konar hárgreiðslu- vandamál en er fyrst og fremst æð- islega flott og gerir allar stelpur sætar. GRIM í Safnarabúðinni á Óðinsgötu getur hvað sem er gerst. Sirrý spáir þar í framtíðina og hefur gert í tugi ára. Hún hefur nú fengið aðstoð frá fiðurfénaði nokkrum sem heitir Kobbi og er að læra að tala. Svo er hún líka eina íslenska spákonan á Netinu. Kobbi og Si „Ég byrjaöi að flkta við þetta upp úr 1970,“ segir spákonan Sirrý, öðru nafni Sigríður Steina Sigfús- dóttir, en hún hefur starfað við þetta hátt í 16 ár og nú er svo kom- ið að hún gerir lítið annað en að spá fyrir fólki. Og eftirspurnin eftir spádómum minnkar ekkert? „Nei. Það hefur verið töluverð aukning undanfarin átta ár. Fólk virðist vera meira leitandi núna en hér á árum áður,“ svarar Sirrý sem er eingöngu með hinar klassísku sigaunaspár. Það eru spil, lófar og kristalkúlur en hún setur bollaspár ekkert fyrir sig ef fólk biður mn það. Kobbi páfagaukur Sirrý er ekki bara spákonan í Safnarabúðinni á Óðinsgötu. Hún er líka á Netinu (www.safn- arinn.is) og fyrir mánuði fékk hún páfagaukinn Kobba sér til aðstoðar. „Ég er að kenna honum að tala,“ segir Sirrý. „Hann er ann- ars í læri hjá mér þessa dagana en það gengur nú ekkert alltof vel. Hann er svo þver og skap- mikill en ég reyni að vera þolin- móð.“ En þótt Kobbi sé ekki alveg kominn í spádómsstuð og sé latur að tala þá er Sirrý alltaf með all- ar stöðvar virkar og hún spáir því til dæmis (því miður) að vet- urinn verði skítkaldur, snjóþung- ur og allt fullt af hafís í kringum landið. Auk þess sér hún fyrir einhverjar náttúruhamfarir, sjó- slys i febrúar eða mars og jafnvel flugslys. Vetrinum eigi svo að ljúka með einhverjum skakkaföll- um hjá ríkisstjóminni. Veturinn ætti því að vera forvitnilegur þó fólki sé ráðlagt að klæða sig vel. Einmana fólk En hvernig fannstu út aö þú heföir spádómshœfileika? „Ég fann það ekki út. Vinkonur mínar byrjuðu bara að biðja mig um þetta þegar þær voru kannski að fara út að skemmta sér. Ég spáði þá fyrir þeim og svo komu þær til mín á mánudegi eða þriðjudegi og sögðu mér að það hefði allt ræst sem ég spáði,“ segir Sirrý og bætir því við að það sé mjög mikilvægt að vera soldið næm á þessa hluti og sjá í gegnum hjúpinn (áruna) sem er í kringum fólk. En hefuröu séö fyrir eitthvaö hrikalegt? „Já, mörgum sinnum. Og það hefur líka komið fyrir að ég hef tekið þetta inn á mig og verið al- veg ónýt í marga mánuði." Hvaö meö fólkiö sem leitar til þín, hvaö er þaö svona helst sem þaö villfá aö vita? „Það er misjafnt að hverju fólk er að leita en ástamálin eru alltaf vinsælust. Sumir eru líka ein- mana og koma til að spjalla við mig. Aðrir eru veikir og vilja skyggnast aðeins inn í framtíð- ina,“ segir Sirrý að lokum en Kobbi endurtekur ekki neitt að sinni. -MT .. "~l.. .." HÉR ER 8ARNAHERBERGIÐ... M3ÖG RÚMGOTT... GETUR ALVEG HLAOIÐ NIÐUR BÖRNUM hérna SVO ERU HERNA SVALI R... 6ET NÚ BARA LATlÐ ÞlG FÁ Þ*R í KAUPBA.TL. HVERMIG LÍST ÞÉR Á? X 3A, ÞAÐ ER KANNSKI BARA SPURNIN6 UM ElTT.. HVERNIG ER ÞAO... MÁ RETK3A HÉRNA ? f Ó k U S 13. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.